Dagur


Dagur - 25.05.1988, Qupperneq 9

Dagur - 25.05.1988, Qupperneq 9
8 — DAGUR - 25. maí 1988 25. maí 1988-DAGUR-9 Upplýsingamiðstöð ferðamála: Af hverju ekki að ferðast innanlands í sumar? Áslaug Alfreðsdóttir forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvarinnar, Nú fer að styttast í að sumarfrí landsmanna hefjist og eru sjálfsagt margir þegar búnir að skipuleggja fríið. Þó nokkur hluti landsmanna ætlar að bregða sér yfir Atlantshafsála og eyða fríinu erlendis. En þónokkur hluti fólks hefur hreinlega ekki gert upp við sig hvað það ætlar að gera í fríinu. Hvernig væri það nú fyrir okkur að ferðast innanlands í sumar. Fjölbreytnin í ferðalögum innanlands er alltaf að aukast og nú er hægt að fara upp á hálendið, renna sér á skíðum í Kerlingarfjöllum, keyra hringveginn, ganga á Ströndum, fara í bátsferðir út í eyjar t.d. Drangey, Flatey, borða Galloway-kjöt í Hrísey, notfæra sér gistingu hjá Ferðaþjónustu bænda, svo eitthvað sé nefnt. Síðastliðið sumar tók til starfa svokölluð Upplýsingamiðstöð ferðamála á íslandi. Fyrirtækið er kostað og rekið af Ferðamála- ráði, Reykjavíkurborg og ferða- málasamstökum landshlutanna. Aðalskrifstofan er til húsa að Ingólfsstræti 5 í Reykjavík en þar að auki er opin upplýsingamið- stöð á Akureyri allt árið um kring. Við ræddum við Áslaugu Alfreðsdóttur forstöðumann Upplýsingamiðstöðvarinnar um starfsemina. Hún sagði að starfsemin hefði lofað góðu í fyrrasumar. Aðsóknin hefði verið nokkuð góð og aukist eftir því sem leið á sumarið. Mikið hefði verið um að útlendingar leituðu til þeirra um upplýsingar um ferðalög hér á landi enda væri þeim yfirleitt vís- að til Miðstöðvarinnar. Áslaug lagði áherslu á að skrif- stofan væri ekki einungis fyrir útlendinga því íslendingar gætu einnig fengið góðar upplýsingar um ferðalög innanlands. Sagði hún að íslendingar virtust ekki alveg gera sér grein fyrir þessari staðreynd en sökin væri þó líka þeirra hjá Upplýsingarmiðstöð- inni að kynna sig ekki betur. Pað kæmi að vísu fjármagnsskortur inn í dæmið og því væri ekki of miklu fé eytt í auglýsingar innan- lands. í sumar munu að sjálfsögðu þessar upplýsingamiðstöðvar á Akureyri og í Reykjavík vera opnar en þar að auki myndu verða opnar minni svæðisskrif- stofur víðar um land, t.d. á ísa- firði, Blönduósi, Varmahlíð, Sauöárkróki, Húsavík, Egils- stöðum, Seyðisfirði, Höfn, Klaustri, Hveragerði og Borgar- nesi. Þessar skrifstofur eru fyrir alla sem hafa hug á því að ferðast um ísland. Bæði einstaklingar og hópar geta fengið upplýsingar um ferðalög innanlands. AP Ferðaþjónusta bænda: Sveitagisting nýtur áfellt meiri vinsælda - Rætt við Pál Richardsson framkvæmdastjóra Ferðaþjónusta bænda hefur nú haslað sér völ! sem raunhæfur möguleiki í ferðamálum hér á landi. Aðdragandann að stofn- un ferðaþjónustunnar má rekja aftur til ársins 1969 þegar Flugfélag Islands samdi beint við bændur um svefnpláss fyrir ferðamenn á bæjunum. Málin voru síðan rædd á Búnaðar- þingi árið 1970 og upp úr því fóru hjólin að snúast. í fyrstu var ekki sérstakur starfsmaður hjá Ferðaþjónustunni en starfsmenn Búnaðarfélagsins og vinnumiðlunar bænda unnu ötult uppbyggingarstarf. Nú eru starfsmennirnir þrír og gistirýmið er sífellt að aukast. Við ræddum við Pál Richards- son framkvæmdastjóra Ferða- þjónustu bænda og spurðum hann fyrst hvernig honum litist á sumarið. „Við erum nokkuð bjartsýn á sumarið. Það er að vísu hörð samkeppni við ódýrar