Dagur - 21.04.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, fímmtudagur 21. apríl 1988 76. tölublað
Öskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn.
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
„Mikilvægt að finna
nýjar og betri leiðir
í málefnum aldraðra“
- segir Guðmundur Bjarnason
„Við kölluðum til þessarar
ráðstefnu til að ræða nýjar og
betri leiðir í málefnum aldr-
aðra á Islandi,“ sagði Guð-
mundur Bjarnason heilbrigðis-
og tryggingaráðherra í samtali
við Dag vegna ráðstefnu um
öldrunarmál sem ráðuneytið
efndi til.
Til ráðstefnunnar var boðið
öllum þeim sem starfa að öldrun-
armálum og þar að auki var sveit-
arstjórnarmönnum sérstaklega
boðið til hennar. Framsöguerindi
fluttu Ásgeir Jóhannesson frá
Sunnuhlíðarsamtökunum í Kópa-
vogi en þau samtök hafa farið inn
á nýjar leiðir í húsnæðismálum
aldraðra. Jón Adolf Guðjónsson
bankastjóri Búnaðarbankans
kynnti hvernig bankinn hefur
veitt ráðgjöf og tekið þátt í
kostnaði þegar eldri bæjarbúar
hafa minnkað við sig húsnæði.
Blönduós:
Nökkvi býður hlut-
höfum hlutabréf
Þegar rækjutogarinn Nökkvi
var keyptur til Blönduóss og
útgerðarfélag með sama nafni
stofnað um rekstur skipsins var
samþykkt að selja hlutabréf í
fyrirtækinu að fjárhæð 30
millj. króna. Þá seldust 25
millj. í hlutabréfum en nú hef-
ur hluthöfum verið boðið að
kaupa þau hlutabréf sem óseld
eru.
Að sögn Kára Snorrasonar,
framkvæmdastjóra, hefur enn
lítið heyrst frá hluthöfunum,
enda stutt síðan bréfin voru boð-
in þeim til kaups. Kári sagði að
bréfin yrðu seld á frjálsum mark-
aði hluthafar nýttu sér ekki
forkaupsréttinn.
Kári sagði að útgerð skipsins
hefði gengið þokkalega. Pað
hefði fiskað vel að undanförnu en
það yrði að veiðast vel til að
reksturinn bæri sig.
Hann sagði að verð á þeirri
rækju sem unnin væri um borð og
seld til Japans væri ágætt en aftur
á móti væri lágt verð á smærri
rækjunni sem unnin væri í landi
og seld innanlands. fh
Halldór Guðmundsson frá ísa-
firði kynnti starfsemi Hlífar þar í
bæ. Páll Gíslason yfirlæknir
ræddi um þessi mál frá sjónarhóli
sveitarfélaganna og að lokum
flutti Steinunn Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur formaður
samstarfsnefndar um málefni aldr-
aðra erindi.
Guðmundur Bjarnason ráð-
herra sagði að stjórnvöld væru
áhugasöm að heyra um nýjar
leiðir í aðhlynningarmálum aldr-
aðra. Ráðherra kvað það brýnt
að tillit væri tekið til sjálfs-
ákvörðunarréttar eldri borgara í
sambandi við íbúðir þeirra.
Mikilvægt væri að aðstoða fólk til
að minnka við sig húsnæði án þess
að því fylgdu fjárhagslegir erfið-
leikar fyrir viðkomandi einstakl-
inga. Benti Guðmundur sérstak-
lega á framtak Sunnuhlíðar-
manna í því sambandi en þar hef-
ur fólk með aðstoð banka getað
flutt inn í minni íbúðir.
Ráðherrann kvað það víðsfjarri
að opinberir aðilar vildu firra sig
allri ábyrgð á þessum málum. Nú
væri í bígerð nýtt frumvarp um
öldrunarmál og kvaðst Guð-
mundur vera fylgjandi því að
byggingarsjóði aldraðra væri
tryggður öruggur tekjustofn til
þess að sjóðurinn gæti uppfyllt
þær skyldur sem á honum væru
víðs vegar um land. AP
Þess misskilnings hefur gætt, að bensínafgreiðslumenn
fari ekki í vcrkfall. Svo er reyndar í Rcykjavík, en á
Akureyri eru mennirnir i félagi verslunarmanna og fara
því í verkfall. Eftir klukkan 23.30 í kvöld verður því ekki
hægt að fá keypt bensín á Akureyri, nema í sjálfsölum.
í gærkvöld voru afgreiddar þær undaþágubeiðnir sem
borist höfðu vegna verkfallsins. Meðal þeirra sem sóttu
um undanþágu voru Dagur, apótekin og einhver hótel-
anna. Jóna Steinbergsdóttir sagðist aðspurð telja það
fjarstætt að sett verði lög á verkfallið. „Eg vil ekki trúa
því fyrr en í síðustu lög.“ Hún hvetur félagsfólk til að
mæta vel á skrifstofu félagsins á morgun og aðstoða við
það sem gera þarf. Sjá nánar á baksíðu.
