Dagur - 26.07.1988, Qupperneq 7
26. júlí 1988 - DAGUR - 7
Góður endasprettur KA-manna
KA-menn höfðu svo sannar-
lega ástæðu til að fagna að
loknum leik sínum gegn Vík-
ingi í 11. umferð SL-deildar-
innar á Akureyrarvelli á sunnu-
dagskvöldið. Þegar 20 mínút-
ur voru til leiksloka náðu Vík-
ingar forystunni og virtust hafa
pálmann í höndunum. En tvö
falleg mörk KA-manna á loka-
sprettinum, það seinna þegar
aðeins hálf mínúta var til leiks-
loka, tryggðu þeim sanngjarn-
an sigur og þrjú mikilvæg stig.
Þrátt fyrir nokkurn hraða og
mikla baráttu bar ekki mikið til
tíðinda í fyrri hálfleik. Liðin
skiptust á að sækja en fá umtals-
verð marktækifæri sköpuðust. Þó
björguðu bæði lið á línu á fyrstu
15 mínútum leiksins, Víkingar
eftir gott skot Gauta Laxdals og
KA-menn eftir þrumuskalla
Björns Bjartmarz.
Besta færi hálfleiksins var KA-
manna og kom það á 35. mínútu.
Þá var send föst sending fram
völlinn og inn í vítateig Víkings,
Þorvaldur Örlygsson sendi falleg-
an bolta á Valgeir Barðason sem
var í dauðafæri en skot hans fór
naumlega framhjá.
KA-menn hófu síðari hálfleik
af miklum krafti og náðu strax
góðum tökum á leiknum. Litlu
munaði að þeir næðu forystunni á
50. mínútu þegar Gauti átti
þrumuskot að marki Víkings en
knötturinn fór í varnarmann og
rétt framhjá.
KA-mönnum gekk illa að
skapa sér færi í framhaldi af
þessu. Víkingar komust smátt og
smátt meira inn í leikinn og á 70.
mínútu náðu þeir forystunni. Atli
Einarsson lék þá á Hauk Braga-
son sem var kominn langt út í
vítateig og skaut föstu skoti fram-
hjá varnarmönnum KA og í
netið.
Aðeins þremur mínútum síðar
jöfnuðu KA-menn á stórkostleg-
an hátt. Boltinn barst þá út fyrir
vítateig Víkings og þar kom
Bjarni Jónsson aðvífandi og
skaut viðstöðulausu þrumuskoti
af 20 metra færi í þverslána og
inn. Reyndar fór boltinn ekki í
netið heldur niður og út en dóm-
arinn dæmdi mark eftir að hafa
ráðfært sig við línuvörðinn og var
það vafalítið réttur dómur.
KA-menn sóttu töluvert það
sem eftir var en lítið gekk upp við
markið og undir lokin virtust þeir
búnir að sætta sig við jafnteflið.
Á 90. mínútu kom há sending
inn í vítateig Víkings á Anthony
Karl. Hann tók boltann á brjóst-
ið og lagði hann laglega fyrir Þor-
vald sem skaut föstu skoti að
marki, í einn vamannann og
þaðan í netið. Dómarinn flautaði
leikinn af hálfri mínútu síðar og
KA-menn fögnuðu ákaft.
Þrátt fyrir að KA-liðið hafi
ekki leikið sérlega vel var sigur
þeirra verðskuldaður. Liðið
barðist vel og var sterkari aðilinn
í leiknum en gekk illa eftir að
komið var fram yfir miðju. Þor-
valdur Örlygsson var besti maður
liðsins og vallarins. Mikið spil
skapaðist í kringum hann og
greinilegt er að Þorvaldur er í
mjög góðu formi um þessar
mundir. Þá átti Bjarni Jónsson
einnig góðan leik.
Víkingsliðið barðist á köflum
Lúðvík Bergvinsson og félagar máttu þola tap gegn íslandsmeisturum Vals
á sunnudagskvöld.
2:1 sigur þeirra á Víkingi
ágætlega en átti við sama vanda
að stríða og KA, þ.e. flest fór í
vaskinn eftir að komið var fram
yfir miðju. Atli Einarsson var
besti maður liðsins, ótrúlega
fljótur og hættulegur sóknarmað-
ur. JHB
Liö KA: Haukur Bragason, Steingrímur Birgis-
son, Erlingur Kristjánsson, Jón Kristjánsson
(Stefán Ólafsson á 46. mín.), Halldór Halldórs-
son, Gauti Laxdal, Friðfínnur Hermannsson
(Amar Bjarnason á 71. mín.), Bjarni Jónsson,
Þorvaldur Örlygsson, Anthony Karl Gregory,
Valgeir Barðason.
Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Atli
Helgason, Stefán Halldórsson, Unnsteinn Kára-
son, Hallsteinn Arnarsson, Björn Bjartmarz,
Trausti Ómarsson (Jón Oddsson á 51. mín.),
Gunnar Gunnarsson, Andri Marteinsson, Hlyn-
ur Stefánsson, Atli Einarsson.
