Dagur - 26.07.1988, Page 4

Dagur - 26.07.1988, Page 4
4 - DAGUR - 26. júlí 1988 OTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ferð sem engiim fer! í viðtali við framkvæmdastjóra Náttúruvernd- arráðs, sem birtist í einu dagblaðanna sl. vor kom m.a. fram að það vantaði hnitmiðaðri stjórnun á ferðamannastraumnum, meiri dreifingu yfir fleiri svæði til að jafna álagið og fullkomnari uppbyggingu á ferðamanna- og útivistarstöðum. Þetta telur framkvæmda- stjórinn að náist aðeins fram með markvissri fjármögnun og hnitmiðaðri langtíma ferða- málastefnu. Undir þetta skal tekið af hálfu Dags um leið og þess er getið, að á sl. vetri var sam- þykkt á Alþingi þingsályktun sem lögð var fram af Unni Stefánsdóttur varaþingmanni Framsóknarflokksins ásamt fleirum, um mót- un opinberrar ferðamálastefnu. Fáar þjóðir hafa jafn greiðan aðgang að landi sínu og við íslendingar. Hér er lítið um höft og lokanir á einstökum svæðum. Norð- menn eru að reyna að losa sig úr viðjum slíkra hafta og greiða fyrir almenningi að skoða eig- ið land. En kunnum við að meta þá sérstöðu sem við búum við og þá miklu möguleika sem þessi greiði aðgangur að landinu okkar býður upp á? Þeirri spurningu verður ekki reynt að svara hér, en líklegt má telja að ferðir íslend- inga um eigið land hafi ekki aukist í sama mæli og ferðir þeirra til útlanda í sumarleyf- um. Nýlega birtist í einu dagblaðanna saman- tekt á kostnaði hjóna við hugsanlega hálfs- mánaðarferð um landið. Niðurstaðan var sú að ferðin kostaði um 270 þús. kr. Þar af var rúmlega helmingur vegna bílaleigubíls, en hjónin voru látin aka um á fínum jeppa. Fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu ríkisins svaraði því til þegar þessi ferðasaga var borin undir hann, að í þau 14 ár sem hann hefði starfað að ferðamálum hefði hann aldrei orðið vitni að því að íslendingar hafi tekið bílaleigubíl í hálf- an mánuð til að ferðast um eigið land. Það er því ljóst að skrifborðsferðalag það sem hér hefur verið gert að umfjöllunarefni er ekki raunhæft dæmi um kostnað íslendinga við ferðalög innanlands. Þetta er ferð sem eng- inn fer. Það verður að viðurkennast, að aðstaða víða um landið, til þess að taka á móti ferða- mönnum er ekki sem skyldi. Ástæða þess er fyrst og fremst fjárskortur sem nauðsynlegt er að leysa á einhvern hátt. Hvernig það verður gert er viðfangsefni stjórnvalda sem vonandi verður fjallað um í tengslum við mótun opin- berrar ferðamálastefnu. V.S. viðtal dagsins „Kaupleiguíbúðakerfið má ekki verða til að draga úr félagslegum Mðabyggmgum“ - segir Sigríður Stefánsdóttir í viðtali dagsins Kaupleiguíbúðir eru nýjasta framlag ríkisstjórnarinnar til húsnæðismála. Þar sem hér er um algera nýjung að ræða leik- ur eflaust mörgum forvitni á að kynna sér hvað er á ferðinni. Sigríður Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi, hefur kynnt sér þessi mál, en hún þekkir félagslega íbúðakerfið vel þar sem hún á sæti í stjórn verkamannabú- staða á Akureyri og í félags- málaráði sem sér um leigu- húsnæði bæjarins. - Sigríður, þú hófst máls á nauðsyn þess að bæjarstjórn kynnti sér vel málefni kaupleigu- íbúða á síðasta bæjarstjórnar- fundi. „Já, ég fór fram á umræður í bæjarráði og innan