ferðir til sólarlanda og viðskiptavinir okk- ar frá Evrópu hafa fengið gylli- boð um ódýrar ferðir til Banda- ríkjanna. Samkeppnisaðstaða okicar hefur auk þess verið frekar slæm því að erlendur gjaldeyrir hefur verið á útsöluverði fyrir þá sem vilja bregða sér til útlanda. Það er hins vegar enginn upp- gjafartónn í okkur og bæjunum sem taka þátt í þessu samstarfi fjölgar sífellt. Árið 1986 voru 77 bæir í Ferðaþjónustunni, en í sumar verða þeir yfir 100. Við getum boðið gistirými fyrir tæp- lega 1400 manns í einu. Meirihluti gestanna eru íslend- ingar, en einnig er töluvert af Þjóðverjum sem notfæra sér þessa þjónustu. Skandinavar eru að sækja í sig veðrið og eru Svíar fjölmennastir þeirra." Páll Richardsson. - Hvers konar þjónusta er þetta sem bæirnir bjóða upp á og hvað kostar að gista á sveitabæ? „Það fer nú dáh'tið eftir bæjum. Flestir þeirra bjóða upp á gistingu eða svefnpokapláss. Sumir bæirnir bjóða upp á orlofs- hús og/eða tjaldstæði. Á flestum stöðunum er hægt að kaupa morgunverð eða vera í fullu eða hálfu fæði. Síðan eru sumir sem bjóða upp á alla þessa mögu- leika. Ferðaþjónusta bænda hefur gefið út viðmiðunarverð til bænd- anna og þar er gert ráð fyrir því að gisting í uppbúnu rúmi kosti 1000 krónur, gisting og morgun- verður 1400 krónur og gisting og fullt fæði 2600 krónur. Svefn- pokagisting í rúmi kostar 600 krónur og leiga á tjaldstæði kost- ar á milli 100 og 200 krónur á mann. Öll verðin miðast við einn sólarhring." Hvernig hefur þessi þjónusta líkað? „Yfirleitt mjög vel. Þetta er sama fólkið sem kemur aftur og aftur. Oft er þetta orðið svo pers- ónulegt að fólkið hringir beint á bæina og pantar sjálft. Síðan er skipst á bréfum og gjöfum þannig að oft myndast mikil vinátta á milli heimilisfólksins og gest- anna. Það er ríkjandi hjá mörgum íslendingum að þessi þjónusta sé einungis fyrir útlendinga. Þessu viljum við breyta og þess má geta að við erum með nokkra bæi í nágrenni Reykjavíkur og við höf- um fengið mikið af fólki utan af landi sem vill miklu frekar gista á þessum bæjum og renna síðan til borgarinnar á 10-15 mínútum í stað þess að gista á hótelum í miðbænum." AP „Ógleymanleg náttúrufegurð í Fjörðum“ - segir Stefán Kristjánsson á Grýtubakka II Einn af þeim bæjum sem tekur þátt í Ferdaþjónustu bænda er Grýtubakki II við Eyjafjörð. Þar ráða ríkjum hjónin Stefán Kristjánsson og Jónína Dúadóttir og reka þau hesta- leiguna Pólarhesta. Þau eru með 15 hesta á járnum og bjóða upp á ferðir inn í Fjörð- ur og á Látrastrandir. Við ræddum við Stefán og spurð- um hann hvernig gengi. „Þetta fer vaxandi hjá okkur. Ferðaþjónusta mun ekki bjarga landbúnaðinum, en þetta er þó ágæt aukabúgrein. Annars er dýrt að setja svona fyrirtæki á stofn og tekur tíma að vinna upp í kostnaðinn. Við höfum boðið fólki upp á öðruvísi ferðir en það fer vana- lega í. Þar má t.d. nefna ferðir inn í Fjörður og á Látrastrandir. Mjög fáir hafa komið á þessa staði vegna þess hve afskekktir þeir eru og hve erfitt er að kom- ast þangað en náttúrufegurðin er einstök. Látrastrandir eru eins og smækkuð mynd af Hornströnd- um og það er ógleymanlegt að koma þangað á fallegum sumar- degi. Við höfum boðið 3ja daga ferðir með fullu fæði á 12 þúsund krónur og held ég að það sé mjög sanngjarnt verð. Annars er fyrsta ferð okkar í ár áætluð 18-20 júní og þá inn á Látrastrandir. í þeirri ferð verður fólk að nesta sig sjálft þvf það er ófært fyrir bíla þangað á þeim tíma.