Dagur - 12.08.1988, Page 15
12. ággst 1988 - DAGUR - 15
Undanúrslit Mjólkurbikarsins:
Frábær vöm ÍBK
varð banabiti Leifturs
- Keflvíkingar sigruðu 1:0 og mæta Valsmönnum í úrslitum
Það voru ánægðir Keflvíkingar
sem héldu heim frá Olafsfirði í
gærkvöld eftir að þeim tókst
að tryggja sér sæti í úrslitum
Mjólkurbikarsins með einu
marki sem þeir skoruðu á
fyrstu mínútum leiksins.
Leikurinn var ágætlega spilað-
ur, sérstaklega af hálfu heima-
manna sem áttu hann nánast
allan þrátt fyrir að þeir hafí
ekki náð að skapa sér fleiri
færi en gestirnir. Það má því
segja að úrslitin hafí verið
sanngjörn þrátt fyrir gang
leiksins því í fótbolta skiptir
máli að skora mörk.
ÍBK fékk fljúgandi byrjun og
skoraði strax á 8. mínútu. Liðið
átti þá góða sókn, Leiftursmönn-
um tókst ekki að hreinsa frá og
boltinn barst til Grétars Einars-
sonar sem skaut þrumuskoti efst í
markhornið, óverjandi fyrir Þor-
vald Jónsson markvörð.
Markið kom eins og köld
vatnsgusa framan í Leiftursmenn
en upp úr miðjum hálfleiknum
fóru þeir að hressast, eða eftir að
Þorsteinn Geirsson sendi stungu-
sendingu á Hörð Benónýsson
sem skaut beint á Þorstein
Bjarnason, markvörð ÍBK. Það
sem eftir var sóttu heimamenn
nær látlaust en sterk vörn Kefl-
víkinga bægði öllum hættum frá
markinu.
Leiftursmenn hófu síðari hálf-
leik með látum og pressuðu lát-
laust að marki ÍBK. Þeir fengu
færi á 57. mínútu er Hörður Ben-
ónýsson skallaði fyrir mark ÍBK.
Þar voru þrír Leiftursmenn en
enginn þeirra náði til boltans. A
63. mínútu átti Lúðvík Bergvins-
son þrumuskot en rétt framhjá.
Pressa heimamanna hélt áfram
það sem eftir lifði leiksins en fær-
in létu á sér standa. Keflvíkingar
fengu nokkrar skyndisóknir en
engin umtalsverð færi. Gústaf
Ómarsson átti síðasta orðið í
leiknum er hann sendi háan bolta
utan af kanti fyrir mark ÍBK en
knötturinn datt rétt framhjá
2. flokkur Þórs tapaði fyrir
Stjörnunni, 1:2, þegar liðin
mættust í Islandsmótinu í
knattspyrnu á Akureyri á
þriðjudagskvöld. Leikurinn
fór fram við mjög góðar
aðstæður en þrátt fyrir það var
lítið um góða knattspyrnu og
Þórsarar áttu einn af slakari
leikjum sínum í sumar.
Leikurinn var í járnum framan
af en Þórsarar voru þó öllu meira
með boltann, eins og reyndar all-
stönginni fjær og það voru mjög
vonsviknir Leiftursmenn sem
gengu af velli í leikslok.
Keflvíkingar geta fyrst og
fremst þakkað það sterkri vörn
að þeir báru sigur úr býtum í
leiknum. Erfitt er að taka einn
mann sérstaklega út en öll vörnin
stóð sig frábærlega. Gústaf
Ómarsson og Þorsteinn Geirsson
voru bestir heimamanna. Dómari
var Sveinn Sveinsson og dæmdi
hann erfiðan leik með ágætum.
ÓH
an leikinn. Það voru þó Stjörnu-
menn sem náðu forystunni á 30.
mínútu þegar knötturinn datt í
markið eftir þversendingu. Stað-
an í leikhléi var 1:0.
Stjarnan bætti við öðru marki á
65. mínútu og var það látið
standa þrátt fyrir megnan rang-
stöðufnyk. Þórir Áskelsson
minnkaði muninn fyrir Þór á 83.
mínútu og í kjölfarið fylgdu tvö
dauðafæri Þórsara. En boltinn
vildi ekki í netið og Þórsarar
urðu að sætta sig við ósigur. JHB
Knattspyrna 2. flokkur:
Þórsarar töpuðu
fyrir Stjömunni
Knattspyrna 4. deild:
Kormákur treystí stöðu
sína á toppi riðilsins
er liðið sigraði Eflingu
Heil umferð fór fram í D-riðli
4. deildar íslandsmótsins í
knattspyrnu á miðvikudags-
kvöldið. Efling og Kormákur
léku á Laugavelli, Æskan og
HSÞ-b á Svalbarðseyri og
Vaskur og Neisti á Akureyr-
arvelli. Kormákur sigraði Efl-
ingu og treysti þannig stöðu
Staðan
4. deild, D-riðill
Úrslit í 12. umferð:
Efling - Kormákur 0:1
Æskan - HSÞ-b 2:2
Vaskur - Neisti 3:3
Kormákur 10 6-2-2 17:11 20
HSÞ-b 10 4-5-1 25:16 17
Neisti 10 3-4-3 17:16 13
Æskan 8 3-2-3 18:17 11
Vaskur 9 2-3-4 13:18 9
UMSE-b 7 2-2-3 10:13 8
Efling 9 2-2-5 10:18 8
sína á toppi riðilsins en jafn-
tefli varð í hinum leikjunum
tveimur.
