Dagur - 14.07.1988, Blaðsíða 15
14. júli 1988 - DAGUR -'15
íþróttir
Enn jafint á
Siglufírði
Það ætlar að ganga brösuglega
fyrir KS-inga að rjúfa jafntefl-
ismúrinn í heimaleikjum
sínum. Á þriðjudagskvöldið
mættu þeir Selfyssingum og
urðu að sætta sig við jafntefli,
fjórða heimaleikinn í röð.
Leikurinn gekk þannig fyrir sig
að liðin skiptust á að sækja í fyrri
hálfleik og fengu bæði tækifæri til
að skora sem þau nýttu ekki.
Staðan í leikhléi var því 0:0.
Heimamenn hófu síðari hálf-
leik af miklum krafti og strax á
Tómas Kárason átti mjög góðan leik
gegn Selfossi.
48. mínútu náðu þeir að skora og
var þar Hafþór Kolbeinsson að
verki eftir góðan undirbúning
Róberts Haraldssonar.
Það var góð innáskipting hjá
þjálfara Selfyssinga er hann setti
Vilhjálm Fredriksen inn á á 60.
mínútu. Ekki voru liðnar nema
2-3 mínútur er hann skoraði gull-
fallegt mark sem markvörður KS
gerði mjög góða tilraun til að
verja en hann náði ekki að slá
knöttinn út fyrir markið.
Síðustu 15 mínúturnar sóttu
heimamenn ákaft en allt kom fyr-
ir ekki og úrslitin urðu 1:1. Það
er því ljóst að baráttan á botni 2.
deildar verður hörð í seinni hluta
íslandsmótsins og KS-ingar vðrða
að vinna leiki til að halda sæti
sínu í deildinni. Bestu menn KS í
þessum leik voru þeir Steve Rutt-
er og Tómas Kárason sem léku
nú í vörninni og stóðu sig mjög
vel.
Dómari var Óli Ólsen og
dæmdi hann ágætlega. Gul spjöld
fengu Oddur Helgason, Róbert
Haraldsson, Paul Fraier og Steve
Rutter, allir úr KS, og Guð-
mundur Magnússon Selfossi.
Rigningarsuddi var meðan
leikurinn stóð yfir en áhorfendur
voru margir þrátt fyrir það. BÞ
„Blöndu-
Flosi Jónsson (t.v.) sigraöi í keppninni Sterkasti maður Noröurlands í fyrra. Hér sést hann í keppni
burði“, en það verður einmitt ein af keppnisgreinunum í Sterkasti maður landsbyggðarinnar.
Akureyri:
Sterkasti rnaöur
landsbyggðariimar
- verður krýndur 23. júlí nk.
Keppnin sterkasti maður
landsbyggðarinnar verður
haldin á Akureyri dagana 22.-
23. júlí nk. Um er að ræða afl-
raunakcppni og að sögn þeirra
sem að henni standa verða
þarna samankomnir allir sterk-
ustu menn landsins að þeim
Jóni Páli og Hjalta „Úrsus“
Knattspyrna 2. flokkur:
Selfoss heftidi ófaranna
- í fyrri umferðinni með 2:0 sigri á Tindastóli
2. flokkur Tindastóls fékk Sel-
fyssinga í heimsókn sl. þriðju-
dagskvöld í Islandsmótinu.
Leikurinn var afar slappur á að
horfa, enda bauð veðráttan
ekki upp á neina snilldartakta
hjá strákunum. Selfoss hefndi
fyrir leikinn í fyrri umferð, en
þá vann Tindastóll 5:1, og
vann þennan leik 2:0. Staðan í
hálfleik var 1:0.
Tindastóll var án tveggja bestu
leikmanna sinna í leiknum,
þeirra Guðbjartar Haraldssonar
og Sverris Sverrissonar. Leikur-
inn fór rólega af stað og skiptust
liðin á að sækja. Á 32. mínútu
náðu Selfyssingar að skora mark
með skalla, eftir mistök í vörn
Tindastóls. Pað var Tómas Þór-
oddsson sem var þar að verki.
Tindastóll átti nokkrar góðar
sóknir en hafði ekki erindi sem
erfiði.
Mikil barátta var í seinni hálf-
leik en talsvert var farið að draga
af leikmönnum Tindastóls, enda
ekki hálft liðið sem æfir að stað-
aldri. Þrátt fyrir mörg góð mark-
tækifæri undir lok leiksins, aðal-
lega hjá Stefáni Péturssyni, náði
Tindastóll ekki að skora. Á síð-
ustu mínútu leiksins bætti Guð-
jón Þorvarðarson við seinna
marki Selfyssinga með þrumu-
skoti beint úr aukaspyrnu, óverj-
andi fyrir Birgi Valgarðsson
markvörð Tindastóls. -bjb
Knattspyrna yngri flokka:
Þórsarar höfðu
betur gegn KA
Þór liafði betur þegar yngri
flokkar félagsins léku gegn KA
á KA-veilinum á þriðjudags-
kvöld. 3 leikir fóru fram og
sigruðu Þórsarar í tveimur en
KA-menn í einum.
Tveir leikir fóru fram í 5.
flokki. í leik A liðanna sigraði
Þór 3:1. Bjarni Guðmundsson
skoraði 2 mörk fyrir Þór og
Knattspyrna 4. deild:
Efling og Neisti
skSdu jöfh
Fyrir nokkru léku Efling og
HSÞ-b í D-riðli 4. deildar
íslandsmótsins í knattspyrnu.
Leikur þessi var liður í 4.
umferð riðilsins en honuin
hafði verið frestað. Leiknum
lauk með jafntefli, 2:2. Staðan
í leikhléi var 1:1.