“ - Hvaðan koma flestir við- skiptavinir ykkar? „Það er mikið af Þjóðverjum og einnig töluvert af öðrum útlendingum. Við höfum orðið fyrir dálitlum vonbrigðum með hve fáir íslendingar hafa farið í ferðir hjá okkur. Við erum nú bara 45 km frá Akureyri þannig að það er nú ekki lengi verið að skjótast hingað. Það er hins veg- ar galli að engar fastar áætlunar- ferðir eru á milli Grenivíkur og Akureyrar. Þetta þýðir t.d. að við verðum að ná í alla útlending- ana til Akureyrar. Við ætlum að brydda upp á þeirri nýjung í sumar að bjóða upp á reiðnámskeið fyrir börn héðan úr nágrenninu. Svo verð- um við að sjálfsögðu með okkar venjulegu 3ja daga ferðir og þar að auki lengri ferðir ef næg þátt- taka fæst.“ AP Afsláttarmiðar á gistingu og veiði: „Mæliim hiklaiLst með þessu kerfí" - segir Margrét Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Ferðaþjónustu bænda Margrét Jóhannsdóttir ráðgjafi. Ferðaþjónusta bænda bryddar upp á athyglisverðum nýjung- um í sumar. Það fyrsta er að fólk getur keypt svokallaða afsláttarmiða á gistingu á sveitabæjum. Einnig býður Ferðaþjónustan upp á afslátt- arkort í veiði á sumar. Við ræddum við Margréti Jóhanns- dóttur ráðunaut um þessar nýjungar. „Afsláttarmiðarnir eru þannig uppbyggðir að ferðamaðurinn kaupir bók með minnst sjö miðum. Hægt er að kaupa tvær mismunandi tegundir af miðum; fyrir gistingu og morgunverð og kostar það 8720 krónur, en einnig er hægt að kaupa afsláttar- miða fyrir svefnpokapláss og kostar það 3700 krónur. Miðarnir gilda á flesta þá sveitabæi sem taka þátt í sam- starfi Ferðaþjónustunnar. Afslátt- arbókinni fylgir listi yfir þá bæi sem hægt er að framvísa miðun- um á. Þær reglur sem gilda fyrir þessa miða eru að bókanir er einungis hægt að gera einn sólarhring fram í tímann. Ef ferðamaðurinn nær ekki að nýta sér alla miðana er hægt að fá 80% af verðinu endur- greitt." - Nú bjóðið þið h'ka upp á svipað kerfi með veiðileyfi. Gætirðu útskýrt það fyrirkomu- lag? „Vegna aukinnar eftirspurnar eftir veiði síðastliðin ár er Ferða- þjónusta bænda að setja í gang sölukerfi fyrir silungs(lax)veiði. Valin hafa verið 13 veiðisvæði á landinu og reynt hefur verið að hafa þau í alfaraleið. Veiðisvæð- in eru nokkuð misjöfn með tilliti til veiðimöguleika. Silungsveiðin er í meirihluta, en einnig finnast svæði þar sem mögulegt er að fá lax. Verð er nokkuð misjafnt, eða frá 2-10 greiðslumiðum fyrir eina stöng á dag. Viðskiptavinurinn þarf að kaupa minnst 10 greiðslumiða, en einnig er mögulegt að kaupa fleiri miða samkvæmt óskum hvers og eins. Með miðunum fær viðskiptavinurinn upplýsinga- bækling þar sem hann finnur allar nauðsynlegar upplýsingar; hvar veiðisvæðið er, hvern á að hafa samband við, tegund veiði, mögulega veiðivon, meðalstærð veiði og upplýsingar um ferða- þjónustubæi í nágrenninu.“ Bæði afsláttarmiðana og veiði- leyfin er hægt að kaupa hjá ferða- skrifstofum víðs vegar um landið eða þá að hringja og panta þá hjá Ferðaþjónustu bænda í Reykja- vík. Margrét sagðist vona að þetta myndi glæða áhuga ferðamanna á að renna fyrir fisk á hóflegu verði á ferðum sínum um landið. „Við hér hjá Ferðaþjónustu bænda mælum hiklaust með þessu veiði- kerfi fyrir fólk á ferð um ísland, sem óskar eftir að komast í veiði, án mikillar fyrirhafnar,“ sagði Margrét Jóhannsdóttir að lokum. AP Snæbjörn Kristjánsson og Harpa Birgisdóttir í einu ferðalagi Pólarhesta.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.