Dagur - 21.04.1988, Side 6

Dagur - 21.04.1988, Side 6
6- DAGUR-21. apríl 1988 - spjallað við Harald Bessason háskólarektor um íslenska landnema í Kanada og storf hans að fræðim Háskólinn á Akureyri er ekki gömul stofnun, eins og flestir vita, því kennsla í honum hófst sl. haust. Haraldur Bessason veitir háskólanum forstöðu, en hann hefur starfað um 30 ára skeið við íslenskudeild Manitoba-háskóla í Kanada. Skrifstofa rektorsins er í gamla Iðnskólahúsinu við Þórunnarstræti, á sama stað og skrifstofa skólastjóra Iðnskólans var. Veggirnir eru þaktir bókum sem flestar fjalla um íslensk fræði; málfræði, bókmenntasögu, íslendingasögur, heimspeki og uppeldismál. Auk þess eru nokkrar bækur um sögu íslendinga í Vesturheimi, en sú saga hefur öðrum þræði notið sérstakrar hylli Haraldar Bessasonar, enda hafa fáir eða engir íslendingar haft þá aðstöðu sem hann hefur haft um áratugaskeið til að rannsaka ýmsa fleti á þeirri sögu. - Hvenær vaknaði áhugi þinn á sögu og málþróun Vestur-íslend- inga? „Hann vaknaði ekki fyrr en ég var sjálfur fluttur vestur. Vesturför mína bar mjög brátt að, en ég var nýbyrj- aður í starfi sem fulltrúi útvarps- stjóra þegar mér var boðið að gerast prófessor við Manitoba-háskólann. f*etta gerðist árið 1956 og ég var nýútskrifaður úr íslenskudeild Háskóla íslands. Ég var kvæntur maður með fjölskyldu, og langaði alltaf til að sjá umheiminn. Pað fyrsta, sem mér datt í hug, var að þarna væri tækifærið til að fara til útlanda og fá um leið bærilega-laun- að starf. Eg taldi mig ekki hafa efni á að afþakka þetta boð.” - Hafðir þú stefnt að því að fást við kennslustörf? „Ekki beinlínis, nei. Ég var búinn að kenna svolítið í ígripum og hafði verið nokkuð lengi í skóla og get ekki sagt að ég hafi talið kennara- starfið leiðinlegt. En mig langaði þó til að gera eitthvað annað. Að vísu var prófessorsembættið vestra kenn- arastarf, en dálítið öðru vísi en gerist t.d. í menntaskólum.“ Fyrirlestrahaldið var erfítt til að byrja með - Þig hefur ekki óað neitt við því að taka þetta embætti að þér? „Nei, eiginlega ekki. Mér fannst þó fyrirlestrahaldið erfitt fyrsta haustið, og ég þurfti að leggja miklu meiri vinnu í fyrirlestrana en kennsl- una sjálfa. Mér þótti alltaf vænt um enska tungu á skólaárum mínum en var þó ekki undir það búinn að skrifa fyrirlestra um sérfræðileg málefni á því máli. Ég hafði þó mjög gott af þessu og ég hafði góða og mikla aðstoð og hjálp við þetta fyrsta árið, og tel ég að ég hafi lengi búið að þessari reynslu. Mér þótti starfið ágætt strax í byrjun, en það er nú einu sinni svo í háskóla, þegar nýr maður kemur til að kenna í dálítið skrýtnu fagi eins og íslenska er í Kanada, þá er mikið um að þeir séu beðnir um að flytja fyrirlestra hingað og þangað, og ég lenti mikið í fyrirlestrahaldi." - Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart þegar þú komst vestur og hófst störf? „Fátt kom mér á óvart því þótt ég hefði aldrei áður til Kanada komið hafði ég lesið töluvert um landið sem unglingur, og enn meira las ég þann stutta tíma sem leið frá því að ég vissi að þangað átti ég að fara. Ég hef aldrei verið fróðari um Kanada en fyrstu vikurnar eftir að ég kom þang- að fyrst en ég held að ég sé búinn að gleyma mikiu af þessu núna. En ég vildi vera viðræðuhæfur um landið þegar vestur kæmi. Þó verð ég að segja að stærð háskólans kom mér á óvart, en þó var hann frekar lítill þá miðað við það sem hann er orðinn í dag. En á íslenska vísu var skólinn mjög stór, einnig í þá daga. í dag er skólinn gíf- urlega stór, og þar ganga um garða rúmlega 40 þúsund manns dag hvern. Fastir nemendur eru um 25 þúsund, en nemendur í hlutanámi á kvöldin eru einnig mjög margir. Petta er eig- inlega heil borg í kringum háskól- ann.