Dagur - 28.07.1988, Page 11
28. júlí 1988-DAGUR-11
hér & þar
Sex bama
móðir 19 ára
- skiptir 40 sinnum um bleiur á dag
Judy Simmons 19 ára gömul
bandarísk stúlka hefur afrekaö
þaö að eignast 6 börn á aöeins 19
mánuðum. Fyrst voru þaö tvíbur-
ar en síöan fjórburar.
„Mig hefur alltaf langað til að
eignast stóra fjölskyldu - en
kannski ekki á svona stuttum
tíma,“ segir hún. Tvíburarnir eru
nýorðnir tveggja ára en fjórbur-
arnir eru fæddir í febrúar.
„Ég fer þreytt að sofa og vakna
síðan aftur þreytt á morgnanna.
Á hverjum degi skipti ég að
minnsta kosti um 40 bleiur, gef
40 sinnum að drekka, þvæ heilan
helling og gef hundruð kossa og
faðmlaga," segir hin örþreytta en
ánægða móðir.
„Fólk spyr mig oft hvernig ég
fari að. Svarið er að ég læt hverj-
um degi nægja sína þjáningu.
Þetta bjargast einhvern veginn
allt því mig hefur alltaf dreymt
um að verða móðir.“
Lífið hefur ekki alltaf verið
dans á rósum fyrir Judy og John
hinn 24 ára gamla eiginmann
hennar. Fyrir þremur árum missti
hún nefnilega fóstur og var sagt
að hún gæti aldrei átt börn.
„Við vorum alveg miður okkar
því bæði sárlangaði okkur til að
eignast fjölskyldu,“ segir John.
„En nokkrum mánuðum síðar,
lækninum til mikillar furðu, varð
Judy ófrísk að tvíburunum. Við
réðum okkur ekki fyrir kæti.“
Tvíburarnir fæddust 26. júlí
1986 og í september sl. var Judy
aftur orðin ófrísk og nú að fjór-
burum. „Ég fékk alveg áfall,“
segir Judy. „Tvíburarnir voru að
læra að ganga og að líta eftir
þeim var full vinna fyrir mig.“
Fjórburarnir voru teknir með
keisaraskurði þann 20. febrúar sl.
um tveimur mánuðum fyrir
tímann.
Það er ekki auðvelt að sjá fyrir
8 manna fjölskyldu á launum
Johns sem er viðgerðarmaður.
En þau hafa fengið mikinn stuðn-
ing frá vinum, kirkjuhópum og
bleiuframleiðendum.
„Að vita börnin mín örugg
þegar ég loka augunum á kvöldin
gerir mig að hamingjusamasta
manni í heimi,“ segir John. Og
Judy bætir við: „Guð hefur gefið
okkur bestu fjölskyldu sem við
gátum óskað.“
Judy og John með börnin sín sex.
£
rJ
dagskrá fjölmiðla
SJONVARPIÐ
FIMMTUDAGUR
28. júlí
18.50 Fréttaágrip og táknmáls-
fréttir.
19.00 Heiða.
Teiknimyndaflokkur byggður á
skáldsögu Johanna Spyri.
19.25 íþróttasyrpa.
Umsjónarmaður Ingólfur Hann-
esson.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Fósturlandsins Freyja.
Þessi þáttur fjallar um íslenskar
konur í fortíð, nútíð og framtíð,
um stöðu þeirra og kjör. Björg
Einarsdóttir fjaflar um fortíðina
og rætt er við ýmsar merkiskon-
ur um framtíð íslenkra kvenna.
Þátturinn verður sýndur á Nor-
disk Forum sem framlag Kven-
réttindafélags íslands.
Umsjónarmaður og stjómandi
upptöku er Sigrún Stefánsdóttir.
21.05 Matlock.
Bandarískur myndaflokkur um
lögfræðing í Atlanta.
22.05 Viðtal við Weizsácker.
Arthúr Björgvin Bollason ræðir
við Richard von Weizsácker for-
seta Vestur-Þýskalands.
Viðtaflð var tekið upp í Bonn
þegar Vigdís Finnbogadóttir
forseti var þar í opinberri heim-
sókn.
22.20 Úr norðri - Einstaklingur og
umhverfi.
(Menneske og miljö - framtidas
museum).
