Dagur - 28.07.1988, Side 8

Dagur - 28.07.1988, Side 8
8 - DAGUR - 28. júlí 1988 Dagur á ferðalagi um Færeyjar Kvívík er dæmigert færeyskt kauptún, fallegt og snyrtilegt. Færeyjar eru eyjaklasi, miðja vegu milli íslands og Noregs og höfuðborgin heitir Þórshöfn. Þetta er nokkurn veginn það sem hinn dæmigerði íslending- ur veit um Færeyjar. En lítum á fleiri staðreyndir. Flatarmál eyjanna er 1399 ferkílómetrar og íbúar eru 46.000. Golfstraumur- inn umlykur eyjarnar, þannig að lítill munur er á hitastigi hafsins árið um kring. ísi lagður sjór er því óþekkt fyrirbæri í Færeyjum. Veðrið er áþekkt og hér á Fróni, stöðug skipti á milli sólskins, rigningar, vinds og þoku, sem Færeyjar eru frægar fyrir. Sumarið er frekar svalt, en það er albjart allan sólarhringinn í kringum Jónsmessuna. Þetta er bara eins og á íslandi, gæti einhver sagt og til hvers þá aö vera að fara til Færeyja? Að losna við stressið Ferðalagi í Færeyjum er ekki hægt að líkja við neitt annað. Þegar ferðamennirnir eru lausir við daglegt amstur og búnir að uppgötva að þeir eru í fríi, öðlast þeir frið í sálinni og sérstaka ró sem einkennir fólk í Færeyjum, öðrum fremur. Heima hafa menn e.t.v. skipu- lagt þær skoðunarferðir, sem þeir ætla sér í. Þeir ætla sér að aka á þennan stað og sigla á hinn, því það er ýmislegt sem ekki er hægt annað en sjá. En svo gerist það að ferjan er full af fólki, eða þá að hún siglir út úr höfninni rétt í þann mund að menn koma á bryggjuna, hvað þá? Fyrst koma upp vonbrigði, en síðan lýkst upp fyrir manni sá möguleiki að það er örugglega eitthvað til að skoða á þessum stað. Það er kannski sama hvor- um megin sundsins maður er. Þá fyrst er fríið hafið. Stressið er hætt að plaga menn, þeir eru farnir að njóta umhverfisins og hreina loftsins. Aumingjarnir eða hinir gáfuðu? Eins og áður sagði búa 46.000 manns í Færeyjum. Eyjarnar eru 18 og einungis ein þeirra er óbyggð. íbúarnir geta rakið sögu sína aftur til víkingatímabilsins. Fyrstu skandinavarnir sem lögðu af stað í leit að nýjum löndum, settust að í Færeyjum. Það fer þó tvennum sögum af því hverjir það voru sem námu land í Færeyjum. íslendingar, sem eru manna mestir - að eigin mati, segja að landnemar í Fær- eyjum hafi verið sjóveikir aum- ingjar sem ekki var hægt að fara með lengra. Þeir hraustustu héldu áfram og námu m.a. land á íslandi. Þess vegna beri íslend- ingar af Færeyingum á öllum sviðum, og þess vegna taka Fær- eyingar íslendinga oft sér til fyrir- myndar. Hin kenningin - þ.e.a.s. Fær- eyinga - er sú að hinir gáfuðu og fyrirhyggjusömu hafi sest að í Færeyjum, ofstopamenn og þeir sem ekki sáust fyrir héldu áfram til íslands. Þetta megi t.d. sjá á því hve Færeyingar bera mikla virðingu fyrir gömlum húsum og minjum, þeir varðveita þær, í stað þess að höggva niður allt þetta gamla rusl, eins og íslend- ingar segja. Færeyingar kunna sem sé að hugsa. Eflaust hafa báðar þjóðirnar nokkuð til síns máls, en hér verð- ur ekki lagt mat á það. Þar til að flæddi Þjóðþing Færeyinga er e.t.v. elsta þing í Evrópu. Það var í fyrstu haldið á Tinganesi í Þórshöfn. Þingstaðarins er getið í Færeyingasögu. Þórshöfn er mið- svæðis í Færeyjum og það hefur sennilega orðið til þess að þing- inu var valinn staður þar. Talið er að þingið hafi í fyrstu verið haldið úti á Tinganeshell- unni, en fjöldi rúna, sem Sámal Petersen fyrrum landsstjórnar- maður, fann og lét hreinsa, styð- ur þessa