Dagur - 12.05.1988, Side 7
12. maí 1988- DAGUR-7
jj?i og fyrrum bóndi í helgarviðtali
nú, hvort ég eigi að steypa mér
aftur út í þetta gamla og góða
áhugamál. Það verður að segjast
eins og er að á meðan ég stundaði
búskapinn var enginn tími til að
fara á hestbak og ef það var tími
var mátturinn ekki meiri en svo,
að ég valdi koddann frekar, mað-
ur var oft svo þreyttur.
- Nú áttu jörðina enn. Hefur
þér ekki dottið í hug að nýta
hana í sambandi við áframhald-
andi hrossarækt?
„Staðreyndin er sú að ég hef
engin efni á að eiga þessa miklu
og góðu jörð og reka jafnframt
hús og heimili hér á Blönduósi.
Ég er að reyna að selja jörðina og
vona að það takist áður en langt
um líður.“
Framsókn verður að
bæta ráð sitt
i ri
- Þú hefur lengst af verið fram-
sóknarmaður, skiptir svo yfir og
gekkst í Þjóðarflokkinn. Hver
var ástæðan?
„Það hefur lengst af verið sagt
að það væri ættgengur fjandi að
vera í Framsóknarflokknum.
Eins og getið er í upphafi þessa
spjalls, var faðir minn fyrsti
kaupfélagsstjóri og einn af stofn-
endum kaupfélagsins á Fáskrúðs-
firði. Hann innprentaði okkur
samvinnuhugsjónina og ég vil
ekki neita því að ég hef alltaf tal-
ið mig vera samvinnu- og félags-
hyggjumann, en hef engu að síð-
ur virt mjög framtak einstaklings-
ins. Ég hygg að þetta saman sé
ákaflega gott, það er að segja að
samvinnan veiti einkaframtakinu
aðhald.
En eins og spurningin felur í
sér yfirgaf ég Framsóknarflokk-
inn og það er fyrst og fremst af
því að ég tel flokkinn hafa misst
sjónar af þeim upprunalegu
markmiðum sem hann var reistur
á. Markmið þeirra hugsjóna eru
enn í fullu gildi og því illt til þess
að vita að flokkurinn hafi yfirgef-
ið uppruna sinn. Þetta tel ég vera
höfuðlöst Framsóknarflokksins
en það er ekki þar með sagt að
hann geti ekki bætt ráð sitt, og er
sannarlega óskandi að svo
verði.“
- Ert þú ekki einn af stofnend-
um Samtaka um jafnrétti milli
landshluta?
„Jú það er rétt, Þau voru stofn-
uð á vordögum 1983. Það var
fyrst og fremst gert vegna þess að
okkur, sem stóðum að þeirri
stofnun, fannst núverandi flokka-
kerfi hér á landi hafa brugðist.
Það var búið að stíga mikinn
„hrunadans“ suður í Reykjavík,
fjárfestingardans, fjármagn
landsbyggðar sogað suður til
Reykjavíkur.
Samtökin voru stofnuð, meðal
annars, til að vekja athygli
stjórnmálaflokkanna á þessari
óheillavænlegu þróun. Samtök
þess fólks sem vildi stuðla að
stjórnkerfisbreytingum, það er
að segja, að halda fjármagninu
heima í héruðunum, þar sem það
verður til og að þegnarnir fengju
að ráða yfir því og þeir sjálfir að
sjá um þá uppbyggingu sem eðli-
leg má teljast úti á landi.“
- Var það fólk úr öllum stjórn-
málaflokkum sem stóð að stofn-
um samtakanna?
„Það er kannski svolítið merki-
legt að segja frá fyrsta fundinum
sem var haldinn vestur í sýslu
með fulltrúum frá öllum stjórn-
málaflokkum. Þessi fyrsti fundur
var svolítið sérstakur að því leyti
að þá var tortryggni allsráðandi á
milli manna og greinilegt að
flokksbönd héldu mönnum ákaf-
lega fast. En strax á öðrum fundi
voru menn búnir að vinna traust
hver annars og farnir að tala
beint frá hjartanu. Árangurinn
var ekki lengi að skila sér og sam-
tökin urðu ákaflega öflug. Síðan
hófst starfið með miklum blóma,
en þetta var ákaflega erfitt starf.
