Dagur - 24.08.1988, Blaðsíða 16

Dagur - 24.08.1988, Blaðsíða 16
wmm, Akureyri, miðvikudagur 24. ágúst 1988 TEKJUBREF• KJARABREF FJÁRMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR FIARFESTINGARFELACID Ráðhústorgi 3, Akureyri Það kemur með kalda vatninu. Mynd: GB Egilsstaðir: Bæjarstjóm gagnrýnir þjónustu Flugleiða Bæjarstjórn Egilsstaða hefur samþykkt þrjár tillögur er lúta að llugsaingönguni á Austur- landi. I fyrsta lagi beinir bæjar- stjórnin þeim tilmælum til samgönguráðherra að við endurnýjun flugrekstrarleyfis á flugleiðinni milli Egilsstaða og Reykjavíkur vcrði haft í huga að gefa fleiri flugrekstraraðil- um kost á að þjóna þessu markmiði og sérstaklega verði tekið tillit til atvinnumála á Austurlandi. Akureyri: Enn vantar fóstrur Óbreytt ástand er í fóstru- ráðningum á Akureyri og enn vantar um 10 fóstrur til starfa, að sögn Sigríðar M. Jóhanns- dóttur dagvistarfulltrúa. Fóstruskorturinn bitnar mis- jafnlega á dagvistum bæjarins. Sigríður sagði að stefnt væri að því að fá eina fóstru á hverja deild og auðvitað væri best ef þær væru tvær, en þær vonir væru fjarlægar. Nokkur dagheimili hafa enn ekki fengið fóstrur til starfa nema í stöðu forstöðu- manns, önnur eru tiltölulega vel mönnuð. SS Svipaðar tillögur, um afnám einkaleyfis Flugleiða, hafa komið fram á Akureyri og ísafirði. Austfirðingar eru mjög háðir flugsamgöngum og að sögn Sigurðar Símonarsonar bæjar- stjóra er flugið oft eina færa leið- in á veturna til Reykjavíkur og því sjálfsagt að fara fram á góða þjónustu. Önnur tillagan hljóðar svo: „Bæjarstjórn Egilsstaða skorar á Flugleiðir hf. að taka upp aukið samstarf við Flugfélag Austur- lands hf. með það að markmiði að etla farþega- og vöruflutninga þess á flugleiðinni Egilsstaðir- Reykjavík-Egilsstaðir. I því sam- starfi beri að stefna að því fyrir- komulagi að fyrsta flug hvers dags frá Egilsstöðum til Reykja- víkur geti hafist mun fyrr á morgnana en nú er. Sigurður sagði að morgunvélin færi ekki fyrr en um hálf tólf frá Egiisstöðum og því nýttist dagur- inn illa í Reykjavík fyrir þá sem þangað þurfa að skjótast í ein- hverjum erindagjörðum. Með þessu móti þyrftu menn yfirleitt að reikna með gistingu eina nótt í Reykjavík, en slíkt ætti að vera óþarfi ef þjónustan væri betri. í þriðja lagi felur bæjarstjórn Egilsstaða atvinnumálanefnd að undirbúa tillögur varðandi fram- tíðarskipan flugsamgangna til og frá Egilsstöðum. Þar er um að ræða atriði á borð við lækkun far- gjalda, bætta þjónustu, aukna hagkvæmni og aukinn þátt heimamanna í flugrekstri. SS Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: Aðsókn mjög góð - ný álma heimavistar tekin í notkun Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki verður settur mánudag- inn 5. september nk. og kennsla hefst sama dag. Aðsókn í skólann hefur verið mjög góð og búið er að fylla öll vistarpláss. Alls bárust á milli 120-130 nýjar umsóknir um skólavist og í skólanum verða rúmlega 250 nemendur í vetur. Búið er að manna allar kennarastöður. Að sögn Jóns Hjartarsonar skólameistara verður sú nýjung í vetur að boðið verður upp á B- löggildingarnám fyrir rafvirkja og rafvélavirkja. „Það er greinileg þörf fyrir þessu námi því það voru komnar 8 umsóknir áður en við auglýstum,“ sagði Jón. Heimavistarrými skólans er fyrir löngu orðið fullt og fyrr í sumar varð að vísa um 30 nemendum frá. Það voru allt nemendur utan Norðurlands vestra. í haust verður tekin í notkun ný álma heimavistar skól- ans sem tekur alls 28 pláss. Þessa dagana fer fram lokafrágangur á því vistarrými. Fyrir var pláss fyr- ir 50 nemendur og eftir er að ganga frá tveim álmum í heima- vistinni, sem munu livor um sig taka 28 pláss. Sótt verður um fjárveitingu fyrir þær álmur á næsta ári þannig að þær verði til- búnar haustið ’89. Þannig að á næstu önnum munu bætast við um 100 ný heimavistarpláss við Fjölbrautaskólann. Útibú skólans, eða það húsnæði sem skólinn leigir fyrir nemendur, tel- ur nú um 30 pláss. Að sögn Jóns Hjartarsonar eru í gangi samningar við ríkið um að gera verkáætlun fyrir byggingu bóknámshúss skólans og er sú áætlun miðuð við að framkvæmd- ir hefjist á næstu 4 árum. í haust er stefnt að því að arkitekt fari að vinna við teikningarnar að skólanum. Þannig að ljóst er að einhver hreyfing er að komast á byggingu langþráðs bóknáms- húss. Það húsnæði sem skólinn hefur yfir að ráða núna er allt að því sprungið vegna þrengsla og aðstaða öll í lágmarki. -bjb Fjallvegir 1987: Lágheiðin lokuð í 155 daga - vetrarþjónusta í Ólafs^arðarmúla helmingi dýrari en á Öxnadalsheiði Öxarfjarðarheiðin er sá fjall- vegur á landinu sem lcngst var lokaður vegna snjóa árið 1987, eða alls í 237 daga. Næst á eftir henni kemur Hólssandur sem lokaður var í 223 daga og þar næst Lágheiðin í 155 daga. Ef litið er í aðra átt, var Vatns- skarð nyrðra eini fjallvegurinn sem aldrei var lokaður vegna snjóa þetta ár. Siglufjarðarvegur- Fljót var aðeins lokaður í 2 daga, Öxnadalsheiðin í 4 daga og Ólafsfjarðarmúli í 14 daga. Kostnaður við vetrarþjónustu 1987 nam alls 142 milljónum króna og hafði lækkað úr 229,7 milljónum frá árinu áður. Af því fóru 2,4 milljónir í þjónustu við Ólafsfjarðarmúla, 2,1 á Öxna- dalsheiði og 2,5 á Siglufjarðar- vegi. Vetrarþjónusta á hvern km í Ólafsfjarðarinúla kostaði 138 þúsund, 70 þúsund á Öxnadals- heiði og 82 þúsund á Siglufjarð- arvegi. VG Akureyri: Framhjáhald“ við Hlíðarbraut Á gatnamótum Hlíðarbrautar og Austursíðu í Glerárhverfi vinna menn nú hörðum hönd- um við það sem gárungarnir kalla framhjáhald, þ.e. verið er að breyta gatnamótunum þannig að bílar geti skotið sér auðveldlega hvort heldur sem er til austurs eða vesturs frá Austursíðunni. Gunnar Jóhannesson deildar- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði verkið nokkuð kostnaðar- samt, en verið væri að Iaga gatnamótin að vaxandi bílaum- ferð. íbúar hluta Síðuhverfis á Akureyri nota Austursíðu gjarnan á leið til og frá heimili sínu, en að auki er talsvert iðn- aðar-, eða athafnasvæði austan götunnar. Umferð þar um er því talsverð. Þá er unnið að undirbúningi malbikunar frá Drottningar- braut upp í Þórunnarstræti, upp brekkuna hjá Naustafjöru. Gunnar sagði að brátt yrði haf- ist handa við malbikunina. Af öðrum verkum á þessum vett- vangi á vegum bæjarins má nefna að unnið hefur verið að gerð gangstétta víða um bæinn. mþþ Um þessar mundir er unnið við að breyta gatnamótum Hlíðarbrautar og Austursíðu í Glerárhverfi. Mynd: tlv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.