Dagur - 02.07.1988, Síða 8

Dagur - 02.07.1988, Síða 8
8— DAGUR -2í;ÍÚIí 1988 Stofiiun sem allir eiga og allir nota - símahliðin á Pósti og síma skoðuð Póstur og sími er ein þeirra stofnana sem óhœtt er aðfull- yrða að allir landsmenn eigi einhver viðskipti við dag hvern. Póstsendingar og sím- notkun er nokkuð sem til- heyrir hinu daglega lífi í þessu upplýsinga- og neyslu- þjóðfélagi og þar eru undan- tekningarnar sennilega telj- andi á fingrum annarrar handar. Með hliðsjón af þessu er ekki óeðlilegt að líta aðeins inn fyrir veggi umrœddrar stofnunar og sjá hvað þar fer fram. Við skul- um líta á það sem við getum kallað „símahliðina“ á stofn- uninni. í Landsímahúsinu við Austur- völl er að finna elstu símstöð landsins og sennilega þá elstu sinnar tegundar í Evrópu, að sögn Thors Eggertssonar yfir- manns sjálfvirkra stöðva á Reykjavíkursvæðinu. Fyrstu 4000 númerin voru tekin í notkun 1. janúar árið 1932 og allt til árs- ins 1964 voru þessar stöðvar sett- ar upp nýjar um allt land. Þessar stöðvar ganga undir nafninu „500 veljara stöðvar" og er nafnið til komið vegna tækni- legrar uppbyggingar kerfisins. Að koma inn í salinn þar sem 10.000 númer eru þjónustuð með þessum gömlu mótordrifnu velj- urum, er líkast því að koma inn á skrifstofu þar sem einhver hundr- uð vélritunarstúlkna hamast við starf sitt á gömlum ritvélum. Upphaf og endir símtala lýsir sér sem smellur og síðan tilfærsla á armi og þessu er erfitt að lýsa nánar í orðum. Eftir að hætt var að setja upp 500 veljara stöðvarnar hófst upp- setning svokallaðra hnitveljara- stöðva. Þessar stöðvar eru eins og hinar fyrri, „mekanískar" en þó talsvert fljótvirkari og fyrirferð- arminni en þær gömlu. Hljóðin eru hins vegar þau sömu. Nú á dögum eru hins vegar aðeins sett- ar upp svokallaðar „digital“ stöðvar. Eins og ævagamall plötuspilari í næsta sal er ástandið svipað þó svo að þar sé ekki að finna nema um 8000 númer af þessari gerð. Þar í einu horninu er hins vegar að finna fyrirbæri sem lætur lítið yfir sér en hefur þó svarað okkur öllum samviskusamlega hvenær sólarhringsins sem við höfum hringt. Þarna er auðvitað átt við hina einu sönnu klukku sem svar- ar hringingum í númerið 04. Þægileg rödd Sigríðar Hagalín leikkonu hefur allt frá árinu 1964 hljómað af seguldiskinum sem fer að snúast um leið og númerið svarar. Tækið líkist einna helst ævagömlum plötuspilara sem er þó frábrugðinn öðrum að því leyti að hann hefur þrjá arma. Einn armurinn les klukkustund- irnar, annar mínúturnar og loks les sá þriðji sekúndurnar með tíu sekúndna millibili. Öllu er þessu stjórnað af tæki sem gefur frá sér rafpúlsa. Nákvæmni klukkunnar ætti að duga okkur flestum því að sögn Thors á skekkjan undir Sigríður Flygenring varðstjóri í „aksj«n“. Thor Eggertsson yfirmaður sjálfvirkra stöðva á Reykjavíkursvæðinu stendur við „500 veljara stöð“. Þrjár raðir eins og þessi þjóna samtals 60 númerum. Myndir: ET „Fólk gleymir oft að við erum staddar hér fyrir sunnan,“ segir Hrönn Rasm- ussen. I baksýn sér í hluta af erlendu símaskránum sem upplýsingaþjónustan byggist á.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.