Dagur - 02.09.1988, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Skagaströnd:
Rekstur Mána-
varar að stöðvast
- vegna verkefna- og prmagnsskorts
Loks
rofaði
x tilí
Ólafsfirði
Ekki linnir enn rekstrarörðug-
leikum ýmissa fyrirtækja og
líkur orðnar fyrir því að árið
1988 verði skráð ár gjaldþrot-
anna á spjöldum sögunnar.
„Þetta er allt í kalda koli og ég
veit ekki hvað við lifum mikið
lengur,“ sagði Ómar Haralds-
son, framkvæmdastjóri Mána-
varar, í samtali við Dag.
Mánavör hefur á undanförnum
árum starfrækt slipp og trésmiðju
og einnig framleitt ýmislegt, þó
aðallega smábáta, úr trefjaplasti.
Mánavör hefur verið eitt þeirra
fyrirtækja sem hafa haldið uppi
gróskumiklu atvinnulífi á Skaga-
strönd. Nú sagði Ómar að verið
væri að enda við smíði á stórum
plastbát sem þegar væri seldur en
önnur verkefni væru ekki í sjón-
máli. fh
Hlynur hf. fékk flug-
stöðvarbygginguna
á Sauðárkróki
- framkvæmdir hefjast eftir 10 daga
Sagt var í blaðinu í gær frá
opnun tilboða í flugstöðina á
Alexandersflugvelli á Sauðár-
króki. Tvö tilboð bárust, frá
Trésmiðjunni Borg og Bygg-
ingarfélaginu Hlyn, og var
Hlynur með lægra tilboð, en
bæði voru þau nokkuð yflr
kostnaðaráætlun. Flugmála-
stjórn hefur ákveðið að taka
tilboði Hlyns hf. og verður
gengið frá samningum upp úr
helginni. Framkvæmdir við
flugstöðina hefjast í kringum
12. september nk.
Tilboð Hlyns hljóðaði upp á
rúmar 13,9 milljónir en kostnað-
aráætlun var rúmar 12,6 milljónir
króna. Tilboðið frá Trésmiðjunni
Borg hf. var upp á rúmar 14,2
milljónir. „Það skal tekið fram að
kostnaðaráætlunin er á verðlagi
sem gildir í dag, en flugstöðin er
boðin út á föstu verði. Þar sem
það er 6 mánaða framkvæmda-
tími á flugstöðinni gerðu tilboðin
ráð fyrir einhverri verðbólgu á
því tímabili, en áætlunin er án
nokkurra verðbóta,“ sagði Jó-
hann Jónsson hjá Flugmálastjórn
í samtali við Dag, en hann er yfir-
maður yfir framkvæmdum á flug-
völlum landsins.
Tilboðið í flugstöðina gerir ráð
fyrir að hún verði fuilkláruð og
verði tilbúin í mars á næsta ári,
þannig að hún verður komin í
fulla notkun næsta sumar. Bygg-
ingin er um 240 m' að stærð, með
flugturni. Sams konar flugstöð
var opnuð á Vopnafirði fyrir
skömmu, en hún er um 40 fer-
metrum minni en flugstöðin á
Alexandersflugvelli. Sem fyrr
segir hefjast framkvæmdir um
miðjan þennan mánuð og er gert
ráð fyrir að ljúka byggingunni að
utan um áramót.
-bjb
Hættuástandi hcfur verið aflýst í Ólafsfírði og bæjarbúar því farnir að
hreinsa til af fullum krafti eftir ósköpin. A myndinni er verið að fjarlægja
bíla sem aurskriðurnar skiluðu niður í húsagarð. Mynd: Jón Kicmensson
- Lækir að minnka
og hlíðin að þorna
„Jú, það er farið að rofa til,
bæði fyrir ofan okkur og eins í
sálinni,“ sagði Guðbjörn Arn-
grímsson í Olafsfirði er við
höfðum samband við hann í
gær. Þá var loks hætt að rigna
í Ólafsfirði og orðið léttskýjað.
Lækir eru óðum að minnka og
hlíðin að þorna.
Guðbjörn sagði að fólk hefði
yfirleitt farið til vinnu sinnar í
gær en mikið sjálfboðaliðastarf
væri framundan um helgina við
að hreinsa garða og reyna að
bjarga gróðri. Hann sagði að
bæjarbúar hefðu meira og minna
verið frá vinnu síðan um síðustu
helgi og hann reiknaði með að at-
vinnurekendur vildu fara að sjá
sitt fólk.
