Dagur - 12.08.1988, Page 14
,1
14 - DAGUR - 12. águst 1988
Heslamenn
ATH!
Hrossamarkaður verður á sunnudag 14. ágúst á
Aöalboli í Aðaldal.
Seld verða efnileg trippi frá 1-5 vetra, á góðu
verði.
FRAMSÓKNARMENN
AKUREYRI
Bæjarmálafundur
Mánudaginn 15. ágúst kl. 20.30 í Hafnarstræti
90.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar 16. ágúst rædd og
önnur mál.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
á neðangreindum tíma:
Hótel Húsavík viö Ketilsbraut,
þingl. eigandi Hótel Húsavík,
fer fram í skrifstofu embættisins
Húsavík miövikud. 17. ágúst
’88 kl. 10.40.
Uppboðsbeiöandi er innheimtu-
maður ríkissjóös.
Túngötu 9a, Grenivík, þingl.
eigandi Þorsteinn Þórhallsson,
fer fram í skrifstofu embættisins
Húsavík miövikud. 17. ágúst
'88 kl. 10.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Veö-
deild Landsbanka íslands og
innheimtumaður ríkissjóðs.
Laugarholti 3c, Húsavík, þingl.
eigandi Hermann Jónasson, fer
fram í skrifstofu embættisins
Húsavík miðvikud. 17. ágúst
'88 kl. 11.00.
Uppboðsbeiðandi er Innheimtu-
stofnun sveitarfélaga.
Tjarnarholti 6, Raufarhöfn,
þingl. eigandi Ólafur H. Helga-
son, fer fram í skrifstofu
embættisins Húsavík miðvikud.
17. ágúst ’88 kl 11.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Veð-
deild Landsbanka (slands og
Örlygur Hnefill Jónsson hdl.
Verslunarhúsi KNÞ, Kópaskeri,
þingl. eigandi Kaupfélag N.-
Þingeyinga, fer fram í skrifstofu
embættisins Húsavík miðvikud.
17. ágúst '88 kl. 11.20.
Uppboðsbeiöandi er innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Aðalbraut 61, Raufarhöfn,
þingl. eigandi Agnar Indriðason,
fer fram f skrifstofu embættisins
Húsavík miðvikud. 17. ágúst
'88 kl. 11.30.
Uppboðsbeiðandi er innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu.
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í skrifstofu embættisins,
á neðangreindum tíma:
Naustum, við Húsavíkurhöfn,
þingl. eigandi Naustir hf., fer
fram í skrifstofu embættisins
Húsavík fimmtud. 18. ágúst ’88
kl 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Lands-
banki íslands, Byggðastofnun
og Sigurmar Albertsson hdl.
Austurvegi 4, Þórshöfn, talinn
eigandi Jón Stefánsson, fer
fram í skifstofu embættisins
Húsavík fimmtudag 18. ágúst
’88 kl. 10.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Vil-
hjálmur H. Vilhjálmsson hdl.,
Gunnar Jónsson hdl. og Björn
Ólafur Hallgrímsson hdl.
Sveinbjarnarg. 2c. Svalb.str.,
þingl. eigandi Jónas Halldórs-
son, fer fram í skrifstofu
embættisins Húsavík fimmtud.
18. ágúst '88 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Byggðastofnun, Iðnlánasjóður
og innheimtumaður ríkissjóðs.
Fiskeldishúsi á Haukamýri,
þingl. eigandi Fiskeldi hf., fer
fram í skrifstofu embættisins
Húsavík fimmtud. 18. ágúst '88
kl. 11.10.
Uppboðsbeiðendur eru:
Byggðastofnun og Sigríður
Thorlacius hdl.
Aðalbraut 45, Raufarhöfn,
þingl. eigandi Anton Sigfússon,
fer fram í skrifstofu embættisins
Húsavík fimmtud. 18. ágúst '88
kl. 11.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Trygg-
ingastofnun ríkisins, Veðdeild
Landsbanka íslands og Magnús
Norðdahl hdl.
Túnsbergi, Svalbarðsstrandar-
hreppi, þingl. eigandi Sveinberg
Laxdal, fer fram í skrifstofu
embættisins Húsavík fimmtud.
18. ágúst ’88 kl 11.40.
Uppboðsbeiðendur eru: Inn-
heimtumaður ríkissjóðs, Stofn-
lánadeild landbúnaðarins og
Ásgeir Thoroddsen hdl.
Sveinbjarnargerði 2, Svalb.,
þingl. eigandi Jónas Halldórs-
son, fer fram í skrifstofu,
embættisins Húsavík fimmtud.
18. ágúst ’88 kl. 11.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Búnaö-
arbanki íslands, Brunabótafé-
lag íslands, Sigríður Thorlacius
hdl. og Árni Pálsson hdl.
Sveinbjarnargerði 1, Svalb.str.,
þingl. eigandi Haukur Halldórs-
son, fer fram í skrifstofu
embættisins Húsavik miðvikud.
17. ágúst '88 kl. 10.30.
Uppboðsbeiöendur eru: Inn-
heimtumaður ríkissjóös og
Ólafur B. Árnason hdl.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Ferðafélag Akureyrar:
Ferð um
helgina
Næstu vikur verða farnar nokkr-
ar ferðir á vegum Ferðafélags
Akureyrar.
