Dagur - 26.07.1988, Page 11

Dagur - 26.07.1988, Page 11
26. júlí 1988 - DAGUR - 11 Stelpurnar frá Króknum höfðu betur í reiptoginu við stöllur sínar frá Siglufirði. Sauðárkrókur: Það voru snöggir sprettir ■ boðhlaupskeppninni. Hart var barist í fótboltanum hjá stelpunum eins og sjá má. Ungtingavmnan á Siglufirði í heimsókn 30 krakkar frá unglingavinn- unni á Siglufirði heimsóttu kollega sína á Sauðárkróki fyr- ir skömmu. Þrátt fyrir leið- indaveður tókst heimsóknin með ágætum og þótti þetta kærkomin tilbreyting hjá krökkunum frá amstrinu í unglinga vinnunni. Byrjað var á skoðunarferð um bæinn og þaðan fram í Glaumbæ. Hápunktur heimsóknarinnar var á Marteinstúni á Nöfunum þar sem farið í ýmsa leiki og trallað í norðan kuldanum. Farið var í Flokksstjórinn frá Sauðárkróki í annarlegum stellingum! fótbolta, reiptog, pokahlaup og ýmislegt fleira. Endað var á fót- boltaleik milli flokksstjóra og undirmanna þeirra og vakti fram- ganga eins flokksstjórans frá Siglufirði mikla athygli við- staddra sökum harðfylgis og bar- áttu hennar. Krakkarnir á Siglufirði hafa farið svipaða ferð til Ólafsfjarðar og stefna á það seinna í sumar að fara að Hólum og í Fljótin. Fyrir- hugað er að unglingavinnan á Sauðárkróki endurgjaldi heimsókn Siglfirðinga og höfðu flokksstjórar allan hug á að svo yrði gert. -bjb Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar kennarastöður í íþróttum, íslensku og tölvufræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. ágúst næstkomandi. Menntamálaráðuneytið. Atvinna Vélvirki óskast til starfa á verkstæði félagsins. Upplýsingar gefur Georg Magnússon í síma 95-5450. Útgerðarfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki. Sölumaður Óskum eftir að ráða sölumann nú þegar. Upplýsingar gefur Jón í síma 27766 milli kl. 10-12 í dag og næstu daga. Siglufjörður Á'Bamaheimili Siglufjarðar er laus staða forstöðu- konu og fóstru á deild 2ja-6 ára barna og staða fóstru á deild 3ja-6 ára barna. Fóstrumenntun eða önnur uppeldisfræðileg mennt- un áskilin. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 71700 og heimasíma 71216. Bæjarstjórinn í Siglufirði. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Sjúkraliðar Lausar stöður sjúkraliða í ágústmánuði og til fram- búðar á eftirfarandi deildum: Lyflækningadeild, Sel, öldrunar- og hjúkrunardeild, B-deild, öldrunar- og hjúkrunardeild. Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Ólína Torfadóttir í síma 96-22100, viðtalstími kl. 13.00- 14.00 alla virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vinsamlegast pantið auglýsinguna tímanlega fyrir verslunarmannahelgina. Allar auglýsingar, stærri en 2ja dálka, þurfa að berast á morgun, miðvikudaginn 27. júlí. Auglýsingadeild Dags Verslunarmannahelgin nálgast!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.