Dagur - 05.08.1988, Page 11
5. ágúst 1988 - DAGUR - 11. .
íþróttir
KA með siffur
í sjónmáli
- en Keflvíkingar jöfnuðu á elleftu stundu
Sigurmark Þórs í uppsiglingu. Besti maður vallarins, Halldór Áskelsson, laumar knettinum fram hjá Þorvaldi Jóns-
syni og í markið. Mynd: tlv
Þórsarar nánast
óðu í færum
- er þeir unnu sanngjarnan 2:1 sigur á Leiftri
ÍBK og KA skildu jöfn þegar
liöin mættust í Keflavík í
gærkvöld. Leikurinn fór fram
í afar lciðinlegu veðri, roki og
rigningu, en þrátt fyrir það
náðu bæði lið að sýna ágætis
knattspyrnu. Urslitin urðu 1:1
eftir að KA-menn höfðu haft
sigurinn í sjónmáli en vafasöm
aukaspyrna í lok leiksins
tryggði Keflvíkingum jafntefli
og verða það að teljast sann-
gjörn úrslit þegar á heildina er
litið.
Leikurinn byrjaði með nokkr-
um látum og litlu munaði að
Keflvíkingarnir næði forystunni
strax í upphafi en KA-menn
vörðust vel. Keflvíkingar voru
ívið frískari en KA-menn spiluðu
af öryggi, léku varnarleikinn
mjög vel og beittu skyndisóknum
sem komu Keflvíkingum í opna
skjöldu. Minnstu munaði að ein
slík færði þeim mark á 11.
mínútu. Vörn Keflvíkinga opn-
aðist þá illa, Þorvaldur Örlygsson
slapp í gegn og átti mjög gott
skot að marki ÍBK en Þorsteinn
Bjarnason varði frábærlega.
Á 26. mínútu náðu KA-menn
forystunni. Keflavíkurvörnin
opnaðist þá aftur og Anthony
Karl var á auðum sjó og vippaði
glæsilega yfir Þorstein í markinu.
Keflvíkingar voru áfram meira
með boltann en þeim gekk illa að
skapa sér færi.
Það var gott veður á Húsavík,
sunnan gola og hlýtt er Völs-
ungur og KR öttu kappi í knatt-
spyrnu á Húsavíkurvelli í gær.
Völsungar hófu leikinn af
miklu kappi vitandi vits að nú
væri að duga eða drepast ef
tryggja ætti áframhaldandi
setu í fyrstu deild að ári. Þeir
börðust mjög vel og voru síst
slakari aðilinn í fyrri hálfleik.
En það er hægt að endurtaka
gamlar fréttir. Völsungar
börðust vel, voru síst minna
með boltann, áttu fleiri færi,
en allt kom fyrir ekki.
Það var á 11. mínútu er fyrst
dró til tíðinda. Pétur Pétursson lá
óvígur eftir návígi við Grétar
Jónasson varnarmann Völsungs.
Knattspyrnufélag Siglufjarðar
hefur fengið Eddie May aftur
til landsins sem þjálfara, en
sem kunnugt er fór hann til
Englands fyrir nokkru til utan-
deildarliðsins Newport. Þar
hætti hann í þessari viku vegna
fjárhagsvandræða hjá félaginu
og ákvað að fara aftur til
íslands. Eddie kom til landsins
í gærkvöld og mun stýra KS-
ingum í kvöld í leiknum gegn
FH.
Hörður Júlíusson formaður
knattspyrnudeildar vildi ekki tjá
Þeir hófu síðari hálfleik með
látum og Haukur varði mjög vel
skot frá Óla Þór á 49. mínútu.
Áfram sóttu Keflvíkingar en KA-
menn vörðust vel og það var ekki
fyrr en ein mínúta var til leiks-
loka að Keflvíkingar náðu að
jafna. Þá kemur sending inn að
vítateig KA, Hallór Halldórsson
nær boltanum og skýlir honum
fyrir Grétari Einarssyni þegar
dómarinn dæmir aukaspyrnu á
KA, öllum til mikillar furðu.
Daníel tók spyrnuna og fast skot
hans fór í varnarveggin og breytti
um stefnu þannig að Haukur sá
ekki við því. Úrslitin því 1:1.
KA-menn léku þennan ieik
skynsamlega og voru óheppnir í
lokin. Hins vegar höfðu Keflvík-
ingar átt meira í leiknum á köfl-
um og fengið sín færi þannig að
úrslitin voru sanngjörn. Anthony
Karl Gregory barðist mjög vel og
var besti maður KA en Keflavík-
urliðið var mjög jafnt. AP/JHB
Liö ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Guömundur
Sighvatsson, Daníel Einarsson, Siguröur Björg-
vinsson, Grétar Einarsson, Ragnar Margeirs-
son, Óli Þór Magnússon, Jóhann Júlíusson (Jón
Sveinsson), Árni Vilhjálmsson (Kjartan Einars-
son), Gestur Gylfason, Einar Ásbjörn Ólafsson.
