Dagur - 02.07.1988, Síða 5

Dagur - 02.07.1988, Síða 5
carmina „Ég var heimsfrægur í skólammf - segir Kristinn G. Jóhannsson stúdent ’56 2. júlí 1988 - DAGUR - 5 „Ég hef vafalaust verið á þess- um árum eins og ég er núna, fljúgandi einhvers staðar til hliðar við strætin yfirleitt, eða lífið eins og það gerðist í kring- um mig.“ Svo mælir Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri og listmálari þegar hann er spurð- ur út í hið rómantíska Ijóð Davíðs Stefánssonar sem Carmínugreinin um Kristin hefst á. Ljóðið valdi Kristinn sjálfur en annan texta skrifaði Knútur Bruun. „Já, já ég hef alltaf verið sérvitr- ingur og tiltölulega viðkvæmur fyrir umhverfinu, þannig að mér líður einna best eins og nú er orð- ið að ég loka mig að miklu leyti hérna af og læt mig annað litlu skipta. Ég er búinn að skila mín- um hluta af félagsmálastússinu, og nú er kannski fyrst komin upp sú draumastaða sem ég var með í huga þegar ég valdi þetta ljóð,“ segir Kristinn Við erum staddir í vinnustofu listamannsins að Ráðhústorgi 1 en þar vinnur hann nú að undir- búningi einkasýningar að Kjar- valsstöðum í haust. Draumastað- an sem Kristinn talar um er að geta dvalið á vinnustofunni nokk- urn veginn óháður umhverfinu og umhverfið sé honum óháð, nokkurs konar „gagnkvæmt vin- gjarnlegt afskiptaleysi“. Kristinn segist teíja að yfirleitt verði ákveðin hvellsprenging þegar þeir draumar sem lýst er í Carmínutextum mæta raunveru- leikanum síðar meir. „Hjá mér hófst þessi hvellsprenging með þeirri köldu staðreynd að maður lifir ekkert af því að vera sveim- huga listamaður fyrir ofan og utan það sem er að gerast í kring- um mann.“ „Þess vegna fór nú fyrir mér eins og svo mörgum öðrum að það sem ég síst ætlaði að gera varð mitt ævistarf," segir Kristinn og á þar við kennslustörfin. Frá því að hann lauk myndlistarnámi sínu, eða f tuttugu og fimm ár samfleytt, hefur hann starfað sem skólastjóri í Ólafsfirði og á Akur- eyri. Um það leyti sem Kristinn fluttist til Ölafsfjarðar var „draumur" hans orðinn á þá leið að ná því jafnvægi að vera í kennslunni yfir veturinn en geta síðan málað á sumrin. „Ólafs- fjörður var svo tímafrekur og yndislegur á allan hátt að mál- verkið bara varð eftir,“ segir Kristinn. Auk þess að vera skólastjóri starfaði hann mjög mikið með leik- félaginu á staðnum. Sumrin fóru því meira og minna í félagsstörf. I þessari hringiðu hins daglega brauðstrits segist Kristinn oft hafa verið með samviskubit yfir því að hann væri að svíkjast und- an málverkinu. „Draumur" Kristins er þó síð- ur en svo orðinn að engu því hann hefur aldrei sleppt hendinni alveg af penslinum. Undanfarin þrjú til fjögur ár hefur hann svo til getað einbeitt sér algjörlega yfir sumartímann að því að rækta þá hæfileika sem hann býr yfir. Hann hefur dregið sig út úr öðru en starfinu við litla skólann sinn. Kristinn hefur nú komið sér upp fastri vinnuaðstöðu þar sem hann hefur gott útsýni yfir mannlífið í Miðbænum. Ég spyr hvort hann geti ekki bara farið að lifa af því að mála, eins og sagt er. „Ég vil það ekki. Þá er ég orðinn háður smekk manna og því að fara að mála fyr- ir einhvern vissan markað. Þetta er sú aðstaða sem ég vil vera í, að hafa nokkurn veginn öruggt fyrir grautnum af mínu opinbera starfi og geta síðan óháður öllu haldið mínu striki í málverkinu. Hins ber þó að geta í þessu að þrátt fyrir að ég hafi stefnt mína leið í þessu upp á síðkastið, þá er hér verulega mikið um að vera og það fer héðan mikið af myndum á milli sýninga. Að því leytinu er þetta orðið jafn gott og það getur verið og ég er ánægður." Eins og áður segir hefur Krist- inn fengið afnot af Kjarvalsstöð- um í haust. Þá verða liðin tvö ár frá síðustu sýningu hans. Kristinn er nú á þriggja mánaða starfs- launum hjá ríkinu og segir að nú sé komið að þeim punkti þar sem á það reynir hvort annað er til staðar líka, þ.e.a.s. það sem hann á að leggja til sjálfur. „Ef þetta verður ekki góð sýning þá er engu um að kenna nema sjálf- um mér,“ staðhæfir hann. „Snemma gekk hann eigin göt- ur, lítt farnar, og þótti skrýtinn mjög bæði útvortis og innvortis,“ segir í textanum. Kristinn segist lítinn sem engan þátt hafa tekið í félagslífi skólans utan að mála leiktjöld og leikara hjá leikfélag- inu. „Ég var ekki í félagslífi vegna þess að það átti einfaldlega ekki við mig. Ég var mjög inní mig og hef aldrei verið góður í fjölmenni. Þess vegna kemur það úr hörðustu átt að síðustu ár hef ég varla haft undan að halda ræð- ur á alls konar mannfundum. Það eru varla til þau félagasamtök sem ekki hafa til mín leitað með slíkt.