Dagur - 02.07.1988, Page 9

Dagur - 02.07.1988, Page 9
Thor við klukkuna góðu sem flest okkar hafa eflaust leitað til og fengið skjót svðr. venjulegum kringumstæðum ekki að vera meiri en tvær sekúndur á viku. Ef skekkjan verður meiri þá eru alltaf einhverjir sem láta vita auk þess sem Háskólinn fylg- ist alltaf með „gangi“ klukkunnar- og sendir mánaðarlegar skýrslur þar um. „Það hefur gerst að klukkan varð klukkutíma of fljót en það uppgötvaðist auðvitað um leið,“ segir Thor. Ekki hafa verið gerðar mæling- ar á því hve margir hringja í klukkuna dag hvern en samtímis geta tuttugu aðilar hlustað á röddina. Klukkan gegnir mikil- vægu hlutverki við tímaskráningu á öllum neyðarútköllum lögreglu og slökkviliðs í Reykjavík því um leið og hringt er í neyðarsímana tengjast þeir klukkunni sem les nákvæman tíma inn á sama band og samtölin eru tekin upp á. „Ég held að hún eigi eftir að endast lengi enn,“ segir Thor um klukkuna. 6000 fyrirspurnir á dag „Símaskrá" segir röddin sem svarar okkur í númerinu 03. Við höfum náð sambandi við upplýs- ingaþjónustu Pósts og síma en hún samanstendur af tólf konum sem sitja fyrir framan tölvuskjái og reyna af fremsta megni að leysa úr hverjum þeim spurning- um sem símnotendur bera upp við þær. í tölvunni er að finna nafnaskrá, númeraskrá og götu- skrá og með því að fletta upp í einni eða fleiri af þeim finnast svör við spurningum eins og þess- ari: „Geturðu gefið mér símann hjá Guðmundi sem býr einhvers staðar á Laugaveginum?“ Upplýsingaþjónusta hefur ver- ið starfrækt hjá Pósti og síma svo lengi sem símar hafa verið notað- ir á landinu. Upphaflega sáu sömu konur um þessa þjónustu og unnu á skiptiborðinu og þá voru númerin ekki fleiri en svo að þær kunnu þau öll utanbókar. Fljótlega eftir að númerin voru farin að skipta einhverjum hundr- uðum og síðan þúsundum var þeim komið fyrir í eins konar spjaldskrá sem raðað var í stóra „tromlu“. „Ég man vel að það var þungt að snúa þessari tromlu,“ segir Sigríður Flygen- ring varðstjóri í 03 en hún hefur unnið við upplýsingarnar í yfir 15 ár. Tölvur leystu tromluna af hólmi fyrir um átta árum og segir Sigríður það auðvitað hafa verið geysilega breytingu. Númerunum fjölgar hins vegar stöðugt og nú er svo komið að konurnar tólf hafa engan veginn undan að afgreiða allan þann fjölda sím- notenda sem vilja ná sambandi við 03. Á hverjum degi reyna 10- 12000 manns að ná sambandi en aðeins helmingur þeirra kemst að þó svo að línurnar í númerið séu sextán talsins. Á hverjum degi afgreiðir deildin því 5-6000 þús- und fyrirspurnir. Þjónustusvæðið er líka allt landið. „Við gerum okkar besta“ Fyrirspurnirnar sem berast deild- inni eru ekki allar jafn auðveldar að leysa úr. „Það hringir kannski einhver og spyr um símanúmer í rauða húsinu á horninu þarna rétt neðan við Hlemm, eða eitthvað á þessa leið. í svona til- fellum þarf maður hreinlega að þekkja allan bæinn og reyna að sjá fyrir sér þetta tiltekna hús og finna út númer þess,“ segir Sig- ríður. „Stundum þarf maður að spyrja hinar hvort þær þekkja þetta hús og ég held að það sé óhætt að segja að við gerum okk- ar besta til þess að leysa úr þess- um spurningum," segir hún. „Menn athuga ekki að við erum staddar í Reykjavík“ í sama sal og upplýsingar eru til húsa, er númerin 02 og 002 en það er þjónusta við handvirka farsíma og langlínuafgreiðsla. Langlínuþjónustan er aðeins fyr- ir Reykjavíkursvæðið en um hin númerin sem hér er fjallað um, gildir að þau þjónusta allt landið. Þetta atriði biður Hrönn Ras- mussen varðstjóri í afgreiðslu erlendra símtala, að leggja áherslu á. „Það kemur allt of oft fyrir þeg- ar fólk utan af landi er að biðja okkur að hringja fyrir sig í ein- hver númer erlendis, að það virð- ist halda að afgreiðslan sé stað- sett á símstöðinni á þeirra eigin svæði. í þessum tilfellum gleymir fólk að taka fram svæðisnúmerið og þegar númerin eru kannski orðin þau sömu innan tveggja svæðisnúmera getur þetta valdið okkur erfiðleikum. Það er því mikilvægt að fólk láti okkur vita nákvæmlega fyrir hvaða númer við erum að vinna og gleymi ekki svæðisnúmerinu framan við,“ segir hún. Auk þess að sjá um að panta símtöl til þeirra fáu landa sem ekki er hægt að hringja í sjálfvirkt, sér þessi deild um afgreiðslu svokallaðra „collect“ símtala. Sú þjónusta er aðallega notuð af starfsmönnum varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli en þeir hafa ekki aðstöðu til að hringja til ástvina sinna með öðru móti. Margir hillumetrar af símaskrám í tengslum við millilandaþjón- ustuna er rekin upplýsingaþjón- usta fyrir erlend símanúmer en hér er hún ekki komin í tölvu heldur þarf einfaldlega að fletta upp í erlendum símaskrám. „Þetta er mikil flettivinna," segir Hrönn og því er ekki erfitt að trúa þegar horft er eftir heilu hillu- metrunum af erlendum skrám. Skrár fyrir Bretland eru til dæmis eitthvað á þriðja hillumetra. Það getur því verið ákveðnum erfið- leikum bundið að svara spurning- um eins og þeirri hvert sé númer- ið hjá James í Bretlandi. Þær er þó ekki óþekktar. Aðspurð um mestu törnina á deildinni segir Hrönn án umhugs- unar að það hafi verið umstangið í kringum Reykjavíkurfund þeirra Reagans og Gorbatsjovs.* „Það gekk allt saman mjög vel og við höfum fengið miklar þakkir fyrir starf okkar þessa daga,“ seg- ir Hrönn. ET aqtilí ■ÖAQWWi-ði Hlífar og drifsköft og ýmislegt fleira í þau... Vönduð vara=aukið öryggi Óseyri * ® 21400 & 22997

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.