Dagur - 24.08.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 24.08.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. ágúst 1988 Skagaströnd: Fjárlagabeiðnir fyrir næsta ár afgreiddar - Qárhæð samtals 16 milljónir Hreppsnefnd Höfðahrepps hef- ur samþykkt fjárlagabeiðnir fyrir árið 1989 að fjárhæð 16 millj. króna. Áhersla er lögð á fjárveitingar til framkvæmda við Skagastrand- arhöfn og hljóða beiðnirnar upp á 7 milljónir til uppgjörs vegna dýpkunar á höfninni frá árinu 1988 og tvær milljónir vegna aðstöðu fyrir smábáta. Farið er fram á eina milljón króna vegna gatnagerðar og skipulags, 2 milljónir vegna áframhaldandi framkvæmda við leikskóla, vegna grjótvarnar við Fjörubraut 3 milljónir og til byrj- unarframkvæmda við skóla- stjórabústað 1 milljón króna. fh Norrænir bankamenn með ráðstefiiu Fjölmenni var við athöfnina að Örlygsstöðum og hér er Halldór Þ. Jónsson sýslumaður Skagafjarðarsýslu að halda ræðu. Örlygsstaðir: Fjölmenni við afhjúpim minnisvarðans - 750 ár liðin sl. sunnudag frá Örlygsstaðabardaga Rösklega eitt hundrað norrænir bankamenn sitja fræðsluráð- stefnu í Reykjavík dagana 24,- 26. þessa mánaðar. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Góð starfs- menntun - besta atvinnuöryggið. Fjölmörg erindi verða flutt um störf bankamanna, menntun þeirra og starfsþjálfun. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður Anker Jörgensen, fyrrver- andi forsætisráðherra Danmerk- ur, og flytur hann erindi um Norðurlöndin og önnur Evrópu- lönd, Evrópubandalagið, sam- skipti Norðurlanda og annarra Evrópulanda á sviði efnahags- og atvinnumála o.fl. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra flytur erindi við upphaf ráðstefnunnar og fjallar meðal íslenska landsliðið í hand- knattleik hefur sungið inn á hljómplötu og kom hún í annars um þjóðfélagsleg viðhorf til bankaþjónustu og menntunar bankamanna. Fulltrúar allra Norðurland- anna leggja fram efni til umfjöllunar og að auki talar Thi- erry Noyelle, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Columbiaháskóla í Bandaríkjunum. Hann reifar niðurstöður nýrrar skýrslu Efna- hags- og þróunarstofnunarinnar um þróun þjónustu banka og annarra fjármála- og viðskipta- stofnana. Norræna bankamannasam- bandið skipuleggur ráðstefnuna með aðstoð Sambands íslenskra bankamanna. Á dagskránni eru m.a. heimsóknir í Bankamanna- skólann, Seðlabanka íslands og fræðsluiniðstöð Landsbanka íslands í Selvík. verslanir í gær. Það er hljóm- plötuútgáfan Stcinar sem gefur plötuna út og ailur ágóði Sl. sunnudag voru liðin 750 ár frá því að Orlygsstaðabardagi var háður og í tilefni þess var minnisvarði aflijúpaður með athöfn að Örlygsstöðum. Fjöl- menni var viðstatt athöfnina í góðu veðri. Það var sýslumað- ur Skagafjarðarsýslu, Halldór af útgáfunni rennur til farar íslenska landsliðsins á Ólymp- íuleikana í Seuol. Þ. Jónsson, sem afhjúpaði minnisvarðann. Á honum stendur: Fjörbrot þjóðveldis- ins - Örlygsstaðabardagi 21. ágúst 1238. Athöfnin hófst með því að Halldór Þ. Jónsson sýslumaður flutti ávarp og lýsti m.a. aðdrag- anda að því að minnisvarði væri reistur á Örlygsstöðum. Því næst talaði Gunnar Gíslason, en hann er formaður menntamálanefndar Skagafjarðarsýslu sem hafði veg og vanda af því að láta reisa minnisvarðann og var það sýslu- nefnd sem fól henni það. Gunnar þakkaði þeim aðilum sem áttu hlut að máli og afhenti