Dagur - 25.06.1988, Qupperneq 3

Dagur - 25.06.1988, Qupperneq 3
25. júní 1988- DAGUR-3 Fasteignamarkaðurinn á Akureyri: SaJan var treg í vor en er farin að glæðast á ný Húsnæðisstofnun ríkisins hóf afgreiðsiu lánsloforða til íbúðakaupenda á ný í síðasta mánuði en afgreiðsla lána hafði þá legið niðri frá því í mars á síðasta ári. En hvernig hefur staðan á fasteignamark- aðinum á Akureyri verið í vor og byrjun sumars og hversu mikið er til af húsnæði á sölu? Dagur kannaði það mál í síð- ustu viku og haft var samband við sölumenn á tveimur fast- eignasölum í bænum. „Fasteignamarkaðurinn hefur verið nokkuð stirður í vor og sal- an verið mun minni en á sama tíma í fyrra. Markaðurinn er þó heldur líflegri eftir því sem líður á sumarið en það er augljóst að 'við erum háðari ákvörðun Hús- næðisstjórnar og félagsmálaráðu- neytisins í lánamálum heldur en maður áttaði sig á,“ sagði Pétur Jósefsson hjá Fasteigna- og skipasölu Norðurlands. „Það hefur verið þó nokkuð framboð af íbúðum í fjölbýlis- húsum og reyndar má segja að það hafi verið til sitt af hverju. Það hefur helst vantað nýlegri hús og þá hefur heldur ekki verið mikið af raðhúsum á markaðin- um að undanförnu. Fólk er helst á höttunum eftir nýlegri eignum og ekki síst eignum sem eru með nokkuð af áhvtlandi lánum. Verðlag íbúðarhúsnæðis hefur gegnumsneitt stigið svolítið frá áramótum og segja má að hækk- unin sé rétt í takt við verðbólg- una á þessum tíma,“ sagði Pétur ennfremur. Pétur taldi að þessi uppsveifla sem varð á fasteignamarkaðinum á síðasta ári, hafi ekki skilað sér áfram í þeim mæli sem hann átti von á. Aðspurður um sölu iðnað- arhúsnæðis sagði Pétur að þó nokkuð væri til af slíku húsnæði á sölu en ekki væri mikil hreyfing á því. „Pað var smá niðursveifla á markaðinum um tíma en mér virðist þetta vera að korrta upp aftur og heilt yfir er ég alls ekkert óhress með markaðinn,“ sagði Björn Kristjánsson hjá Fasteigna- torginu. „Markaöurinn hér á Akureyri byggist fyrst og fremst á hinum hefðbundnu skiptum. Það er mikið af óafgreiddum láns- loforðum og markaðurinn er því þungur, þó að yfirleitt sé einhver jöfn sala, enda alltaf til fólk sem þarf að hreyfa sig,“ sagði Björn ennfremur. í máli Björns kom einnig fram að töluvert væri til af eignum á sölu en að helst vantaði hin sívin- sælu einbýlishús, þetta 140-150 fm. „Pað er töluvert til af blokk- aríbúðum og þá er farið að bera á því að eldri húseignir komi á sölu. Það stafar m.a. af því að verið er að byggja íbúðir fyrir aldraða við Víðilund. Enda virð- ist vera töluverður áhugi fyrir þessum eldri húsum, t.d hjá yngra fólki. Bæði er það að þetta eru stór hús, sem henta á margan hátt vel fyrir barnmargt fólk og eins er hægt að taka þessi hús í gegn og breyta á ýmsan hátt,“ sagði Björn. Hann sagði einnig að töluvert væri til af iðnarhúsnæði á sölu og nokkuð væri selt af minna iðnað- arhúsnæði en lítið sem ekkert af þeim stærri. -KK t>að er óverjandi fli hringja ehhi í ömmu ó Ahur- eyri ó dfmœlinu hennor Bíminn er tilvalin leið til að eiga persónuleg samskipti við œttingja og vini í öðrum landshlutum. Síminn er líka skemmtilegur og pœgilegur samskiptamáti. Vissir pú, að pað er ódýrara að hringja eftirkl. 18 og enn ódýrara að hringja um helgar. Dagtaxti er frá kl. 08 til 18 mánudaga til föstudaga. Kvöldtaxti er frá kl. 18 til 23. Ncetur- og helgartaxti erfrá kl. 23 til 08 virka daga ogfrá kl. 23 áföstudegi til 08 nœsta mánudag. Fyrir pá sem staddir eru á landshyggðinni, en purfa að sinna erindum við fyrirtœki og stofnanir á höfuðborgarsvœðinu, er síminn einfaldasta og fljót- virkasta leiðin. Síminn er til samskipta Því ekki að notann meira! PÓSTUR OG SÍMI Dcemi um verð á símtölum: Lengd sínitals 6 mín. 30 min. Reykjavík - Keflavík Dagtaxti kr. 38,08 kr. 180,88 Kvöldtaxti kr. 26,18 kr. 121,38 Nætur- og helgartaxti kr. 20,23 kr. 91,63 Reykjavík — Akureyri Dagtaxti kr. 55,93 kr. 270,13 Kvöldtaxti kr. 38,08 kr. 180,88 Nætur- og helgartaxti kr. 29,16 kr. 136,26 Einar Þorvarðarson er markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik og á að baki yfir 170 landsleiki. Einar leikur jafnframt með íslands- og bikarmeisturum Vals. 3 v

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.