Dagur - 06.08.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 06.08.1988, Blaðsíða 16
Akureyri, Iaugardagur 6. ágúst 1988 SAlí SOUCIS iullu æhðn Snyrtivörudeild Samdráttur íinnan- landsflugi Flugleiða - fyrstu 6 mánuði ársins Fyrstu sex mánuði ársins hefur heldur orðið vart við samdrátt í sætanýtingu í innanlandsflugi Flugleiða norðanlands. Á því eru þó ýmsar skýringar, svo sem þær, að ferðum hefur ver- ið fjölgað til þess að auka þjónustuna og þá setti verkfall verslunarmanna sitt strik í reikninginn. Gunnar Oddur Sigurðsson umdæmisstjóri Flugleiða sagði að 6,7% samdráttur hefði orðið í farþegaflutningum á flugleiðinni Reykjavík-Akureyri og 10% á leiðinni Akureyri-Reykjavík, að meðaltali 8,3% samdráttur á þessari leið. „Meginskýringin á þessum samdrætti er verkfallið, en þá lágu flutningar frá Akur- eyri niðri um tíma. Pá finnst okk- ur heldur minna um ferðamenn í sumar en í fyrra, sérstaklega útlendinga,“ sagði Gunnar Oddur. Sætanýting á ferðum Flugleiða til og frá Sauðárkróki minnkaði um 10,3% og var heldur meiri á leiðinni frá Sauðárkróki. Sam- drátturinn á leiðinni Reykjavík- Húsavík-Reykjavík var svipaður og á Akureyri eða um 8,1%. Einn staður sker sig úr hvað þetta varðar, en það er flugleiðin til og frá Egilsstöðum, þar var aukning í sætanýtingu um 1%. VG Snvrtivörur í úrvali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali Skipalending á flugvelli? Mynd: GB Óþurrkar í Húnaþingi - sumir bændur hafa enn ekki náð inn heyjum Heyskapur hefur gengiö illa í Húnavatnssýslum undanfarnar þrjár vikur og eru þeir bændur sem síöast hófu heyskap mjög stutt á veg komnir. Nokkrir bændur hófu heyskap seint í júní og voru langt komnir með að ljúka honum þegar tíðar- farið versnaði. Dæmi eru til þess að bændur hafi enn ekki náð neinu heyi í hlöður. Þótt ekki hafi verið nein stór- úrfelli hefur hafþokan legið hér yfir flesta daga. Suma daga hefur verið þurrkur í innsveitunum þó að annars staðar í héraðinu hafi þokan legið yfir. Eitt er víst að óvenju mikill munur er 'nú á hvernig húnvetnskir bændur eru á veg komnir með heyskapinn og allir eru orðnir langeygðir eftir því að aftur fari að sjá til sólar. fh Þýðir ekki að skýla sér bak við nefiidarátit - „gengisfellingartal þjóðhættuleg iðja,“ segir Árni Gunnarsson alþingismaður „Þetta nefndafargan er komin út í öfgar,“ segir Árni Gunn- arsson alþingismaður um þá nefnd sem Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra hefur skipað til að skila inn tillögum um aðgerðir vegna rekstrarvanda útflutningsgreina. „Stjórnmálamenn verða að fara að hysja upp um sig buxurn- ar og taka ákvarðanir sjálfir og ekki skýla sér bak við einhver nefndarálit. Til þess eru þeir jú kosnir,“ sagði Árni Gunnarsson í samtali við Dag. Árni tók það fram að hann væri ekki að gagnrýna mennina í þessari nefnd, enda væru þar hæfir menn á ferðinni. Hins veg- ar væri nú svo komið að sífellt væri verið að skipa nefndir í mál- Félagsmálastofnun: Hefur ekki skyldum að gegna við aðra en bæjarbúa - segir Guðrún Frímannsdóttir hjá ráðgjafadeild Félagsmálastofnunar „Félagsmálastofnun hefur ekki skyldum að gegna við aðra en þá sem eru búsettir á Akureyri. Þeir sem búa utan bæjarmarkanna eiga ekki sjálfkrafa rétt á þjónustu. Þegar við auglýsum húsnæði til leigu sækja að jafnaði um 30 manns um hverja íbúð, þannig að við höfum yfrið nóg að