Þjóðverjar eyðilögðu stór land-
svæði í Norður-Noregi er þeir
hörfuðu þaðan haustið 1944. Á
þessum svæðum bjuggu áður
samar, norðmenn og kvenar.
23.00 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
SJONVARP
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR
28-júIi
16.25 Fráskilin.
(Separate Tables.)
Mynd þessi byggir á leikriti í
tveimur sjálfstæðum þáttum
sem var frumsýnt árið 1954 í
Bretlandi og sló öll aðsóknar-
met. Baksviðið er sóðalegt hótel
fyrir langdvalargesti í Boume-
mouth í Englandi árið 1954.
18.20 Furðuverurnar.
(Die Tintenfische.)
18.45 Dægradvöl.
(ABC's World Sportsman)
Þáttaröð um frægt fólk með
spennandi áhugamál.
19.19 19.19.
20.30 Svaraðu strax.
21.10 Á heimaslóðum.
Ólafsfjörður.
22.00 Paradisargata.
(Paradise Alley)
Aðalhlutverk: Sylvester Stall-
one, Kevin Conway og Anne
Archer.
23.45 Viðskiptaheimurinn.
(Wall Street Joumal.)
00.10 Hildarleikur.
(Battle of the Bulge.)
Spennandi stríðsmynd sem hef-
ur allt það til að bera er vænta
má af góðri stríðsmynd. Myndin
fjallar um hina löngu og blóðugu
ormstu sem bandamenn háðu
við nasista í Ardennafjöllum áríð
1944.
02.40 Dagskrárlok.
0
RÁS 1
FIMMTUDAGUR
28. júli
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Ingveldi Ólafsdóttur.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Fréttir á ensku að loknu
fréttayfirliti kl. 7.30.
Sigurður Konráðsson talar um
daglegt mál laust fyrir kl. 8.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn.
Meðal efnis er sagan „Salómon
svarti" eftir Hjört Gislason.
Jakob S. Jónsson les (13).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Landpósturinn - Frá
Norðurlandi.
Umsjón: Gestur Einar Jónasson.
10.00 Fróttir ■ Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tið.
11.00 Fréttir • Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit ■ Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir ■ Tilkynníng-
ar.
13.05 í dagsins önn.
13.35 Miðdegissagan: „Þvert yfir
ísland" eftir Jean-Claude Barr-
eau.
(9)
14.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
14.05 Heitar lummur.
Umsjón: Inga Eydal. (Frá Akur-
eyri.)
15.00 Fréttir.
15.03 Heimshom.
Þáttaröð um lönd og lýði í umsjá
Jóns Gunnars Grjetarssonar.
Fjórði þáttur: Paraguay.
(Endurtekinn frá kvöldinu áður.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Baraaútvarpið.
17.00 Fróttir.
17.03 Tónlist á siðdegí.
Tsjaíkovski og Beethoven.
18.00 Fréttir.
18.03 Torgið.
Umsjón: Þorlákur Helgason.
Tónlist ■ Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur frá morgni.
19.40 Að utan.
Fréttaþáttur um erlend málefni.
20.00 Litli barnatíminn.
(Endurtekinn frá morgni.)
20.15 Tónlistarkvöld Rikisút-
varpsins.
- Listahátið í Reykjavík 1988.
Tónleikar Guameri-kvartettsins
í Gamla biói 19. júni sl.
22.00 Fréttir • Dagskrá morgun-
dagsins • Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Ljóð frá ýmsum löndum.
Úr ljóðaþýðingum Magnúsar
Ásgeirssonar.
23.00 Tónlist á síðkvöldi -
eítir Sergei Rakhmaninoff.
24.00 Fréttir.
RlKlSUIVARPHi
ÁAKU---------
t AKUREYRIe
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
FIMMTUDAGUR
28. júlí
8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður-
lands.
18.03-19.00 Svæðlsútvarp Norður-
lands.
FIMMTUDAGUR
28. júli
7.03 Morgunútvarpið.
Dægurmálaútvarp með frétta-
yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum
kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15.
Leiðarar dagblaðanna að loknu
fréttayfirliti kl. 8.30.
9.03 Viðbit.
- Þröstur Emilsson. (Frá Akur-
eyri.)
10.05 Miðmorgunssyrpa.
- Eva Ásrún Albertsdóttir.
12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
- Valgeir Skagfjörð.
16.03 Dagskrá.
Dægurmálaútvarp.
