Dagur


Dagur - 02.07.1988, Qupperneq 15

Dagur - 02.07.1988, Qupperneq 15
2. júlí 1988 - DAGUR - 15 Landssamband lífeyrissjóðanna: Mótmælir neikvæðri umræðu - um verðtryggingu „Landssamband lífeyrissjóða mótmælir þeirri neikvæðu umræðu, sem á sér stað um verð- tryggingu og bendir á gildi verð- tryggingar fyrir sparifé lands- manna, sér í lagi þann mikla sparnað, sem geymdur er í lífeyr- issjóðum landsmanna og ætlaður er til greiðsiu verðtryggðs lífeyr- is,“ segir í upphafi ályktunar sem stjórn Landssambands lífeyris- sjóðanna sendi frá sér. „Hluti af vanda lífeyrissjóð- anna stafar af því að fé þeirra brann í verðbólgunni fyrir daga verðtryggingarinnar. Lífeyris- sjóðirnir væru öldungis ófærir um að greiða þann lífeyri, sem þeir greiða í dag, ef verðtryggingar hefði ekki notið við hin síðari ár. Til þess að lífeyrissjóðirnir geti greitt verðtryggðan lífeyri í fram- tíðinni verða eignir þeirra að halda verðgildi sínu og gefa eðli- lega raunávöxtun. Nauðsynleg forsenda þess að I fella verðtryggingu niður er stööugt efnahagslíf og varanleg hjöðnun verðbólgu. Ríkisvaldið verður að skapa þessar forsendur áður en hægt er að reyna að fella niður verðtryggingu án þess að eyðileggja traust á sparnaði. Lánskjaravísitalan, sem grund- völlur verðtryggingarinnar og mælikvarði á verðlag, hefur sætt miklu ámæli að undanförnu. Þó hafa tekjur almennt hækkað miklu meira en lánskjaravísitalan hin síðari ár. Verðtrygging miðað við t.d. tekjur hefði orðið lán- takendum miklu óhagstæðari heldur en verðtrygging miðað við lánskjaravísitölu.“ Allt fyrir ‘ðimanninn Bússur Vöðlur Vesti - Verð og gæði við Að sjálfsögðu seljum og undanfarin ár. Þekking ★ Reynsla ★ Þjónusta Opið laugard. kl. 9-12. snjy EYFJÖRÐ g Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn lO.júlí 1988 erfimmti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggöra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 5 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: ____________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.158,40_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. janúar 1988 til 10. júlí 1988 að viðbættum verðbótumsem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2154 hinn 1. júlí n.k. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 5 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefsthinn 10.júlí 1988. Reykjavík, 30. júní 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Það hemst ---— — x AKUREYRARBÆR Samkeppni vegna nýbyggingar við Amtsbókasafnið á Akureyri Þær tillögur sem bárust í ofannefndri sam- keppni verða til sýnis fyrir almenning dagana 2.-10. júlí í Síðuskóla, Akureyri (gengið inn að sunnan). Opið verður kl. 13.00-18.00 um helgar og kl. 16.00-21.00 á virkum dögum. Dómnefnd.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.