Það voru haldnir margir fundir
og ég get nefnt það hér, að eitt
árið sat ég yfir 50 fundi á vegum
samtakanna víðs vegar um
landið.“
- Hver var kveikjan að stofn-
un Þjóðarflokksins?
„Ég vil taka það skýrt fram að
stjórnmálaflokkar eru of margir í
okkar þjóðfélagi, að mínu áliti.
Þess vegna var ég innst inni á
móti stofnun nýs flokks. Rökin
fyrir því að stofna Þjóðarflokk-
inn voru sterk, vegna þess að fólk
sem aðhylltist stefnu samtakanna
fékk ekki hljómgrunn fyrir
málefni sínu innan gömlu flokk-
anna og þeir sem höfðu sýnt
málefnum samtakanna áhuga,
komust hvergi nærri því að ná
þingsæti, þó með einni undan-
tekningu. Þegar svo var komið,
var þrautalendingin að stofna
flokk og bjóða fram.
Þrátt fyrir að Þjóðarflokkurinn
hafi ekki fengið mikið atkvæða-
magn, þá hygg ég að allir viður-
kenni, að þar sem flokkurinn
bauð fram, átti hann umræðuna.
Það mÁ'Segja um þá sem voru í
forsvari fyrir Þjóðarflokkinn í
síðustu kosningum, að þeir hafi
staðið sig mjög vel. Það sem þeir
höfðu framyfir aðra frambjóð-
endur var að þeir gátu talað frá
hjartanu og af innstu sannfær-
ingu.“
- Verður Þjóðarflokkurinn
áframhaldandi staðreynd í
íslensku þjóðlífi eða kemur hann
sínum skoðunum á framfæri inn-
an annars stjórnmálaafls?
„Ég get ekki séð að Þjóðar-
flokkurinn eigi samleið með
nokkrum öðrum flokki þó að allir
flokkar vilji eiga hann. Það hafa
margir flokkar tekið upp einhver
af málum Þjóðarflokksins og það
getur ekki stafað af öðru en því
að það eru góð mál og ákaflega
gott fóður sem við berum á
stallinn. En það skilja leiðir þeg-
ar á að fara að framkvæma okkar
hugmyndir, þá fara gömlu flokk-
arnir að draga lappirnar.
Ég á frekar von á því að Þjóð-
arflokkurinn bjóði fram aftur.
Þeir sem börðust fyrir flokkinn í
síðustu kosningum og voru í
framboði öðluðust dýrmæta
reynslu.
Það hefur aldrei verið jafn
mikil þörf og nú, í okkar þjóð-
félagi, að stefna Þjóðarflokksins
nái fótfestu, til þess að við getum
áfram lifað mannsæmandi lífi í
okkar gjöfula landi.“
Bóndinn varð bankastjóri
- Eins og þegar hefur komið
fram, brást þú búi á Gauksmýri
og gerðist bankastjóri Alþýðu-
bankans á Blönduósi.
„Það var mikil ákvörðun að
hætta búskap og við hjónin erum
bæði þannig gerð að vilja ekki
flytja aftur suður, þó að þar sé
trúlega auðveldast að fá starf við
hæfi. Möguleikarnir virðast vera
mestir þar.
Seinnipart sumars 1986, sá ég
auglýsingu í dagblaðinu Degi þar
sem auglýst var eftir starfsfólki
við væntanlegt útibú sem Alþýðu-
bankinn hafði ákveðið að opna á
Blönduósi. Ég sótti um þetta
starf ásamt öðrum og get ekki
neitað því að ég varð undrandi
þegar mér var skýrt frá því að ég
hefði hlotið þá stöðu er ég hafði
sótt um.“
- Hvenær var útibú Alþýðu-
bankans á Blönduósi opnað?
„Það var þann 27. nóv. 1986.“
- Nú hefur þú veitt svolítið
sérstæða þjónustu, verið með
það sem þú nefnir stundum „beit-
arhús" á Hvammstanga og
Skagaströnd. Hefur það skilað
auknum viðskiptum?
„Það er nú kannski réttara að
segja afgreiðsluskrifstofur í
tengslum við útibúið. Það er opið
tvisvar í viku á báðum stöðunum
og þessi þjónusta bankans hefur
mælst mjög vel fyrir. Það má
segja að bankaþjónusta hér í
kjördæminu hafi verið ákaflega
einhæf.