bæjarstjórnar um stefnuna í þessum málum því Ijóst er að hér er um nýtt kerfi að ræða, kerfi kaupleiguíbúða, sem leggur miklar byrðar á sveitarfé- lögin og þurfa þau að taka á sig umtalsverðar fjárhagsskuldbind- ingar vegna þess. Því er mikil- vægt að ræða innan bæjarstjórnar hversu mikið bærinn treysti sér til að leggja til húsnæðismála. I öðru lagi er spurningin hvernig við ætlum að skipta því fé sem við leggjum í húsnæðismál á milli kerfa verkamannabústaða, kaupleiguíbúða og leiguíbúða. Ég vil vekja athygli á því að kaupleigukerfið er bæði almennt og félagslegt. í þriðja lagi er spurningin sú hvernig Akureyrar- bær eigi að standa að framkvæmd kaupleigukerfisins. Hér er um mjög flókið kerfi að ræða því innan kaupleigukerfis- ins eins verður um að ræða fimm undirkerfi. Því er ljóst að sam- skipti við Húsnæðisstofnun ríkis- ins verða mjög flókin og einnig við fólkið sem fer í kaupleigu- íbúðir. Mér finnst mjög mikil- vægt að rætt verði hvernig eigi að standa að þessum málum. Það er mjög gott að aukin fjöl- breytni er að verða í húsnæðis- kerfi landsins með tilkomu kaupleiguíbúða og ég hafði bundið vonir við að kaupleigu- kerfið myndi bæta við félagslega möguleika í húsnæðiskerfinu. Því miður sýnist mér að málin gætu þróast á þann veg, bæði af hálfu ríkisins og sveitarfélaga, að ekki verði varið meira fé til félags- legra íbúðabygginga en verið hefur. Ef kaupleiga á að vera við- bót við verkamannabústaðakerf- ið þá verða bæði ríki og sveitar- félög að vera tilbúin til að setja umtalsverða fjármuni í þennan málaflokk til viðbótar því sem nú er. Því miður virðist ríkið ætla að framkvæma kaupleigukerfið að hluta á kostnað verkamannabú- staðakerfisins. Ef Akureyrarbær ætlaði að leggja sömu upphæð í húsnæðismál á næsta ári og hann. gerir á þessu ári, og hluti þess fjár rynni til kaupuleigukerfisins - þá þýddi það að færri íbúðir yrðu byggðar á félagslega sviðinu. Staðreyndin er sú að með hverri íbúð sem byggð er með kaupleigukerfinu þarf sveitarfé- lagið að leggja fram 15 prósent íbúðarverðs á móti 8,5 prósent- um sem er hluti sveitarfélags af verði íbúðar í verkamannabú- staðakerfinu. Reyndar er von um endurgreiðslu þessa fjármagns í kaupleigukerfinu, en þær greiðsl- „Vantar fagra kroppa“ - smiðirnir Pétur og Hilmar við endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks Þeir Pétur Helgason og Hilmar Aadnegaard reyndu að telja blaðamanni trú um að þeir væru að byggja undirstöður fyrir vatnsrennibraut. Mynd: bjb Verið er að koma fyrir nýju grindverki í kringum Sundlaug Sauðárkróks og var byrjað á vesturhliðinni þar sem stein- kanturinn, sem fyrir var, var fjarlægður. Setja á í staðinn rammgirt járngrindverk þann- ig að mun erfiöara verður fyrir nátthrafna að klöngrast yfir hana, nánast ógjörningur, en mikið var um það að fólk fór í laugina að nóttu til og stakk sér til sunds. Vona menn nú að slíkt muni heyra sögunni til með tilkomu nýja grindverks- ins. Þegar blaðamann Dags bar að garði fyrir skömmu í úrhellisrign- ingu voru tveir fílefldir smiðir að störfum við að reisa vegg undir grindverkið. Þeir Pétur Helgason og Hilmar Aadnegaard reyndu að telja blaðamanni trú um að

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.