Dagur - 02.09.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 02.09.1988, Blaðsíða 9
2. september 1988 - DAGUR - 9 Skiptar skoðanir eru um það hvort miðstöð innanlandsflugs Flugleiða eigi að vera í Reykjavík ellegar í Keflavík. marka þannig aö ringulreið myndist ekki á markaðinum,“ sagði Sigurður V. Sigmundsson. „Varla pláss fyrir tvö flugíelög á þessari flugleið“ - segir Ástþrúður Sif Sveinsdóttir Ástþrúður Sif Sveinsdóttir vinnur hjá innanlandsdeild Flugleiða í sumar. Hún er frá Akureyri, en hefur búið í Reykjavík síðustu tvö ár. Við spurðum hana um hugsanlega færslu á flugvellinum og mögu- leika annarra flugfélaga að keppa við Flugleiðir. Ástþrúður Sif Sveinsdóttir. „Ég er á móti því af hag- kvæmnisástæðum að færa innan- landsflugið til Keflavíkur. Það yrði mjög óvinsælt hjá fólki utan af landi sem þarf oft að skreppa til Reykjavíkur í ýmsum erinda- gjörðum. Spurningunni hvort eitthvert annað flugfélag en Flugleiðir eigi að fá leyfi til að fljúga á þessa stærri staði innanlands er erfitt að svara. Einokun er aldrei góð, en ég veit ekki hvort efnahagslegur grundvöllur er fyrir því að hafa tvö flugfélög á sömu flugleiðinni. Síðan er þetta spurning um farþegana. Flugfélag Norður- lands er oftast nefnt í sambandi við flugleiðina Akureyri-Reykja- vík, en ég veit ekki hvort íslensk- ir flugfarþegar láta bjóða sér upp á Twin Otter vélar á þessari leið. Flugfélag Norðurlands yrði þá að fjárfesta í betri vélum og ég hef ekki trú á að sú fjárfesting myndi borga sig,“ sagði Ástþrúður Sif Sveinsdóttir starfsmaður innan- landsdeildar Flugleiða. Valdimar Pétursson „Hlaðmenn Flugleiða frábærir“ - segir Valdimar Pétursson frá Akureyri Valdimar Pétursson ferðast oft á milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Hann segir að ef hægt verði að koma upp hraðferðum milli Keflavíkur og Reykjavíkur megi hugsa sér að færa innan- landsflugið til Keflavíkur. „Það er auðvitað ólíkt þægi- legra að lenda í Reykjavíkur, en telst varla æskilegt að hafa flug- völl inni í miðjum þéttbýlis- kjarna. Ég hef oft hugsað um þetta mál þegar vélin rennir yfir miðbæinn og slysið um daginn hristir alvarlega upp í manni.“ - Hvað finnst þér um hug- myndir að leyfa öðrum en Flug- leiðum að spreyta sig á innan- landsfluginu? „Mér finnst allt í lagi að leyfa samkeppni ef hún er innan skynsamlegra marka. Ég er ánægður með þjónustu Flug- leiða. Þar sem ég er fatlaður, þarf ég á sérþjónustu að halda, og hlaðmenn Flugleiða hafa reynst mér alveg frábærlega í því sam- bandi. Hins vegar má segja að alltaf má gera betur og þar vil ég nefna að mér finnst fyrsta vél á morgn- ana vera of seint á ferðinni. Einnig mætti hugsa sér að síðasta vél á kvöldin myndi fara síðar,“ sagði Valdimar Pétursson. „Flugfélag Norðurlands ætti að fá tækifæri“ - rætt við Bjarneyju Bjarnadóttur Bjarney Bjarnadóttir frá Sveinbjarnargerði var á leið til Akureyrar er hún var trufluð af blaðamanninum. Hún var ekki of hrifin af hugmyndinni að færa innanlandsflugið til Keflavíkur og sagði það ótví- ræðan kost við að fljúga að geta lent í höfuðborginni. Bjarney sagði að Flugfélag Norðurlands ætti hiklaust að fá tækifæri að spreyta sig á þessari flugleið. Ekki kvaðst hún vera óánægð með þjónustu Flugleiða enda hefði hún engan saman- burð. Bjarney Bjarnadóttir Hún kvað þó vert að minnast á að Flugleiðir ættu að spá í að hafa flugið til Reykjavíkur fyrr á morgnana. Æskilegt væri að vera komin til Reykjavíkur um níu- leytið til að komast á ýmsa staði í borginni áður en aðaltraffíkin byrjaði þar. Bjarney sagði að ef ferðin frá Keflavík bættist ofan á flugið suður myndu margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir færu að fljúga. Þetta væri e.t.v. ekki svo slæmt fyrir Norðlendinga því það tekur jú tæpan klukkutíma flugið, en dæmið hlyti að líta illa út fyrir t.d. Vestmanneyinga þar sem flugið þangað tekur ekki nema tuttugu mínútur. AP AKUREYRARBÆR Dagvistardeild félags- málastofnunar auglýsir: Enn vantar dagmæöur fyrir börn á aldrinum 6 mán.-2ja ára. Vinsamlegast hafið samband við hverfisfóstru í síma 24620 og umsjónarfóstru í síma 24600 alla daga fra kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. Atvinna - konur Viljum ráða nú þegar konur til starfa í vetur. Bónusvinna. Hálfs- eða heilsdagsstörf. Ennfremur viljum við ráða konur á kvöldvakt, vinnu- tími: 17.00-22.00. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. K. Jónsson & Co. hf. Niðursuðuverksmiðja. Stýrimenn vantar á 60 og 110 tonna báta frá Dalvík. Upplýsingar í símum 96-61614 og 96-61408. Okkur vantar starfsmann sem þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlegast sendið umsókn merkt „Sporthúsið, Akureyri“ í pósthólf 450, 602 Akureyri er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf. Sporthú^id Hafnarstræti 94 Sími 24350 Afgreiðslustarf 1. september. Við óskum eftir afgreiðslufólki í leikfanga- og gjafa- vöruverslun okkar. Vinnutími kl. 9-18. Einnig hálfan daginn kl. 9-13 eða kl. 13-18 kemur til greina. Umsóknareyðublöð fást í versluninni. LEIKFANGAMARKAÐURINN PARÍS HF. Hafnarstræti 96, sími 27744. Vélavörður Vélavörður óskast á Dalborgu EA 317. Upplýsingar í símum 96-61475 og 985-20727. Kennara vantar í eftirtaldar greinar við Námsflokkana á Akureyri: Ensku, dönsku, sænsku, norsku, ítölsku, stærðfræði og íslensku fyrir útlendinga. Góð laun í boði. Upplýsingar veitir undirritaður. Bárður Halldórsson símar 21792 og 25413. Starfsfólk vantar við saltfiskverkun KEA, Grímsey. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 96-73105 og 96-73118 á kvöldin. Verkstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.