Dagur - 02.09.1988, Page 8
8 - DAGUR - 2. september 1988
spurning vikunnor
Hvernig líst þér á ástandið
í Ólafsfirði?
Arna Tryggvadóttir:
„Ekki vel. Nei, ég vildi ekki eiga
heima í Ólafsfiröi, aö minnsta
kosti ekki meðan ástandið er
svona. Það væri kannski í lagi
að öðru leyti."
Marinó Sigurðsson:
„Mér líst illa á það. Nei, þetta
snertir mig ekki beinlínis og þó.
Ég bý í Svarfaðardal og mér
finnst þetta vissulega nokkuð
glannalegt."
Ingunn Kristinsdóttir:
„Mér líst alveg hræðilega á
það. Maðurgeturekki ímyndað
sér hvað það er hroðalegt að
búa við þetta. Ég hef ekki oft
komið til Ólafsfjarðar, en ég get
ekki sagt að mig langi til að búa
þar. En ég vorkenni fólkinu þar,
eins og allir gera sjálfsagt."
Sveinn Traustason:
„Ástandið er að sjálfsögðu
slæmt. Ég hef búið í Ólafsfirði
einn vetur, var þar í skóla í 9.
bekk og það er ágætt að búa
þar. Þetta ástand er hins vegar
mjög slæmt."
Birgir Styrmisson:
„Það eina sem ég hef pælt í
varðandi ástandið í Ólafsfirði er
það, að úr því að vegurinn er
farinn þá á ekkert að gera fyrir
hann. Það á að hraða göngun-
um og Ólafsfirðingar geta bara
ekið Lágheiðina í eitt ár. Það á
ekki að hafa svona veg opinn.“
Á að færa
ínnanlandsflugíð
til Keflavíkur?
- Dagur ræðir við flugfarþega á Reykjavíkurflugvelli
Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið mjög í sviðsljósinu eftir flugslysið þar sem þrír Kanadamenn
létu lífið. Margir hafa bent á að ekki sé forsvaranlegt að flugvöllur sé inni í miðri borg. Meðmælendur
Reykjavíkurflugvallar benda á að öll þau ár sem völlurinn hefur verið í notkun hafi aldrei orðið slys
utan vallarmarkanna. Einnig sé auðvelt að setja strangari reglur þannig að flugumferð sé stjórnað
þannig að lágmarksáhætta sé fyrir íbúa í nágrenninu. Báðir aðilar hafa nokkuð til síns máls. Reykjavík-
urflugvöllur var byggður sem herflugvöllur í seinni heimsstyrjöldinni og það eru fáir sem telja það æski-
legt að hafa flugvöll inni í borg. Frá lokum styrjaldarinnar hafi orðið þar tæplega 50 óhöpp og það sé
bara tímaspursmál hvenær slys eigi sér stað utan vallargirðingar. Hins vegar er það rétt að kostnaður
við að færa völlinn er mikill. Eins og staðan í efnahagsmálum er í dag kemur varla til greina að byggja
annan flugvöll í nágrenni Reykjavíkur. Þá er uppi hugmynd að færa allt innanlandsflug til Keflavíkur.
Mönnum líst misjafnlega á þá hugmynd og setja andstæðingar hennar helst fyrir sig fjarlægðina til
Reykjavíkur. Telja þeir flutningur til Keflavíkur muni draga úr því að fólk noti flugleiðina á milli
Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Ein starfsstúlka Flugleiða sagði að miklu raunhæfara væri að
leggja niður Hringbrautina, því það væri alltaf svo mikið af slysum þar! Þetta var nú sagt í gríni, en
hvað segir hinn almenni flugfarþegi um þessar bollaleggingar? Við lögðum leið okkar út á Reykja-
víkurflugvöll og ræddum við farþega sem voru að koma úr vélinni frá Akureyri.
„Myndi draga
úr flugferðum“
- segir Björn
Guðmundsson
Björn Guðmundsson frá Lóni í
Kelduhverfi er tíðförull gestur
í vélum Flugleiða. Hann flýgur
allt að tuttugu sinnum á ári og
oftast á flugleiðinni Akureyri-
Reykjavík-Akureyri. Björn er
því þessum málum vel kunnug-
ur og hann er á því að mjög
muni draga úr fjölda flugfar-
þega ef innanlandsflugið yrði
fært til Keflavíkur.