„í>að eru allir samhuga um að
rífa þetta upp aftur og reyna að
bæta þessi sár. Það verða mörg ár
eða áratugir þangað til sárin í
fjöllunum gróa þótt byrjað verði
að græða strax, eins og sést á því
að það mótar enn fyrir skriðu
sem féll fyrir 26 árum,“ sagði
Guðbjörn. SS
Ólafsfjörður:
Hættuástandi aflýst
- bæjarbúar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni
Almannavarnanefnd Ólafs-
fjarðar ákvað á fundi í gær-
morgun að aflýsa hættuástandi
í brekkunni en í fjallinu ofan
við bæinn var ástandið talið
ótryggt og átti að kanna það
nánar seinnipartinn í gær, að
sögn Þorsteins Björnssonar
bæjarverkfræðings. Þá fóru
menn gangandi í Múlann, bæði
Ólafsfjarðarmegin og Dalvík-
urmegin.
Ljóst er að vegurinn í Ólafs-
fjarðarmúla er mikið skemmdur
og gríðarlegt verk að gera hann
færan á ný. Skemmdir í kaup-
staðnum sjálfum eru líka miklar
og höfðu yfir 50 aðilar tilkynnt
um tjón þegar síðast fréttist.
Tryggingafélög og Viðlagatrygg-
Hækkun byggingarvísitölu
fældi aldraða frá kaupum
Nokkrir kaupendur að íbúðum
aldraðra við Víðilund á Akur-
eyri hafa helst úr lestinni og
hætt við kaupin. Sigurður
Ringsted, formaður Fram-
kvæmdancfndar um íbúða-
byggingar aldraðra við Víði-
lund, telur að mikil hækkun
byggingarvísitölu í júlíbyrjun
hafi gert fólk hrætt þannig að
nokkrir aldraðir hættu við að
kaupa í Víðilundi.
Nú eru til sölu ellefu íbúðir í
nokkrir hafa helst úr lestinni
síðara fjölbýlishúsinu, sem
áformað er að reisa við Víðilund,
og fjórar raðhúsaíbúðir. „Fólkið
hrundi hreinlega frá okkur, það
voru komnir kaupendur að öllum
íbúðunum nema fjórum í síðara
fjölbýlishúsinu og einni raðhúsa-
íbúð. Fólk er eðlilega hrætt við
þessar sífelldu verðhækkanir því
gömlu húsin hækka ekki í takt
við kostnaðarhækkanir nýbygg-
inga,“ sagði Sigurður, og bætti
við að ef vel tækist til með verð-
stöðvunina kæmust hlutirnir
fljótlega í lag aftur. Reyndar væri
þegar farið að bera á því að fólk
sýndi íbúðum aldraðra áhuga á
ný.
Að sögn Sigurðar varð mæl-
ingamönnum á vegum Akureyr-
arbæjar eitthvað á í messunni
þegar raðhúsagrunnurinn var
staðsettur, því það skeikaði um
fjóra metra á austurendanum. Þetta
hefur nú verið lagfært á kostnað
Akureyrarbæjar.
Nýlega var gengið að tilboði
Guðmundar Kristjánssonar í
útgröft og fyllingu á grunni síðara
fjölbýlishússins við Víðilund.
Sigurður Ringsted sagði að fram-
kvæmdanefndin hefði ákveðið að
láta steypa botnplötuna fyrir vet-
urinn a.m.k., en mikill hugur
væri í nefndarmönnum að láta
einnig steypa upp kjallara hússins
fyrir frost. Ef það næðist yrði
mun auðveldara og fljótlegra að
byrja aftur næsta vor. EHB
ing bæta aðeins hluta tjónsins og
greinilegt að Ólafsfirðingar
þarfnast aðstoðar vegna náttúru-
hamfaranna.
Þorsteinn Björnsson sagði í
gær að almannavarnanefnd
myndi koma aftur saman um
kvöldið að lokinni skoðunarferð í
fjallinu og þá yrðu teknar
ákvarðanir um framhaldið. Hann
sagði að hópar og einstaklingar
frá nágrannasveitarfélögum
hefðu boðið fram aðstoð sína og
skipuleggja þyrfti sjálfboðaliða-
starfið.
Porsteinn Pálsson forsætisráð-
herra, Matthías Á. Mathiesen
samgönguráðherra, Guðmundur
Malmquist forstjóri Byggðastofn-
unar og fleiri komu til Ölafsfjarð-
ar á miðvikudag. Guðbjörn Arn-
grímsson sagði að ástandið hefði
verið kynnt fyrir þeim, bæði af
myndbandi og með skoðunarferð
um bæinn. Hann sagði að þeir
hefðu lýst því yfir að allt yrði gert
sem hægt væri til að koma bæjar-
búum til hjálpar, enda stæði
sveitarfélagið ekki undir slíku
tjóni.
Ekki hefur verið hægt að full-
kanna tjónið hjá Óslaxi því vatn
er enn gruggugt. Hins vegar er
ljóst að þar hefur orðið milljóna-
tjón og var eldisstöðin ekki
tryggð gegn slíku tjóni. Framtíð
fiskeldis í Ólafsfirði er því mjög
óljós. SS