Efling - Kormákur
Leikurinn var jafn og skemmti-
legur þrátt fyrir að lítið væri um
opin marktækifæri. Hvorugu
liðinu tókst að skora í fyrri hálf-
leik og lengi vel leit út fyrir að
leiknum myndi ljúka með
markalausu jafntefli. Á loka-
mínútunum gerðist hins vegar
markvörður Eflingar brotlegur
inni í eigin vítateig og víta-
spyrna var dæmd sem Grétar
Eggertsson skoraði úr og
tryggði liði sínu þannig sigur-
inn.
Æskan - HSÞ-b
Leikur Æskunnar og HSÞ-b var
mjög kaflaskiptur. Heimamenn
byrjuðu betur og voru mun
sterkari aðilinn í fyrri hálfleikn-
um. Þeir náðu tveggja marka
forystu með mörkum Arnars
Kristinssonar og Baldvins Hall-
grímssonar og þannig var stað-
an í leikhléi.
1:0
í síðari hálfleiknum snérist
dæmið við og gestirnir náðu
undirtökunum. Þeir náðu að
jafna leikinn með mörkum
þeirra Jóhanns Pálssonar og
Ófeigs Fanndal og undir lokin
bættu þeir þriðja markinu við.
Það var hins vegar dæmt af
vegna rangstöðu og úrslitin því
sanngjarnt jafntefli þegar á
heildina er litið.
Vaskur - Neisti
Þessi leikur var opinn og
skemmtilegur og einkenndist af
mikilli baráttu. Hann var nokk-
uð kaflaskiptur og komust leik-
menn Vasks í 2:0 með mörkum
þeirra Sigurðar Skarphéðins-
sonar og Gunnars Berg. En
Neistamenn gáfust ekki upp og
Björn Sigtryggsson og Höskuld-
ur Héðinsson skoruðu sitt
markið hvor fyrir hlé og jöfn-
uðu þannig leikinn. í síðari
hálfleiknum bætti hvort lið við
einu marki og úrslitin urðu 3:3.
Það var Höskuldur Héðinsson
sem skoraði fyrir Vask og Birgir
Þórðarson fyrir Neista. JHB
--
Ein margra sóknarlota Leifturs rennur út í sandinn. Halldór Guðmundsson
sækir að marki Keflvíkinga en Þorsteinn Bjarnason er búinn að góma
knöttinn. Mynd: TLV
Sauðárkrókur:
Króksmót í
knattspymu
Það verða um 170 pollar og
hnátur sem munu elta tuðru á
Sauðárkróki um helgina á
Króksmótinu. Það er Tinda-
stóll sem sér um framkvæmd
mótsins og þeir flokkar sem
munu keppa eru 7., 6. og 5.
flokkur. Auk heimamanna
munu Blöndósingar, Hofsós-
ingar, Ólafsfírðingar og Dal-
víkingar senda lið til keppni og
jafnvel frá fleiri stöðum þar
sem óvíst var með þátttöku
fleiri liða í 7. flokki.
Keppendur munu mæta á
Krókinn í kvöld og byrja á því að
fá frítt inn á leik Tindastóls við
ÍBV í 2. deildinni. Króksmótið
hefst svo á morgun og heldur
áfram á sunnudag. Leikið verður
á 3 völlunt á Nöfunum, 2 vellir
verða á Marteinstúni og einn á
Skallaflöt. Foreldrar krakkanna í
Tindastól hafa tekið virkan þátt í
undirbúningi fyrir mótið og
munu sjá um griílveislu og kvöld-
vöku í Grænuklauf á laugardags-
kvöld fyrir keppendur á Króks-
mótinu.
Verðlaun verða svo afhent í
mótslok á sunnudag og fá allir
keppendur viðurkenningarspjöld.
Stefnt er að því að gera Króks-
mótið að árvissum viðburði, en í
fyrra hélt Tindastóll afmælismót í
tilefni 80 ára afmælis félagsins
þar sem 180 pollar kepptu, og var
það kveikjan að Króksmótinu í
ár. -bjb
5. og 6. flokkur Tindastóls saman komnir ásaint þjálfara sínum Árna Ólafs-
syni. Þessir flokkar verða á fleygiferð um helgina á Króksmótinu, ásamt
jafnöldrum sínum víðs vegar af Norðurlandi.