Dagur


Dagur - 24.08.1988, Qupperneq 5

Dagur - 24.08.1988, Qupperneq 5
lesendahornið 24. ágúst 1988 - DAGUR - 5 r- Hraðahindrun verði sett upp við Skarðshlíð Fyrirspurn frá Þórunni: Mig langar að fá upplýsingar um hvort ekki væri ráð að setja upp hraðahindranir í Skarðshlíð- inni. Ég bý við þessa ágætu götu og geng iðulega þar um. Oft hef ég furðað mig á verulega glanna- legum akstri um götuna, og þá einkum á kaflanum frá Ásbyrgi og upp úr að gatnamótum Skarðshlíðar og Smárahlíðar. Ég var að koma inn úr göngu- túr í þessu og varð þá vitni að glæfralegum framúrakstri, rétt áður en komið er að gangbraut sem er við Ásbyrgi. Við áttum fótum fjör að launa að komast yfir götuna og mér fannst svo sannarlega hurð skella nærri hæl- um í það sinnið. Það er mikið um börn á þess- um slóðum og þurfa sum þeirra að fara yfir götuna oft á dag þeg- ar þau eru á leið í skóla. Eins og gengur fara þau yfir á hinum og þessum stöðum og ekki endilega á merktum gangbrautum, enda eru þær ekki margar. Vegna alls þessa langar mig að varpa fram þeirri hugmynd að hraðahindranir verði settar upp á þessari götu, því ljóslega þarf að fá ökumenn til að draga úr hraðanum þegar þeir aka þarna um. Gunnar Jóhannesson deildar- verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ svarar fyrirspurn Þórunn- ar: „Þetta hefur ekkert verið rætt,“ sagði hann. Fyrr í sumar sendu íbúar við Tungu- og Stapa- síðu beiðni um hraðahindrun í hverfinu, en hún bíður umsagnar skipulagsnefndar. Gunnar sagð- ist gera sér grein fyrir að öku- menn margir keyrðu bæði hratt og glannalega á þessum slóðum, „en til þess að hraðahindranir eigi að virka þurfa helst að vera um 100 metrar á milli þeirra,“ sagði hann. Nánast tilgangslaust væri að setja upp eina hraða- hindrun, slíkt væri hvorki fugl né fiskur. Þá sagði Gunnar einnig að Skakkar og skældar gang- stéttir við Strandgötu Húsmóðir á Oddeyrinni hringdi og sagðist vilja kvarta yfir lélegum gangstéttum í hverfinu, en einkum þó við Strandgötuna. Ástand gangstétta í bænum kvað hún víða slæmt, en sýnu verst í Strandgötunni. „Gang- stéttir hér eru allar skakkar og skældar og hafa verið þannig lengi. Þetta getur verið stór- hættulegt," sagði húsmóðirin og nefndi þá einkum fyrir aldrað fólk. Einnig er erfitt yfirferðar fyrir fólk sem ekur á undan sér barnavögnum eða kerrum, að fara um gangstéttina við Strand- götu. Húsmóðirin sagði að fyrir nokkrum árum hefði verið hjá sér skosk kona í heimsókn og hún hefði ekki á til orð yfir gang- stéttunum við götuna. Og ekki hefðu þær batnað síðan þau ummæli féllu. „Ég vonast til að bærinn sjái sér fært að gera eitthvað í þessu máli og lagfæri gangstéttirnar," sagði húsmóðirin á Oddeyrinni að lokum, langþreytt á skökkum og skældum Strandgötugangstétt- um. Gunnar Jóhannesson deildar- verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ sagði að ekki stæði til að gera meiriháttar lagfæringar á gang- stéttinni við Strandgötu nú á I frekar dýrt væri að setja upp hraðahindranir og því fylgdi tals- | vert umstang. Svona eiga gangstéttar að vera. næstunni. Ekki sagðist hann geta sagt fyrir um hvort einhverjar smáviðgerðir færu fram á smá- blettum sem þættu óvenju slæmir. Ljóslausar dráttarvélar Ökumaður hafði samband við blaðið og hafði eftirfarandi sögu að segja: „Ég var á ferð um Ljósavatnsskarð kvöld eitt í vik- unni og varð tvívegis fyrir því að aka fram á dráttarvél með hey- vinnutæki í eftirdragi, sem tók meirihlutann af veginum. Það er í sjálfu sér ekki hættulegt nema hvað dráttarvélarnar voru ger- samlega ljóslausar og án endur- skinsmerkja. Hámarkshraði á þessum vegi er 90 km á klukku- stund og umferð töluverð þannig að stórhætta skapaðist þegar maður ók allt í einu fram á þessi Ijóslausu farartæki í myrkrinu. Eg vona að þetta komi ekki fyrir aftur og þeir sem hlut eiga að máli bæti ráð sitt.