Gul spjöld: Unnsteinn Kárason, Andri Mar-
teinsson og Stefán Halldórsson Víkingi.
Dómari: Friðgeir Hallgrímsson og var hann
ekki sannfærandi.
Línuverðir: Óli Ólsen og Karl Ottesen.
Erlingur Kristjánsson hefur hér brugðið sér í sóknina en skalli hans fór framhjá.
Mynd: EHB
Valsmenn sluppu með
skrekkinn gegn Leiftri
- Ólafsfirðingarnir nýttu ekki tvö dauðafæri
Valur sigraði Leiftur 1:0 í slök-
um leik á Hlíðarenda á sunnu-
daginn. Þótt Valsmenn hefðu
verið mun meira með boltann,
áttu Leifturspiltarnir bestu
færin í leiknum og geta sjálfum
sér um kennt að hafa tapað
þessum leik.
Fyrri hálfleikurinn var með
afbrigðum rólegur. Ólafsfirðing-
arnir spiluðu aftarlega á vellinum
og leyfðu Valsmönnum að dútla
með boltann fyrir framan vöm-
ina. Greinilegt var að Óskar
þjálfari stefndi að jafntefli í
leiknum, með þann möguleika
opinn að nýta sér skyndisóknir.
Þetta var því hálfgerður göngu-
fótbolti og áttu margir áhorfend-
ur erfitt með halda sér vakandi í
blíðunni á Hlíðarenda.
Síðan kom að því að varnar-
menn Vals urðu kærulausir og í
einni af fáum sóknum Leifturs
sendi Þorgrímur Þráinsson aftur
á Guðmund Baldursson. En
skyndilega var Steinar Ingimund-
arson þar sem Guðmundur átti
að vera og allt opið fyrir mark-
inu. Steinar lék á Guðmund í
markinu, en á ótrúlegan hátt
tókst honum að renna boltanum
fram hjá stönginni.
Á 30. mín. átti Valur Valsson
Valsari gott skot á markið sem
Þorvaldur varði vel. Skömmu
síðar átti Atli Eðvaldsson góða
sendingu fyrir Leiftursmarkið, en
Jóni Grétari Jónssyni tókst ekki
að reka neinn líkamshluta í
boltann.
Síðasta færið í leiknum féll í
skaut Harðar Benonýssonar eftir
varnarmistök Valsmanna. Gott
skot hans fór hinsvegar rétt yfir
mark þeirra rauðklæddu.
Strax á fyrstu mínútu eftir
leikhlé átti Steinar gott skot yfir
markið eftir að Lúðvík Bergvins-
son hafði átt fallega sendingu á
hann. Besta færið fékk hinsvegar
Ilalldór Guðmundsson eftir
aukaspyrnu Þorsteins Geirsson-
ar. Valsmönnum mistókst að
skalla boltann og Halldór var á
fríum sjó fyrir innan vörnina.
Hann reyndi að vippa yfir Guð-
mund í markinu en Guðmundur
varði boltann á frábæran hátt.
Skömmu síðar fengu Vals-
menn dauðafæri, Atli fékk bolt-
ann á markteig og þrumaði hon-
um í þverslá. En þar kom að því
að mark væri skorað í leiknum.
Atli sendi boltann frá vinstri og
Þorvaldur náði ekki upp í
boltann. Eftir mikinn barning í
teignum rak Sævar Jónsson haus-
inn í knöttinn og inn fór tuðran.
Þetta reyndist vera sigurmark
leiksins Leiftursmönnum til
mikillar armæðu.
Ekki er hægt að hrósa íslands-
meisturum Vals fyrir þennan
leik. Leikmennirnir voru áhuga-
lausir og virtust þeir telja leikinn
unninn fyrir fram. Eini sem sýndi
eitthvað af viti var Guðmundur
Baldursson miðjuleikmaður.
Leiftursliðið barðist vel og litlu
munaði að þeim tækist að fara
með stig í burtu. Hinsvegar verð-
ur lið að nýta þau færi sem það
fær og það gerði Leiftur ekki í
þessum leik. Vömin var besti
hluti liðsins að þessu sinni og áttu
þeir Friðrik Einarsson, Gústaf
Ómarsson og Friðgeir Sigurðs-
son, sem kom inn á fyrir Áma
Stefánsson, góðan leik.
Lið Leifturs: Porvaldur Jónsson, Friðrik Ein-
arsson, Gústaf Ómarsson, Sigurbjörn Jakobs-
son, Ámi Stefánsson (Friðgeir Sigurðsson 20.
mín.), Halldór Guðmundsson, Hafsteinn
Jakobsson, Porsteinn Geirsson, Lúðvík
Bergvinsson, Hörður Benonýsson (Róbert
Gunnarsson 69.mín.), Steinar Ingimundarson.
Lið Vals: Guðmundur Baldursson, Porgrímur
Práinsson, Sigurjón Kristjánsson, Magni Blön-
dal Pétursson, Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson,
Guðni Bergsson, Guðmundur Ðaldursson, Val-
ur Valsson, Ingvar Guðmundsson, Jón Grétar
Jónsson. AP