Dagur - 12.08.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 12.08.1988, Blaðsíða 2
2<- DAGUR - 12. ágúst 1988 Forstöðumaður öldrunarþjónustu: Fimm sóttu um Fimm sóttu um starf forstöðu- manns öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar. Umsóknar- frestur rann út í fyrradag. Póststimpillinn gildir þannig að fleiri umsóknir geta verið á leiðinni. Sigfús Jónsson bæjarstjóri sagði að ákvörðunar um hver hlýtur starfið væri ekki að vænta alveg á næstunni. Öldrunarráð á eftir að skoða umsóknir og fjalla um þær og síðan þarf málið að fara fyrir bæjarstjórn, en næsti fundur hennar er á þriðjudaginn kemur. Cecil Haraldsson er ráðinn til starfsins til 1. október næstkom- andi. mþþ „Nefiidin starfar í fullu samlyndi við efinahagsnefiid forsætisráðherra" - segir Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins Síðastliðinn miðvikudag voru bandarískir fískkaupendur í heimsókn í ÚA voru þeir að skoða fyrirtækið og kynna sér starfsemi þess. Mynd: tlv sóknarmenn munum einbeita okkur að efnahagsmálunum í þessum mánuði, þannig að ég get ekkert sagt ennþá til um hvenær verður kallað til fundar mið- stjórnar flokksins,“ sagði Stein- grímur Hermannson formaður Framsóknarflokksins í samtali við Dag. AP Malbikun á Siglufirði: Áeftir áætlim vegna veðurs Miklar malbikunarframkvæmd- ir standa yfír á Siglufírði. Núna eru um 39% gatna í bænum lagðar bundnu slitlagi en eftir sumarið verða malbikaðar göt- ur um 59-64%. Verið er að vinna við 5 götur að sögn ísaks Ólafssonar bæjar- stjóra. Framkvæmdir eru þó tíu dögum á eftir áætlun vegna rign- inganna um daginn. Gatnagerðargjöld Siglufjarð- arbæjar voru um 24,5 milljónir en einhver breyting mun hafa verið gerð á reglugerð varðandi þau í vor. „Þessi breyting var ein- göngu í sambandi við álagning- una á tvíbýlishús. Mönnum þótti fullmikill munur á þeim og ein- býlishúsum," sagði Isak. KR Leiðrétting Hér með leiðréttist að það var Smári Ólafsson sem lenti í 4. sæti á útihraðskákmóti Skákfélags Akureyrar og Hljóðbylgjunnar en ekki Magnús Teitsson. Smári hlaut 7 vinninga á mótinu. SS Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra segir að nefnd sú sem Framsóknarflokkurinn hefur skipað til að móta aðgerðir í efnahagsmálum starfí í fullu samlyndi við efna- ekkert enn ákveðið um miðstjórnarfund hagsnefnd þá sem forsætisráð- herra skipaði. „Við erum ekki með skipun þessarar nefndar að lýsa van- trausti á efnahagsnefnd forsætis- ráðherra, enda starfar Jón Sig- Húsavík: Bflastæði malbikuð Rúmlega sex þúsund fermetrar voru malbikaðir á Húsavík í júlí, um var að ræða bílastæði, aðkeyrslur og plön við fyrir- tæki og fjölbýlishús. Malbikið var keypt frá Malbikunarstöð Akureyrar en Bifreiðastöð Húsavíkur sá um framkvæmd verksins og undirbúningsvinn- una í fyrrasumar. Stærsti hluti malbikunarfram- rúmlega 6000 fm kvæmdanna var á vegum Kaup- félags Þingeyinga. Alls voru 3500 fm af malbiki lagðir á vegum fyrirtækisins, austan við aðal- verslunarhús þess, olíusölu og mjólkurstöð. Við fjölbýlishús við Grundargarð voru lagðir 1300 fm af malbiki, 800 fm við dvalar- heimili aldraðra, Hvamm og einnig var lagt malbik við hús Korra hf., Búrfells hf. og Bíla- leigu Húsavíkur. IM Meóal þess sem nialbikað hefur verið á Húsavík í sumar eru bílastæðin fyrir framan Kaupfélag Þingeyinga. Mynd: im urðarson fulltrúi Framsóknar- flokksins í þeirri nefnd af fullum hug og er okkur einnig innan handar,“ sagði Steingrímur Her- mannsson í samtali við Dag. Steingrímur telur ekkert óeðli- legt að Framsóknarmenn skipi nefnd til að skila inn tillögum um úrbætur í efnahagsmálum. „Forsætisráðherra gaf frest til mánaðamóta og það er sá tími sem við höfum sett okkur til að leggja fram hugmyndir okkar,“ sagði ráðherrann. Hann benti líka á að hinir stjórnarflokkarnir væru með einhvers konar nefndir í gangi vegna efnahagsmálanna og því væri ekkert óeðlilegt að framsóknarmenn gerðu slíkt hið sama. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að fulltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar verði kallaðir á fund þessarar nefndar fljótlega og þar að auki muni nefndar- menn ræða við fulltrúa annarra launþega í landinu. í þessari efnahagsnefnd eiga sæti Steingrímur Hermannsson, Jón Kristjánsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Arnar Bjarna- son, Margeir Daníelsson, Hall- dór Guðbjarnarson, Hermann Sveinbjörnsson, Finnur Ingólfs- son og Gunnlaugur Sigmunds- son. í sambandi við miðstjórnar- fund Framsóknarflokksins sem fyrirhugaður var í byrjun sept- ember sagði Steingrímur að enn væri ekki komin ákveðin dag- setning á þann fund. „Við fram- Akureyri: Bæjarbúar tefla fyrir fegrun bæjarins Nokkuð virðist vera um að bæjarbúar losi moldarefni og ýmislegt annað á svæði sem verið er að rækta upp á vegum bæjarins. Arni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri sagði þetta vera nokkuð hvim- leitt sérstaklega þar sem bann- að væri með öllu að losa efni innan bæjarlandsins nema með leyfi. „Það er mjög slæmt að bæjar- búar skuli gera þetta,“ sagði hann. „Þarna er grófum moldar- efnum með grjóti sturtað inn á svæði sem verið er að rækta upp. Með þessu er tafið fyrir fegrun bæjarins, auk þess sem það kost- ar okkur stórfé að fjarlægja þessi efni.“ Árni nefndi sem dæmi sjúkra- húslóðina sem verið væri að rækta upp. Þar inn á var sturtað grjótefni sem ómögulegt er að hafa saman við ræktunarlagið og olli það miklum vandræðum. Hann vildi koma því á fram- færi að ef menn, bæði einstakl- ingar og fyrirtæki þyrftu að losna við mold að hafa þá samband við annaðhvort garðyrkju- eða tæknideild Akureyrarbæjar. Þá væri þeim beint á þann stað sem efnið nýttist sem best. „Við get- um tekið á móti öllum moldar- efnum en viljum ráða hvar þau fara niður. Múrbrot og afgangar úr görðum sem oft hafa verið los- uð hér og þar eiga aftur á móti heima á haugunum," sagði Árni Steinar. KR Suður-Þingeyj arsýsla: Skógardagur á sunnudag Skógræktarfélag Suður-Þing- eyinga efnir til skógardags nk. sunnudag. Öllum er velkomið að mæta í skrúðgarðinn á Húsavík kl. 10:00 um morgun- inn, byrjað verður á að skoða skógrækt Húsvíkinga undir leiðsögn Hjartar Tryggvasonar en síðan farið í Fossselsskóg þar sem Friðgeir Jónsson leið- beinir hópnum. Að sögn Hólmfríðar Péturs- dóttur í Víðihlíð er tilgangur slíkra skógardaga að auka áhuga á skógrækt með því að skoða hvað verið er að gera í ræktun- armálunum undir leiðsögn heimamanna og kynnast fólki með áhuga á skógrækt. Á undan- förnum árum hefur félagið m.a. gengist fyrir skoðunarferðum í Fnjóskadal og Eyjafjörð. Hólm- fríður sagði að ákaflega jákvætt væri að taka þátt í skógræktar- starfinu og ótrúlega mikið hefði verið gert þrátt fyrir allt. Aðal- starf skógræktarfélagsins er að vinna að ræktun í Fossselsskógi og starfið er farið að bera ávöxt því 600 jólatré fengust úr skógin- um sl. vetur. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.