Dagur - 26.07.1988, Side 16
Ljósleiðari grafínn í jörðu á Hegranesi í gærdag.
Mynd: VG
Akureyrin EA:
Enn einn
mettúrinn
- fullfermi að verðmæti 45 milljónir
Akureyrin EA kom að landi í
fyrradag með fullfermi af fryst-
um flökum, um 270 tonn, eftir
22 sólarhringa útiveru. Verð-
mæti aflans er um 45 milljónir
og er hið næst mesta sem
íslenskt skip hefur komið með.
Aðeins Sléttbakur hefur kom-
ið með verðmætari afla að
landi en þá kom skipið í land í
millitíðinni án þess að Ianda,
og því var í raun um tvær veiði-
ferðir að ræða.
Akureyrin var að veiðum á
Vestfjarðamiðum. Að sögn Þor-
steins Vilhelmssonar skipstjóra
var veiðin gloppótt framan af en
síðustu vikuna veiddist mjög vel,
bæði í flottroll og botntroll. Síð-
asta sólarhringinn fengust á milli
70 og 80 tonn og lauk aðgerð
skömmu áður en komið var í
Eyiafjörðinn.
I gær var unnið við löndun úr
togaranum. Um er að ræða um
230 tonn af þorskflökum en 38
tonn af ufsaflökum. Þetta jafn-
gildir um 630 tonnum af fiski
upp úr sjó. Sem fyrr segir er verð-
mæti aflans um 45 milljónir en
áður hafði skipið fiskað fyrir 38
milljónir í einum túr. ET
Stefnumörkun Bæjar-
ráðs Akureyrar:
Myndlistar-
skólinn í gamla
Sjafnarhúsið
Aukinn möguleiki á send-
ingum Ijósvakaefnis
í síðustu viku hófust fram-
kvæmdir við lagningu Ijós-
Ieiðara á milli Sauðárkróks og
Akureyrar. Þessi Iögn er hluti
af þeirri áætlun Póst- og síma-
málastofnunar að koma á
stafrænu samþandi milli Akur-
Verðlagsstofnun:
Hátt verð á
Húsavík og
Sauðárkróki
Verðlagsstofnun hefur nú
unnið ítarlega úr verðkönn-
un sem gerð var I vor og gert
samanburð á verðlagi milli
einstakra þéttbýlisstaða í
öllum landsfjórðungum.
Kannað var verð á 400 vöru-
tegundum bæði í mat- og
drykkjarvörum og hreinlætis-
og snyrtivörum. Við úrvinnslu
var verslununum gefið vægi í
samræmi við það hve mikið er
selt af þeim að öllu jöfnu.
Það kom m.a. fram, að á
Sauðárkróki var verðlag í mat-
vöruverslunum 5,5% hærra en
á höfuðborgarsvæðinu, 5,0%
hærra en á Akureyri og 2,6%
hærra en á Siglufirði. Verðlag
á Húsavík var 4,2% hærra en
á höfuðborgarsvæðinu og
3,4% hærra en á Akureyri.
Hins vegar var verðlag í dreif-
býlinu á Melrakkasléttu ekki
nema 0,6% hærra en á Húsa-
vík.
Þá kom fram í könnuninni
að verðlag á Akureyri var
1,1% hærra en á höfuðborgar-
svæðinu og að verðlag á Siglu-
firði var 2,8% hærra en á
Akureyri. VG
eyrar og Reykjavíkur. Nú þeg-
ar er búið að leggja Ijósleiðara
milli Akraness og Borgarness
og milli Blönduóss og Sauðár-
króks, ennfremur er stafrænt
radíósamband milli Reykjavík-
ur og Akraness.
Heildarkostnaður við þessar
framkvæmdir er áætlaður 64,4
milljónir króna. Með tilkomu
ljósleiðaralagna, fjölgar sam-
böndum milli landshluta og gæði
þeirra aukast. Þá eykst sömuleið-
is möguleiki á að senda sjón-
varps- og útvarpsefni milli
landshluta og hefur t.d. Svæðis-
útvarpið á Akureyri sýnt áhuga á
því að senda efni sitt til og frá
Sauðárkróki sem ætti því að geta
orðið framkvæmanlegt næsta
vetur.
Leiðin sem valin var á milli
Akureyrar og Sauðárkróks liggur
frá Akureyri í átt að Björgum,
þaðan í norður til Dalvíkur og frá
Dalvík mun strengurinn verða
lagður fram Svarfaðardal, yfir
Heljardalsheiði, út Heljardal og
Kolbeinsdal, Viðvíkursveit og
yfir Hegranes til Sauðárkróks.
Ljósleiðarastrengurinn er lagð-
ur með þar til gerðum gröfum um
90 cm niður í jörðina. Alls verða
um 113 km lagðir í sumar og eru
að meðaltali lagðir um 3-4 km á
dag. Við leiðaval og útstikun var
haft samráð við þá aðila sem mál-
ið varðar og var sú stefna tekin,
að lögnin skyldi sem mest vera
utan þeirra svæða sem ætla megi
að framkvæmt verði á í framtíð-
inni.