Halldóri sýslumanni minnisvarðann til afhjúpunar. Áð lokinni afhjúpun flutti Jón Torfason frá Torfalæk, sagnfræð- ingur, fróðlegt erindi um Örlygs- staðabardaga og aðdraganda hans. Athöfninni að Örlygsstöð- um lauk með því að kór undir stjórn Stefáns Gíslasonar söng nokkur lög. Auk minnisvarðans, sem er stuðlabergsdrangur, verður sett upp við gerðið á Örlygsstöðum vettvangskort á álplötu af Örlygs- staðabardaga sem fengið er úr Sturlunguútgáfu bókaforlagsins Svart á hvítu. Umsjón með þessu hafði Jón Gauti Jónsson á Sauð- árkróki. Verður kortið sett í vörðu og látið standa stutt frá minnisvarðanum. Meiningin er að gera veg upp að gerðinu á Örlygsstöðum, þannig að ferða- fólk á að geta farið þarna og skoðað þennan fræga sögustað. -bjb Nýstárleg plötuútgáfa: „Við gerum okkar besta“ - syngja strákarnir í handboltalandsliðinu Islenska handknattleikslandsliðið, ásamt Ladda. Svo sem sjá má eru margir liðtækir gítarleikarar í hópnum! Það er Valgeir Guðjónsson sem semur og syngur lagið „Við gerum okkar besta“ ásamt Ladda og svo auðvitað íslenska landslið- inu. Stefnan var strax tekin á að gera vandaða útgáfu af laginu, sem ekki aðeins yrði íslenska landsliðinu til hvatningar og sóma heldur myndi útgáfan einn- ig endurspegla þá kunnáttu og hæfileika sem eru til staðar hjá þeim aðilum sem starfa við sköp- un og útgáfu íslenskrar tónlistar. Til þess að sýna fram á fjöl- breytni og möguleika þá sem fyr- ir hendi eru við gerð eins lags var ákveðið að hafa þrjár mismun- andi útgáfur af laginu. Aðalútgáfa lagsins heitir „Ger- um okkar besta“ og er sungin af Valgeiri Guðjónssyni ásamt landsliðinu. Stórgrínarinn Laddi var kvaddur til við gerð annarr- ar útgáfunnar og svo syngur landsliðið sjálft þriðju útgáfuna. Markmið Steina hf. er að selja 10.000 eintök af plötunni og er hún seld á lægra verði en gengur og gerist um almennar plötur. Einnig eru lögin gefin út á snældu. Ástæða er til að hvetja lands- menn til að kaupa plötu eða snældu og sýna þannig í verki stuðning við handknattleikinn í landinu. Drífðu þig því út í búð og gerðu þitt besta í stuðningi við handboltastrákana okkar. AP Tæplega 500 krónur á mann - til vega Árið 1987 var alls veitt 124 milljón króna framlag af fjár- lögum til vega í kaupstöðum og þéttbýlisstöðum með 200 íbúa eða fleiri. Samkvæmt lögum, ber að taka 25% af þeim peningum til sér- í þéttbýli stakrar úthlutunar svo eftir stóðu 93 milljónir. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar bjuggu 1. desem- ber 1986 218.823 í kaupstöðum og kauptúnum, svo veitt hefur verið 425 krónum á mann til lagningar og viðhalds vega. VG Vísitala byggingarkostnaðar: ll,l%hækkun - á þremur mánuðum Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan ágústmán- uð 1988. Reyndist hún vera 124,3 stig, eða 0,65% hærri en . júlí. Þessi vísitala gildir fyrir september 1988. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 398 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 22,7%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 11,1% og samsvarar það 52,2% árshækkun. Hækkun á verði steypu í júlí- mánuði sl., sem ekki var að fullu komin fram í vísitölu þess mán- aðar, olli um 0,2% hækkun bygg- ingarvísitölu í ágúst, en að öðru leyti má einkum rekja breytingar vísitölunnar frá júlí til ágúst til ýmissa verðhækkana á bygging- arvörum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.