“ Þegar líður á viðtalið og menntaskólinn berst aftur í tal kemur í ljós að hæfileikar Krist- ins nýttust víðaren í leikfélaginu. Auk þess að hafa teiknað Carm- ínu ’56 og fleiri, ásamt þeim Bolla Gústavssyni og Páli Þór- hallssyni, var ekki haldin skemmtun í skólanum án þess að hann málaði þar auglýsingar eða skreytingar. „Ég var mikið í kringum félagslífið en svo þegar kom að hátíðinni sjálfri þá fór ég heim og lagði mig. Mínu hlut- verki lauk um kvöldmatarleytið daginn sem viðkomandi hátíð var haldin,“ segir Kristinn og hlær að. Menntaskólaárin segist hann telja skemmtilegustu ár lífsins. „Draumarnir og skemmtilegheit- in sem fylgja þessum árum rifjast upp við lestur Carmínu,“ segir hann. Ég bið Kristin að rifja upp eins og eina góða sögu frá þessum árum en það vill hann ekki, jafn- vel ekki þó að ég slökkvi á bandinu. „Maður er alltaf á besta aldri og lífið er nákvæmlega núna. Það er tilgangslaust að vera nokkuð að rifja upp gömul ævintýri. Þau voru góð meðan á þeim stóð en síðan er það búið.“ Um skrítilegheit sín segir hann að vissulega hafi hann klætt sig skringilega. „Ég var heimsfrægur í skólanum, af því að ég hélt mína fyrstu sjálfstæðu sýningu strax þegar ég var í fimmta bekk. Þetta dugði til heimsfrægðar í skólanum að eigin áliti og allra annarra sem voru mér nánastir í skólanum. Þetta gaf mér auðvit- að tilefni til þess að vera öðruvísi en annað fólk og þess vegna var ég kannski öðruvísi klæddur og síðhærðari en aðrir menn.“ Kristinn segir að a.m.k. hafi sýningin vakið talsverða athygli og telur að þetta hafi nýst honum í viðskiptum við Akureyringa. „Ja, nei sko það er einhver náttúrugáfa sem ég er ekkert viss um að ég hafi spilað allt of vel úr. Þetta hefur verið of brotakennt og ég hef ekki haft í mér það afl að berjast í því að vera bara í þessu heldur viljað hafa bakhjarl í stríðinu.“ Eftir stúdentspróf hóf Kristinn myndlistarnám, fyrst hér heima, en síðan í Edinborg í tvö ár. Eftir Edinborgardvölina var hann teiknari á Vikunni í stuttan tíma en síðan var hann allt í einu orð- inn kennari á Patreksfirði. Þaðan lá leiðin til Ólafsfjarðar sem fyrr segir. En gerði hann sér þá enga grein fyrir því á menntaskóla- árunum að hann þyrfti eins og aðrir að takast á við alvöru lífsins? „Draumurinn á þessum árum er aldrei raunsær og á ekki að vera það. Þá er það ekki draumur.“ í Carmínutextanum um Kristin kemur fyrir þessi upptalning: „Listhneigður, söngvinn, leik- elskur og vífsamur. Skrúðmælt- ur, bókhneigður, og elskar lífið í sinni fegurstu mynd. Hans motto er: DUM VIMUS; VIVAMUS." Hið fyrsta skýrir sig auðvitað sjálft en Kristinn segist ekki hafa verið meiri söngvari en hver annar. „Ég gat haft hátt þegar það átti við.“ Vífsamur? segir blaðamaður án þess svo sem að hafa hugmynd um það við hverju hann á að búast sem svari. „Já, nei, nei, kemur ekki til mála. Ég var hræddur við kvenfólk. Þetta er sjálfsagt ein óskhyggjan ennþá,“ segir Kristinn í mesta flýti og þar með er málið afgreitt. En hvað með mottóið: Látum oss lifa meðan við lifum? „Það fylgdi því, að vera lista- maður að lifa voðalega hratt, deyja helst á ungum aldri og vera þá svekktur og vannærður. Ég hef hins vegar ekkert efni á því lengur að vera að setja mér mottó,“ segir Kristinn G. Jóhannsson. ET Úr Carmínu „Ég vil þangað, sem ég heyri minn eigin andardrátt, og allt er undrum vafið og ævintýrablátt.... og ég get innsta eðli mitt eitt til vegar spurt. - Ég vil fara - fara eitthvað langt, langt í burt. “ D.S. Kristinn Gunnar Jóhannsson er fæddur 21. desember á því herr- ans ári 1936. Dalvík er plássið, sem pilturinn leit heimsins ljós í fyrsta sinn. Þaðan hvarf hann, þegar á unga aldri, til Akureyr- ar, höfuðþorps Norðurlands. Snemma gekk hann eigin götur, lítt farnar, og þótti skrýtinn mjög bæði útvortis og innvortis. Hann er síðhærður, snareygður, dökkur á brún og brá, lítill vexti og skrautsamur til klæða. Listhneigður, söngvinn, leikelsk- ur og vífsamur. Skrúðmæltur, bókhneigður og elskar lífið í þess fegurstu mynd. Hans mottó er: DUM VIVIMUS; VIVAMUS. Hann hefur verið í: I. Smábarnaskóla; II: Barnaskóla; III. Gagnfræðaskóla; IV. Menntaskóla. Slíkur er hans menntaferill til þessa. Utan framangreinds trúi ég hann hafi verið í listalæri einhverju, og í framtíðinni mun Kristinn hyggja á listnám erlendis.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.