Dagur - 28.07.1988, Side 7

Dagur - 28.07.1988, Side 7
28. júlí 1988 - DÁGÚR -7 Sögufélag Skagfirðinga: Skagfi rðingabók 1988 komin út Opið ■um verslunarmanna- helgina: Föstudag nœtursala til 04.00 Laugardag nœtursala til 04.00 Sunnudag nœtursala til 04.00 ◦llt í ferðalagið ◦llt í svanginn ◦llt í drykkinn ◦llt í veiðiferðina ◦llt í útileguna nestin Leiruvegi • Veganesti Þar sem þjónustan situr í fyrirrúmi. á veginn! Blindhæð íramundan. Við vitum ekki hvað leynist handan við hana. Ökum eins langt til hægri og kostur er og drögum úr hraða. Tökum aldrei áhættu! h|umferoar Út er kominn 17. árgangur Skagfirðingabókar 1988, rit Sögufélags Skagfirðinga. Skag- firðingabók hefur komið út á hverju ári mörg undanfarin ár og í bókinni er að finna, sem fyrr, margt fróðlegra greina og frásagna eftir ýmsa höfunda. Ritstjórn Skagfirðingabókar skipa Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll ísaks- son og Sölvi Sveinsson. Meðal efnis í bókinni má nefna fróðlega grein Hjörleifs Kristins- sonar á Gilsbakka um Steingrím Jónsson á Silfrastöðum, þar sem hann rekur æviskeið Steingríms á skemmtilegan hátt. Greinin end- ar á þennan hátt: „Eitt sinn er þjóðskáldið Einar Benediktsson fór landleiðina frá Húsavík til Reykjavíkur, lét hann svo um mælt, að í ferðinni hefði hann hitt einn íslending. Maður sá var Steingrímur Jónsson á Silfrastöð- um.“ Af öðru efni má nefna grein sem Guðmundur Ólafsson frá Ási skráir eftir frásögn Sveins Magnússonar frá Ketu um há- karlaveiði og vetrarlegur í Skaga- firði 1880-1890. Hannes Péturs- son skrifar um Kolbein Kristins- son frá Skriðulandi í Kolbeinsdal og heitir greinin Upprifjanir um Kolbein frá Skriðulandi. Þá tekur Hannes saman rit eftir Kolbein og er það heilmikið safn. Að lok- um skal getið samantektar Guð- brands Magnússonar frá Siglu- firði um háplöntuflóru Skaga- fjarðarsýslu. Guðbrandur birtir heilmikla plöntuskrá og í henni eru alls 339 tegundir háfjalla- plantna sem fundist hafa í Skaga- fjarðarsýslu. í bókinni eru alls 13 greinar og frásagnir eftir 10 höfunda, auk einnar vísu sem birtist eftir Hall- grím Thorlacius prest í Glaumbæ. Indriði G. Þorsteins- son skráði vísuna eftir Birni Egilssyni frá Sveinsstöðum. Skagfirðingabók er 202 blað- síður í kiljubroti, prentuð í Reykjavík af Prentsmiðju Odda SkU.IIHDIM.tlíÓK Hit Sö<'uiVk!a«'s Ska**fírðiiij'a hf. Útgefandi er Sögufélag Skag- firðinga. Á kápu er ljósmynd Guðmundar Ólafssonar af há- karlaveiðarfærum; sókn, ífæru og skálm. -bjb ER HÆGTAÐ NfTA ÓNÝTTAN PERSÓNUAFSIÁTT Launamaður sem ekki hefur nýtt meira en 20% af persónuafslætti sínum þegar komið er fram yfir mitt stað- greiðsluár geturfengið skattkort með uppsöfnuðum persónu- afslætti og nýtt hann á seinni helmingi ársins. Skattkortið veitir heimild til þess að nýta þann persónu- afslátt sem ónýttur er frá upp- hafi árs til mánaðarins á undan útgáfu skattkortsins. Skattkort með uppsöfn- uðum persónuafslætti tilgreinir ekki mánaðarlegan afslátt eins og önnur skattkort. Þess í stað kemur heildarupphæð upp- safnaðs persónuafsláttar fram á kortinu. Launagreiðanda ber að nota eins mikið af persónu- afslættinum og þörf er á til þess að ekki verði dreginn stað- greiðsluskattur af launum, uns afslátturinn á kortinu er uppur- inn. Þetta skattkort má nota samhliða aðalskattkorti. Skattkort með uppsöfn- uðum persónuafslætti er ekki gefið úttil þeirrasem: - hafa fengið námsmanna- skattkort og þannig nýtt meira en 20% af persónu- afslætti sínum - hafa afhent maka sínum skattkort til afnota og þannig ráðstafað meiru en 20% af persónuafslætti sínum til makans. Umsóknareyðublöð fást hjá skattstjórum og ríkis- skattstjóra. Umsókn ber að senda til staðgreiðsludeildar ríkisskattstjóra, Skúiagötu 57, lðOReykjavík. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.