Dagur - 28.07.1988, Qupperneq 16
DACKJl
Akureyri, fimmtudagur 28. júlí 1988
PvnnnUiV
Margs konar lím, pústkítti
og fíeira.
ÞÓR5HAMAR HF.
Varahlutaverslun
Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700
Atlavík og Melgerðismelar:
Bjartsýni
ræður
Einn, tveir og ... . Mynd: GB
Hvammstangi:
Vöruhús Hvamms-
tanga opnað í dag
- í húsi þrotabús Verslunar Sigurðar Pálmasonar
Forráðamenn útihátíðanna í
Atlavík og á Melgerðismelum
horfa björtum augum til versl-
unarmannahelgarinnar. í Atla-
vík vonast Úí A inenn til að fá
um 4000 manns en Fjör hf. á
Melgerðismelum milli 8 og
10000 manns.
„Við vonum að þetta verði góð
hátíð hjá okkur,“ sagði Magnús
Stefánsson framkvæmdastjóri
Atlavíkurhátíðarinnar. Hann
sagði raunhæft að búast við 4000
manns og væri það nokkuð góð
tala fyrir þá fjárhagslega og
einnig passlegur fjöldi fyrir
svæðið. „Það er ekki gott ef það
er of margt fólk. Við fengum
einu sinni 7000 manns sem mér
fannst allt of margt. Sjarminn
sem er yfir hátíðum af passlegri
stærð hverfur þá,“ sagði hann.
Sundlaugarbygging
við Sólborg:
Söfnunar-
átak fyrir-
hugað í ágúst
Nú er stefnt að því að Ijúka
byggingu sundlaugar við Vist-
heimilið Sólborg á Akureyri í
febrúar á næsta ári. Vistheim-
ilið fékk í vor í fyrsta sinn út-
hlutað úr Framkvæmdasjóði
fatlaðra, 1,5 milljónir króna.
Að sögn Kristjáns Magnússon-
ar forstöðumanns Sólborgar er
álitið að kostnaður við áfangann
sem eftir er við sundlaugarbygg-
inguna sé upp á u.þ.b. 4 milljónir
króna. Sundlaugin er nú „tilbúin
undir tréverk“, þ.e. eftir er að
setja upp hreinlætistæki, leggja
flísar og vinna við annan frágang.
Lionsfélögin á Akureyri hafa
gefið 420 þúsund til byggingar-
innar, þannig að nú vantar um
1,6 milljónir til að hægt verði að
ljúka verkinu. Kristján segir að
búið sé að skipa nefnd sem ætlar
að gera söfnunarátak í byrjun
ágúst næstkomandi. í þetta sinn
er fyrirhugað að snúa sér til fyrir-
tækja, en síðast þegar söfnunar-
átak var gert beindist það til
almennings. Pá söfnuðust um 800
þúsund, og sagði Kristján að
menn væntu þess að undirtektir
fyrirtækja yrðu góðar, því það er
orðið brýnt mál að það takist að
ljúka byggingu sundlaugar við
Sólborg sem fyrst. kjó
ríkjum
Að sögn Magnúsar hafa allar
áætlanir verið miðaðar við um
3000 manns og sagði hann að ef
sá fjöldi kæmi þá slippu þeir fjár-
hagslega.
Aðspurður sagði Magnús að
ekki hefði verið lagt út í mikinn
kostnað vegna hátíðarinnar.
Vegna sérstakrar reglugerðar
sveitarfélagsins þarf að borga
söluskatt af seldum aðgöngumið-
um á Atlavíkurhátíðina. Fleiri
reglur eru í gangi varðandi hátíð-
ina og vildi Magnús endilega
ítreka að áfengisbann væri á
svæðinu og börn yngri en 16 ára
þyrftu að koma í fylgd forráða-
manna.
Ómar Pétursson hjá Fjöri hf.
sagðist vonast til að fá sem flesta
á útihátíðina á Melgerðismelum.
„Við stefnum að því að fá 8-
10000 manns,“ sagði hann. „Það
þýðir ekki annað en að vera
bjartsýnn."