Lið KA: Haukur Bragason, Steingrímur
Birgisson, Erlingur Kristjánsson, Jón Kristjáns-
son (Arnar Freyr Jónsson), Þorvaldur örlygs-
son, Gauti Laxdal, Bjarni Jónsson, Anthony
Karl Gregory, Halldór Halldórsson, Friöfinnur
Hermannsson (Arnar Bjarnason), Valgeir
Baröason.
Dómari: Guðmundur Sigurðsson.
Línuveröir: Sæmundur Víglundsson, Karl
Ottesen.
Pétur var borinn af leikvelli, en
birtist bísperrtur fimm mínútum
síðar eftir að búið var að gera að
meiðslum hans.
Besta færið í fyrri hálfleik sem
ekki gaf mark áttu Völsungar á
20. mínútu þegar Helgi Helgason
átti góða fyrirgjöf frá vinstri inní
vítateig KR, þar var Jónas Hall-
grímsson en hann mátti sjá á eftir
skoti sínu rétt fram hjá markinu.
En það voru KR-ingar sem
gerðu eina mark hálfleiksins. Á
33. mínútu fékk Björn Rafnsson
sendingu frá vinstri þar sem hann
stóð í vítateig umkringdur varn-
armönnum Völsungs og náði að
skalla boltann í markið, óverj-
andi fyrir Þorfinn markvörð.
Seinni hálfleikurinn var KR-
sig í samtali við Dag um ástæð-
una fyrir því að Eddie kom aftur
til Siglufjarðar. Hann sagðist
vera ánægður með að þeir hafi
fengið hann aftur. „Annars vær-
um við ekki að þessu, að fá hann
aftur.“ Hörður sagði að þrátt fyr-
ir slæma stöðu í 2. deildinni væri
gott hljóð í hópnum um þessar
mundir og menn staðráðnir í að
gefast ekki upp. „Við erum að fá
aftur leikmenn eftir meiðsli og
annað slíkt þannig að þetta er
bjartara en það var,“ sagði
Hörður. -bjb
Þórsarar sigruðu Leiftur frá
Ólafsfirði þegar liðin mættust í
12. umferð SL-deildarinnar á
Akureyri í gærkvöld. Loka-
tölurnar urðu 2:1 og verða þau
inga, þeir voru mun ákveðnari í
öllum aðgerðum sínum, og náðu
að skapa sér nokkur ágæt færi.
Strax á 48. mín. bættu þeir öðru
marki við þegar Pétur Pétursson
fékk sendingu inn á markteig
Völsungs og skallaði af öryggi
fram hjá Þorfinni og í markið.
Björn Rafnsson sem átti best-
an leik þeirra KR-inga, átti á 65.
mínútu þrumuskot rétt fram hjá
marki Völsungs, þar sem hann
stóð einn og óvaldaður í vítateig.
Aðeins mínútu síðar bætti hann
fyrir mistök sín og átti góða send-
ingu fyrir markið á Rúnar Krist-
insson sem skoraði af öryggi með
fyrstu snertingu sinni í leiknum
og útlitið orðið dökkt hjá heima-
mönnum.
Á 78. mínútu fengu Völsung-
ar smá uppreisn æru. Jónas Hall-
grímsson var felldur innan víta-
teigs eftir að hafa leikið skemmti-
lega á varnarmenn KR og rétti-
lega var dæmt víti. Jónas tók vít-
ið sjálfur og honum brást ekki
bogalistin frekar en fyrri daginn.
En þetta dugði ekki til. KR-ingar
voru sterkari aðilinn og nú spyrja
Völsungar sig: „Hvar eru heilla-
dísirnar?“ Svarið er hugsanlega
að finna í 2. deild. ÓJ
Liö Völsungs: Þorfinnur Hjaltason, Hclgi
Hclgason, Sveinn Frcysson, Unnar Jónsson,
Theodór Jóhannsson, Grétar Jónasson, Eiríkur
Björgvinsson, Guðmundur Þ. Guðmundsson,
Björn Olgeirsson, Stefán Viðarsson, Jónas Hall-
grímsson, Skarphéðinn ívarsson, (73. mín.)
Snævar Hreinsson, ( 79. mín.).
Lið KR: Stefán Árnason, Jón G. Bjarnason,
Þorsteinn Halldórsson, Gylfi Aöalsteinsson,
Willum Þór Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst
Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Björn
Rafnsson, Sæbjörn Guömundsson, Pétur
Pétursson, Rúnar Kristinsson, ( 62. mín.).
Dómari: Haukur Torfason, skilaði hlutverki
sínu ágætlega.
Línuveröir: Magnús Jónatansson, Árni Ara-
son.
úrslit að teljast sanngjörn því
Þórsarar voru mun sterkari
aðilinn í leiknum og nánast
óðu í færum á köflum. Leift-
ursmenn fengu hins vegar
aðeins eitt færi og skoruðu úr
því.
