Dagur - 02.09.1988, Page 7

Dagur - 02.09.1988, Page 7
2. sépfemb'é'fí t988 -’ÖAGt/ft - 7 Gekk ég þar um garða - sem gróðurilmiim lagði - frá afhendingu viðurkenninga Garðyrkjufélags Akureyrar í Eyrarlandsstofu Eigendur Hamragerðis 27, Löngumýrar 25 og Kringlumýrar 2 fengu endur- viðurkenningu Garðyrkjufélagsins fyrir fagrar lóðir, gott viðhald og snyrti- mennsku. Myndir: EHB hversu mikil dásemd er að gróðr- inum í náttúrunni: Um smáragrund og grasahlíð ergengið létt um sumartíð og raulað blíðurómi um allt, sem fyrir augun ber og allt, sem vorið sýnir mér leikur dularljómi. Drottinn, hvílík dvergasmíð, dögg á hverju blómi. Þessu næst voru viðurkenning- ar veittar. Garðyrkjuféiag Akur- eyrar bauð gestum til kaffi- drykkju og annarra veitinga í Eyrarlandsstofu og var þetta hin ánægjulegasta stund. EHB Á sunnudag fór fram árleg afhending viðurkenn- inga Garðyrkjufélags Akureyrar í Eyrarlands- stofu. Veittar voru viðurkenningar fyrir garða og lóðir einbýlishúsa, raðhúss, götu og eins fyrirtæk- is, auk endurviðurkenninga. Garðyrkjufélag Ak- ureyrar hefur um árabil veitt slíkar viðurkenn- ingar og átt með þeim hætti stóran þátt í að hvetja bæjarbúa til góðrar umhirðu um lóðir og garða. Á hverju ári er unnið í bæjar- landinu við frágang og fegrun á vegum garðyrkjudeildar bæjar- ins. Bærinn hefur stækkað mikið og þanist út en alltaf hefur verið reynt að fegra sem víðast í öllum hverfum eins og hægt hefur verið. Samdráttur í þjóðfélaginu hefur þó bitnað á þessari starf- semi eins og mörgu öðru. Samt tel ég að Akureyringar geti nokk- uð vel við unað og vissulega fyll- umst við stolti þegar utanbæjar- menn tala um Ákureyri sem fal- legan og þrifalegan bæ. Þá verður manni hugsað til unga fólksins í vinnuskólanum og í bæjarvinn- unni sem er að þrífa og snurfusa bæinn allt sumarið. Umhverfis- nefnd óskar öllu því fólki sem nú tekur við sínum viðurkenningum til hamingju. Áður en að afhendingu viður- kenninganna kemur vil ég fara með erindi úr kvæði annars Akureyrarskálds, Guðmundar Frímanns, þar sem hann lýsir því Haukur Adolfsson tekur við viðurkenningu fyrir Ofnasmiðju Norðurlands, en fyrirtækið fékk hana fyrir smekklegan frágang á húsi og lóð. Frá afhendingu viðurkenninga fyrir fallegustu einbýlishúsalóðirnar, en viðurkenningu hlutu eigendur Aðalstrætis 30, Áshlíðar 11 og Skálagerðis 3. íbúar við Arnarsíðu 6 fengu viðurkenningu fyrir fallegustu raðhúsalóðirnar. Þorsteinn Þorsteinsson, for- maður Umhverfismálanefndar Akureyrar, flutti eftirfarandi ávarp við þetta tækifæri: Ég vil, fyrir hönd umhverfisnefndar og Garðyrkjufélags Akureyrar, bjóða ykkur öll velkomin í Lysti- garðinn. Tilefnið er, eins og allir vita, afhending viðurkenninga fyrir fagra garða, fegurstu götuna og snyrtilegt umhverfi fyrirtækis á Akureyri. Umhverfisnefnd þakkar félög- um í Garðyrkjufélagi Akureyrar fyrir vel unnin störf. Það er mikið verk að skoða alla garða í bæjar- landinu og enn meira verk að velja þá úr sem taldir eru fegurst- ir því á Akureyri eru fjölmargir garðar og götur sem bera eigend- um sínum vitni um að þar fer saman umhyggja og óeigingjarnt starf. Það er fórnfúsri vinnu alls þessa fólks að þakka að Akureyri er fegurri og betri bær en ella. Þetta hafa Akureyrarskáldin séð, hvert á sínum tíma. Erindi úr kvæði Davíðs Stefánssonar, Blómagarður, hljóðar þannig: Gekk ég þar um garða sem gróðurilminn lagði frá mold og bjarkarblöðum og blómum ótal landa. Þá var Drottins dagur og dásamlegt að anda. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Þegar verslað er til helgarinnar liggur leiðin í Hrísalund. Úr kjötborði meðal annars: ★ Hvítlauksstungið lambalæri ★ Sinnepslegnar kótilettur ★ Lambaragú ★ Nautalundir ★ Folaldalundir ★ Piparsteik hússins Góðar vörur * Hagstætt vöruverð * Góð þjónusta

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.