Dagur - 20.05.1988, Blaðsíða 21

Dagur - 20.05.1988, Blaðsíða 21
20. maí 1988 - DAGUR - 21 Hallfreður Örgumleiðason: Hvílíkur skepnuskapur! STOKKHOLMUR 8 x í viku FLUGLEIDIi -fyrir þíg- Ó mig auman að ofan og neðan og í bak og fyrir. Skörðótt hnífsblað er rekið á kaf í höfuðið á mér og því snúið. Sársauka- bylgja hríslast niður eftir líkam- anum, allt niður í stórutá og það- an fer hún upp aftur. Gaddavírs- lengja er þrædd í gegnum beinin, svartur pipar þýtur í gegnum göt- óttar æðarnar, allir líkamsvessar ólga útbelgdir af krafti hins illa. Slímug slanga vefur sig utan um hálsinn á mér, ég reyni að tala.en röddin hljómar eins og söngvari Skriðjökla á útopnu í lokalagi dansleiksins. Augun spýtast út úr höfðinu, öfuga leið, þjöl er stungið upp um nasirnar og Hornaflokkur Kópavogs hefur tekið sér bólfestu í hlustum mínum. Ó mig auman, hví hefur þú yfirgefið mig? „Hvaða endemis útburðarvæl er þetta? Ég er hérna ennþá.“ Ég reyndi að sjá veruna sem þetta mælti en gat ekki einu sinni greint útlínur í Austfjarðaþok- unni sem grúfði yfir rúminu. Það litla sem eftir var af almennri skynsemi sagði mér þó að þarna hefði mín ektakvinna látið í sér heyra og í gegnum bramboltið í hornaflokknum heyrðist mér rödd hennar eigi alltof blíð. Ég hvískraði: Kók, sígarettu, strax, bakkinn nálgast. „Fyrst þú þykist vera að drep- ast þá hefurðu varla gott af tóbakinu.“ Hvell röddin nísti mig allan líkt og átján víólínur í sísdúr. í örvæntingu kvalins karl- manns þreifaði ég eftir sígarettu til að lina þjáningarnar en greip óvart um vinstra læri konunnar sem orgaði af skelfingu: „Heilag- ir andar vítis. Þú hlýtur að vera með óráði. Þuklar á konu þinni um hábjartan dag og í þessu líka ástandi. Ja, svei!“ Konan vildi ekki eiga neitt á hættu og henti því í mig kók- flösku og sígarettupakka. Glott- andi tróð ég upp í mig tóbakinu og skolaði reyknum niður með kolsýrðu vatni, sykri. litarefnum, sýru, bragðefnum og koffeini. Sælan var skammvinn. Melting- arfærin tóku að hlykkjast og skakast, innihald magans kraum- aði eins og reiður kommúnisti, kviðurinn belgdist út undan þrýstingnum. Eitthvað varð að láta undan og hvílíkt gos! Nú var mér öllum lokið. Ég emjaði á konuna og bað hana að sækja lækni og prest. Læknir fékkst að sjálfsögðu ekki næstu klukkutímana en presturinn mætti í fullum skrúða. Hann þurfti ekki að líta lengi á mig til að komast að niðurstöðu: „Þú hefur syndgað Hallfreður. Viljir þú dvelja lengur í þessum heimi og viljir þú fara upp en ekki niður verður þú að iðrast. Játaðu van- mátt þinn gagnvart veikara kyn- inu, sorakjaftur og karlrembu- drjóli. Með illu skal illt út reka.“ Forviða leit ég framan í hempu- klædda veruna, beindi augum mínum dálítið niður á við og sá þá að þetta var kvenprestur. Þetta var konu minni líkt. „Já, með illu skal illt út reka og hun- skastu þá burt,“ æpti ég ær. Mjög var nú af mér dregið. Loks þegar ég var í þann veginn að skilja við kom læknirinn, eitil- hress naggur sem hló og skríkti þegar hann sá mig. „Hí, hí, ósköp er garmurinn hrætöturs- Þær stöllur Eva Ösp Þórðardóttir og Sigrún Kristbjörg Tryggvadóttir héldu um daginn hlutaveltu til styrktar Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og ágóðinn af henni var 1.200 kr. legur, hííí,“ jarmaði læknirinn og felldi tár, svo ferlega var honum skemmt. Ég ætlaði að rakka hann niður í svaðið fyrir að hæðast að dauðvona skáldi en áður en ég komst að hóf hann að jarma á ný: „Það er ekkert alvarlegt að þér. Þú hefur að vísu krækt þér í flensu, bæði A og B stofn og því ráðlegg ég þér að drekka AB mjólk og lesa bókina um Sívagó lækni sem kom út hjá AB nýver- ið. Hí, hí, hí.“ Með þessum orð- um kvaddi læknirinn. „Þarna fékkstu það óþvegið ótuktin þín,“ gall í konunni. „Ég vissi það alltaf að það gekk ekki nokkur skapaður hlutur að þér nema smá flensuskítur. Það þýðir ekkert fyrir þig að barma þér lengur og væla utan í mér. Það eru fleiri með flensu en þú.