Dagur - 12.08.1988, Qupperneq 13
12. águst 1988 - DAGUR - 13
wmmmmi
Afgreiðsla - Saumakona
Vantar starfskrafta á aldrinum 18-35 ára til
afgreiðslustarfa í tískuvöruverslun. Um er að ræða
heilsdagsstarf og eitt hálfsdagsstarf. Umsækjendur
þurfa að hafa mikinn áhuga fyrir fatnaði og helst van-
ir afgreiðslu.
Ennfremur óskast vön saumakona til fatabreyt-
inga ca. 50-60% starf. Áhugasamir vinsamlegast
leggið inn nöfn og símanúmer ásamt upplýsingum
um fyrri störf, á afgreiðslu Dags fyrir 25. þ. mán.
merkt „Áhugasamur(söm).
Vopnafjörður:
Lagerstarf
Framtíðarstarf
Óskum eftir að ráða starfsmann á lager allan
daginn. Æskilegur aldur 20-40 ár.
Símavarsla
Okkur vantar einnig nú þegar starfsmann við
símavörslu 3 tíma á dag.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra, sími 21900 (220).
Alafoss hf., Akureyri.
Seláin hefur verið gjöful að undanförnu.
Mynd: -ám.
Eyjaprður:
Námskeið í hestaíþróttimi
haldið að Melgerði
Dagana 16.-19. ágúst verður
haldið námskeið í hestaíþrótt-
um að Melgerði í Eyjafirði.
Námskeið þetta er haldið á
vegum ferðaþjónustunnar
Öldu sem er hiutaféiag í eigu
íbóa hreppanna sunnan Akur-
■eyrar. Þetta er fyrsta nám-
skeiðið sem Alda stendur fyrir
en hlutafélagið hefur aðallega
séð um rekstur hestaleigu og
tamningastöðvar auk þess sem
það tekur hesta í umboðssölu.
Einnig er verið að koma upp
gistiaðstöðu á vegum Öldu hf.
Jónas Vigfússon sem er for-
maður stjórnar Öldu hf. sagði að
námskeiðið væri góður undirbún-
ingur fyrir bikarmót Norðurlands
sem haldið verður á Melgerðis-
melum 20.-21. ágúst. „Nám-
skeiðið er hugsað fyrir vana
knapa og þá eins konar æfinga-
búðir fyrir bikarmótið. En það er
auðvitað opið öllum sem hafa
áhuga á hestaíþróttum og vilja
æfa sig og kynnast þeim.“
Námskeiðið sem er bæði verk-
legt og bóklegt mun taka um 10
tíma og bjóst Jónas við að því
yrði skipt í fleiri en einn hóp.
Kennari er Sigurbjörn Bárðarson
en hann er núverandi íslands-
meistari í hestaíþróttum og ætti
kennslan því að vera góð.
Til allra hestamannafélaga var
sent bréf um námskeiðið en það
hefur einnig verið auglýst í fjöl-
miðlum og bjóst Jónas því við að
þátttakan yrði nokkuð góð.
„Ef þetta námskeið gengur vel þá
viljum við gjarnan halda fleiri en
það verður þó að fara eftir eftir-
spurn.“ KR
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður, ömmu og tengdamóður,
GUÐLAUGAR ÖNNU GUNNLAUGSDÓTTUR,
Sæbóli Dalvík.
Haukur Tryggvason,
börn, tengdabörn og barnabörn.
- fékk 125 laxa á fjórum dögum
Veiði í Selá í Vopnafirði hefur
verið með ágætum undanfarna
daga. Komnir eru 665 laxar á
land, þar af 550 á neðra svæð-
inu. Holl sem hætti veiðum í
gær fékk 66 laxa eftir 4 daga en
fyrir skömmu var sett met í
Selánni þegar hollið fékk 125
laxa á fjórum dögum.
Að sögn Lilju Kolbeinsdóttur
framreiðslukonu í veiðihúsinu
Hvammsgerði við Selá var mesta
veiði hjá fjögurra daga holli síðasta
sumar rúmlega 100 laxar. Fiskur-
inn að undanförnu hefur verið í
smærra lagi. Stærsti lax sem kom-
inn er á efra svæði árinnar er 22
pund en á neðra svæðinu hafa
komið tveir 19 punda fiskar
stærst. Veiði á neðra svæðinu
lýkur 10. sept og síðasti veiðidag-
ur á efra svæði er 16. sept.
✓
Hægist um í Laxá á Asum
Eftir mokveiði í Laxá á Asum í
sumar hefur hægst um. Nú eru
komnir á land 1352 laxar en á
sama tíma í fyrra voru þeir 931.
Heildarveiði í ánni í fyrra var
1168 fiskar þannig að ljóst má
vera að veiði sumarsins verður
töluvert meiri en í fyrra.
Að sögn Sólveigar Friðriks-
dóttur, veiðivarðar í Laxá á
Refasveit, hefur veiðin verið
dræm síðustu vikuna. 81 hefur
veiðst í ánni en veiðinni lýkur
þann 10. september.
Veiðst hafa 59 laxar í Hallá á
Skaga í sumar. Þá eru 25 laxar
komnir á land úr Fremri Laxá á
Ásum og 1737 silungar.
Miðfjarðaráin lífleg
Böðvar Sigvaldason hjá Veiði-
félagi Miðfjarðarár segir að veiði
hafi gengið nokkuð vel að undan-
förnu. „Við erum komnir með
um 1400 fiska eða ,um það bil
helmingi meira en á sama tíma í
fyrra. Af þessu eru um 10% af
merktum fiski þ.e. fiski sem
sleppt hefur verið úr kvíum eða
tjörnum. í fyrra fengum við mik-
inn stórfisk en hins vegar hefur
verið mikið af smáfiskinum í ár.
Uppistaðan er ársgamall fiskur
en lítið hefur verið af tveggja ára
fiski,“ segir Böðvar.
Fluguveiðitímabilið hætti þann
7. ágúst en misjafnt hefur verið
hvað fiskurinn tekur. Böðvar
segir að stærsti fiskur hingað til sé
18,5 pund.
„Það eru göngur í ánni og tölu-
vert af fiski, aðeins dagamunur
hvað fiskurinn tekur. Við fengum
ágætan kipp í ána um daginn þeg-
ar veiddust 166 laxar á þremur
dögum. Þá hefur vakið athygli
okkar hversu vel hefur veiðst af
laxi á silungasvæðinu neðarlega í
ánni. Þar eru komnir 30-40 laxar
á land en þetta er svæði sem hing-
að til hefur ekki gefið vel af sér,“
segir Böðvar Sigvaldason.
Slæm vatnsstaða í
Yíðidalsá
Hiti og sól hefur valdið tregðu í
veiðinni í Víðidalsá síðustu daga.
Vatnsstaðan er farin að versna í
ánni enda lítið rignt á svæðinu
síðustu daga. Nú eru komnir
1230 laxar á land úr ánni. JÓH
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5
Metholl í Selánni