Dagur - 28.07.1988, Side 4

Dagur - 28.07.1988, Side 4
4 - DAGUR — 28. júlí 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verslunar- mannahelgm Verslunarmannahelgin er á næstu grösum. Um land allt eru menn að undirbúa eitt helsta ferða- lag ársins, en gera má ráð fyrir að rösklega helm- ingur af bifreiðum landsmanna verði á þjóðveg- unum um næstu helgi. Sem betur fer hafa verslunarmannahelgar liðinna ára verið slysalitl- ar enda gífurlegur áróður rekinn fyrir tillitssemi í umferðinni. Nokkrar útiskemmtanir verða haldnar um helgina. Sjálfsagt hlusta fáir eins vel á veður- fregnir og forráðamenn þeirra - enda hætt við gjaldþroti hjá þeim sem ekki njóta sólar um verslunarmannahelgina. Annars eru þessar úti- hátíðir sérstakt fyrirbæri. Tæplega þekkist það nokkurs staðar í veröldinni að lunginn úr heilli þjóð leggi land undir fót eina sumarhelgi, tjaldi, dansi og dufli í tvær eða þrjár nætur. Unglingar fylla heilu rúturnar og halda þangað sem líkur eru á mestu „stuði" og á hverjum stað er reynt að hafa eins mikið fé af krökkunum og mögulegt er. Það væri synd að segja að þessar útiskemmt- anir séu miklar menningarsamkomur — og það sérkennilega er að sumar þeirra a.m.k eru á veg- um ungmenna- og íþróttafélaga sem samkvæmt stefnuskrá hafa allt annað markmið en að safna saman krökkum á einn stað og reyta af þeim sumarhýruna. Án efa munu fjölmiðlar birta hefðbundna lýs- ingu á drykkjuskap unglinga á þessum samkom- um. Það verður hneykslast á krökkunum og myndir birtar af krakkaræfli sem hefur „dáið" eftir of marga og of stóra sopa af sterku víni. Þetta hafa fjölmiðlar ætíð gert — þeir tóku líka myndir og birtu frásagnir af foreldrum þeirra krakka sem um næstu helgi munu taka sín fyrstu skref á brennivínsbrautinni. Þá var líka hneyksl- ast — en fátt gert til að breyta gangi mála. Höfundur þessara lína veit ekki betur en aðeins ein bindindissamkoma sé haldin um næstu helgi — þ.e. í Galtalækjarskógi. Þar eru að jafnaði nokkur þúsund manns um verslunar- mannahelgina og virðast allir una vel við sinn hag. Sé miðað við þá reynslu sem menn hafa af samkomuhaldi í Galtalækjarskógi er ekki fjarri lagi að áætla að hægt væri að halda áþekkar samkomur víðar um land. Hitt er svo aftur annað mál að eflaust þarf að skipuleggja slíkar sam- komur af meiri natni en hefðbundna jörfagleði - og má vera að forkólfar ungmennafélaga nenni ekki að standa í slíku. Markmið unglinganna er í flestum tilvikum ekki að ná sér í vín og verða vit- lausir á útisamkomu um næstu helgi. Þeir vilja hins vegar skemmta sér með vinum og kunningj- um - komast á „sjens" og vaka um nætur. Þeir mundu því áreiðanlega vilja sjá fleiri vel skipu- lagðar, áfengislausar útihátíðir. ÁÞ. Hvað er ekki óiunbreytanlegt? - Hugleiðing um leiðakerfi innanlandsflugsins Undanfarnar vikur hefur gætt óánægju um innanlandsflug Flug- leiða. Sá hængur er framkvæmd flugáætlana í innanlandsflugi Flugleiða, að seinkun og tafir af ýmsum ástæðum eru daglegt brauð. Sumar skýringarnar eru lítt trúverðugar, þótt hafa verði þær góðar og gildar, jafnvel þótt ástæða sé ekki til að halda að þær séu sannar. Nú undanfarið hefur félagið fengið trúverðugar skýringar. Þar sem það er viðurkennt af flug- mönnum að þeir taki sér betri tíma en áður til undirbúnings, til að auka öryggi flugsins. í þetta sinn hafa flugmenn óbeint viður- kennt, að áður hafi þeir ekki sýnt sömu árvekni í störfum. Sök Flugleiða í þessum efnum er því augljós, að þrýsta á flugmenn að eyða sem minnstum tíma til undirbúnings flugs hverju sinni. Séu menn ekki ánægðir með þessa nýju starfshætti flugmanna er ekki við Flugleiðir að sakast og næst er að benda félögum að ráða erlendar flugáhafnir, sem sýni meiri rösklega í störfum. Allir heilvita menn hljóta að sjá að það er engin lausn á þessum vanda að svipta Flugleiðir arð- bærustu flugleiðinni, sem hingað til hefur verið kjölfesta þess að hægt hafi verið að halda uppi innanlandsflugi án ríkisstyrkja. Það er hægt að taka undir orð samgönguráðherra að ekkert sé óumbreytanlegt. Eitt er þó víst að ólíklegt er að Flafnfirðingar þurfi flugkost til að fara á fund herra sinna í Reykjavík. Flér gegnir öðru máli um landsbyggð- armenn flesta. Um það geta fyrr- verandi samgönguráðherrar upp- lýst þann, sem nú situr í því ráð- herraembætti. Allir hafa þeir þurft að nota flugið. Það er óvé- fengjanlegt að svonefnd lands- hlutaflugfélög hafa átt á brattann að sækja. Það hefur komið í hlut Flugleiða að efla þessa starfsemi, með fjármagni og ekki síst