Dagur - 02.09.1988, Síða 15
2. september 1988 - DAGUR - 15
Glíma:
íslenskt landslið í
fyrstu ferðinni erlendis
- keppti í Frakklandi, Englandi og Skotlandi
íslenska landsliðið í glímu
gerði góða ferð til útlanda fyrir
skömmu og keppti á fang-
bragðamótum í Frakklandi,
Englandi og Skotlandi. Keppt
var í axlartökum og Gouren,
sem eru bretónsk lausatök.
Þrír piltar frá HSP voru í
hópnum: ÞeirTryggvi Héðinsson
sem keppti í 74 kg flokki, Hilmar
Ágústsson sem keppti í 71 kg
flokki og Arngrímur Jónsson sem
keppti í 88 kg flokki.
Þetta er í fyrsta sinn sem
Glímusamband íslands sendir
landslið í keppni erlendis eftir að
sambandið gekk í alþjóðasamtök
keltneskra fangbragðamanna,
IFCW.
Stefnt er að því á næstu árum
að auka samskipti við erlendar
þjóðir í gegnum þetta alþjóða-
samband. Islendingar hafa lært
fangbrögð hinna þjóðanna og
íslenska glíman hefur verið sýnd
erlendis. í framtíðinni er stefnt
að því að þegar íslenskir glímu-
menn keppa við erlenda kollega
sína, verði keppt í tveimur grein-
um, axlartökum eða Gouren
annars vegar og íslenskri glímu
hins vegar.
Góðar líkur eru taldar á því að
Islenska landsliöið í glímu og axlartökum.
íslendingar fái að halda meistara-
mót IFCW árið 1990 og yrði þá
íslenska glíman þar meðal
keppnisgreina. í þessu sambandi
má nefna að franskir þjálfarar
eru væntanlegir hingað til lands í
febrúar til að kenna axlartök.
Einnig vert að geta þess að á for-
síðu fréttatímarits frönsku Gour-
en-samtakanna voru svipmyndir
af íslenskri glímu og grein um
þjóðaríþrótt okkar í blaðinu.
Keppnisferð íslenska landsliðs-
ins gekk ntjög vel og var keppt í
yngri og eldri flokki. Náðu marg-
ir íslensku keppendurnir mjög
langt og er það ótrúlegt miðað
við að fæstir hafa keppt í þessunt
greinum áður.
Það er ljóst að svona keppnis-
ferð örvar mjög áhuga á íþrótt-
inni og jafnvel þótt ekki sé keppt
í íslenskri glímu strax, þá hefur
þetta jákvæð áhrif á vöxt glím-
unnar hér á landi. Samskipti við
aðrar þjóðir eru nauðsynleg í
glímu, eins og í öðrum íþróttum,
og raunverulega bráðnauðsynleg
ef við ætlum ekki að láta þjóðar-
íþrótt okkar deyja út. AP
Þorvaldur meiddur
og Bjöm í banni
Svo getur farið að Þorvaldur
Örlygsson geti ekki leikið
með KA gegn Fram í Reykja-
vík á morgun. Þorvaldur
snérí sig á ökkla á æfíngu í vik-
unni og í gær taldi hann ólík-
legt að hann yrði orðinn
nægilega góður til að geta
leikið á morgun. Þetta yrði
mikið áfall fyrir liðið þar sem
Þorvaldur hefur leikið geysi-
lega vel að undanförnu.
Þá munu Völsungar ekki
mæta með fullt lið í leikinn gegn
Þór á Akureyri því fyrirliðinn
Björn Olgeirsson var dæmdur í
leikbann eftir síðustu urnferð
þar sem hann var búinn að fá
fjögur gul spjöld. Þetta gerist á
slæmum tíma fyrir Húsvíking-
ana því staða þeirra í deildinni
er mjög erfið og þeir þurfa á
öllu sínu að halda ef ekki á illa
að fara. JHB
Golfklúbbur Akureyrar:
Gullsmíða- og
Nafnlausi bikarinn
- um helgina - ferðamótinu frestað
Um helgina verða haldin tvö
mót á golfvellinum að Jaðri. Á
laugardag verður keppt um
Gullsmíðabikarinn og daginn
eftir um Nafnlausa bikarinn.
Ferðamóti Útsýnar og Úrvals
sem vera átti um helgina hefur
hins vegar verið frestað til 17.
og 18. september.
Keppnin um Gullsmíðabikar-
inn er 18 holu höggleikur, með
og án forgjafar. Það mót hefst kl.
