Dagur - 07.07.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 07.07.1988, Blaðsíða 9
7. júlí 1988 - DAGUR - 9 Gamla Læknishúsið við Suðurgötu 1, þar sem það var í 83 ár, eða fra 1901 til 1984. Læknishúsið flutt eftir Aðalgötunni á Skógargötuna 1984. leist mjög vel á það. Svo hef ég leitað aðstoðar ýmissa manna, jafnt utan bæjar sem innan, til að meta það hvort ég væri að gera einhverja vitleysu eða hvort þetta væri raunhæft. t>að varð sem sagt úr að ég keypti húsið og 2. maí sl. var gengið frá samningum." Flyt ínn þegar konan kemur af fæðingardeíldinni - Hvað ertu svo búinn að gera fyrir húsið? „Það sem ég er búinn að gera er að rífa allt innan úr húsinu sem ég ætla að rífa, rétta húsið af, setja glugga í kjallarann og fá vatn og rafmagn inn í húsið. Þetta er það sem er búið, en ég byrjaði að vinna í húsinu 17. maí. Það sem ég stefni á að gera er að flytja í rishæðina, sem er 70 fermetrar, þann 25. ágúst nk. þegar konan mín kemur heim af fæðingardeildinni. Þetta er ná- kvæmt plan sem fylgt verður eftir. Áður en þetta gerist þá þarf að skipta um 1/3 af útiklæðning- unni, einangra allt húsið, leggja vatn og rafmagn og síðan þarf ég að gera vissar breytingar á húsinu að innan. Þegar í rishæðina verð- ur komið munum við síðan vinna í því að koma öllu húsinu í stand, svona eftir því sem börnum fjölg- ar þá verður fjölgað herbergjum. Það er ekki búið að ráðstafa kjallaranum ennþá, en húsið er í allt 230 fermetrar, sem er náttúr- lega dágott pláss fyrir eina fjöl- skyldu. Við hyggjumst búa í 140 fermetrum, sem eru tvær efstu hæðirnar, en kjallarinn verður notaður til einhvers, hvað sem það verður.“ Gömlum húsum illa haldið við - Hvernig líst þér svo á að vera kominn á Krókinn aftur? „Mér finnst það bæði gaman og forvitnilegt á margan hátt. Þetta er svona staður sem ég þekki ekki og þekki mjög vel, það skiptist í tvennt. Einu hef ég tekið eftir og það er það hvað gömlu húsunum í bænum er illa haldið við, þau er flest hver að grotna niður og ef ekkert verður gert munu þau hverfa af sjónar- sviðinu. Það yrði alveg synd ef slíkt gerðist, og ég held t.d. að kaupfélagið ætti að taka af skarið þar og koma sínum húsum þann- ig fyrir að þeim verði bjargað á einhvern hátt. Læknishúsið er nú yfirlýsing um að ég verði hérna næsta ára- tuginn a.m.k. og.reyni að nota mína menntun. En hins vegar er það alveg öruggt að það er erfitt að nota mína menntun utan Reykjavíkursvæðisins. Ég finn það mjög glögglega að það er ekkert einfaldasta mál í heimi. Það er náttúrlega það sem verður baráttan í framtíðinni, annað- hvort að gera eitthvað sjálfur eða komast í sambærilegt starf þar sem menntunin nýtist. Þessir hlutir eru mjög svo óráðnir ennþá og erfitt að svara til um þá.“ Læknishúsið yngsta heimilið! Það var ljóst á Guðmundi að hann hefur gífurlegan áhuga á því sem hann er að gera við Læknishúsið og er greinilega annt um gömul hús. Miðað við það að fjölskylda hans hefur búið undanfarinn áratug, lengstum í gömlum húsum þá er Læknishús- ið yngsta húsið, ekki „nema“ 87 ára gamalt. Eins og áður kom fram þá var húsið sem þau bjuggu í í Kaupmannahöfn 200 ára og á Eskifirði var það Fram- kaupstaður, sem er 118 ára gamalt. Þannig að fyrir fjölskyld- unni á Skógargötunni er Læknis- húsið kornungt! Þegar spjallinu við Gúnda lauk á heimili bróður hans var haldið sem leið lá í Læknishúsið á Skógargötunni og teknar myndir af fjölskyldunni. Að sögn Guð- mundar er viðurinn í húsinu víð- ast hvar góður og lítið um fúa. „Ég skil ekki að það hafi átt að rífa það,“ sagði Guðmundur og horfði íbygginn um rishæðina. Læknishúsið er á mjög góðum stað, umluktum trjágróðri og það ríkir viss friðsæld í götunni, með þetta sögufræga hús á háum stalli fyrir miðið. Það á greinilega eftir að taka sig vel út þarna, komið með íbúa eftir langa einveru. -bjb Bjarni í jarðhýsinu sem hann telur líklegt að hafi verið vetrarhús. Fornleifauppgröftur á Granastöðum: Eins og margir vita hefur stað- ið yfír fornleifauppgröftur á Granastöðum í Eyjafírði, bæði í sumar og sl. sumar. Sá sem unnið hefur að þessum upp- greftri er Bjarni Einarsson fornleifafræðingur. í fyrra var grafínn upp 13 metra langur skáli með langeldi, aldurs- greining var gerð á sýnum úr skálanum og er talið að hann sé frá því fyrir 1100. Aldurs- greining sú sem gerð var er kölluð C 14 en hún byggist á eiginleikum kolcfnis. Hún nær yfír tímabilið frá 795 til 1030 en það þýðir samt ekki að bærinn hafi verið í byggð allan þann tínia. í sumar var grafið upp jarðhýsi og er þetta aðeins þriðja jarðhýs- ið sem grafið hefur verið upp á íslandi. Því hefur verið haldið fram að jarðhýsi þessi hafi verið baðhús, en Bjarni telur að þetta hafið verið nokkurs konar fjöl- nota hús. Bjarni fann í jarðhýsinu1 veggjahleðslur og telur hann lík- legt að þær hafi verið notaðar til einangrunar og ein af hugmynd- um hans um notagildi hússins er að það hafi verið vetrarhús þ.e. að í það hafi verið flúið í mestu kuldunum. Því til stuðnings má nefna að þegar komið var niður úr gólfinu þá fundust 27 pinna- holur og að mati Bjarna er líklegt að trégólf hafi verið einhvern hluta byggingarsögunnar. Einnig fann Bjarni nokkuð margar holur eftir stoðir og telur hann líklegt hann var kominn í eyði. Vísindasjóður styrkti uppgröft Bjarna í fyrrasumar en nú í sum- ar fékk hann 50 þúsund króna styrk frá Akureyrarbæ og ferða- styrk frá sænskum aðilum. Bjarni vinnur nú að doktorsrit- gerð í Svíþjóð og er hann að klára að greina muni og bein frá Granastöðum. KR Ljósmynd: Höröur Geirsson. að þær hafi verið notaðar til að halda uppi veggjunum og að hýs- ið hafi jafnvel verið viðarklætt að innan. Undir lok graftrarins fundust , mannvistarlög ofan á þaki hýsis- ins og bendir það til þess að stað- | urinn hafi verið notaður sem 'öskuhaugur af einhverjum sem , leið hefur átt um löngu eftir að Unnið að uppgreftrinum. Hugsanlegt að jarð- hýsið hafi verið notað sem vetrarhús

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.