VG/Mynd: TLV
Sauöárkrókur:
Nú fyrir Sæluvikuna varö
nokkurt þref út af eldvörnum í
félagsheimilinu Bifröst. Gagn-
rýni eldvarnaeftirlits beinist
aðallega að neyðarútgangi af
leiksviði sem ekki er talinn
fullnægjandi. Á fjölmennum
dansleikjum eins og lokadans-
leik í Sæluviku, hefur senan
verið notuð fyrir dansleikja-
gesti, án þess að fyrir því hafí
verið leyfí. Var komist hjá
banni eldvarnaeftirlits á notk-
Ofullnægjandi eldvamir
í félagsheimilinu
Bókamarkaður á Akureyri
- Ætla að selja 30 þúsund bækur
Á sunnudaginn verður á
Akureyri opnaður bóka-
markaður á vegum Félags
íslenskra bókaútgefenda. Að
sögn Eyjólfs Sigurðssonar
formanns félagsins verður
þetta stærsti bókamarkaður
sem haldinn hefur verið norð-
an heiða.
Bókamarkaðurinn stendur til
8. maí, eða í hálfan mánuð.
Hann verður til húsa í 400 fer-
metra húsnæði við Glerárgöt-
una þar sem áður var Bygginga-
vörudeild KEA.
Markaður þessi er haldinn í
beinu framhaldi af vel heppnuð-
um bókamarkaði sem nýlega
lauk í Kringlunni í Reykjavík.
Par seldust um 110 þúsund ein-
tök og sagðist Eyjólfur vonast
til að hér færu að minnsta kosti
30 þúsund eintök. Úrvalið verð-
ur a.m.k. gott því boðið verður
upp á eitthvað á bilinu 3-4000
titla. ET
un leiksviðsins í þetta sinn,
með því að gera lagfæringar á
ney ðarútganginum.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem þref verður út af neyðarút-
ganginum af senunni, enda er
þetta ekki hægt svona. Þó að leyfi
hafi verið veitt fyrir notkun leik-
sviðsins núna verður það ekki
gert aftur nema frekari lagfæring-
ar verði gerðar. Um er að ræða
timburstiga sem stenst ekki
reglugerð og neyðarlýsing er ekki
fullnægjandi. Þetta auk einnar
eldvarnahurðar, sem vantar í
húsið, eru alit hlutir sem ekki eru
mjög kostnaðarsamir. Dansgólf-
ið er það eina sem dýrt er að
laga, en í geymslu undir því er
aðal rafmagnstafla hússins. Sam-
kvæmt skýrslu frá eldvarnaeftir-
liti Brunavarna ríkisins stenst
gólfið ekki þær kröfur sem til
þess eru gerðar.
Fyrir utan að eldvarnirnar eru
ekki í lagi er ætíð of mörgu fólki
hleypt inn í húsið, allt að Jrriðj-
ungi meira en leyfilegt er. I sam-
komusalnum, á hliðarsvölum og
leiksviði mega vera 435 manns og
í Grænasal 50 manns. Þessar töl-
ur miðast við að eldvarnir séu í
lagi,“ sagði Björn Sverrisson eld-
varnaeftirlitsmaður á Sauðár-
króki.
Að sögn Björns hafa ekki orð-
ið teljandi óhöpp vegna elds í
Bifröst. Fyrir nokkrum árum
kviknaði í rafmagnstöflu en hann
var slökktur á svipstundu og ekk-
ert varð úr. Enn lengra er síðan
sígarettuglóð féll milli gólffjala á
leiksviði og úr varð smá eldur í
neðri hæð hússins, í
geymslu við hlið búningsaðstöðu
leikara. -þá
Þingeyjarsýslur:
Utlit fyrir
litlar kalskemmdir
Síðasta vor voru tún verulega
kalin á sumum svæðum í Þing-
eyjarsýslum sem gerði að verk-
um að heyfengur hjá mörgum
bændum var minni en oft áður
og þessir sömu bændur hafa nú
undir vorið þurft að kaupa
hey. Ástæður fyrir kalinu í
fyrra má rekja til mikilla
svellalaga á túnum fyrrihluta
síðasta vetrar.
Að sögn Stefáns Skaptasonar
ráðunautar í Suður-Þingeyjar-
sýslu er útlit mun betra í ár. Nán-
ast engin svell voru á túnum fyrr
en eftir áramót í vetur og svell
höfðu mikið minnkað áður en
hríðarkaflinn gekk yfir nú á
dögunum. Stefán taldi þó að
þessi snjór yrði tiltölulega fljótur
að fara þegar veður hlýnaði og
vart væri að búast við kali í tún-
um vegna hans. Ekki er mjög
mikill snjór í Aðal- og Bárðardal
en mikill snjór í Reykjahverfi.
„Maður getur ekki annað en
verið bjartsýnn á sumarið. Auð-
vitað gæti veðurfarið í vor í
versta falli valdið kali en þó ekki
nema um verði að ræða mikil
r.æturfrost á auða jörð. Maður
skyldi þó vona að til þess komi
ekki,“ segir Stefán Skaptason.
JÓH