“ - Er eitt prófessorsembætti í íslensku við háskólann? „Já, það er svo, en sennilegt er að þau geti orðið tvö áður en langt um líður. Þetta embætti var stofnað um 1950, og kennsla hófst árið 1951. Fyrsti prófessorinn var dr. Finnbogi Guðmundsson, sem nú er landsbóka- vörður. Finnbogi hafði kennt þarna í fimm ár áður en ég kom, og var að nokkru búinn að móta og skipuleggja námið með þv( að rita námsskrá og námslýsingar. Þetta var því allt sam- an komið í gang þegar ég kom fyrst til háskólans. Fimmtugt fólk á ekki að kenna nútímamál Ég var eini fastráðni starfsmaður íslenskudeildarinnar, en allmörg fyrstu árin hafði ég aðstoðarkennara auk nokkurra stundakennara. íslenskir stúdentar hafa verið við alls konar nám í Manitoba bæði fyrr og síðar og þá fengum við oft til að kenna nútímaíslensku, og fór vel á því. Talsverð kennsla var í nútímaís- Íensku við deildina, og ég tók snemma eftir því að ég hafði verið ágætur í þetta þegar ég var 25 ára, en unglingar ætlast til þess að nútíma- mál sé kennt af ungu fólki, og það hefur reynst ágætlega að senda mjög ungt fólk til slíkra kennslustarfa. Menn hlógu að mér þegar ég hélt upp á fimmtugsafmæli mitt, en við það tækifæri sagði ég að nú myndi ég ekki framar kenna nútímaísiensku, því fimmtugt fólk talaði ekki lengur nútímamál. Þetta er auðvitað ekki alveg rétt, en þó er ákveðinn sann- leikur í þessu. En fólk vill fá unga kennara frá landinu sjálfu, ekki bara í íslensku heldur öðrum málum, því það vill vera visst um að kennararnir kenni nákvæmlega það mál sem er talað í landinu í dag." - Hafðir þú einhver sérstök áhugamál, önnur en fræðimennsku? „Þau eru nú sjálfsagt nokkuð mörg, en þó flest tengd fræðunum. Ég býst við að ég hafi aldrei farið mikið út fyrir þau takmörk sem fræð- in settu mér, enda er fræðigreinin íslenska mjög umfangsmikil.“ - Fléttast sagnfræði og saga lands- ins ekki mikið inn í almenna kennslu í fræðigreininni? „Þetta er nú allt í samhengi hvað við annað. Að vísu kenndi ég aldrei beinlínis sagnfræði þó að ég kæmist ekki hjá því að tala um sögu landsins og þjóðarinnar þegar ég var að kenna fornbókmenntir, slíkt var auð- vitað útilokað. Kennsla á því sviði fór mestmegnis og eingöngu fram á ensku, ég kenndi t.d. eitt námskeið á þriðja ári þar sem fornbókmenntir vorú kenndar í erlendri þýðingu. Um skeið var það vinsælt og er vinsælt enn að kenna á þennan hátt, og þá kom maður inn á miðalda- og forn- aldarsögu. Þegar þetta var hófumst við handa um útgáfu ritraðar um íslensk fræði við háskólann, og sú útgáfa stendur enn. Ég þýddi miðaldasöguna eftir prófessor Jón Jóhannesson á ensku, og eftir það var miklu léttara að kenna námskeiðið. Ég fór út í þýð- ingar á sögu miðalda eftir að sá áhugi hafði kviknað í kennslustundum. Nú er mikið þýtt og gefið út af íslend- ingasögum á ensku, og má sérstak- lega nefna störf prófessors Her- manns Pálssonar í Edinborg og félaga hans, en þeir komu sögunum á framfæri hjá „Penguin Classics," sem er heimsþekkt ritröð, og sögurnar hafa aldrei verið eins mikið lesnar og einmitt nú, í kjölfar þessarar útgáfu.“ koma fótunum undir íslenskudeild við Manitobaháskóla, sem er miklu stærri en Winnipegháskólinn, en þær ráðagerðir trufluðust eðlilega á stríðsárunum. En skömmu eftir stríð, ég held um 1947, hófst fjár- söfnun. Háskólinn setti það sem skil- yrði að þeir söfnuðu 150 þúsund doll- urum, ef ég man rétt, þá kæmi skól- inn með það sem þyrfti á móti. Söfnunin gekk miklu lengra en þetta, ég held að um 250 þúsund dollarar hafi safnast - en það var geysileg upphæð í þá daga - og þá var komið meira en nóg til að hægt væri að stofna íslenskudeildina. Þegar þetta gerðist var til allgott íslenskt bókasafn við háskólann, en það hafði verið sett á stofn nokkru áður. Safnið hefur vaxið gríðarlega síðan þetta gerðist, og verður að telj- ast mjög stórt safn í dag.