kenningu. Flestar þeirra eru frá 16. og 17. öld. Álitið er að rúnirnar hafi verið merki þing- mannanna og tilgangurinn með þeim að gefa til kynna stöðu manna í þinginu. Það sem var sérstakt við þenn- an þingstað er að hluti hellunnar lendir undir sjávarmáli á flóði. Mönnum var raðað þannig á hell- una að þeir lentu í sjónum, ef of lengi var setið. Oftast gættu þeir sín, en þegar hiti var í kolunum vildi stundum brenna við að tím- inn gleymdist og þá blotnuðu menn. En málin varð að leysa og þeim var ekki sleppt fyrr en allt var útkljáð. Rök hafa verið færð fyrir því að þinghaldið hafi verið fært inn um miðja 16. öld, í Rádstuen eða Gildeskálen. Þingið var til húsa á Tinganesi til 1816, en þá var það lagt niður. Við endurreisn lög- þingsins 1852 var núverandi þing- hús byggt. Menning og gamlar minjar Þó að aðsetur þingsins hafi verið í Þórshöfn, var helsta menningar- setur eyjanna í Kirkjubæ, sem er aðeins fyrirsunnan Þórshöfn. Þar er dómkirkja sem bygging var hafin á um 1300, en aldrei var lokið við. Ólafskirkjan, kirkjan sem þeir nota enn þann dag í dag, var byggð um 1100. Hún er um margt sérstök, veggirnir afar þykkir - metri eða meira - og öll hvítkölkuð. í Kirkjubæ er einnig bjálkahús sem er 900 ára. Húsið er enn í notkun og er til sýnis fyr- ir ferðamenn. Getum hefur verið leitt að því að þetta sé elsta timb- urhús í Evrópu. í Saksun, sem liggur í djúpum dal á norðvesturhluta Straumeyj- ar, er gamall bóndabær, Dúvu- garður, sem hefur að geyma þjóðminjasafn Færeyinga. Bær- inn er byggður úr torfi og grjóti og innanhúss er allt með sömu ummerkjum og var á miðöldum. Saksun er staður fyrir laxveiði- menn, því þó að urriða sé að finna í öllum vötnum á Færeyj- um, er lax einungis í Saksunar- vatni og Leynarvatni á Straumey. Land nátttúruunnenda Mykines er heill heimur út af fyr- ir sig. Þar bjuggu áður fyrr nokkrir tugir manna en nú búa þar innan við 20 manns. Húsin standa samt enn, þeim er haldið við og burtfluttir eyjarskeggjar koma heim á sumrin. En það sem Mykines er frægast fyrir er fugla- lífið. Þar eru þúsundir sjófugla, s.s. lundar, langvíur, súlur o.fl. Við hliðina á Mykinesi er lítill hólmi, Mykineshólmi, en þar er einnig fjölskrúðugt fuglalíf. Út í þennan hólma er hægt að komast á göngubrú, sem er sérstök fyrir þá sök að hún liggur yfir sjálft Atlantshafið! Ef Mykines er staður fyrir fugladýrkendur, er Gjógv staður náttúruunnenda. Á leiðinni til Gjógv frá Þórshöfn er ekið yfir einu brúna sem akfær er yfir Átl- antshafið. Hún er á milli Straum- eyjar og Austureyjar. í Gjógv er 188 metra löng gjá inn í landið, og innst í botninum eru bátar heimamanna dregnir á land. Hæstu fjöll Færeyja, Slættara- tindur og Gráfelli liggja á milli bæjanna Gjógv og Eiði. í björtu veðri má sjá yfir allar eyjarnar af toppi Slættaratinds sem skagar 882 metra yfir sjávarmál. Fyrir þá sem vilja útsýni án þess að klífa há fjöll, er tilvalið að skreppa til Viðareiði. Það er nyrsta byggðin á eyjunum og sú sem er í hvað fallegasta umhverf- inu. Þar er möguleiki á að fara í gönguferðir og þaðan sést til 5 eyja. Eitt sérkennilegt náttúrufyrir- bæri er að finna í Færeyjum, veltisteinana. Þeir eru í Oyndar- firði og á reipi sem bundið er á í húsi því sem bæjarstjórinn í Þórshöfn notar fyrir opinberar móttökur bjó 1 eitt sinn ræðismaður Islands og síðan er þetta merki yfir útidyrunum. I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.