Dagur - 14.07.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 14.07.1988, Blaðsíða 16
I’unnntey- Margs konar lím, pústkítti og fleira. Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Atlavíkurhátíð ’88: Stuðmenn, STRAXog Bubbi Morthens Nú er afráðið að Atlavíkurhá- tíð verður haldin um verslun- armannahelgina. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af hátíð- inni þar sem aðstandendur hennar töldu sig ekki geta gengið að þeim skilyrðum sem Sigurður Eiríksson sýslumaður Suður-Múlasýslu setti um slíkt skemmtanahald. Að sögn Magnúsar Stefánssonar fram- kvæmdastjóra UÍA hefur nú náðst samkomulag við sýslu- mann. Skilyrði þau sem um ræðir voru annars vegar að unglingum innan 16 ára væri óheimiil aðgangur nema í fylgd forráða- manna og við það situr. Þá fór sýslumaður fram á að öll meðferð áfengis yrði bönnuð og gæslulið UÍA aðstoðaði lögreglu við áfengisleit. „Það verður lögregl- unnar að framfylgja þessu,“ sagði Magnús um þetta atriði. „Ein með öllu“ á Melgerðis- melum mun fá samkeppni um flóðbylgju skemmtanaþyrstra unglinga um verslunarmanna- helgina þvf skemmtiatriðin í Atlavík verða ekki af verri endanum. í fyrradag var gengið frá samningum við hijómsveitirn- ar Stuðmenn og STRAX og Bubba Morthens sem mætir með eigin hljómsveit. Pá er að sögn Magnúsar líkur á að samið verði við Megas, Bjarna Arason og hljómsveitina Súellen. Meðlimir STRAX munu sjá um fram- kvæmd söngvarakeppni þar sem Látúnsbarki Atlavíkur verður krýndur. „Við lyftum hátíðinni upp á nýjan Ieik með þessu liði,“ sagði Magnús og sagðist mundi gera sig ánægðan með 3-4000 manns á svæðið. ET Það verður væntanlega meira að gerast í kringum þetta mannvirki um verslunarmannahelgina. Mynd: ET ;íj/ m Hæ, þið öll. Við höfum það ágætt. Veðrið er að skána. Biðjum að heilsa. Bless! Mynd: GB Mývatnssveit: Aukin skjálftavirkni Landris við Leirhnjúk hefur verið með meira móti í um það bil mánuð. Síðustu daga hefur fylgt því töluverð skjálfta- virkni. „Það bendir samt ekkert til þess að fari að gjósa,“ sagði Jón Pétur Líndal sveitarstjóri í Mývatnssveit. Frá því síðasta gosi lauk haustið 1984 hefur nokkuð borið á landrisi, en skjálftavirkni hefur verið heldur meiri nú síðustu daga en á tíma- bilinu frá því að gosi lauk síðast. „Þetta þarf þó ekki að ógna byggðinni á nokkurn hátt,“ sagði Jón Pétur. Viðvaranir verða samt settar upp fyrir ferðamenn, svo þeir verði viðbúnir fari eitthvað að gerast. í dag verður haldinn fundur í almannavanarnefnd Mývatns- sveitar og kemur starfsmaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar á hann og skýrir út hvað þarna er á seyði. mþþ Húshitunarkostnaður: „Hitaveitan ekki dýrari en olían“ - segir Franz Árnason hitaveitustjóri á Akureyri Húshitunarkostnaður er mis- mikill eftir því hvar á landinu er búið. A Akureyri hefur löngum verið talað um hátt verð á heitu vatni, enda Hita- veita Akureyrar með þeim dýrustu á landinu. Hitaveitan á Húsavík er hins vegar með þeim ódýrustu á landinu. Upp á síðkastið hafa heyrst æ Áhrif breyttrar verkaskiptingar: Rekstur grunnskóla fer illa með tvo litla hreppa - Þverárhreppur og Skagahreppur koma út með tapi Fjögur sveitarfélög á Norður- landi koma neikvætt út ur Hlíð og Skjaldarvík: Cecil og Anna Guðrún sögðu upp Cecil Haraldsson, forstöðu- maður dvalarheimilanna Hlíð- ar og Skjaldarvíkur, hefur sagt starfi sínu lausu. Þá hefur Anna Guðrún Jónsdóttir, hjúkrunarforstjóri í Hlíð, einn- ig sagt lausu starfi sínu. Á fundi Öldrunarráðs Akureyr- arbæjar 4. júlí hófst fundurinn með því að Cecil Haraldsson, sem hefur gegnt starfi forstöðu- manns dvalarheimilanna frá því snemma vetrar 1986, sagði upp störfum miðað við að lok upp- sagnarfrests væru 1. október. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar. Á fundinum var einnig lesið bréf frá hjúkrunar- forstjóranum, Önnu Guðrúnu Jónsdóttur, þar sem hún sagði starfi sínu lausu frá 1. júlí að telja. EHB þeim breytingum sem verða á rekstri þeirra, ef tillögur um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga ná fram að ganga óbreyttar. Þessi niðurstaða er fengin án þess að tekið sé tillit til aukinna útgjalda sveitarfé- laganna vegna stofnkostnaðar og óbeins taps vegna aukinna framlaga úr jöfnunarsjóði. Áður hefur verið sagt frá slæmri útkomu Raufarhafnar- og Skagastrandarhrepps vegna reksturs heilsugæslustöðva. Hins vegar er um að ræða Þverárhrepp í V.-Húnavatnssýslu og Skaga- hrepp í A.-Húnavatnssýslu. Þessi sveitarfélög koma illa út úr breyt- ingunum fyrst og fremst vegna reksturs grunnskóla. í Þverárhreppi er ástæðan dýr rekstur grunnskólans en í Skaga- hreppi er ástæðan fremur sú að reglur um grunnskólaframlagið eru hreppnum óhagstæðar. Framlagið er miðað við kostnað vegna skólaaksturs og er miðað við að hann sé lengri en fimm kílómetrar. í Skagahreppi er stór hluti akstursins innan þeirra marka og því ekki styrkhæfur. í Þverárhreppi er grunnskóla- framlag á hvern íbúa tæpar 7.600 krónur en þar er hins vegar við- bótarkostnaður vegna reksturs skólans um 10.500 krónur á hvern íbúa. í Skagahreppi eru þessar tölur 4.300 krónur og 7.700 krónur. Heildarniöurstöður breyttrar verkaskiptingar samkvæmt tillög- um verkaskiptingarnefndar eru þær að Þverárhreppur tapar um 0,1% af tekjum. Skagahreppur tap- ar öllu meiru eða tæpum 4% af tekjum á meðan önnur sveitarfé- lög í þessum sama flokki, flokki dreifbýlissveitarfélaga með allt að 150 íbúa, hagnast að meðaltali um 13% af tekjum. ET háværari raddir um að húshitun með olíu sé ódýrasti kosturinn í dag og þeir sem enn eiga gömlu olíukyndinguna í kjallaranum hjá sér, hafa margir hverjir áhuga á því að koma henni í gagnið á ný. Hjá verðlagsráði liggur fyrir hækkunarbeiðni frá olíufélögun- um og í vikunni samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar hækkun á hita- veitu og rafmagni um 8-9%. „Samkvæmt mínum athugun- um er ekki dýrara að kynda með hitaveitu en olíu,“ sagði Franz Árnason hitaveitustjóri á Akur- eyri í samtali við Dag. „Menn gleyma ýmsum tilkostnaði sem til fellur við kyndingu með olíu, t.d. rafmagni sem þarf til að knýja bæði brennara og dælu og að ketillinn endist ekki nema í ákveðinn árafjölda. En það er mín skoðun að það þýði ekkert að vera að tala alltaf um olíuverðið. Þegar farið var af stað með hitaveituna var olíuverðið miklu hærra og hita- veitur geta ekki ráðið yfir olíu- verði. Það var lagt í þennan kostnað við hitaveiturnar til þess að menn fengju ódýrari kynd- ingu, því þá var álitið að olían héldi áfram að vera svona dýr. En þó að olían lækki niður úr öllu valdi, er ekki hægt að ætlast til þess að hitaveitan lækki líka, því að búið er að leggja í mikinn kostnað," sagði Franz. Hitaveita Akureyrar hefur einkarétt á húshitun á svæðinu og þeir sem eru með annars konar kyndingu fá það aðeins með góð- fúslegu leyfi Hitaveitunnar, eins og Franz orðaði það. „Það er engin lausn að tala allt- af um olíuverðið og nánast til- gangslaust að bera þetta saman. Ég hef sagt við menn sem hafa verið að tala um að fá sér olíukyndingu, að gera það bara en þeir þurfi að borga hitaveituna eftir sem áður,“ sagði Franz Arnason. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.