Þórsarar náðu strax góðum tök-
um á leiknum og færin létu ekki á
sér standa þrátt fyrir að illa gengi
að nýta þau. Besta færið fékk
Júlíus Tryggvason þegar hann
fékk boltann skyndilega einn og
óvaldaður á markteig en skot
hans fór yfir.
Leiftursmenn komu smátt og
smátt meira inn í lcikinn og síð-
asta hluta fyrri háfleiks ríkti jafn-
ræði með liðunum. Ekkert gekk
hins vegar né rak upp við mörkin
og staðan í leikhléi var 0:0.
Fyrsta mark leiksins kom á 53.
mínútu og var það Þórsara.
Valdimar Pálsson lék þá á þrjá
Leiftursmenn úti á vellinum og
skaut þrumuskoti af 20 metra
færi í bláhornið. Mjög glæsilegt
mark.
Og nú var skammt stórra
högga á milli. Aðeins 4 mínútum
síðar hugðist Júlíus renna boltan-
um til Baldvins í marki Þórs en
Halldór Guðmundsson komst á
milli og renndi boltanum út á
markteiginn þar sem Steinar
Ingimundarson var aleinn og
renndi knettinum í autt markið.
Leiftursmenn voru vart hættir
að fagna þegar Þórsarar náðu
forystunni á ný. Hlynur nikkaði
þá boltanum yfir einn varnar-
mann Leifturs og þar var Halldór
Áskelsson og hann renndi fram
hjá Þorvaldi og í markið.
Fleiri urðu mörkin ekki þrátt
fyrir fjölmörg tækifæri Þórsara og
geta Leiftursmenn þakkað fyrir
að ekki fór verr þegar á heildina
er litið.
Þórsliðið átti ágætan leik að
þessu sinni og var tvímælalaust
sterkari aðili þessa leiks. Halldór
Áskelsson átti stórleik og var
langbesti maður vallarins.
Leiftursliðið átti slakan dag og
sérstaklega gekk því illa að skapa
sér færi. Gústaf Ómarsson og
Þorvaldur Jónsson léku mjög vel
en aðrir náðu sér ekki á strik.
JHB
Liö Þórs: Baldvin Guðmundsson, Júlíus
Tryggvason, Birgir Skúlason. Nói Björnsson.
Valdimar Pálsson, Kristján Kristjánsson. Jónas
Róbcrtsson, Guömundur Valur Sigurösson. Sig-
uróli Kristjánsson, Hlynur Birgisson. Halldór
Áskclsson (Einar Arason á 92. mín.).
Liö Lcifturs: Þorvaldur Jónsson, Gústaf
Ómarsson, Sigurbjörn Jakobsson, Árni Stcfáns-
son, Halldór Guömundsson, Hafsteinn Jakobs-
son, Lúövík Bcrgvinsson, Hörður Benónýsson,
Stcinar Ingimundarson, Friðrik Einarsson
(Hclgi Jóhannsson á 78. mín.), Róbcrt Gunn-
arsson (Þorstcinn Gcirsson á 72. mín.).
Gul spjöld: Kristján Kristjánsson og Jónas
Róbertsson Þór og Árni Stefánsson Leiftri.
Dómari: Friöjón Edwardsson og átti hann
frckar slæman dag.
Línuvcröir: Svcinn Svcinsson og Báröur
Guömundsson.
sti 1 iðan . deild
Úrslit í 4. fyrstu leikjum 12.
umferðar:
Völsungur KR 1:3
ÍBK - KA 1:1
Þór - Leiftur 2:1
Valur - ÍA 3:1
Fram 11 10-1-0 23: 2 31
Valur 12 7-2-3 19:11 23
KR 12 7-1-4 19:13 22
ÍA 12 6-3-3 19:15 21
Þór 12 4-5-3 15:14 17
KA 12 5-2-5 18:21 17
ÍBK 12 2-5-5 14:21 11
Víkingur 11 2-3-6 9:17 9
Leiftur 12 1-4-7 8:16 7
Völsungur 12 1-2-9 7:21 5
GA:
Tvö mót
um helgina
Tvö golfmót veröa haldin á
golfvellinum aö Jaðri um helg-
ina. Á laugardag verður punkta-
mót (Stableford) og á sunnu-
dag verður nýliðakeppni
kvenna.
í punktamótinu verða leiknar
18 holur með 7/s forgjöf. Mótið
hefst kl. 10.
Nýliðakeppni kvenna hefst á
sunnudaginn kl. 13. Leiknar
verða 9 holur og rétt til þátttöku
hafa byrjendur með 39 í forgjöf.
JHB
Fnn tapa Völsungar
- nú 1:3 gegn KR og fallið blasir við
Eddie May stýrir
KS-ingum í kvöld
- kom til landsins í gærkvöld