Dagur - 05.08.1988, Page 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKMR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Ekkert „Ríki“
opnað á
Egilsstöðum
fyrir áramót
Áfengisútsala á Egilsstöðum
verður ekki opnuð á þessu ári,
að sögn Þórs Oddgeirssonar,
aðstoðarforstjóra Afengis- og
tóbaksverslunar ríkisins í
Reykjavík. Heimild fjármála-
ráðuneytisins til opnunar
áfengisútsölu á Egilsstöðum
hefur ekki borist til höfuð-
stöðva ÁTVR og er málið því í
biðstöðu.
Þór Oddgeirsson sagði að
venjulegur gangur mála væri sá
að eftir atkvæðagreiðslu í við-
komandi sveitarfélagi bærist
fjármálaráðuneytinu beiðni um
opnun útsölu ÁTVR á viðkom-
andi stað. Þá væri venjan sú að
leita álits forráðamanna áfeng-
isverslunarinnar um hvernig stað-
ið skuli að framkvæmd málsins,
en þess álits hefur ekki verið leit-
að ennþá, eftir því sem næst
verður komist.
„Það er útilokað að útibúið á
Egilsstöðum verði opnað fyrir
áramót en við erum að skoða
málin hvað varðar útibú ÁTVR á
Neskaupstað, sú útsala verður
hugsanlega opnuð í haust,“ sagði
Þór og bætti við að töluvert
urtístang væri kringum opnun
útsölu; ráða þyrfti forstöðumann
og starfsmenn, finna heppilegt
húsnæði og innrétta það o.s.frv.
Þetta væri tímafrek vinna. Enn
verður því bið á að íbúar Egils-
staða fái sitt „Ríki“.
Hvað bjórinn varðaði sagði
Þór að í næsta mánuði yrði
ákveðið hvaða bjórtegundir
verða fluttar inn. Starfsmenn
ÁTVR væru að ræða hvernig
best væri að skipuleggja bjórsölu
og dreifingu á áfengu öli í útibúin
en Ijóst væri að skipulagsbreyt-
inga væri þörf með tilliti til dreif-
ingar. EHB
Neyðarástand á leigumarkaðinum á Akureyri:
Fjölskylda flytur inn í
niðumítt iðnaðarhúsnæði
- ekkert eldhús, engin hreinlætisaðstaða
Það hefur ekki verið hlaupið
að því að fá leiguhúsnæði á
Akureyri og hafa margir lent í
hinum verstu hremmingum á
þeim vettvangi. Ástandið nú
virðist hrikalegra en nokkru
sinni fyrr. í fyrradag flutti
þriggja barna einstæð móðir
inn í niðurnítt iðnaðarhús-
næði, en hún hafði árangurs-
laust reynt að fá leigða íbúð
fyrir sig og börn sín.
Fjölskyldan bjó skammt utan
við bæinn, en missti húsnæði sitt
þar. Eini möguleiki hennar var
að flytja til Akureyrar. Konan
auglýsti allan síðasta mánuð eftir
húsnæði og eyddi í það 16 þúsund
krónum. Eina tilboðið sem hún
fékk var óíbúðarhæft húsnæði
sem greiða átti 45 þúsund krónur
á mánuði fyrir og árið fyrirfram,
en það gerir 540 þúsund krónur
hvorki meira né minna. Þegar
hvorki gekk né rak að fá leigða
íbúð snéri konan sér til Félags-
málastofnunar og sagði hún að
einu úrræðin sem boðið var upp á
þar væru ábendingar um að senda
börnin frá sér í heimavistarskóla
og hún gæti krækt sér í einsetu-
karl. „Það var ekki það sem ég
var að leita að,“ sagði konan þeg-
ar við hittum hana í gær.
Þegar konan ætlaði að tilkynna
aðsetursskipti hjá Akureyrarbæ
var henni tjáð að það væri ekki
hægt þar sem húsaskjól hennar
væri ekki íbúðarhúsnæði. Enn
leitaði konan til Félagsmálastofn-
unar og eftir að hún hafði gripið
inn í var konan skráð til heimilis
í iðnaðarhúsnæðinu, með sam-
þykki manntals og Félagsmála-
stofnunar.
