Dagur - 02.07.1988, Side 11

Dagur - 02.07.1988, Side 11
H af erlendum vetfvangi 8861 ;!úi .£ - RU0AO - OS 2. júlí 1988- DAGUR - 11 r-------------------------------------------------------------------------- S«ðra«ír ámtir á norðurslóðum - Jurtir ræktaðar án moldar Með því að beita sömu tækni og Babyloníumenn forðum daga, þegar hangandi skrautgarðar þeirra urðu eitt af sjö furðuverkum veraldar, uppskera menn í Skotlandi nú nýtt grænmeti og hitabeltis- ávexti allan ársins hring. Vatn leikur um rætur jurt- anna. Það hljómar lyginni líkast að láta sér detta í hug að rækta sítr- ónur, appelsínur, greipávexti og banana í norðvesturhluta Skotlands, því að þar er bæði kalt og rigningasamt og vindar næða um landið. En þetta hefur Skotanum Robert Irvine tekist í byltingarkenndu gróðurhúsi í þorpinu Achiltibuie á skosku ströndinni. Fyrstu jarðarberin hjá honum þroskast í þriðju viku apríl, en það er fullum tveimur mánuðum fyrr en jarðarberjaræktendur á Suður-Englandi geta farið að tína berin sín. Enn sem komið er hafa ban- anatré hans ekki borið ávexti, en þau eru orðin þriggja metra há á aðeins einu ári og nú er meðal- vöxturinn 10 sentimetrar á dag. Og svo er enga mold að finna í gróðurhúsi Roberts Irvine. Þetta er gróðurhús fyrir vatns- ræktun, þ.e.a.s. jurtirnar vaxa í næringarvökva. Vatnsræktun er ekki ný af nál- inni. Babyloníumenn byggðu á grundvallaratriðum hennar, þeg- ar þeir byggðu sína hangandi garða, eitt af sjö furðuverkum veraldar. En sú hugmynd að rækta jurtir án jarðvegs svo langt í norðri virtist fjarstæðukennd. Achiltibuie er á 58. breiddar- gráðu, álíka norðarlega og Krist- jánssandur í Noregi. Það er svo úrkomusamt í Achiltibuie, að bændur þar þora ekki að sá fyrr en komið er fram í maí-mánuð, fram til þess tíma er jörðin bæði of köld og of blaut. Robert Irvine lét efasemdir manna sem vind um eyru þjóta og árið 1983 hófst hann handa um að gera draum sinn að veru- leika. Hann treysti því, að í Achiltibuie væru aðstæður frá náttúrunnar hendi nægilega hag- stæðar til þess að áætlun hans heppnaðist. Golfstraumurinn ber hlýju upp að ströndinni og bær- inn snýr móti suðvestri, þannig að langir og bjartir sumardagar nýtast vel. Það er einnig hagstætt, að bærinn liggur við ströndina, þar sem sjórinn endur- kastar ljósinu. En birtan skiptir mestu fyrir vöxt þeirra jurta, sem á að rækta án moldar. Þá var erfítt að halda hitanum undir 50 stigum Bæði er hönnunin á vatnsræktar- húsi Irvines með óvenjulegum hætti og svo byggingarefnin. Ræktunarsvæðið skiptist í þrjá hluta: Tiltölulega kaldan ávaxta- garð, hluta með temptuðu hita- stigi og heittemprað svæði. Þakið yfir öllunt þessunt deildum er gert úr þreföldu lagi af polykar- bonati, sérstöku plastefni, sem hefur eins mikið einangrunargildi og 23 sentimetra þykkur stein- veggur, en hleypir allri birtu og hita sólargeislanna í gegn. Júní- mánuður 1986 var ntjög heitur og þá varð það erfiðleikum bundið að halda hitanum í heittempraða hlutanum undir 50 stigum. Jurt- irnar vaxa í einföldum plastrenn- um. Eftir þeim rennur vatnið og leikur stöðugt um rætur jurtanna, og það er sama vatnið, sem notað er aftur og aftur. Það þarf aðeins að bæta áburði í það annan eða þriðja hvern dag, og jurtirnar nýta næringuna mjög vel. Robert Irvine þarf ekki að kaupa áburð fyrir meira en svo sem 4000 krónur á ári fyrir alla vatnsræktunina. Jurtirnar skjóta rótum sínum í gegnum álpappír. Hann hefur þau áhrif, að sólarljósið endur- kastast á neðra borð jurtanna, og fyri bragðið vaxa þær hraðar. Því meiri birta því hraðari vöxtur er lykilorðið fyrir vatnsræktar-gróð- urhúsið. Robert Irvine ræktar margar itegundir nytjajurta. Þar er að finna jarðarber, gúrkur, maís, piparjurtir, baunir, broccoli, kryddjurtir, vínvið, kál og hita- beltisávexti eins og sítrónur, app- elsínur og greip. Þessar jurtir dafna hér á köldum afkima, þar sem nýtt grænmeti hefur annars aðeins verið að fá mjög stuttan hluta ársins og hitabeltisávextir verið fágæti. Robert Irvine hefur, eins og hann sjálfur orðar það, „losað jurtirnar við áþján forarleðjunn- ar.