Ómar vildi ekkert segja um
hversu marga þeir þyrftu að fá
inn á svæðið til þess að dæmið
gengi upp hjá þeim. „Það hefur
ekki verið haft hátt um þessa tölu
og verður ekki gert,“ sagði hann.
Hann sagði að búið væri að
leggja út í gífurlegan kostnað
vegna hátíðarinnar en hversu
mikinn vildi hann ekki láta uppi.
„Kostnaðurinn liggur aðallega í
skemmtikröftum, byggingu á
sviði, rafmagni, salerni og öðru
slíku.“
Ekki þarf að borga skemmtana-
skatt af hátíðinni vegna þess að í
Saurbæjarhreppi, sem Melgerðis-
melar tilheyra, búa færri en 1500
manns. „Við sleppum þó ekki við
skattlagningu því við þurfum að
borga söluskatt, tekjuskatt og
fyrst við borgum ekki skemmtana-
skatt þurfum við að borga hærri
stefgjöld,“ sagði Ómar. KR
Eins og fram hefur komið í
fréttum var Verslun Sigurðar
Pálmasonar á Hvammstanga
tekin til gjaldþrotaskipta sl.
laugardag. Nú hefur verið
stofnað hlutafélag undir nafn-
inu Verslunarhús Hvamms-
tanga hf. og hefur það tekið á
leigu hluta af verslunarhúsi SP
og fest kaup á hluta af vöru-
lager þrotabúsins.
Hluthafar eru nú þegar orðnir
50 að tölu en hlutafjársöfnun er
ekki Iokið og hefur verið auglýst
eftir hlutafé. Verslunarhúsnæðið
var tekið á leigu til 6 mánaða og
er hugmyndin að sjá hvernig mál-
in þróast á þeim tíma. Opnunar-
tími verslunarinnar verður frá
kl. 11 til 18 alla virka daga en
ekki hefur verið tekin ákvörðun
um opnunartíma um helgar.
Hugmyndin er að reka verslun-
ina þannig að fólk geti gert þar
hagkvæm innkaup með krítar-
kortum eða staðgreiðslu gegn
staðgreiðsluafslætti.
„Norðanáhlaupið síðustu daga
er nokkuð árviss viðburður hér
norðanIands,“ sagði Eyjólfur
Þorbjörnsson veðurfræðingur
á Veðurstofunni í samtali við
Dag. „Það má gera ráð fyrir
einhverju slíku árlega á þess-
um árstíma. Það vill bara fljótt
gleymast,“ sagði Éyjólfur.
Hann sagði að þetta kæmi
kannski frekar fyrir í ágúst en að
þetta gæti alltaf komið fyrir.
Þessu veðri veldur kyrrstæð lægð
sem hefur teygt sig nokkuð langt
Aðallega verður verslað með
matvöru og er tilgangur verslun-
arinnar fyrst og fremst að reyna
að sporna við þeirri þróun að
verslunin er að færast af lands-
byggðinni, til stórmarkaðanna á
Reykj avíkursvæðinu.
Stefnt er að því að halda vöru-
lager verslunarinnar í lágmarki
og ná upp hagkvæmni í rekstri
með örri hreyfingu á vörulager
og að halda kostnaðarliðum í lág-
marki. Verslunarhús Hvamms-
tanga verður opnað í dag undir
kjörorðinu, „verslunin heim“ fh
norður í íshafið og fært okkur
kalt loft þaðan.
Veðurútlitið fyrir helgina segir
Eyjólfur nokkuð gott, það verður
norðlæg átt en tiltölulega hæg, og
á sunnudag verður hæg breytileg
átt víðast livar á landinu. Það
dregur úr vindi og úrkomu hér
fyrir norðan í dag og á morgun og
hitastigið verður frá átta til tólf
stig, en eitthvað hlýrra fyrir
sunnan. Út við sjóinn verður
skýjað en það mun létta til inn til
landsins. kjó
Þær taka nepjunni með stóískri ró. Mynd: GB
Norðanáhlaupið:
Árviss viöburóur
norðanlands
- Veðurútlitið nokkuð gott fyrir helgina