“ skipti mig miklu máli þegar ég fór að starfa að útgáfumálum, og fólki fannst að við værum að hlúa að menningararfleifð þeirra. Þessi tvö öfl eru ennþá virk vestra, þannig að áhugi fyrir íslensku er ekki eingöngu bundinn við háskólann og þá sem þar vinna og kenna.“ - Hvernig hefur tekist að sam- ræma hin akademísku og þjóðrækn- islegu sjónarmið? Hvernig hefur fólki tekist að hagnýta sér námið í íslenskudeildinni? „Það er ákaflega erfitt að svara þessum spurningum. Þó má benda á að þeir sem hafa stundað íslensku- námið í nokkur ár og getað samræmt það nám við nám í öðrum tungumál- um hafa getað nýtt sér það við rann- sóknir og kennslu í háskólanum. Maður veit aldrei hvernig háskóla- nám nýtist fólki nema þá helst þegar það fær tilteknar stöður út á sitt nám. Almenningur safnaði fé tU stofnunar íslenskudeildar við háskólann - Mig langar til að spyrja þig aðeins nánar um tildrög þess að Finnbogi Guðmundsson hóf störf við Mani- toba-háskóla. Hvers vegna gerðist það einmitt árið 1950? „Það er löng saga að segja frá því, en upphaf íslenskukennslu á þessum slóðum má rekja til þess að í Winni- peg-háskóla var byrjað að kenna íslensku upp úr aldamótum. Þessi kennsla var að nokkru leyti fjár- mögnuð af háskólanum og að hluta af vestur-íslensku kirkjunni í Winni- peg og presturinn, séra Friðrik Bergmann, kenndi íslenskuna. Hann kenndi nokkuð lengi, mig minnir að hann hafi starfað við kennsluna tals- vert fram á 2. áratug aldarinnar, en þá held ég að þeir hafi lent í fjárþröng. Þó var það svo að íslenska var kennd allt fram til 1940 við Winnipeg-háskóla, þó ekki reglu- lega. Á þessu skeiði hófust umræður meðal Vestur-íslendinga í þá átt að þeir þyrftu að hefja fjársöfnun til að Akademíska sjónarmiðið réði miklu - Má rekja stofnun íslenskudeildar- innar til þess að Vestur-íslendingar vildu viðhalda menningararfleifð sinni? „Já, það var örugglega mjög sterkt viðhorf á þeim tíma og er ennþá gagnlegt. Þó skipti mestu máli að íslenskan er latína Norðurlanda, og skólamönnum í Kanada var kunnugt um að forníslenska hafði verið kennd við háskóla í Bretlandi frá miðri 19. öld, að vísu oftast í tengslum við enskukennslu. Staða íslenskunnar innan indó-evrópskra mála skipti meginmáli hvað akademískt sjón- armið háskólans varðaði, þegar ákveðið var að hefja kennslu í mál- inu við skólann. Það voru ekki íslendingar sem réðu þar. En auðvitað var þjóðrækniskennd- in ríkjandi hjá mörgum gefendanna, sem álitu að þetta væri besta leiðin til að viðhalda og rækta íslenskan menningararf vestra. Þetta var, held ég, einsdæmi við stofnun háskóla- deildar, því gert var ráð fyrir stuðn- ingi almennings á móti stuðningi háskólans. Þessi áhugi almennings Hvað fyrri hluta spurningarinnar varðar þá vil ég benda á að alllöngu eftir að íslenskudeildin tók til starfa við Manitoba-háskóla þá var farið að kenna íslenskar bókmenntir og jafn- vel íslensku við almenna skóla, eink- um í því fylki sem háskólinn er. Bók- menntirnar voru kenndar í þýðing- um, að vísú, en kennslubækur voru samdar undir yfirumsjón háskóla- deildarinnar. Ég get annars ekki mælt hagrænt gildi þess að stúdera bókmenntir, en með tilliti til menningararfleifðar hefur íslenskunámið hiklaust gert mikið gagn. Þó verð ég að segja að engin stofnun, hversu stór sem hún annars er, getur til lengdar viðhaldið tungunni þarna, því ekkert nema stöðugur innflutningur frá heima- landinu megnar slíkt. Þó hefur íslenskan sýnt meira viðnám gegn enskunni en nokkurt annað þjóðar- brotarmál sem ég þekki.“ Gamaldags sjónarmið um sögu Vestur-íslendinga - Þú hefur fengist töluvert mikið við rannsóknir á sögu og málþróun Vest- ur-íslendinga. Frá hvaða sjónarhorni Frumbyggjaheimili í Nýja-íslandi. Sigtryggur Jónasson er lengst til vinstri, en hann var e.k. landsstjóri íslending- anna á þessum slóðum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.