Á morgun verður farið í Ingólfs-
skála og Laugafell og komið til
baka á sunnudag. 19.-21. ágúst
verður farið í Dynjufalladal. 27.-
28. ágúst veður farið í Fjörður og
3.-4. september á Eyvindarstaða-
heiði.
Allar upplýsingar fást á skrif-
stofu félagsins, Skipagötu 13.
Síminn er 22720.
Kaffisala
að Hólavatni
á swinudag
Kaffisala verður í Sumarbúðum
KFUM og KFUK að Hólavatni
sunnudaginn 14. milli kl. 14.30
og 18.00. í sumar hafa tveir hóp-
ar drengja og tveir hópar stúlkna
dvalið að Hólavatni undir stjórn
Björgvins Jörgenssonar og Þór-
eyjar Sigurðardóttur. Venja er
að sumarstarfinu ljúki með kaffi-
sölu sem er mikilvægur þáttur
þess. Kaffisalan er liður í fjár-
öflunarstarfi félaganna og hún
gefur einnig velunnurum starfsins
og öðrum tækifæri til að koma að
Hólavatni, skoða sumarbúðirnar
sem eru í mjög fallegu umhverfi,
hittast og talast við. Kaffisala á
Hólavatni hefur verið mjög vel
sótt undanfarin ár og greinilegt er
að margir líta á það sem fastan
þátt að aka fram Eyjafjörðinn á
sunnudagseftirmiðdegi í ágúst og
fá sér kaffi að Hólavatni.
Laxdalshus
laugardagskvöldið
13. ágúst
Kvöldseðill
Villisveppasúpa
Sjávarréttaspúpa
Laxarós með eggjahræru
Hvítlaukssteiktir sniglar
Karrýsteiktur skötuselur
Rjómasoðin lúða með púrrulauk
Smjörsteikt rauðspretta með
grænmetisstrimlum
Soðinn lax með agúrkusalati
Lambaburrsteik með piparsósu
Gráðostfyllt grísalund með
bakaðri kartöflu
Purtvínsoðnar svartfuglsbringur
Nautasteik hússins með
fylltri kartöflu
fsdúett með heitri súkkulaðisósu
Banani með karmellusósu
Ávaxtaspjót sælkerans
Kaffihlaðborð
sunnudaginn
14. ágúst
kl. 14.00-17.00
íþróttir
Helgi Þór Helgason verður meðal keppenda á Norðurlandsmótinu.
Akureyrarvöllur um helgina:
Norðurlandsmótið í
frjálsum íþróttum
Norðurlandsmótið í frjáisum
íþróttum fer fram á Akureyr-
arvelli nú um helgina. Mótið
hefst kl. 14 á morgun og því
verður fram haldið kl. 11 á
sunnudag. 6 félög hafa skráð
keppendur á mótið en þau eru
UNÞ, HSÞ, UMSS, USAH,
UFA og UMSE sem jafnframt
sér um framkvæmd mótsins.
Keppt verður í 29 greinum á
þessum tveimur dögum. Búast
má við skemmtilegri keppni en
margir kunnir íþróttamenn munu
leiða þarna saman hesta sína.
Meðal keppenda má nefna spjót-
kastarann Sigurð Matthíasson úr
UMSE, Gísla Sigurðsson UMSS
sem skráður er í keppni í stang-
arstökki, kastarana Helga Þór
Helgason og Guðbjörgu Gylfa-
dóttur úr USAH auk margra
annarra ágætra og efnilegra
íþróttamanna. JHB
Akureyri:
Öldungameistaramót
íslands í golfi
Öidungameistaramót íslands í
golfi fer fram á golfvellinum að
Jaðri um helgina. Mótið verð-
ur sett í dag kl. 8.45 og keppn-
in sjálf hefst stundarfjórðungi
síðar. Metþátttaka verður í
mótinu að þessu sinni því rúm-
lega 100 keppendur hafa skráð
sig til leiks.
Keppt verður
tveimur
flokkum, karla- og kvennaflokki.
Heimild til þátttöku í karlaflokki
hafa allir sem orðnir eru 55 ára
og eldri. Leiknar verða 54 holur
án forgjafar en forgjöfin gildir á
36.
Heimild til þátttöku í kvenna-
flokki hafa konur sem orðnar eru
50 ára og eldri. Þær munu leika
36 holur með og án forgjafar.
Mótinu lýkur á sunnudag. JHB
Fmrnita Reykjavíkur-
maraþonið
Þann 21. ágúst nk. fer fram 5.
Reykjavíkurmaraþonið. Flest-
ir ættu nú að vera komnir í
góða æfingu fyrir þá vegalengd
sem þeir ætla sér að keppa í en
þær eru 7 km, hálf-maraþon og
maraþon.
í fyrra hlupu tæplega eitt þús-
und manns en í ár er stefnt að því
að gera hlaupið enn stærra.
Verðlaunapeningar verða veittir
öllum þeim sem ljúka hlaupinu til
minningar um unnið afrek.
Hlaupurum er bent á að skrá
sig sem fyrst til að auðvelda
mótshöldurum undirbúning.
Skráning fer fram hjá Ferða-
skrifstofunni Úrvali í síma 28522.
Henni lýkur 15. ágúst.