10 á laugardag. Nafnlausi bikar-
inn er einnig höggleikur, cn með
3/4 forgjöf. Þurfa keppendur að
vera mættir upp við Goifskála
fyrir kl. 8.45 á sunnudagsmorgun
til að geta tekið þátt. JHB
Frjálsar íþróttir:
UMSS íslandsmeistari
í tugþraut karla
Tryggvi Héðinsson úr HSÞ snýr hér breskan andstæðing sinn niður í axlar-
tökuni.
UMSS eignaðist íslandsmeist-
ara í frjálsum íþróttum í Bikar-
keppni FRÍ í fjölþraut, sem
haldin var fyrir skömmu.
Karlasveit UMSS vann tug-
þrautina og sveitina skipuðu
þeir Friðrik Steinsson og
Gunnar Sigurðsson. Keppt var
í sjöþraut kvenna, en keppni
hætt vegna veðurs þegar tvær
greinar voru eftir. Þar stefndi
Berglind Bjarnadóttir UMSS á
Islandsmeistaratitil.
í einstaklingskeppni varð
Flugleiðamótið er mönnum enn í fersku minni og þá sérstaklega hinn eftirminnilegi leikur íslendinga og Sovét-
manna. Þessi mynd var hins vegar tekin á Húsavík er hin sterku landsliö Spánverja og Sovétmanna áttust við. Pálini
Pálmason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Húsavíkur tilkynnir áhorfenduin eitthvað mjög mikilvægt í hátalarakerfínu og
Ríkarður Ríkarðsson lögregluþjónn horfír á hann í forundran. Arnar Guðlaugsson er niðursokkinn í skriftir og
Sveinn Pálsson lætur sig þetta litlu skipta og er sjálfsagt að velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að hefja Ieikinn. AP
Gunnar í öðru sæti, með 6276
stig, en fyrstur varð Þorsteinn
Þórsson ÍR, fyrrverandi UMSS-
ari. Friðrik varð þriðji með 5340
stig og í fjórða sæti varð Guð-
mundur S. Ragnarsson USAH
með 5231 stig. Félagi hans í
USAH, Jón Heiðarsson hætti
keppni.
Þegar keppni í sjöþraut
kvenna var hætt var Berglind
með 3331 stig, 140 stigum á und-
an næsta keppanda. Þriðja var
síðan Sigurlaug Gunnarsdóttir
með 2557 stig. Mjög slæmt veður
var seinni dag mótsins, hífandi
rok og rigning, og var þá hætt
keppni í sjöþrautinni. Karlarnir
héldu áfram og luku keppni við
mjög erfiðar aðstæður. Þess skal
getið að utan við bikarkeppnina
tók Berglind Bjarnadóttir þátt í
kringlukasti í innanfélagsmóti
hjá Ármanni, og j>erði sér lítið
fyrir og jafnaði Islandsmetið í
stúlknaflokki, 17-18 ára, kastaði
39,06 m. Berglind hefur verið
valin í unglingalandslið íslands í
frjálsum íþróttum og keppir með
því í Rennez í Frakklandi síðar í
þessum mánuði á Evrópukeppni
unglingaliða. -bjb
Knattspyrna:
Allt á fullu
inn helgina
- heil umferð í
Um helgina fer fram heil um-
ferð í SL-deild íslandsmótsins í
knattspyrnu. Á morgun leika
Þór og Völsungur á Akureyr-
arvelli og hefst sá leikur kl. 14.
Á sama tíma mæta KA-mcnn
Frömurum á Laugardalsvelli,
IA og IBK mætast á Akranesi
kl. 14.30 og Leiftur og KR í
Ólafsfírði kl. 17. Umferðinni
lýkur síðan með leik Vals og
Víkings sem fram fer á Vals-
velli kl. 14 á sunnudag.
í 2. deild verður einnig leikin
heil umferð. Fylkir og FH mætast
1., 2. og 3. deild
á Fylkisvelli á föstudagskvöld en
á laugardag verða þrír leikir.
Tindastóll og FH mætast á Sauð-
árkróki, ÍBV og UBK í Eyjum
og Víðir og KS í Garðinum.
Umferðinni lýkur síðan á sunnu-
dag með leik Þróttar og ÍR.
Loks fer fram 14. og síðasta
umferðin í B-riðli 3. deildar og
fara allir leikirnir fram á laugar-
dag. Magni og Huginn mætast á
Grenivík, UMFS Dalvík og
Þróttur á Dalvík, Hvöt og Sindri
á Blönduósi og Einherji og Reyn-
ir á Vopnafirði. JHB