Dagur - 07.07.1988, Síða 16
TEKJUBREF• KJARABRÉF
Akureyri, fimmtudagur 7. júlí 1988
Mjólkurframleiðslan:
Kvótastaða bænda
mjög misjöfn
FJÁRMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR
rFlÁRFESriNGARFÉlAGID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Nú eru tæpir tveir mánuðir eft-
ir af framleiðsluárinu hjá
bændum. Margir mjólkur-
framleiðendur eru langt komn-
ir með kvóta sinn en aðrir eiga
nægilegan kvóta fram eftir
ágústmánuði. Útlit er fyrir að
Útgerðarfélag
Dalvíkinga:
„Björgvin“
úr landi
- nýtt skip til heima-
hafnar um mánaða-
mótin
Dalvíkurtogaranum Björgvin
mun á næstu dögum verða siglt
til Noregs en skipasmíðastöðin
í Flekkefjord, sem nú er að
smíða nýtt skip fyrir Útgerðar-
félag Dalvíkinga, mun taka
hann upp í kaupverð nýja
skipsins. Samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins hefur stöðin
ekki selt skipið en Ijóst er að
hingað til lands getur togarinn
ekki komið á ný.
Innlendir aðilar munu hafa
rennt hýru auga til þessa skips,
enda um að ræða gott skip sem
vel hefur verið við haldið. Sam-
kvæmt reglum getur innlendur
aðili ekki keypt skip nema að
taka hliðstætt skip af skipaskrá
og á þessu munu kaup hafa
strandað.
Hinu nýja skipi Útgerðarfélags
Dalvíkinga, sem verið er að ljúka
við í Flekkefjord, verður gefið
nafn um miðjan þennan mánuð.
Nú þegar er hluti áhafnarinnar
farinn til Noregs til að vera við
lokafráganginn en að líkindum
kemur skipið til heimahafnar á
Dalvík um næstu mánaðamót. Pá
eru 14 ár liðin frá því að Björgvin
EA 311, fyrsti skuttogari Dalvík-
inga, kom til Dalvíkur. JÓH
Vegagerð í Svarfaðardal:
Stór verkefni
á næsta ári
Nær engin vegagerð verður í
Svarfaðardal á þessu ári. í
sumar verður aðeins unnið við
ofaníburð á nýjum vegi yfir
Tungur að undanskildu venju-
legu viðhaldi. Á næsta ári eru
hins vegar á dagskrá nokkuð
stór verkefni en samkvæmt
áætlun sem gerð var á síðasta
ári á að byggja upp veg fyrir
um 7 milljónir króna auk brú-
argerðar.
Byrjað verður að byggja veg-
inn upp sunnan við Hreiðarsstaði
og lagfærður kafli fram fyrir
bæinn Urðir. Þá hefur brú á
Sandá verið rifin og sett rör til
bráðabirgða en áætlun næsta árs
gerir ráð fyrir að hafist verði
handa við smíði nýrrar brúar.
JÓH
innleggið hjá Mjólkursamlagi
KEA verði nærri fullvirðisrétti
samlagsins í ár en í fyrra fór
innieggið um einni milljón lítra
fram yfir fullvirðisrétt.
Guðmundur Steindórsson,
nautgriparæktarráðunautur Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar, sagði
í samtali við Dag að í lok maí
hafi framleiðslan verið eilítið
undir framleiðslurétti en í júní-
mánuði hafi innleggið aukist og
framleiðslan sé nú mjög nálægt
framleiðslurétti samlagsins.
„Hvað varðar kvótastöðu ein-
stakra bænda þá er hún mjög
misjöfn. Þeir eru til sem búnir
eru með kvótann og enn aðrir ná
ekki að framleiða upp í sinn full-
virðisrétt,“ segir Guðmundur.
í máli hans kom einnig fram að
bændur séu nú í auknum mæli að
ná stjórn á framleiðslu sinni og
fella liana að fullvirðisréttinum.
Aukinn sveigjanleiki fullvirðis-
réttar og mögulegar tilfærslur á
5% hans milli ára hjálpi til við
framleiðslustjórnunina. JÓH
Þessi stúlka undi sér vel í hlaðinu á Dæli
heimaalningurinn Hatta fyrir.
Sæmundarhlíð og ekki spillti
Mynd: EHB
Samkeppnin um viðbyggingu Amtsbókasafnsins:
„Ófært að henda í þetta
tíma og peningunV
- segja tveir hönnuðir á Akureyri
„Ég hafði í sjálfu sér áhuga á
að taka þátt í þessu en þcgar
kannski 15-20 tillögur berast í
svona keppni þá telja menn sig
ekki hafa tíma tii að sinna
þessu það vel að þeir ættu
möguleika,“ sagði Haraldur
Árnason, hönnuður á Akur-
eyri, þegar hann var spurður
að því hvers vegna enginn
Akureyringur tók þátt í sam-
keppninni um hönnun við-
byggingar við Amtsbókasafn-
ið.
Það hefur vakið athygli að á
Akureyri búa margir góðir bygg-
ingahönnuðir sem hafa sýnt og
sannað getu sína gegnum árin, en
enginn hönnuður úr bænum skil-
aði inn tillögu í samkeppnina.