“ Málnitcinninn, sem bréfritari fann í saltkjötshakkinu sínu. Aðskotahlutur í saltkjötshakkí „Ég fékk heldur óskemmtileg- an fylgihlut með saltkjötshakki sem ég keypti í verslun KEA við Höfðahlíð sl. fimmtudag. Ég keypti þá saltkjötshakk einu sinni sem oftar, sem ég svo matreiddi í álformi á laugardag. Þegar fjölskyldan var að gæða sér á matnum, kom í ljós fyrrnefndur fylgihlutur. Þetta var oddhvass málmteinn, sem ég held að sé Lesendahornið: Skrifið eða hringið Athygli lesenda skal vakin á því að lesendahornið er kjör- inn vettvangur fyrir þá sem vilja tjá hug sinn um einstök málefni, lofa eða lasta eftir atvikum. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nafn, nafnnúmer/ kennitala og heimilisfang verður að fylgja öllu efni til þáttarins, þó svo höfundur óski nafnleyndar. Skrifið eða hringið. Utanáskriftin er: Dagur, Strandgötu 31, Póst- hólf 58, Akureyri. Síminn er 96-24222. Einnig er tekið á móti lesendabréfum á skrif- stofum Dags á Blönduósi, Húsavík, Reykjavík og Sauð- árkróki. notaður til að festa á verðmiða og stinga ofan í bakka í kjötborð- um. Ljóst er að illa hefði farið ef ég hefði kyngt teininum en sem betur fer fann ég fyrir honum í munninum áður en til þess kom. Ég vona svo sannarlega að starfsfólk kjörbúða og/eða starfs- menn í kjötvinnslu gæti þess bet- ur í framtíðinni að slíkir aðskotahlutir fylgi ekki með í kaupunum.' Oánægður viðskiptavinur. Fjórhjólamenn: Geysast ljós- lausir um vegi Konráð Friðfinnsson á Öxna- felli í Saurbæjarhreppi hringdi: Mig langar til að beina þeim til- mælum til fjórhjólamanna að vera endilega með Ijósin á þegar þeir aka á þjóðvegunum. Ég hef lent í að vera að keyra á kvöldin þegar þessir ökumenn birtast allt í einu utan úr myrkrinu ljóslaus- ir. Meira að segja kemur fyrir að tveir eru á hjólunum. Þetta eru inest unglingar sem eru á þessum hjólum á kvöldin og því miður nær alltaf Ijóslausir. Það er öruggara fyrir alla ef þeir kveikja á ljósunum. Um þessi farartæki hljóta að gilda sömu reglur og önnur. Leikskólinn á Svalbarðseyri: Starfræktur yfir swnarmánuðma Leikskóli er starfræktur í barnaskólanum á Svalbarös- eyri 3 mánuði yfir sumarið. Daginn sem Ijósmyndari og blaðamaður Dags voru á ferð- inni voru 9 börn mætt en mjög misjafnt er hversu mörg þau eru og fer tjöldinn allt upp í 15 börn. Þegar okkur bar að garði voru allir nýkomnir inn og verið var að lesa sögu. Krakkarnir fylgdust með af innlifun þegar Anna María fóstra las fyrir þau. Næst var farið í „Höfuð, herðar, hné og tær“ og var greinilegt að þann hreyfileik var enginn að gera í fyrsta skipti. Leikskólinn hófst 1. júní í sumar og verður starfræktur til 31. ágúst. Enginn leikskóli er yfir vetrarmánuðina og taka þá dag- mömmurnar við. Ekki mun þó vera mikið um að mæður þeirra barna sem þarna voru vinni úti að sögn fóstranna Önnu Maríu og Elsu. „Þau koma hingað meira til þess að kynnast öðrum börnum," sögðu þær. „Það er líka tilvalið að nota skólahúsnæðið fyrir þessa starfsemi á sumrin.“ Þegar komið var að því að krakkarnir fengju að drekka fóru þau stillt og prúð í röð og gengu síðan inn í eina af kennslustofun- um. Við skulum vona að mjólkin og brauðið hafi bragðast þeim vel. KR Helgi, Hulda, Fjóla, Bjarni, Anna María, Jón Ragnar, Gunnar, Haukur Geir, Hulda, Elsa og Baldur. Mynd: tlv Fyrir nokkru héldu fjórir ungir Akureyringar tonibólu til styrktar sundlaug- arl>yggingunni á Sólborg. Alls söfnuðust 2056 kr. og er þeir félagar litu inn á ritstjórnarskrifstofu Dags með peningana, var þessi mynd tekin af þeim. Fjórmenningarnir eru f.v. Freyr Ævarsson, Kristján Þórir Kristjánsson, Bergþór Ævarsson og Elmar Bergþórsson. Með þeim á myndinni eru félagar þcirra, Valgarður Sigurðsson og Erlingur Guðinundsson. Leiðrétting í frétt í Degi í gær var Guðmund- ur Þórisson ranglega sagður vera formaður Félags kartöflubænda við Eyjafjörð. Hið rétta er að Guðmundur er fyrrverandi for- maður, en núverandi formaður er Sveinberg Laxdal. Beðist er velvirðingar á þessari missögn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.