Dagur - 02.09.1988, Síða 4

Dagur - 02.09.1988, Síða 4
4- - ^Pséptember 1Ö88 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÖMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, FÍEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að koma böndum á efinahagslífið Nafnvextir lækkuðu verulega í gær, í fram- haldi af bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar um verðstöðvun. Gert er ráð fyrir að vextir lækki enn frekar um næstu mánaðamót. Þessi lækkun er löngu tímabær og kemur til með að létta að nokkru greiðslubyrði margra fyrir- tækja. En það er ekki nóg að nafnvextir lækki, raunvextirnir verða að fara sömu leið. Þeir eru allt of háir eins og sakir standa og eiga mikinn þátt í þeim alvarlegu rekstrarerfið- leikum sem fyrirtæki eiga við að glíma. Með- an raunvextir haldast óbreyttir mun fjár- magnskostnaður fyrirtækja ekki lækka svo gagn sé að. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar skapa möguleika til að lagfæra fjölmargt sem miður hefur farið í íslensku efnahagslífi. Það veldur nokkrum áhyggjum að samstaðan innan rík- isstjórnarinnar er hvað minnst þegar um það er að ræða að koma böndum á fjármagns- markaðinn, sérstaklega þann hluta hans sem kallaður hefur verið „grái markaðurinn". Vilj- inn er vissulega fyrir hendi hjá framsóknar- mönnum, en sjálfstæðismenn og hluti al- þýðuflokksmanna hafa verið því mótfallnir að hreyfa við þessum markaði. Þó ætti flestum að vera ljóst að einmitt „grái markaðurinn" á mesta sök á því hversu hár fjármagnskostn- aðurinn hér á landi er orðinn. Reynslan hefur sýnt að hagfræðikenningar og lögmál fram- boðs og eftirspurnar virka einhverra hluta vegna ekki hér á landi á sama hátt og í ná- grannalöndunum, þegar fjármagnsmarkað- urinn er annars vegar. Það er því skylda stjórnvalda að grípa í taumana. „Batnandi manni er best að lifa,“ segir máltækið. Það á vel við um ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar. Lengi vel færðist hún und- an því að taka á málum með þeim hætti sem hún var kjörin til. í stað þess að grípa til rót- tækra efnahagsaðgerða strax í vor, lét hún nægja að fella gengið og beið svo eftir því að hagfræðilögmálin virkuðu. Sjálfstæðismenn eiga stærsta sök á því hvernig til tókst þá. Árangurinn varð enginn. Þeir hafa vonandi áttað sig á því nú að til þess að ná tökum á efnahagslífinu verður ríkisstjórnin að hafa stjórn á öllum þáttum þess. Ekki bara sumum. BB. Iðntæknistoftii verkefiii á la Mörg íslensk fyrirtæki standa í dag frammi fyrir gífurleg- um rekstrarerfiðleikum. Stefnumótun og gerð sveigjan- legra langtímaáætlana í rekstri fyrirtækja, hefur verið allt of lítill gaumur gefinn og kann skýringa erfiðleikanna að vera þar að leita. Iðntæknistofnun hefur nú hrundið af stokkunum „Átaksverkefni á Iandsbyggðinni“ og er ætlun- in að aðstoða fyrirtæki úti á landi í stefnumótun og gerð langtímaáætiana í rekstri þeirra. Að sögn Ásgeirs Páls Júlíussonar markaðsráðgjafa Iðntæknistofnunar (ITÍ) eru mörg íslensk fyrirtæki engan veg- inn nógu vel undirbúin þegar skór- inn kreppir að eins og nú í íslensku efnahagslífi. Þvi hafi verið farið út í þetta átak og fyrir- tækjum gefinn kostur á því að taka þátt í þessu átaki. Þetta er oftast miðað við fyrir- tæki sem hafa meira en 10 manns í þjónustu sinni og er kostnaður allt að 160 þúsund. Iðnlánasjóður styrkir þetta verkefni með því að greiða helming kostnaðar fyrir- tækis við að taka þátt í því. Má gera ráð fyrir að átakið taki um 4 mánuði með hvert fyrir- tæki, þó ekki samfellt, og því síð- an fylgt eftir með heimsóknum í fyrirtækið síðar. Verkefni þetta er unnið f samvinnu við hina ýmsu iðnráðgjafa á landsbyggð- inni og er stefnan að þeir geti síð- an tekið yfir þetta námskeiðahald í framtíðinni. Rekstur fyrirtækja Kröfur um markvissa stjórnun hafa aukist síðustu ár. Þessar kröfur eru m.a. sprottnar upp af stöðugum breytingum í ytra umhverfi fyrirtækja og harðnandi samkeppni. Ákvarðanataka verður sífellt flóknari og vanda- samari. Til að tryggja góða afkomu þurfa fyrirtæki að hafa fullkomna yfirsýn yfir það umhverfi sem þau vinna í. í innra umhverfi fyrirtækja er að finna þau stjórntæki sem fyrir- tæki hafa yfir að ráða, svo sem fjármálum, markaðsmálum, framleiðslu og starfsmannahaldi. Þessir innri þættir eru þó ekki þeir einu sem hafa áhrif á afkomu fyrirtækjanna, því í ytra umhverfi leynast bæði hættur og tækifæri. Þetta eru þættir, eins og samkeppni, efnahagsmál, efna- hagsþróun, tækniþróun og þjóð- félagshættir. Hvað er stefnumótun? Stefnumótun er stjórnunaraðferð sem gerir fyrirtækjum kleift að aðlaga starfsemi sína að síbreyti- legu umhverfi. Með stefnumót- un er hægt á markvissan hátt að takast á við alla þá þætti sem hafa áhrif á möguleika fyrirtækja til að fylgjast með hagnaði. Þetta er hægt með því að fylgjast stöðugt á kerfisbundinn hátt með breyt- ingum í umhverfinu og bregðast þannig í tíma við hættum sem ógna afkomu fyrirtækja. Á sama hátt er hægt að koma auga á og nýta ónýtt tækifæri á undan sam- keppnisaðilum. Rekstrarerfiðleikar íslenskra fyrirtækja Mörg íslensk fyrirtæki standa í dag frammi fyrir gífurlegum rekstrarerfiðleikum. Stefnumót- un og gerð sveigjanlegra lang- tímaáætlana, hefur verið allt of lítill gaumur gefinn, í stjórnun fyrirtækja og kann skýringa erfið- leikanna að vera þar að leita. Það er ekki nóg að framleiða heldur verður líka að vera markaður fyr- ir framleiðsluna. Grundvöllur fyrir bættum rekstri er stefnu- mótun. Ómeðvituð stefna hefur í för með sér vannýtingu fjármuna og vinnuafls, auk ómarkvissrar markaðsfærslu. Grundvöllur stefnumótunar er ákvörðun um hver markmið fyrirtækisins eiga að vera. Mark- mið fyrirtækis eru þær kröfur sem gerðar eru um afkomu þess og þróun. Stefna fyrirtækisins gefur til kynna á hvern hátt það ætlar að ná markmiðunum. Vinnuaðferðir við stefnumót- un knýja stjórnendur og starfs- - Stcfnumótiin fyrirtækja nauðsynleg

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.