Dagur - 05.08.1988, Page 2

Dagur - 05.08.1988, Page 2
2 - DAftUR r 5..ágúst 1988 Iþrótta- og leikjanámskeið hefst mánudaginn 8. ágúst kl. 10 fyrir hádegi, ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram í símum 22381 og 25306. Leiöbeinandi Gísli Bjarnason. Knattspyrnudeild Þórs. Föstudags- og laugardagskvöld Hjjómsveitin Pass ásamt Pálma Gunnarssyni Hljómsveitin Rokkbandið í Mánasal laugardagskvöld. Qlæsilegur matseðill. Eins og sjá má er bíllinn mikið skemmdur og ekki furða þótt gamla símstöðin hafi nötrað við skellinn. Sauðárkrókur: Fómfus ökumaður - forðaði árekstri og ók á gömlu símstöðina Það var fórnfús ökumaður sem leið átti eftir Aðalgötunni á Sauðárkróki fyrir skömmu. Bfll, sem kom frá einni hlið- argötu, var á leið inn á Aðal- götuna og í veg fyrir fyrr- greindan ökumann. Hann sá hvað verða vildi og afstýrði árekstri með því að aka á næsta hús. Bifreið hans er tals- vert skemmd og slapp hann með öll meiðsl. Húsið sem varð fyrir bílnum var gamla símstöðin, sem var byggð upp úr síðustu aldamót- um. Ekki sá á húsinu, enda lenti þíllinn á sterkasta stað þess, horni steinsteypts grunns. íbúar í símstöðinni sögðu í samtali við Dag að húsið hefði nötrað, því þetta var talsvert högg. Þeir töldu að það hafi bjargað þetta gömlu húsi, að bíllinn kom á hornið, en ekki er gott að segja hvað hefði gerst, hefði hann lent annars staðar á húsinu. -b jb Ath. Matargestir borga ehhi aðgangseyri. DAGIJR Sauðárkróld 0 95-5960 Norðlenskt dagblað ÚTSALA Útsalan enn í fullum gangi ★ Allt aö 70% afsláttur HAGKAUP Akureyri Hestamannamót Grana og Þjálfa Hestamannamót verður haldið að Einarsstöðum í Reykjadal 5.-6. ágúst. í rauninni er um tvö mót að ræða, deildamót íþróttadeildar Grana og Þjálfa og firmakeppni Þjálfa. Á mótinu verður keppt í öllum íþróttagreinum en opin keppni verður í þremur greinum í tölti, hindrunarstökki og gæðinga- skeiði. Mótið hefst kl. 20.00 á föstu- dagskvöld en þá verður dæmt í íþróttagreinum í unglingaflokk- um. Kl. 9.00 á laugardagsmorgun verður dæmt í töltkeppninni og síðan verða riðin úrslit í þeim greinum sem dæmt var í kvöldið áður. Eftir hádegi hefst firma- keppnin og keppt verður í opn- um greinum, að lokum fara fram kappreiðar sem skráð verður í á staðnum. Skemmtiatriði verða á mótinu og til stendur að setja heimsmet í 100 metra feti. Á laugardagskvöld verður hestamannadansleikur að Ýdöl- um þar sem Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar mun Ieika fyrir dansi. IM Húnavatnssýslur: Klæðing á vegi langt komin - unnið að uppbyggingu vegar í Víðidal og á Vatnsskarði Aðalvegurinn í gegnum Húna- vatnssýslur er nú að mestu orð- inn með bundnu slitlagi og árlega styttast þeir vegarkaflar á þessari leið sem ekki er kom- ið slitlag á. Nú í sumar var lagt slitlag á 3 km á Vatnsskarði og nú er verið að byggja upp 6,4 km vegarkafla í Víðidal þótt ekki verði lagt slitlag þar á þessu ári. Verktaki við þá framkvæmd er Jón Ingileifsson. Þegar því verki hefur verið lokið er uppbyggingu vegarins í gegnum sýslurnar lokið að undanskilinni leiðinni frá Ból- staðarhlíð upp á Vatnsskarðið. Klæðning hf. frá Reykjavík heldur nú áfram við lagningu vegar á Vatnsskarði þar sem Örnólfur Guðmundsson, verk- taki frá Bolungarvík, gekk frá verki í fyrra eftir að hafa byggt upp 2 km af fyrirhugaðri vegar- lagningu. Önnur verkefni í vegagerð í Húnaþingi eru styrking á Neðri- byggðarvegi og Norðurárdals- vegi. fh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.