Dagur - 05.08.1988, Blaðsíða 5
5. ágúst 1988 - DAGUR - 5
Sumarlamb, nýslátrað
Grafinn lax með dillsósu
Kjúklingapaté með Cumberlandsósu
Marineraðar lambasneiðar
Nautakótilettur.
Nautahakk 510 kr. per. kg,
Velkomin
Hrísalund
- fékk á þriðja hundrað fiska á vikunni
Nú er langt liðið á veiðitíma-
bilið í laxveiðiánum og margar
komnar yfir þann tíma sem
kallast „toppveiðitími“. Ljóst
er þó að sumarið ætlar að
verða mjög gott ef litið er á
heildina þótt einstaka ár séu
nokkuð undir heildarveiði síð-
asta árs. Besti tíminn í silungs-
veiðiánum fer senn í hönd og
má vænta að víða verði fjör á
árbökkum silungsáa næstu vik-
urnar.
Ameríkanar mokveiða í
Vatnsdalsá
í fyrradag voru hollaskipti í
Vatnsdalsá en þá hafði banda-
rískt holl fengið hvorki meira né
minna en 213 laxa á einni viku úr
ánni. Sex stangir eru í ánni og
slær þessi veiði öll fyrri met. Að
sögn Heimis Barðasonar leið-
sögumanns kom góð ganga í ánni
sem hleypti fjöri í veiðina en nú
er farið að hægjast um á ný.
Vatnsdalsá hefur valdið mörgum
vonbrigðum t sumar og er veiði
nokkuð minni en í fyrra þrátt fyr-
ir þennan síðasta kipp. En hverju
.spá menn fyrir ágúst?
„Ég heid að ágústmánuður geti
orðið mjög góður. Veiðin í sum-
ar hefur öll verið í tveimur hylj-
um fyrir neðan Flóðið þannig að
áin hefur farið mjög vel með fisk-
inn og á að geta orðið góð síðari
hluta tímabilsins," sagði Heimir
Barðason.
Vinsælustu flugurnar í Vatns-
dalsánni, „Ieynivopnin“ eins og
Heimir orðaði það eru Black &
Blue, Monroe Killer og Moon-
light. Stærsti lax hingað til er 27
pund en komnir eru tæplega 600
fiskar á land.
Laxá í Aðaldal að tærast
Laxá í Aðaldal hefur verið mjög
lituð í sumar og hefur það haml-
að veiðinni nokkuð. í veiðihús-
inu Vökuholti fengust þær upp-
lýsingar að ástand árinnar sé að
batna. Nú eru komnir um 1400
fiskar á land í Aðaldal en engum
veiðimanni hefur enn tekist að
krækja í fisk yfir 26 pundum. í
fyrradag voru hollaskipti í Vöku-
holdi og var nýtt holl komið með
35 laxa um hádegi í gær. Laxarnir
sem veiðst hafa að undanförnu
eru flestir 10-20 pund en lítið þar
yfir.
„Annars liggur ljómandi vel á
öllum hér,“ voru lokaorð ráðs-
konunnar í Vökuholti í samtali
við Veiðiklóna.
Góð veiði í Sléttuánum
Ágætlega hefur veiðst í Ormarsá
og Deildará á Sléttu. Veiði í
Deildará hófst þann 22. júní og
þar eru komnir liðlega 130 laxar á
land. Auk þess hafa veiðst í ánni
um 30 silungar. Stærsti laxinn
hingað til er 20 pund oe veiddist
hann um síðustu helgi. I ánni eru
3 stangir.
Umsjón:
Jóhann Ólafur
Halldórsson.
í Ormarsá var góður kafli um
síðustu helgi og hefur Veiðiklóin
spurnir af holli sem fékk 25 laxa á
þrjár stangir á þremur dögum.
Þykir það góður túr.
Selá nálgast 500 laxa
í fyrradag lauk holl veiði í Selá í
Vopnafirði og hafði þá veitt 87
laxa á 4 dögum. Sá stærsti var 18
pund. Næsta holl á undan var
með 125 laxa á sama tíma þannig
að lítillega hefur dregið úr veið-
inni síðustu daga. Það er ein-
göngu fluga sem notuð er í Sel-
ánni þessa dagana en þar eru
íslendingar við veiðar. í gær var
komið gott veður í Vopnafirði,
12-17 stiga hiti og úrkomulaust.
Dregur úr veiði í
Laxá á Asum
Dregið hefur úr veiðinni í Laxá á
Ásum enda veiðin nær helmingi
meiri en á sama tíma í fyrra. Á
tvær stangir fást nú 25-30 laxar á
dag en þegar best lét var veiðin
allt upp í 70 laxar á dag. Á land
eru komnir um 1300 laxar en á
sama tíma í fyrra voru þeir 760.
Haldi svipuð veiði áfram verður
metsumar í ánni.
Hallá á Skaga gerir gott betur
en Laxá á Ásum því nú er veiðin
nær þreföld miðað við síðasta ár.
Úr ánni hafa fengist 52 laxar en
voru aðeins 17 um svipað leyti í
fyrra.
Heildarveiði í Laxá á Refasveit
er töluvert meiri en í fyrra. Nú
eru 76 laxar komnir á land miðað
við 48 laxa í fyrra.
Fremri Laxá á Ásum er með
nærri fimm sinnum meiri laxveiði
en í fyrra. Þá voru aðeins 4 laxar
komnir á land á þessum tíma en
eru 18 nú.
Fann 9 punda bleikju við
Eyjafjarðará
Heppinn veiðimaður við Eyja-
fjarðará fann á dögunum
nýdauða bleikju við árbakkann
sem sennilega hefur drepist eftir
glímu við einhvern veiðimann-
inn. Reyndist fiskurinn nýdauður
og því var gert að honum á hefð-
bundinn hátt. Hér var um að
ræða 9 punda, fallega bleikju og
má veiðimaðurinn vel við fund-
inn una.
Annars er það af Eyjafjarðará
að frétta að komnir eru 5 laxar á
land, stærsti fiskurinn er 17 pund.
Mesta silungsveiði sem frést hef-
ur af er 47 fiskar á 3 stangir yfir
daginn. Gera má ráð fyrir að
veiði eigi eftir að glæðast í ánni
þegar á mánuðinn líður.
Fnjóská er ekki síðri en í fyrra.
Þar hafa um 70 laxar gefist upp í
baráttunni við veiðimenn og
stærsti fiskurinn hingað til er 19,5
pund. Mesta laxveiði á eina stöng
yfir daginn er 5 laxar. JÓH
Búðin er opin á laugar-
dögum frá kl. 9-12.
Byggingavömr
Lónsbakka, Glæsibæjarhreppi
601 Akureyri. Símar 96-21400 og96-23960.
15% afsláttur
Við seljum Sjafnar-
útimálningu með
15% afslætti
til 13. ágúst
Múrvari | Texfestir
Sandtex ‘^títeíT^"
VÍðarvöriil Viðarolía
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5
SL
1111!
Mllir
V-
. -
wsa r^
9^=====^—=
Vatnsdalsá:
Bandarískt holl
slær öU met