18.00 Sumarsveifla
með Gunnari Salvarssyni.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Kvöldtónar.
Tónhst af ýmsu tagi.
22.07 Af fingrum fram.
- Rósa Guðný Þórsdóttir.
01.00 Vökulögin.
Tónlist af ýmsu tagi i næturút-
varpi til morguns.
Að loknum fréttum kl. 2.00 verð-
ur endurtekinn frá mánudegi
þátturinn „Á frivaktinni" þar
sem Þóra Marteinsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
Veðurfregnir kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7,
7.30, 8, 8.30, 9,10,11,12,12.20,
14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24.
Hljóðbylgjan
FM 101,8
FIMMTUDAGUR
28. júli
07.00 Pétur Guðjónsson
leikur tónlist við allra hæfi og
spjallar við hlustendur.
09.00 Rannveig Karlsdóttir
með góða tónlist og kemur öllum
i gott skap.
12.00 Ókynnt hádegistónlist.
13.00 Pálmi Guðmundsson
á dagvaktinni og leikur bland-
aða tónlist við vinnuna. Tónlist-
armaður dagsins tekinn fyrir.
17.00 Pétur Guðjónsson
leikur létta tónlist. Timi tækifær-
anna er kl. 17.30 til kl. 17.45.
Síminn er 27711.
19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist.
20.00 Linda Gunnarsdóttir
með tónlist i rólegri kantinum.
22.00 Kvöldrabb.
Steindór G. Steindórsson fær til
sin gesti i betri-stofu og ræðir
við þá um þeirra áhugamál.
24.00 Dagskrárlok.
FM 104
FIMMTUDAGUR
28. júlí
07.00 Þorgeir Ástvaldsson.
Lífleg og þægileg tónhst, veður,
færð og hagnýtar upplýsingar
auk frétta og viðtala.
Fréttir kl. 8.
09.00 Gunniaugur Helgason.
Seinni hluti morgunvaktar með
Guha.
Fréttir kl. 10 og 12.
12.10 Hádegisútvarp.
Bjarni Dagur veltir upp frétt-
næmu efni, innlendu jafnt sem
erlendu í takt við vel valda
tónhst.
13.00 Helgi Rúnar Óskarsson.
LeUdð af tingrum fram, með
hæfUegri blöndu af nýrri tónhst.
Fréttir kl. 14 og 16.
16.10 Mannlegi þátturinn.
Árni Magnússon leUtur tónhst,
talar við fóUt um málefni líðandi
stundar og mannlegi þáttur tU-
verunnar í fyrirrúmi.
Fréttir kl. 18.
18.00 íslenskir tónar.
Innlend dægurlög að hætti
hússins.
19.00 Siðkvöld á Stjörnunni.
Gæða tónhst leikin fyrir þig og
þina með Bjarna Hauk.
24.00-07.00 Stjörnuvaktin.
989
BYL G JA N,
FIMMTUDAGUR
28. júlí
07.00 Haraldur Gislason og morg-
unbylgjan.
Litiö i blöðin og hressUeg tónhst
á mUh. Síminn hjá HaUa er
611111.
Fréttir kL 7, 8 og 9.
09.00 Anna Björk Birgisdóttir.
HressUegt morgunpopp bæði
gamalt og nýtt Outt af sölu-
manni Bylgjunnar Önnu Björk.
Flóamarkaður kl. 9.30. Simi
611111.
Fréttir kl. 10 og 11.
12.00 Hádegisfréttir Bylgjunnar
- Aðalfréttir dagsins.
12.10 Hörður Arnarson.
Hörður Utur á það helsta sem
biður fólks um næstu helgi,
ásamt ýmsum uppátækjum sem
hann einn kann.
Fréttir kl. 13, 14 og 15.
16.00 Ásgeir Tómasson,
í dag - í kvöld.
Ásgeir Tómasson spUar þægi-
lega tónhst fyrir þá sem eru á
leiðinni heim og kannar hvað er
að gerast.
Fréttir kl. 16 og 17.
18.00 Kvöldfréttatimi Bylgjunnar.
18.15 Margrét Hrafnsdóttir
og tónlistin þin. Siminn hjá
Möggu er 611111.
21.00 Góð tónlist á Bylgjukvöldi,
eins og hún á að vera.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
- Bjarni Ólafur Guðmundsson.