Þegar útibú Alþýðubankans
var opnað hér voru ekki aðrir
bankar starfræktir í kjördæminu
en ríkisbankar, sparisjóðir og
Samvinnubankinn á Sauðár-
króki.
Búnaðarbankinn hér á
Blönduósi hefur veitt góða þjón-
ustu og við stjórnvölinn þar er
mjög hæfur bankamaður, j^annig
að samkeppnin hefur verið hörð,
þó að allt þróist þetta til betri
vegar hjá Alþýðubankanum. Ég
vona að svo verði í framtíðinni".
- Hver hefur þróunin verið í
rekstri útibúsins?
„Það er reyndar ekki marktækt
fyrsta árið, bankinn var aðeins
opinn nokkuð á annan mánuð
þá, en á sl. ári var veltuaukning
útibúsins um 600% og það sem af
er þessu ári er aukningin um
35%, sem er viðunandi. Það er
alltaf viss hætta, ef menn verða of
ánægðir með hlutina að þeir legg-
ist á teppið og fari að mala eins
og kötturinn.
Alþýðubankinn hefur vaxið
með ólíkindum á síðustu árum,
sem sýnir að hann á fullt erindi
inn á íslenskan bankamarkað,
enda eru eigendur bankans ein-
staklingar og samtök þeirra enda
er Alþýðubankinn „banki
fólksins". fh.
Raðhús við Dalsgerði
130 fm raöhús á tveimur hæöum til sölu.
Laust 1. ágúst.
Fasteignatorgið
Geislagötu 12, Sími: 21967 FF
Solustjóri Bjöm Kristjánsson, heimasími: 21776 FrsUígnauta
I Sólstólar—Sólbe Soltjold - Bo Opið laugardaga frá k • • ^ ridar rð 1. 9-12
111EYFJORÐ EE ^ Hjalteyrargötu 4 ■ Sími 22275 | JEé
Akureyringar
athugið
Firmakeppni Léttis verður haldin laugardaginn
14. maí á Breiðholtsvelli og hefst kl. 13.30.
Skráning knapa hefst kl. 12.45 við Félagsheimilið.
Kaffisala verður í Félagsheimilinu kl. 15.00.
Dansleikur í Svartfugli um kvöldiö.
Húsið opnað kl. 22.30.
Hljómsveitin „Helena fagra“ sér um fjöriö.
Mætum Öll. Nefndin.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Kennt verður á eftirtöldum
sviðum næsta skólaár:
1. Heilbrigðissvið.
a) Nám til sjúkraliðaprófs.
b) Nám til stúdentsprófs.
2. Hússtjórnarsvið.
a) Grunndeild matartækna.
b) Framhaldsdeild matartækna.
c) Nám til stúdentsprófs.
3. Tæknisvið.
a) Samningsbundiö iönnám (1., 2. og 3. áfangi).
b) Grunndeildir háriðna (nemar í háriön þurfa aö
hafa samning), málmiðna, rafiöna og tréiöna.
c) Framhaldsdeildir háriðna, málmiöna, raf-
eindavirkjunar og tréiðna.
d) Vélstjórnarbraut 1., 2. og 3. stig og vélavarð-
arnám (1 önn).
e) Tæknibraut:
a) Undirbúningsdeild sem aðfararnám aö
iðnrekstrarfræöi.
b) Undirbúnings- og raungreinadeild sem að-
fararnám að tæknifræði.
f) Tækniteiknun.
g) Meistaraskóli rafiðna og byggingamanna.
4. Uppeldissvið.
a) Nám á íþróttabraut til stúdentsprófs.
b) Nám á uppeldisbraut til stúdentsprófs.
5. Viðskiptasviö.
a) Nám til almenns verslunarprófs.
b) Nám til stúdentsprófs.
6. Fornám.
Nám í öldungadeild og námskeið verða auglýst
síðar.
Starfræksla allra námsbrauta er bundin
fyrirvara um þátttöku og húsrými.
Umsóknarfrestur er til 5. júní. Nemendur, sem
sækja síðar um, geta ekki vænst skólavistar.
Skólameistari.