Dagur - 02.07.1988, Síða 24

Dagur - 02.07.1988, Síða 24
ALLIR MEÐI SUMARLEIK Akureyri, laugardagur 2. júlí 1988 KOda k ^Pedi6myndir H Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Ullar- og skinnaiðnaður: Starfsmönnum fækkar um 249 á Akureyri í nýútkomnu fréttabréfi Iðju, félags iðnverkafófks á Akur- eyri, kemur fram að starfs- mönnum í fata-, vefjar- og skinnaiðnaði hefur fækkað mikið frá því í janúar 1986. Miðað við tímabilið janúar 1986 til maí 1988 hefur starfs- mönnum í þessum iðngreinum fækkað um 249 á Akureyri. í fréttabréfinu segir ennfremur að á tímabilinu janúar 1987 til maí 1988 hafi starfsmönnum í ull- ar- og skinnaiðnaði fækkað um 164 eða um 40,4%. Annar iðnað- ur virðist hafa bætt við sig um 10%. „Það hýtur að vera öllum Ijóst að tímabundnar og tak- markaðar aðgerðir eins og aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða ekki til að snúa þessari þróun við," segir orðrétt í fréttabréfinu. Tekið skal fram að þegar rætt er um fækkun starfsmanna í ull- ar- og skinnaiðnaði er ekki átt við fækkun heilla starfa heldur fækk- un starfsmanna í heild en nokkuð er um hlutastörf, þ.e. hálfsdags- störf, í umræddum iðngreinum. í janúar 1986 unnu 655 Iðjufélagar hjá Iðnaðardeild SÍS á Akureyri. 1987 unnu 570 Iðjufélagar við þessi störf og hafði fækkað um 85. í janúar í ár unnu 506 Iðjufé- lagar hjá Iðnaðardeild SÍS og Álafossi hf. og hafði fækkað um 64 milli ára. I maímánuði unnu 406 hjá þessum fyrirtækjum ogj hafði fækkað um 100 frá áramót- um. Alls voru 772 félagar í Iðju um síðustu áramót. Kristfn Hjálmarsdóttir, for- maður Iðju á Akureyri, sagðist vissulega hafa áhyggjur af þessari þróun mála. Samdráttur í iðnaði væri alvarlegt mál því þótt þjón- ustugreinarnar hefðu bjargað miklu með því að taka við fólki úr iðnaði þá væri uggvænlegt að horfa til atvinnuástands næsta vetur ef þróunin verður verður áfram á þessa leið. Þá hefur fækkun félagsmanna í Iðju ekki góð áhrif á afkomu og fjárhag stéttarfélagsins. EHB Hrefnuveiðar: Ekki leyft að veiða hrefnur á þessu ári Engar hrefnuveiðar hafa verið sfundaðar við Islandsstrendur síðan hvalarannsóknaáætlun íslendinga tók gildi árið 1985. Að sögn Kjartans Júlíussonar deildarstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu verða engar hrefnuveiðar af neinu tagi leyfðar á þessu ári. Að sögn Kjartans er of snemmt að segja hvort og hvenær framhald verður á hrefnuveiðum íslendinga. Síðastliðið sumar fór fram umfangsmikil hvalatalning á vegum Hafrannsóknastofnunar og inni í þeim rannsóknum var hrefnan. Þessi vísindalega gagna- söfnun verður notuð til að sann- færa fulltrúa hvalveiðiráðsins um réttmæti veiðanna. Að sögn Jóhanns Sigurjóns- sonar sjávarlíffræðings, sem haft hefur yfirumsjón með hvalarann- sóknunum, er talningu á hrefnum að mestu lokið en í sumar verða gerðar einhverjar tilraunir til að betrumbæta þær niðurstöður sem fengust í talningunum. I fjögurra ára rannsóknaáætl- un íslendinga var gert ráð fyrir einhverjum vísindaveiðum á hrefnu á árunum 1986-1990. Sá þáttur áætlunarinnar varð hins vegar fyrir mikilli gagnrýni m.a. vegna þess að skoðanir voru skiptar um ástand stofnsins. Jó- hann sagði hins vegar að niður- stöður talningarinnar sýndu svo ekki væri um villst að allt í kring- um landið væri talsvert mikið af hrefnu og stofninn þyldi tölu- verða veiði. Hrefnuveiðar voru á sínum tíma stundaðar af níu aðilum norðanlands. Veiðikvóti íslend- inga fór minnkandi síðustu