Dagur - 07.09.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 07.09.1988, Blaðsíða 3
7. september 1988 - DAGUR - 3 Útgarður verður fluttur inn á Melgerðismela og þá þarf sendibúnaður Sjónvarps Akureyrar húsaskjól. Mynd: tlv Sjónvarp Akureyri: Sendibúnaðuriim þarf húsaskjól Húsnæði óskast Óskum eftir 3ja-4ra herb. íbúð fyrir einn af starfs- mönnum okkar frá 1. október. Upplýsingar á skrifstofunni. ístess hf. Glerárgötu 30, Akureyri S 96-26255 Vegna breytinga 40% afsláttur á öllum vörum KOMPAN SKIPAGÖTU 2 AKUREYRi SÍMI 96 25917 Sjónvarp Akureyri hefur haft aðstöðu fyrir búnað sinn í Útgarði, skálanum sem flug- klúbbar á Akureyri keyptu af Menntaskólanum. Skálinn verður fluttur inn á Melgerðis- mela í haust og þá missir Sjón- varp Akureyri þetta húsaskjól í Vaðlaheiðinni. „Við komum til með að setja þennan búnað upp í litlu húsi eða einhverju slíku, en það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það hvernig að málum verður staðið," sagði Bjarni Hafþór Helgason sjónvarpsstjóri. Sjónvarp Akureyri er með mastur rétt við skálann og sjálfan sendibúnaðinn í herbergi í skálanum. Þann búnað verður að byggja yfir áður en skálinn verð- ur fluttur. SS Akureyrarbær: Rætt um sölu á hluta- bréfum í Oddeyri hf. Atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar hyggst leggja það til við bæjarstjórn að bærinn selji hlut sinn í útgerðarfyrirtækinu Oddeyri hf. Eignarhlutur bæj- arins í Oddeyri hf. er hátt í 40% og er nafnverð hlutabréf- anna í kringum 11 milljónir króna. Búast má við að tillaga um sölu hlutabréfanna verði lögð fram í bæjarstjórn á næst- unni. Björn Jósef Arnviðarson, for- maður atvinnumálanefndar, sagði að enn hefði ekki komið fram nein formleg tillaga frá atvinnumálanefnd um sölu hluta- bréfanna, en hann sagðist hafa hug á því að leggja slíka tillögu fram. Málið hefur aðeins verið rætt óformlega í nefndinni. Aðspurður neitaði Björn því að þessar hugmyndir væru fram komnar í kjölfar sölu Reykjavík- urborgar á lilut sínum í Granda, því hugmyndir um að bærinn seldi hlut sinn í Oddeyri væru í raun býsna gamlar. „Það er ljóst að það er áhugi fyrir því að kanna sölu á bréfunum, að því tilskildu að boðlegt verð fáist fyrir þau, og þá í samráði við aðra hluthafa," sagði Björn. Auk Akureyrarbæjar eiga Samherji hf. og K. Jónsson & Co. hlut í Oddeyri hf. og eiga þessi fyrirtæki forkaupsrétt á Krossanesverksmiðjan: Tilbúin að taka við loðnu „Við erum tilbúnir að taka við loðnu hér og bíðum aðeins eft- ir því að veiðin fari að glæðast,“ sagði Geir Zoéga forstjóri Krossanesverksmiðj- unnar á Akureyri í samtali við Dag. Geir sagði að verksmiðjan borgaði 3000-3300 kr. fyrir tonn- ið eftir ferskleika en það er um 40% hækkun frá vertíðinni í fyrra. í fyrra barst fyrsti loðnu- farmurinn til verksmiðjunnar þann 23. september en vertíðin byrjaði þó ekki af neinum krafti fyrr en í nóvember. „Það hafa verið gerðar veru- legar endurbætur á verksmiðj- unni. Þá er verið að byggja hér nýtt hús og það stendur til að halda áfram í vetur með mjöl- kvarnir og mjölkerfi og geta þannig uppfyllt kröfur gæða- mjölskaupenda," sagði Geir enn- fremur. -KK hlutabréfunum sem bærinn kann að selja. Stjórnarformaður Oddeyrar er Jón Sigurðarson og framkvæmdastjóri er Þorsteinn Már Baldvinsson. SS Sveitarstjómir, forsvarsmenn félaga, fyrirtækja og stofnana Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra verða til viðtals dagana 18.-21. september ’88 á eftir- töldum stöðum: Raufarhöfn sunnudaginn 18. sept. Húsavík mánudaginn 19. sept. Akureyri þriðjudag og miðvikudag 20. og 21. sept. Tímapantanir og frekari upplýsingar fást hjá Gunn- ari Hilmarssyni sveitarstjóra Raufarhöfn, Bjarna Þór Einarssyni, bæjarstjóra Húsavík og Valgarði Bald- vinssyni, bæjarritara Akureyri. Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra. DANSSKÓLI Komdu a5 dansa! Nú er tækifæri Ertu einn af þessum sem alltaf hefur langað til að læra að dansa, en aldrei þorað? Nýr og ferskur dansskóli hefur göngu sína. NámskeiÖ í: k Barnadönsum k Unglingadönsum k Samkvæmisdönsum k Gömludönsum k Rock og tjútt Námskeið fyrir hópa, félagasamtök og einstaklinga. Innritun og nánari upplýsingar í síma 26624 milli kl. 12og18. Sigurbjörg D.S.Í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.