“ Hvílík grimmd, hvílíkur skepnuskapur. Hún skildi mig einan eftir í þessu hroðalega ást- andi, sagði mér bara að hrista þetta úr mér og hunskast á lappir sem fyrst. Hún veit örugglega ekki hvað það er að vera með flensu. Ó mig auman. Kjörbúð <|§p> Hafnarstræti 91 íþrótta- og lyftingafólk Stark-protein er komið Frá Kjörbúð KEA Hafnarstræti 91 Fasteignasalan Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl. Sölust. Sævar Jónatansson 2ja herb. íbúðir: Einbýlishús: Melasiöa: Ný íbúð á 4. hæð. Melasíða: Ný íbúð á 2. hæö, um 60 fm. Smárahlíð: Ibúð á 3. hæð um 61 fm. Tjarnarlundur: Ibúð á 2. hæð um 46 fm. Tjarnarlundur: Góð fbúð á 1. hæð um 47 fm. 3ja herb. íbúöir: Hrísalundur: Endaíbúð á 2. hæð. Smárahlfð: Endaíbúð á 1. hæö um 84 fm. Furulundur: Ibúð á 2. hæð um 78 fm, svalainngangur. Skarðshlfð: íbúð á jarðhæð um 82 fm. Laus strax. Oddagata: Ibúð á neðri hæð i tvibýli, um 92. fm. Gránufélagsgata: ibúð á 2. hæð, mikið endurbætt. Keilusiða: Ibúð á 1. hæð um 87 fm. Skarðshlíð: Ibúð á 3. hæð um 87 fm. Kellusfða: Ibúð á 2. hæð um 61 fm. 4ra herb. íbúðir: Borgarhlíð: Góð ibúð á 1. hæð, í svalablokk. Melasíða: Ibúð á efstu hæð, um 94 fm. Tjarnarlundur: Ibúð á 4. hæð, svalainngangur. Tjarnarlundur: Ibúð á 2. hæð, um 84 fm. Strandgata: fbúð á efri hæð, um 105 fm. Múlasíða: Fokhelt raðhús á einni hæð + bílskúr. Til afh. strax. Sérhæðir og raðhús: Grundargerði: Raöhúsíbúð á tveimur hæðum um 127 fm. Höfðahlíð: Mjög góð 5 herb. sérhæð um 133 fm. Allt sér. Hamarstígur: Mjög góð íbúð á tvíbýlishúsi, alls um 202 fm. Grunnur að skúr. Glerárgata: Neðri hæð í tvíbýlishúsi, um 126 fm. Lltlahlíð: Góö raðhúsíbúö á tveimur hæðum, bílskúr. Langahlíð: 5 herb. sérhæð, bilskúr. Þingvallastræti: Efri hæð um 144 fm. og ibúö á kjallara um 104 fm. Grundargerði: Raðhúsíbúð á tveimur hæðum um 127 fm. Steinahlíð: 5 herb. raðhús á tveimur hæðum, bílskúr. Alls um 170 fm. I smíðum. Strandgata: Húseign, tvær hæðir + ris. Hraunholt: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Gerðahverfi: Gott hús á einni hæð um 140 fm + bílskúr. Gerðahverfi: Gott hús um 300 fm. Skipti möguleg. Stapasíða: Gott hús á tveimur hæðum um 304 fm. Skipti möguleg. Helgamagrastræti: Mjög glæsil. hús ásamt bilskúr. Fokhelt. Hvammshlið: Hús á tveimur hæöum + bilskúr. Ekki fullbúið. Höfðahlíð: Hús á tveimur hæðum innb. bllskúr. Alls um 265 Im. Langholt: Hús á tveimur hæðum innb. bílskúr, um 242 fm. Munkaþverárstræti: Hús á tveimur hæðum um 184 fm. Möðruvallastræti: Hús á tveimur hæðum um 218 fm. Þverholt: Hús á einni hæð + gott risherb. um 170 fm. Langamýri: Hús á tveimur hæðum + skúr. Iðnaöar- verslunar- og skrifst.húsnæði: Kaupangur: Mjög vel staðsett húsnæði, jarðhæö + kjallari. Alls um 180 fm. Óseyri: Gott húsnæði um 150 fm. Hentar til ýmissa nota. Sunnuhlíð: Vel staðsett verslunarhúsnæði á n. hæð um 104 fm. Kaupangur: Verslunarhúsnæði, jarðhæð + kjallari. Samt. um 170 fm. Kaupvangsstræti: Skrifst.húsnæöi ca. 290 fm. Tilb. undir tréverk. Selst sem ein heild eða í einingum. Strandgata: Verslunarhúsnæði um 70 fm. Góð greiðslukjör, gott verð. Sunnuhlið: Mjög gott húsnæði til ýmissa nota ca. 150 fm. Sér- inngangur. Draupnisgata: Iðnaðarhúsnæði um 255 fm. Glerárgata: Mjög gott verslunarhúsnæði um 195 fm. Laus strax. Sunnuhlið: Verslunarhúsnæði á 2. hæö um 104 fm. Réttarhvammur: Iðnaðarhúsnæði um 140 fm. Fokhelt. Skunnuhlíð: Sórverslun á 1. hæð um 50 fm + sameign. V/Hvannavelli: Iðnaðarhúsnæði um 545 fm. Fjölnisgata: Iðnaðarhúsnæði um 64 fm. Laust strax. Dalvík: Fyrirtæki i rafiðnaði til sölu, lager og tæki. Leigu- húsnæði. Sérvrslun í miðbæ Ak. þ.e. lager + innróttingar. Leigu- húsnæði. Lítið fyrirtæki til sölu. Mjög hentugt fyrir eina til tvær fjölskyld- Opið allan daginn frá kl. 9-18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.