Dagur - 02.09.1988, Side 3
2. september 1988 - DAGUR - 3
Svalbarðseyri:
Skuldamál ábyrgðar-
manna enn í biðstöðu
Skuldarnál stjórnarmanna
Kaupfélags Svalbarðseyrar
virðast vera í biðstöðu þessa
dagana. Nokkru eftir aðalfund
Sambandsins fyrr í sumar
fengu bændurnir, sem gengið
höfðu í ábyrgðir fyrir kaupfé-
lagið, bréflegt tilboð frá SÍS.
Bréfinu var svarað um hæl en
ekki hefur borist annað tilboð
frá Sambandinu vegna þessara
mála.
Að sögn Tryggva Stefánssonar
á Hallgilsstöðum, en hann er
einn fyrrverandi stjórnarmanna
KSÞ Svalbarðseyri, óskuðu
bændurnir eftir nánari útfærslu á
tilboði Sambandsins í síðasta
bréfinu sem þeir sendu. Ekki er
hægt að greina nánar frá inni-
haldi þess en svar hefur ekki bor-
ist enn, eins og áður sagði.
Tryggvi kvað það rétt að svar
hefði ekki borist frá Samband-
inu. Frá sínum sjónarhóli sæi
hann ekki tilgang í aðstoð til
umræddra bænda nema að sú
aðstoð kæmi í veg fyrir uppboð
og gjaldþrot bændanna. Fyrir
lægi að menn misstu jarðir sínar
ef gengið yrði að þeim vegna
skulda KSÞ Svalbarðseyri.
„Það er nóg sem rennur til
Reykjavíkur svo þeir fari ekki að
taka þessar jarðir af okkur líka.
Það er ekki nóg með að sumir
stjórnarmennirnir misstu miklar
inneignir hjá kaupfélaginu heldur
liggur fyrir að við missum jarð-
30. Fjórðungsþing Norðlend-
inga hefst á Húnavöllum í dag
og mun standa yfir í tvo daga.
Samkvæmt venju verða mörg
mál tekin þar til afgreiðslu.
Eitt af stærstu verkefnum
þingsins að þessu sinni verður án
efa tilfærsla á verkefnum og fjár-
magni á milli sveitarfélaga og
ríkisins.
Eins og flestir vita hefur ríkið
haft tilhneigingu til að færa
gjaldaliði yfir á sveitarfélögin án
þess að vilja leggja nokkuð þar á
móti.
Fjármagnsfærsla af lands-
byggðinni til Reykjavíkursvæðis-
ins hefur verið sveitarstjórnar-
mönnurn í hinum dreifðu byggð-
um landsins mikið áhyggjuefni á
undanförnum árum. Þetta er atr-
iði sem enginn vafi leikur á að
fjórðungsþingið tekur til ítarlegr-
irnar ef ekki verður frekar að
gert eða komið til hjálpar," sagði
Tryggvi Stefánsson. EHB
ar umfjöllunar.
Fyrra aðalmál þingsins er
málaflokkur um lífið á lands-
byggðinni, „kostir landsbyggð-
ar“, framsögumaður verður Sig-
fús Jónsson, bæjarstjóri á Akur-
eyri.
„Þýðing landsbyggðar", fram-
sögumaður Marteinn Friðriks-
son, framkvæmdastjóri og
„menning landsbyggðar“, fram-
sögumaður Kristinn G. Jóhanns-
son, skólastjóri.
Síðara aðalmál þingsins verð-
ur: „Landsbyggðin í fréttum."
Framsöguerindi um Ríkisútvarp-
ið flytur Markús Örn Antonsson,
útvarpsstjóri. Framsöguerindi
um fjölmiðla frá almennu sjónar-
miði flytur Jónas Kristjánsson,
ritstjóri og Bragi V. Bergmann,
ritstjóri flytur framsöguerindi um
fjölmiðlun á Norðurlandi. fh
Fjórðungsþing
Norðlendinga
- hefst á Húnavöllum í dag
Sparifjár-
eigendur
Hjá okkur fást nánast öll
örugg verðbréf sem bjóðast
á verðbréfamarkaði
á hverjum tíma.
Vextir umfram
Tegund bréfs verðtryggingu
Einingabréf 1, 2 og 3 .. ... 10,0-13,0%
Bréf stærri fyrirtækja ... ... 10,5-11,5%
Bréf banka og sparisjóða 9,0- 9,5%
Spariskírteini ríkissjóðs ... 7,0- 8,0%
Skammtímabréf ... 7,0- 8,0%
Hlutabréf ?
Verðbréf er eign
sem ber arÖ.
Áff KAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700
Liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar
er bann við hækkun vöru og þjónustu út
september.
Nú reynir á, að neytendur haldi vöku sinni
og fylgist grannt með verðlagi.
Verðgæsla almennings er öflugasta vopnið.
Ef fólk verður vart við, að verð vöru og þjón-
ustu hækki í september getur það snúið sér
til Verðlagsstofnunar.
Vegna VERÐSTÖÐVUNARINNAR hefur
Verðlagsstofnun opnað sérstakan verð-
gæslusíma: 62 21 01
VERÐIAGSSTOFNUN