Haraldur Árnason sagði að menn
væru ekki tilbúnir til þess að eyða
mikilli vinnu í slíka samkeppni
og fá svo ekki borgaðan nema
hluta kostnaðar við verkið. Ef vel
ætti að standa að tillögu í slíka
samkeppni þyrftu tveir menn að
vinna við hönnun og teikningar í
2-3 ntánuði. Gróflega reiknað
væri útseld vinna í slíku verki
metin á 300 þúsund krónur á
mánuði fyrir einn mann, en 1.
verðlaun í keppninni voru
725.900 kr. en 2. og 3. verðlaun
311.100 kr. Þrjár næstu tillögur
fengu 103.700 kr. en aðrar
ekkert. Kostnaður bæjarins við
verðlaunaveitingar er því liðlega
1,6 milljónir en útseld vinna
tveggja hönnuða í þrjá mánuði
kostar 1,8 milljónir króna.
„Það er dýrt að taka þátt í
svona samkeppni og ég hafði
ekki tíma til þess. Ég átti von á
því að einhver Akureyringur
myndi taka þátt í þessu en það
virðist vera að flestir sem taka
þátt í svona keppnum séu menn
sem eru að ljúka námi og taka
þetta sem lokaverkefni,“ sagði
Aðalsteinn Júlíusson, en hann
hefur hannað mörg mannvirki á
Akureyri.
Þeir Aðalsteinn og Haraldur
voru sammála um að þeir og ef-
laust fleiri hefðu haft áhuga á að
taka þátt í samkeppnum en það
væri ófært að henda í þetta mikl-
um tíma og peningum þegar að-
eins hluti kostnaðar skilaði sér
aftur. Þá væri engin trygging fyrir
því að verðlaunahafi fengi alla
hönnunina í sumum tilvikum.
EHB
Laxá í Ásum:
Mesta veiði
- 58 laxar á eina stöng
Mjög góð laxveiði hefur verið í
Laxá í Ásum að undanförnu
og eru nú komnir þar á land
430 fiskar. Enginn aflakvóti er
í Laxá og í síðustu viku veidd-
ust þar 58 laxar á eina stöng.
Veiðimenn segja að áin sé full
af fiski en hann taki illa þessa
dagana vegna mikillar birtu. Lax-
veiðimenn eru ekki eins sáttir við
sólskin og blíðviðri og aðrir því
laxinn mun vera mun gráðugri í
að taka agnið í rigningu og súld.
fh
Egilsstaðir:
Uppbygging
skíðasvæðis
á döfinni
Egilsstaðabúar hyggja nú á
uppbyggingu skíðasvæðis
bæjarins í Fjarðarheiði. í haust
er gert ráð fyrir að keyptur
verði troðari og á næsta ári er
svo ráðgert að festa kaup á
nýrri skíðalyftu.
Uppbygging skíðasvæðisins
hefur staðið til nokkuð lengi en
vegna deilna um staðsetningu
þess hefur ekkert orðið úr fram-
kvæmdum. Sérstök staðarvals-
nefnd skilaði áliti árið 1982 og
voru þar þrír staðir taldir koma
til greina. Nú hefur náðst sam-
komulag um að skíðasvæðið
verði á svipuðum stað og núver-
andi aðstaða, Egilsstaðamegin í
Fjarðarheiðinni.
Gert er ráð fyrir að sett verði
upp 850 metra löng diskalyfta.
Kaupverð hennar mun nema um
10 milljónum króna. Ætlunin er
að festa kaup á nýjum troðara en
einnig hefur komið upp sú hug-
mynd að slysavarnafélagið á
staðnum eigi og reki troðara og
komi sér þannig upp fastri fjár-
öflunarleið. ET
Ný flugstöð á Sauðárkróki:
Ekki í takt við vænt-
ingar bæjatyfirvalda
- málið tekið fyrir í bæjarkerfinu
Frá því var sagt í Degi fyrir
nokkru að í haust verði byggð
ný flugstöð á Sauðárkróksflug-
velli. Eftir fund bæjarráðs
Sauðárkróks og fulltrúa frá
Flugmálastjórn í síðustu viku
er óvíst um hvernig þessari
framkvæmd verður háttað.
Ekki var neitt samráð haft við
bæjaryfirvöld um byggingu
flugstöðvarinnar og eru menn
allt annað en hressir með það.
Á fundinum kom fram vilji
bæjarráðsmanna um stærri
flugstöð, með tilliti til framtíð-
ar flugvallarins á Sauðárkróki
og væri sú teikning sem lögð
var fram af flugstöðinni ekki í
takt við þær væntingar sem
menn gera um flugvöllinn.
Bæjaryfirvöld höfðu farið fram
á það við Flugmálastjórn að fá að
sjá teikningar af fyrirhugaðri
flugstöð fyrir um 2 mánuðum.
Það hafðist ekki fyrr en aðilar frá
Flugmálastjórn, ásamt Rúnari
Sigmundssyni umdæmisstjóra á
Norðurlandi, mættu á fyrrgreind-
'an fund með bæjarráði. Þar
kynntu þeir teikningar af flug-
stöðinni og sínar forsendur fyrir
stærð hennar.
Þar sem ekki er til neitt skipu-
lag fyrir Sauðárkróksflugvöll hef-
ur ekki verið veitt leyfi fyrir
byggingu flugstöðvar að hálfu
bæjarins. Mun málið fara m.a.
fyrir bygginganefnd þar sem
teikningar verða skoðaðar.
Bæjarráð mun taka flugstöðvar-
bygginguna til áframhaldandi
skoðunar og ekki er vitað
hvenær, eða hvernig, málið verð-
ur afgreitt. -bjb