Fyrir skjólið í iðnaðarhúsnæð-
inu, sem engan vegin getur talist
mannabústaður, greiðir konan 15
þúsund krónur á mánuði. Þegar
fjölskyldan flutti inn í tvö lítil
herbergi var ekkert rafmagn í
húsinu, enginn hiti og vatnslaust.
Ekkert eldhús er í húsinu né
heldur hreinlætisaðstaða. Áður
en inn í herbergið er komið þarf
að ganga í gegnum verkstæði þar
sem verið er að gera við vélar og
mótorhjól og bensínkeimur fyllir
loftið. Búslóðin er geymd við hlið
vélanna.
„Ég tók þetta húsnæði í
algjörri neyð. Ég tel mig vera
búna að gera allt sem í mínu
valdi stóð og ég hreinlega get
ekki meira,“ sagði konan.
kjó/mþþ
Iitiö er um
vanskil
- í verkamannabústaðakerfinu á Akureyri
Sjávarútvegssýningin í Nuuk á Grænlandi:
Þátttakendur ánægðir
með sýninguna
- ekki mikið um kaupsamninga
Lítið er um vanskil hjá kaup-
endum verkamannabústaða á
Akureyri og uppboð á íbúðum
í verkamannaíbúðakerfinu eru
nánast óþekkt fyrirbæri í
bænum. Aðeins einu sinni hef-
ur komið til uppboðs á slíkri
íbúð á síðasliðnum átta árum.
Hákon Hákonarson, stjórnar-
formaður verkamannab.ústaða,
sagði að í þau átta ár, sem hann
hefði starfað að málefnum verka-
mannabústaða, hefði aðeins einu
sinni farið fram uppboð á verka-
mannabústað. „Það er greinilegt
að fólk, sem fær íbúðir hjá
okkur, leggur sig í líma við að
standa í skilum. Þetta fólk þekkir
öryggisleysið sem ríkir á leigu-
markaðinum og það metur mikils
að geta búið í eigin íbúð,“ sagði
Hákon.
í máli Hákonar kom ennfrem-
ur fram að hann kannaðist ekki
við að íbúar verkamannabústaða
á Akureyri kæmust í alvarlegan
fjárhagsvanda vegna skuldbind-
inga eða stofnunar fyrirtækja sem
færu á hausinn. Eins og fólk rek-
ur minni til þá voru 50 íbúðir í
Reykjavík á nauðungaruppboð-
um fyrir skömmu, þar af var búið
að selja 20 síðustu nauðungar-
sölu. Slíkt virðist ekki þekkjast á
Akureyri. EHB
Kaupendur verkamannabústaða á
Akureyri eru ytirleitt skilvísir.
Forráöamenn íslenskra fyrir-
tækja sem tóku þátt í sjávar-
útvegssýningunni í Nuuk á
Grænlandi um síðustu helgi,
eru yfirleitt ánægðir með sýn-
inguna og telja að hún hafi haft
töluverða þýðingu. Jens Ing-
ólfsson markaðsstjóri tækni-
vara hjá Útilutningsráði segir
þó að það einkenni sjávarút-
vegssýningar að lítið sé um það
að gengið sé frá beinum kaup-
samningum.
„Á sjávarútvegssýningum er
yfirleitt verið að kynna vöru þar
sem er venjulega töluvert langur
aðdragandi að kaupum, en
almennt séð erum við ánægðir
með sýninguna og ég hef trú á því
að hún eigi eftir að skila okkur
umtalsverðum viðskiptum. Það
munu flest fyrirtæki njóta þeirra
sem þarna sýndu."
Jens sagði að norðlensk fyrir-
tæki eins og Plasteinangrun,
Sæplast og Oddi séu fyrirtæki
sem lengi hafi haft góð sambönd í
Grænlandi og selt þar verulega.
Þátttaka þeirra í þessari sýningu
hafi ekki eingöngu verið bundin
því að leita nýrra samninga, held-
ur fyrst og fremst að vera með á
fyrstu sjávarútvegssýningu
Grænlendinga. Á sýninguna fóru
tveir Sómábátar sem voru seldir
fyrirfram. Annar þeirra var
útbúinn færavindum frá DNG og
vöktu vindurnar mikla athygli
Grænlendinga. kjó