gera við að reyna að aðstoða fólk sem býr í bæjar- félaginu,“ sagði Guðrún Frímannsdóttir deildarstjóri ráðgjafadeildar Félagsmála- stofnunar. í gær sögðum við frá konu sem flutti inn í yfirgefið iðnaðarhúsnæði í algjörri neyð. Guðrún sagði ekki rétt að kon- unni hafi verið bent á að senda börn sín í heimavistarskóla og krækja sér í einsetukarl. Rætt hefði verið við konuna og ýms- um möguleikum velt upp hvað hægt væri að gera í stöðunni. Þá vildi hún fram kæmi að konan átti ekki lögheimili á Akureyri þegar hún leitaði aðstoðar Fél- agsmálastofnunar og að hún væri ekki með smábörn á sínu framfæri, heldur stálpaða ungl- inga. „Við höfðum enga milligöngu vegna aðsetursskipta konunnar, það er ekki í okkar verkahring að kveða upp úr með þess háttar. Við hvorki samþykktum né neituðum að hún flyttist inn í þetta húsnæði,“ sagði Guðrún. „Ég er mjög ósátt við að báðar hliðar málsins skyldu ekki koma fram í fréttinni í gær, það hefði getað komið í veg fyrir mis- skilning varðandi þá þjónustu sem veitt er á Félagsmálastofn- un Akureyrar,“ sagði Guðrún. Algjört neyðarúrræði - segir Sigurður Bjarklind hjá heilbrigðiseftirlitinu „Þetta er dæmigert vandræða- ástand og fátt eitt um það að segja nema að þarna er um að ræða yíirgefið iðnaðarhús- næði, sem alls ekki er manna- bústaður,“ sagði Siguröur Bjarklind hjá heilbrigðiseftir- litinu. Heilbrigðiseftirlitið kannaði í gær aðbúnað í iðnaðarhúsnæði því sem fjölskylda í bænum flutti inn í fyrir skömmu. Sigurður sagði það augljóst að um algjört neyðarúrræði hafi verið að ræða. Hann sagði það ekki leysa vanda konunnar, þótt heilbrigðiseftirlitið hefði lagt bann við því að flutt yrði inn. Tjaldstæðið væri ekki betri kostur. Sigurður sagði að þess væru dæmi að í bænum byggi fólk við slæmar aðstæður, jafnvel í óíbúðarhæfu húsnæði með kornabörn. „Þetta er mál sem verður að leysa pólitískt," sagði hann og bætti við að eitthvað þyrfti að gera í málinu. Nú þyrfti athafnir í stað orða. mþþ um sem oft þyrfti einungis ein- faldar pólitískar ákvarðanir til að leysa. 1 sambandi við hugsanlega gengisfellingu sagði Árni að fjöl- miðlar ættu að hugsa sig alvar- lega um í þessu gengisfellingar- tali. „Það er þjóðhættuleg iðja að ýta undir þetta gengisfellingartal. Gengisfelling við óbreyttar aðstæður getur haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér og það hefur sýnt í sig á undanförnum mánuðum. Við höfum engin tök á peningamarkaðinum, gengis- felling leiðir til hærri vaxta, það hækkar lánskjaravísitöluna, skuldir fyrirtækja og einstaklinga hækka. Tökum sem dæmi að 3 milljón króna skuld hjá einstakl- ingi hefur hækkað um 240 þús- und nú á tveimur mánuðum. Svona aðferðir ganga ekki lengur. Við ættum að huga alvar- lega að öðrum leiðum t.d. niður- talningarleiðinni, sem kennd er við Emil Jónsson fyrrverandi forsætisráðherra,“ sagði Árni Gunnarsson alþingismaður. AP Helgarveðrið: Hlýtt á Norðurlandi Nokkuð góðar líkur eru á að Norðlendingar geti notið góðs veðurs um helgina. Finnst þá sjálfsagt mörgum ekki seinna vænna þar sem farið er að síga á seinnihluta sumarsins. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á Veðurstofu íslands verða suðlægar áttir á Norður- landi. Hitinn mun verða um 12 til 19 stig en þó er hætta á að smá skúrir plagi okkur Norðlendinga um helgina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.