árin sem veiðarnar voru stundaðar en um var að ræða sameiginlegan kvóta íslands, Grænlands og Noregs. Árið 1982 var hlutur okkar 212 hrefnur en árið 1985 var hann kominn niður í 145 dýr. ET Sumar í skreið Mynd GB Lagning nýs vegar yfir Oddsskarö: Ellefu tilboö bárust - Samið við einn en annar vinnur verkið í síðustu viku var samið við Elís P. Sigurðsson á Breiðdals- vík um lagningu 2. áfanga nýs vegar yfir Oddsskarð. EIís var með næst lægsta tilboð í verkið en sá verktaki sem var með lægsta tilboðið féll út. EIís hef- ur samið við verktakafyrirtæk- ið Kjartan og Gunnar á Egils- stöðum um að þeir gerist undirverktakar og annist fram- kvæmd verksins. Kjartan og Gunnar voru með sjötta lægsta tilboðið og var það um þremur milljónum hærra en tilboð Elísar. Þetta verkefni er hið stærsta sem unnið verður í norðurhluta Austurlandsumdæmis Vegagerð- arinnar á þessu ári. Um er að ræða nýbyggingu 2,4 kílómetra langs vegarkafla. Kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar hljóðaöi upp á 30,7 milljónir en tilboð Elísar var 19,4 milljónir eða 63% af áætlun. Alls bárust ellefu tilboð í verkið. Að sögn Einars Þorvarðarson- ar umdæmisverkfræðings er það ekki óþekkt að verktakar semji sín á milli eins og þarna var gert, þar sem einn bjóðandi gerðist undirverktaki annars. Slíkt var til dæmis gert þegar göngin yfir Oddsskarð voru gerð. Samning- arnir voru gerðir í fullu samráði við lögfræðing Vegagerðarinnar. ET „Hér er framhaldsskólinn í mótun“ - segir Guðmundur Birkir Þorkelsson, settur skólameistari við framhaldsskólann á Húsavík Guömundur Birkir Þorkels- son hefur verið settur skóla- meistari við Framhaldsskól- ann á Húsavík frá 1. ágúst nk. Birkir varð stúdent frá Laug- arvatni 1968, 1975 lauk hann BA prófi í þjóöfélagsfræði við Háskóla Islands. Auk starfa við kennslu stundaði hann nám í uppeldis- og kennslufræði, lauk fyrri hluta við Háskólann 1977 og síðari hluta við Kennaraháskólann 1981. Birkir er uppalinn á Laugar- vatni, sonur hjónanna Þorkels Bjarnasonar, hrossaræktar- ráðunauts og Ragnheiðar Ester- ar Guðmundsdóttur. Margt skólafólk er í ætt Birkis. Afi hans var Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni. Þorkell, faðir Birkis var stunda- kennari á árum áður og föður- systir hans, Védís Bjarnadóttir, er kennari á Húsavík, einnig eru eiginmaður hennar og tvær dætur, kennarar. Birkir á sex systkini og eru fjögur þeirra kennarar. í fjórtán ár hefur Birkir kennt við Héraðsskólann og Mennta- skólann á Laugarvatni en hann á fjölbreyttan starfsferil að baki, hefur m.a. unnið við búskap og blaðamennsku. Birkir er kvæntur Bryndísi Guðlaugsdóttur og eiga þau tvær dætur, Elfu, sjö ára og Brynju Elínu, þriggja ára. „Það er mjög spennandi að Guðmundur Birkir Þorkelsson. koma hingað, hér er framhalds- skólinn í mótun, hefur starfað formlega í eitt ár þó að í nokkur ár hafi verið vísir að honum. Ég veit að það eru örfá ár þar til skólinn verður talinn sjálfsagð- ur í byggðarlaginu. Aðstæður hér í héraði eru dálítið líkar því sem er á Laugarvatni, þar höf- um við héraðsskóla eins og þið hafið á Laugunt og ég hugsa mjög gott til samstarfs við Laugamenn og skólann þar. Ég hef haft áralöng kynni af Húsa- vík gegnum frændfólk mitt hérna, veit að hér er gott mann- líf og að þetta er vaxandi staður. Fjölskyldan hugsar mjög gott til þess að setjast hér að,“ sagði Birkir í samtali við Dag. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.