Bjöm Guðmundsson
En hvernig finnst Birni þjón-
ustan hjá Flugleiðum og telur
hann rétt að leyfa öðrum að
spreyta sig á innanlandsfluginu?
„Yfirleitt er þjónustan hjá
Flugleiðum góð. Þetta er stórt
fyrirtæki og margt starfsfólk sem
vinnur hjá þeim, þannig að auð-
vitað er misjafn sauður í mörgu
fé.
Við verðum að fara mjög var-
lega í að hleypa öðrum flugfélög-
um inn á þann markað sem Fluj*-
leiðir hafa einkarétt á nú. Eg
man vel eftir þeim tíma sem
Flugfélag íslands og Loftleiðir
börðust um innanlandsmarkað-
inn og það er skoðun mín að
mörg flugslysa þeirra tíma megi
rekja til óheftrar samkeppni
flugfélaganna.
Reglur um innanlandsflug eru
að vísu mun strangari nú þannig
að ólíklegt er að svoleiðis myndi
endurtaka sig. Ef ætti að leyfa
öðrum að fljúga innanlands yrði
að setja strangar reglur þar að
lútandi. Það er ekki hægt að leyfa
einum aðila að fleyta rjómann af
markaðinum með því að fljúga
bara á háannatíma og einungis á
þá staði sem gefa mest af sér.
Það yrði ekki gott ef flugið yrði
fært frá Reykjavík, því það þýddi
meiri ferðalög fyrir fólk utan af
landi. Landsbyggðarfólk myndi
hugsa sig tvisvar um áður en það
færi að fljúga og þurfa síðan að
ferðast jafn langan tíma með rútu
til Reykjavíkur," sagði Björn
Guðmundsson frá Lóni í Keldu-
hverfi.
„Nálægðin aðal-
kosturinn við
Reykjavíkur-
flugvöll“
- segir Björgúlfur.
Porvarðarson
Björgúlfur Þorvarðarson úr
Garðabænum flýgur ekki mjög
oft innanlands. Þau skipti sem
hann flýgur finnst honum gott
að þurfa ekki að fara of langt
til að ná í flugvélina. Hann er
því á móti því að færa innan-
landsflugið til Keflavíkur.
„ÖIIu flugi fylgir einhver
áhætta hvort sem er hér í
Reykjavík eða í Keflavík,“
sagði Björgúlfur.
Björgúlfur Þorvarðarson
- En ef yrði af því að færa flugið
til Keflavíkur, myndi þá fólk
frekar keyra á áfangastað?
„Ég held að það sé engin
spurning. Fólk myndi keyra mun
meira, notfæra sér Akraborgina
og aðra ferjuþjónustu t.a.m. á
leið norður. Það er ein föst ferð
hjá mér á ári í laxveiði og ég
myndi hiklaust keyra ef flugið
yrði fært til Keflavíkur.“
Björgúlfur sagði að þægindin
væru aðalkosturinn við Reykja-
víkurflugvöll, en hins vegar viður-
kenndi hann að flugslys, eins og
það sem gerðist á dögunum,
vekti menn til umhugsunar um
staðsetningu flugvalla í nágrenni
þéttbýlis.
Sigurður V. Sigmundsson
„Samkeppni
verður að vera
innan skynsam-
legra marka“
- segir Sigurður V.
Sigmundsson kennari
Sigurður V. Sigmundsson
kennari að Laugum telur það
ekki góðan kost að færa
Reykjavíkurflugvöll. „Ef fólk
utan af landi er að fljúga hing-
að á suðvesturhornið á það oft-
ast erindi til borgarinnar. Það
er því mjög þægilegt að lenda
stutt frá miðbænum.“
Sigurður sagðist skilja kvíða
margra að hafa flugvöllinn inni í
þéttbýliskjarna og viðurkenndi
að það væri ekki æskilegasta
formið. Hins vegar væri alltaf ein-
hver áhætta fólgin í flugrekstri,
bæði fyrir farþega og íbúa í
nágrenni við flugvelli.
Við spurðum Sigurð hvort
hann teldi æskilegt að önnur
flugfélög en Flugleiðir ættu að fá
að fljúga á fjölförnustu flug-
leiðunum.
„Ég hef ekkert upp á þjónustu
Flugleiða að klaga. Það má hins
vegar segja að önnur flugfélög
ættu að fá að tækifæri til að
spreyta sig. Sú samkeppni yrði að
vísu að vera innan skynsamlegra