Leikur þessi var prúðmannlega
leikinn og oft brá fyrir ágætis
knattspyrnu. Nokkurt jafnræði
var með liðunum og samkvæmt
heimildum blaðsins verða úrslitin
að teljast sanngjörn. Það voru
Hinrik Már Jónsson og Vilhjálm-
ur Sigmundsson sem skoruðu
mörk Eflingar en Ari Hallgríms-
son og Einar Jónsson skoruðu
fyrir HSÞ-b. JHB
Kristján Örnólfsson eitt. Orri
Einarsson skoraði mark KA.
Þórsarar unnu mjög öruggan
sigur í leik B liðanna, 6:0. Orri
Stefánsson og Baldvin Her-
mannsson skoruðu tvö mörk fyrir
Þór og þeir Heiðmar Felixson og
Þórður Steindórsson eitt hvor.
KA sigraði 5:3 í leik B liðanna
og þar skoraði Brynjólfur Sveins-
son tvívegis fyrir KA en þeir
Rafn Jóhannesson, Ingólfur
Áskelsson og ívar Bjarklind
skoruðu eitt mark hver. Guð-
mundur Benediktsson skoraði
tvö mörk fyrir Þór í þeim leik og
Jakob Jörundsson eitt.
Kvöldið áður léku KA og Þór í
3. flokki kvenna. Leiknir voru
tveir leikir, A og B lið og voru
leikirnir liðir í Vormóti KRA. A
lið KA sigraði 2:1 og skoruðu
þær Ásta Baldvinsdóttir og Inga
Lára Símonardóttir mörk KA en
Sigurbjörg Jónsdóttir skoraði
mark Þórs. Þórsigraði hins vegar
örugglega í leik B liðanna, 4:1.
Brynhildur Smáradóttir skoraði
þrjú mörk fyrir Þór og Lísa
Valdimarsdóttir 1 en Kolbrún
Tryggvadóttir skoraði eina mark
KA. JHB
Arnasyni undanskildum.
Keppnin er opin öllum lands-
byggðarmönnum og verður
keppt í 8 þrautum á tveimur
dögum. Þann 22. júlí verður
keppt í miðbæ Akureyrar og
verður byrjað kl. 15. Síðari
daginn verður keppt á Akur-
eyrarvelli og þá verður byrjað
kl. 13. Sigurvegarinn hlýtur
glæsileg verðlaun að keppni
lokinni.
Fyrri daginn verður keppt í
þremur greinum. Hlaupið verður
með Blönduhlass eftir göngugöt-
unni, hlass af Pepsi verður dregið
upp í loftið og að lokum munu
kapparnir reyna sig í bíldrætti.
Síðari daginn verður hafist
handa við að lyfta frægu sving-
hjóli sem mun vera allt að hálfu
tonni að þyngd. Að því búnu
verður svokölluðum FN-hamri
hent upp í loftið og þar á eftir
verður hlaupið með bobbinga og
þeim lyft upp á tunnur. Næst síð-
asta greinin kallast fangaþraut
eða nýlenduþraut en ekki fékkst
upp gefið í hverju hún er fólgin.
Keppnin endar síðan á sekkja-
hleðslu. Keppendur munu þá
hlaupa með einn fóðurblöndu-
sekk undir hvorri hendi ákveðna
vegalengd og hlaóa þeim upp.
Enn er möguleiki að skrá sig í
keppnina og verður það hægt
fram að helgi. Skráning fer fram í
síma 24840 á daginn og 25980 á
kvöldin. JHB
Glæsimark Birgis
- kom 3. flokki Þórs
á bragðið gegn Þrótti
2. flokkur Þórs vann góöan
sigur á Þrótti þegar liðin mætt-
ust í A-riðli Islandsmótsins í
knattspyrnu á Þórsvellinum á
þriðjudagskvöld. Lokatölurn-
ar urðu 3:0 eftir að staðan í
leikhléi hafði verið 0:0.
Jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik. Bæði liðin fengu
sæmileg marktækifæri en hvor-
ugu tókst að nýta þau og ekkert
mark var skorað í fyrri hálfleik.
Á 10. mínútu síðari hálfleiks
tók leikurinn nýja stefnu. Árni
Þór Árnason sendi þá góða send-
ingu fyrir mark Þróttar og þar tók
Birgir Karlsson og „klippti“ hann
viðstöðulaust í netið. Stórglæsi-
legt mark.
Eftir þetta mark tóku Þórsarar
öll völd á vellinum. Þeir sóttu
stíft og fengu mörg góö mark-
tækifæri og náðu að bæta við
tveimur mörkum fyrir leikslok.
Það fyrra gerði Sævar Árnason
og Páll Gíslason innsiglaði síðan
sanngjarnan og öruggan sigur
Þórs. JHB
Birgir Karlsson.
Firmakeppni KA
Hin árlega firma- og félaga-
keppni KA fer fram á grasvelli
félagsins dagana 25. og 26.
júlí. Leikið verður með einn
markmann og fimm útispiiara
og leyfilegt er að hafa fjóra
varamenn. Litlum fyrirtækjum
er hcimilt að senda sameigin-
leg lið í keppnina.
Öllum er heimil þátttaka í
keppninni nema þeim sem komið
hafa á skýrslu hjá 1. eða 2. deild-
ar félögunum í sumar. Einungis
er leyfilegt að spila á malarskóm,
ekki grasskóm. Verði er mjög
stillt í hóf og er að þessu sinhi
það sama og í fyrra - 7500 kr. fyr-
ir eitt lið og 13000 kr. fyrir tvö
lið. Liðin skulu vera búin að skrá
sig fyrir 20. júlí í síma 23482.
Nánari upplýsingar veitir Þor-
móður í sama númeri.