“ Köld og blaut jörðin setur garðyrkjumönnum í Skotlandi Vatnsræktunin fer frarn í gróðurhúsi, þar seni rætur jurtanna eru látnar standa í vatni, sem rennur áfrani með hæg- um straumi og flytur með sér öll þau næringarefni, setn jarðarbcrin, grænmetið og aðrar jurtir hafa þörf fyrir. Jarðarberin eru fullþroskuð í apríl og Robert Irvine er stoltur af jarðarberj- unum sínum. Uppskeran er sexföid á við það, sem gerist á ökrunum í Suður- Englandi og berin þroskast tveimur mánuðum fyrr en þar. mjög þröngar skorður. í gróður- húsinu með vatnsræktinni hefur þessum hömlum verið rutt úr vegi. Aðeins sólarljósið er notað til að hita loftið á leið þess gegnum gróðurhúsið. Köldu lofti er dælt inn í fyrsta og kaldasta hlutann, þar sem m.a. jarðarberin eru ræktuð. Úr þessum hluta streym- ir loftið inn í tempraða hlutann, þar sem m.a. má finna vel þrosk- að ferskjutré. Úr þessum hluta flyst síðan loftið, sem er orðið vel hlýtt, inn í heittempraða hlutann, þar sem bananatrén ásamt fleiru vaxa á methraða. Afstaða hvers húshluta til hins er byggingafræðilegt afrek. Þessi bygging líkist ekki neinu öðru mannvirki á þessum stað. Irvine nefnir það sjálfur dæmi unt líf- ræna byggingalist. Hönnunin hef- ur eingöngu ráðist af tilgangin- um: Að fanga svo mikla birtu sem framast er unnt. Leiddist að geta ekki haft nýtt grænmeti á hótelinu sínu Það var fyrir hendingu að þessi hugmynd fæddist. Robert Irvine fluttist til Achiitibuie árið 1970. Hann hafði keypt þar hótel, sem fljótlega varð þekkt fyrir góðan mat. En hann þreyttist á því að eiga sífellt í erfiðleikum með að útvega nýja ávexti og grænmeti. • Þá réðist hann í það'áð byggja sér röð af löngum braggalaga gróðurhúsum úr polyethen- plasti, sem þoldi ákafa vetrar- stormana þarna. En þó að gróð- urhúsa-braggarnir reyndust vel, var Irvine samt þeirrar skoðunar, að þeir væru ekki rétta lausnin. Og þá fékk hann þá hugmynd að reisa gróðurhús fyrir vatnsrækt. Allar efasemdir eru nú löngu horfnar, því að árangurinn af vatnsræktuninni verður sífellt betri. Á einum hektara jarðar- berjaakurs í vatnsræktarhúsi sínu getur Robert Irvine nú fengið eins mörg jarðarber og bóndi á Suður-Englandi hefur möguleika á að fá af sex hektara akri utan dyra. Og jarðarber Irvines koma fyrst á markaðinn. Sá, sem efast um, að jarðar- ber, sem aldrei hefur komist í snertingu við mold, geti verið eins bragðgott og það jarðarber, sem ræktað er á akri, ætti að reyna bragðið og sannfærast. Robert Irvine viðurkennir, að nú sé svo komið, að gróðurhúsið sé jafnframt kynningarstaður fyr- ir hugmyndir hans. Á hverjum degi þarf að sýna það áhugasömu fólki. Með gróðurhúsi Irvines hefur það sannast, að vatnsræktun má stunda með árangri svo langt í norðri. Fyrirmyndin er komin, og reynist vel. Marga íbúa þessa fátæka, vindum sorfna héraðs umhverfis Achiltibuie langar nú til að reyna líka. Vonin um stór og fersk jarð- 'afber og appelsfnur er freistandi í þessu kuldalega héraði. (111. Videnskab 1/88. - Þýð. Þ.J.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.