við- skiptavild og tækniaðstoð í rekstri. Það er mjög trúlegt að ekkert þessara félaga sinnti vax- andi hlutverki sínu án stuðnings þá frá Flugleiðum og Arnarflugi er varðar innanlandsdeild þess. Hjá öllum flugfélögum lands- ins stendur fyrir dyrum endurnýj- un flugflotans. Hjá Arnarflugi má segja að þegar sé mörkuð stefnan að því er varðar utan- landsflugið. Flugleiðir höfðu í megindráttum markað flugvéla- kaup viðkomandi Evrópuflug og ákvörðun um flugvélakost fyrir Ameríkuflug er á næsta leiti. Ljóst er að flugvélaval fyrir innanlandsflugið mun enn um sinn sitja á hakanum. Sú spurn- ing hlýtur að leita á, hvort ekki sé tímabært að fram fari endurmat á hlutverki Flugleiða og lands- hlutaflugfélaganna í rekstri innanlandsflugsins. Ástæða þess að ég fór að hug- leiða þessi mál nánar var, að ég var kallaður á fund undirnefndar flugráðs, sem átti að leita leiða um endurskipulagningu leiða- kerfis í innanlandsflugi. Mér er ekki kunnugt um hvort þessi nefnd hefur skilað áliti. Hitt er mér ljóst að hugmyndir mínar hafa ekki fengið náð fyrir augum nefndarinnar eða flugráðs. Hugmyndir mínar Dyggöust á þeim meginforsendum, að Flug- leiðir og landshlutafélögin, þurfi ekki að fjárfesta í sams konar flugvélakosti. Samhliða verði Áskell Einarsson. gerð sú skipulagsbreyting að flug- vélakostur Flugleiða væri miðað- ur við stærri flugvélar sem hæfðu flutningafrekustu leiðum innan- lands og til skemmra millilanda- flugs. Flugvélakostur landshluta- félaganna þyrfti að vera af tveim stærðum þ.e. minni vélar vegna póstflugs og áætlanaflugs til fámennari byggðarlaga og stærri vélar sem hæfðu leiðum, sem nú eru í rekstri Flugleiða og hæfa ekki í rekstri stærri flugvélakosti. Þetta mundi þýða í raun að Flug- leiðir héldu 3-4 helstu leiðum og gætu í því efni eftir því sem flug- vallarskilyrði leyfa nýtt millilandavélar, þegar miklar annir væru. Öðrum flugleiðum sinni landshlutaflugfélögin með beinu flugi til Reykjavíkur og flugi til áætlanastaða Flugleiða, þegar það er hagkvæmt vegna leiðakerfisins. En á álagstoppum mundi þurfa á aðstoð Flugleiða um flugvélakost, þegar um stærri flugvelli er að ræða. Meginkostur þessara hug- mynda er sá að hægt er að gera innanlandsflugið arðbært bæði fyrir Flugleiðir og landshluta- flugfélögin, en um leið bæta flugsamgöngur með bættum flug- vélakosti og aukinni tíðni flug- ferða á milli staða. Það veiga- mesta er þó það að komið verði í veg fyrir þá þróun að innan- landsflugið verði fyrirsjáanlegur baggi á ríkissjóði. Með núver- andi rekstrarfyrirkomulagi getur tvennt gerst að í erfiðleikum sín- um losi Flugleiðir sig við innan- landsflugið, með líkum hætti og Arnarflug hefur gert. í staðinn fáum við eins konar „byggða- stofnunarflugfélög“ með þjón- ustumáta náðarinnar við lands- byggðina. Það er ekki hrist fram úr erm- inni hjá Norðlendingum og jafn- vel þótt Austfirðingar og Vest- firðingar sameinist að taka í sínar hendur stóru sérleyfin í innan- landsfluginu. Landshlutaflug- félögin þurfa að margeflast til að annast þetta verkefni sameigin- lega eða hvert í sínu lagi. Eigi að sfður þurfa menn að vera við öllu búnir. Menn mega ekki gefa Flugleiðum höggstað á sér um að losa sig við innan- landsflugið, því að með sölu hlutabréfa ríkissjóðs í félaginu, hafa Flugleiðir ekki lengur skyld- ur við byggðahagsmuni eins og áður var, þegar ráðherrar gátu valið tvo fulltrúa í stjórn félags- ins. Ný viðhorf skapast með bætt- um lendingarskilyrðum. Menn gætu vaknað upp við vondan draum, þegar hafið verður reglu- legt ferðamannaflug til Egilsstaða- flugvallar á annatímum. Mistök Flugleiða um áætlanaflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar var ekki til að glepjast, heldur dæmi um að hugur verður að fylgja hverju máli. Hér gætir enn tómlætis og tregðu Flugleiða- manna, eins og með endurskipu- lagningu leiðakerfisins, en með því yrði hlutur Akureyrar meiri en nú er í flugsamgöngum. Hér eru miklir hagsmunir í veði, sem er hlutur norðanmanna í ferðamennsku. Það hefur heyrst aðvörunarhljómur í klukkum bæjarstjórnar Akureyrar að vísu dálítið langsóttur, en úr þessu getur orðið sterkur samhljómur síðar á þeirri stundu, þegar kalla þarf saman ólík öfl til samstilltra átaka. Þetta held ég að Flugleiða- menn geri sér ekki grein fyrir. Það er þörf stærri átaka, sem nái einnig til millilandaflugsins. Ég vona að þessi fróma hug- leiðing mín skýri málin eitthvað betur. Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Ak.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.