Á næsta sumri standa vonir til
að hægt verði að ljúka tengingu á
stafrænum samböndum milli
Akureyrar og Reykjavíkur með
lagningu ljósleiðara milli Borg-
arness og Reykjavíkur.
Árið 1990 er áætlað að halda
lögn áfram til Húsavíkur, en ekki
er ákveðið hvenær haldið verður
austar. Þegar hefur verið lagður
strengur milli Egilsstaða, Reyð-
arfjarðar, Neskaupsstaðar og
Eskifjarðar.
Með tilkomu ljósleiðara mun
hinn almenni notandi fyrst og
fremst finna mun á því hve álags-
tímum mun fækka því afkasta-
geta þeirra er margfalt meiri en
örbylgjusendanna sem nú eru í
notkun. VG
Bæjarráö Akureyrar lýsti á
fundi sínum síöastliðinn
fimmtudag yfir vilja til að gera
Myndlistarskólanum á Akur-
eyri kleift að flytja úr núver-
andi húsnæði í gamla Sjafnar-
húsið við Kaupvangsstræti.
Með þessari stefnumörkun
bæjarráðs er stórt skref stigið í
málefnum skólans. Reynt verður
að koma málinu í kring fyrir
haustið en að minnsta kosti eru
allar líkur á að fyrir áramót verði
myndlistarskólinn kominn í rúm-
gott húsnæði til frambúðar.
Að sögn Helga Vilberg skóla-
stjóra er gert ráð fyrir því að
skólinn leigi fyrstu og aðra hæð
hússins, samtals um 660 fer-
metra. Núverandi húsnæði skól-
ans er 380 fermetrar. Gera má
ráð fyrir að kostnaðarauki bæjar-
ins vegna flutninganna verði
eitthvað á aðra milljón á ári og
annað eins fyrir ríkið. Ekki hefur
verið gengið frá samningum við
ríkisvaldið vegna þessa.
Að sögn Helga hafa flutning-
arnir í för með sér stóraukið
námsframboð við skólann og til
að mynda verður nú komið upp
aðstöðu fyrir kennslu í skúlptúr-
og keramikgerð. ET
Fræðslustjóradeilan:
Skólamenn undirbúa málssókn
- úrskurður borgardóms færir fjármálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins vald
sem henni var aldrei ætlað
Samstarfshópur nokkurra
skólamanna á Norðurlandi
hyggst fara í gang til að undir-
búa nýja sókn í Sturlumálinu
svokallaða, en fjármálaráð-
herra hefur áfrýjað máli Sturlu
Kristjánssonar til hæstaréttar
eins og kunnugt er. Borgar-
dómur dæmdi Sturlu 900 þús-
und krónur í skaðabætur
vegna ólögmætrar uppsagnar
úr embætti fræðslustjóra.
Pétur Þorsteinsson skólastjóri
á Kópaskeri segir að það þurfi að
kryfja grundvallaratriði þessarar
deilu til mergjar þegar hún fer
fyrir hæstarétt.„Ég tel að borgar-
dómur hafi ekki tekið nægilega
skýra afstöðu til grundvallar-
atriða málsins. í dómsniðurstöð-
um hans segir skýrum stöfum að
fræðslustjórarnir lúti boðunar- og
skipunarvaldi menntamálaráðun-
eytisins, þannig að vald heima-
manna er að engu gert.“ Pétur
segir að þetta sé algjört frávik frá
anda og stefnu grunnskóla-
laganna. í skýrslu frá 1978 um
uppbyggingu menntamálaráðu-
neytisins er mjög skýrt kveðið á
um að fræðslustjórarnir heyri
beint undir ráðuneytisstjóra en
engar sérstakar deildir ráðuneyt-
isins. í Ríkishandbók íslands er
listi yfir starfsmenn menntamála-
ráðuneytisins og þar eru fræðslu-
stjórar ekki nefndir á nafn.
„Sú túlkun borgardóms að
fræðslustjórarnir séu bara fram-
lenging á valdi menntamálaráðu-
neytisins, stangast á við alla eðli-
lega túlkun þessara lagabálka.
Brottreksturinn var dæmdur
ólöglegur, en hins vegar var fall-
ist á að ráðuneytið hefði veruleg-
ar málsbætur. Sakir Sturlu voru
taldar það miklar að það þótti
eðlilegt að ráðuneytið vildi losna
við hann, einungis aðferðin var
álitin röng.Við erum ekki tilbúnir
að fallast á það og ég held að það
sé stórhættulegt fyrir lýðræðið í
þessu landi að fallast á að það
geti verið trúnaðarbrot að upp-
lýsa notendur og þiggjendur
þjónustu og um leið greiðendur,
um stöðu mála. Ég tel líka að það
sé hættulegt lýðræðinu að
embættismenn megi ekki upplýsa
Alþingi og alþingismenn. Trún-
aðarfundur með þingmönnum
kjördæmisins getur ekki verið
refsiverður.“
Pétur telur að ef þessi atriði og
fleiri fái að standa óhögguð fyrir
hæstarétti, „þá er það búið með
fræðsluskrifstofurnar þá eru þær
bara ónýtar stofnanir, þá er svig-
rúm heimamanna nákvæmlega
ekki neitt.“ kjó