Dagur - 26.07.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 26.07.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 26. júlí 1988____________138. tölublað Dalvík: Nýjum togara fagnað í dag I dag taka Dalvíkingar á móti nýju fiskiskipi. Nýr Björgvin leggst þá að bryggju, tæpu ári eftir að smíði skipsins var hafin í skipasmíðastöðinni í Flekke- Qord í Noregi. Kaupverð skipsins er um 390 milljónir króna. Nýja skipið er 499 tonn að stærð, 50 tonnum stærra en gamli togarinn. í skipinu er búnaður til heilfrystingar en togarinn tekur um 2500 fiskikassa í lest. Björgvin lagði af stað frá Noregi á laugardagsmorgun. Um hádegisbil í gær var togarinn um 180 mílur undan Langanesi og miðaði vel. JÓH Skagafjörður: Ekið á dreng á hjóli Ekið var á dreng sl. sunnu- dagskvöld við bæinn Miðhús í Blönduhlíð í Skagafirði. Drengurinn kom á hjóli niður afleggjarann að bænum og þvert yfir veginn, ] veg fyrir bifreið sem kom aðvífandi. Hann var fluttur á sjúkrahús, handleggsbrotinn og brotin í honum hnéskel. Sl. föstudagskvöld var árekstur á Aðalgötu á Sauðárkróki þar sem létt bifhjól og bifreið skullu saman. Ökumaður bifhjólsins slapp með óveruleg meiðsl. Á laugardag var bílvelta á Reykjar- strönd við bæinn Innsta-Land. Bíll fór útaf veginum, fór nokkr- ar veltur og er gjörónýtur. Öku- maður slapp með skrekkinn. Lögreglan á Sauðárkróki var við radarmælingar um helgina í nágrenni bæjarins. Margir öku- menn voru teknir fyrir of hraðan akstur og mestur mældist hraði 125 km hjá einum ökumanni. -bjb Akureyrin kom úr mettúr um helgina eins og sjá má í frétt á baksíðu. Skafti Sk-3: 155 tonn á fjómm sólarhringum Skafti SK-3, togari Útgerðar- félags Skagfirðinga, kom inn sl. sunnudag með um 155 tonn og var uppistaðan þorskur. Aflinn veiddist á fjórum sólar- hringum á Stranda- og Kögur- grunni og Þverálshorni. Þetta er skásta veiðiferð Skafta í sumar. „Það er að lagast ástand- ið á miðunum, eftir að hafa verið lélegt í júní og byrjun júlí,“ sagði Sverrir Kjartans- son skipstjóri á Skafta í samtali við Dag. Sverrir var að vonum ánægður með þennan veiðitúr en sagði að Skafti hafi átt betri túra í vetur og einu sinni hafi þeir komið inn með 160 tonn eftir 3ló sólarhring. Skafti á ekki mikið eftir af kvót- anum, eða um 500 tonn afþorski og síðan eitthvað af karfa. I haust er áætlað að fara þrjár siglingar með karfa ef góður markaður verður fyrir fiskinn. Sverrir var óánægður með þann kvóta sem var úthlutað og sagði að mikið ósamræmi væri á skipum sunnan- lands og norðan, skipin fyrir sunnan fengju betri kvóta og stöðugt væri bilið að stækka þar á milli. -bjb TF-JFK nauölenti í Fnjóskadal: Endastakkst hálfan annan hring - en flugmaöurinn slapp með skrámur TF-JFK á túninu við Sólvang í gær. Vélin er stórskemmd enda enda- stakkst hún hálfan annan hring áður en hún hafnaði á hvolfi. í baksýn má sjá hálfhirt túnið en þegar óhappið varð var nokkur fjöldi fólks þar við heyskap. Innfellda myndin er af Helga Rafnssyni. mildi að hann slapp með lítils- háttar meiðsli því vélin er mjög mikið skemmd. Vélin var að koma frá Reykja- vík, með viðkomu að Búðum á Snæfellsnesi, og var ferðinni heit- ið til Akureyrar. Sterkur mót- vindur var alla leiðina. Auk þess þurfti Helgi að breyta frá þeirri ætlun sinniað fljúga beint niður í Eyjafjörðinn vegna dimmviðris í botni hans. Þess í stað fór hann niður Bárðardalinn og síðan vest- ur Ljósavatnsskarðið. Þetta tvennt olli um klukkutíma seink- un en Helgi hafði áætlað að lenda á Akureyri um klukkan 16.00. Helgi hafði flogið í um þrjá og hálfan tíma en vélin á að hafa flugþol í fjóra og hálfa klukku- stund. Helgi sagðist í samtali við blaðamann telja að eldsneyti hafi ekki verið á þrotum heldur hafi ef til vill verið um einhverja bilun að ræða. „Vélin hökti lítillega þegar ég var yfir Stóru-Tjörnum og yfir Sólvangi drapst alveg á hreyfíin- um,“ segir Helgi um aðdraganda nauðlendingarinnar. Sem lend- ingarstaður varð fyrir valinu tún- spilda á bænum Sólvangi og áætl- ar Helgi að hún hafi verið um 500 metra löng og 100 metra breið. Svo stór blettur á að duga vel til nauðlendingar en aðstæður réðu því að hún mistókst. Helgi sveigði vélinni til hægri og lenti síðan til suðurs, undan vindi. Um leið hvessti skyndilega en það sem hins vegar gerði út- slagið var að vélin rakst á stórt barð og endastakkst hálfan ann- an hring áður en hún hafnaði á bakinu um 120 metrum sunnar. Helgi segir þriggja punkta belti hafa bjargað sér og vissulega slapp hann ótrúlega vel, hlaut aðeins minniháttar skrámur. Vélin, sem er í eigu Helga og fimm félaga hans, er hins vegar talin ónýt. Málið er enn í rannsókn. ET Forseti íslands: Heimsækir Húnaþing Ákveðið er að forseti íslands heimsæki Húnaþing dagana 25. til 28. ágúst. Mun forsetinn koma að sýslumörkum Strandasýslu og Húnavatns- sýslu, við brúna á Hrútafjarð- ará kl. 11 að morgni fimmtu- dagsins 25. Að sögn Jóns ísberg, sýslu- manns, er ekki enn búið að skipuleggja og tímasetja ferð forsetans um héraðið að fullu. Hann sagði að tímasetningar gætu átt eftir að breytast eitthvað frá því sem nú væri fyrirhugað en það yrði allt fastsett á næstu dögum. Þó er ákveðið að forsetinn heimsækji flest eða öll sveitarfé- lög í héraðinu og að tveimur dög- um verði varið til að ferðast um Vestur-Húnavatnssýslu og jafn löngum tíma til ferðalaga um austursýsluna. fh Laust fyrir klukkan fimm í fyrradag brotlenti lítil eins hreyfils flugvél á túni við bæinn Sólvang í Fnjóskadal. Flugmaðurinn, Helgi Rafnsson 28 ára gamall flugvirki, var einn í vélinni og má telja mestu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.