Dagur - 07.09.1988, Síða 5
7. september 1988 - DAGUR - 5
Bjarni Grímsson bæjarstjóri í Ólafsfirði við tjörnina, með ófagra brekkuna eftir skriðurnar, í baksýn.
„Mikil skríðufóQ fram-
undan í efnahagsmálum“
- rætt við Bjarna Grímsson bæjarstjóra í Ólafsfirði
að afloknum náttúruhamförum
Bjarni Grímsson var ekki
búinn að sitja lengi í sæti
bæjarstjóra í Ólafsfirði þegar
ósköpin dundu yfir. Hann hóf
störf í byrjun ágústmánaðar og
það er varla hægt að segja ann-
að en að Bjarni hafi fengið
örðugt verkefni strax í byrjun
starfs síns. Bjarni er fæddur og
uppalinn Ólafsfirðingur, þann-
ig að mörgu leyti má segja að
það hafi verið auðveldara fyrir
hann að takast á við verkefniö.
Þegar blaðamaður Dags var í
Ólafsfirði í síðustu viku hitti
hann Bjarna að máli og tókst
það þrátt fyrir miklar annir
bæjarstjórans.
Hreinsunarstörf voru unnin í
Ólafsfirði um helgina og að sögn
Bjarna tókust þau vel, tekist
hefði að hreinsa mestu drulluna
og aurinn. Sjálfboðaliðar frá
Akureyri, Dalvík, Árskógs-
strönd, úr Fljótum og Skagafirði
hafa hjálpað til við hreinsun í
bænum, en ljóst er að heilmikil
vinna er eftir við að koma
umhverfi bæjarins í fyrra stand.
Bjarni var fyrst spurður að því
hvar hann hafi verið staddur þeg-
ar stóru skriðurnar féllu úr Tinda-
öxl.
„Ég var á fundi almannavarna-
nefndar á bæjarskrifstofunni þeg-
ar fyrri skriðan féll og við horfð-
um á hana falla. Við vorum beint
fyrir neðan hana á Ólafsveginum
og sáum hana fara, sáum m.a.
bílinn þarna í skriðunni sem fólk-
ið var í. Maður getur varla lýst
þessu frekar, þetta var ólýsanleg
tilfinning að sjá skriðuna falla
þarna niður í gusum. Við í
almannavarnanefndinni vorum
búnir að standa í öðru, við vorum
að gera ráðstafanir vegna flóða
sem þá þegar voru byrjuð hérna í
bænum. Það var farið að flæða í
kjallara húsa og vatnið orðið
mjög hátt og einnig skriður búnar
að falla í Skeggjabrekkudal og
Garðsáin kolmórauð. Þá var veg-
urinn fyrir Múiann lokaður og
vegurinn fram í sveit við það að
fara í sundur, þannig að við vor-
um í því að gera ráðstafanir og
senda út tilkynningu þegar skrið-
an féll. Við urðum síðan að sjálf-
sögðu að breyta þeirri tilkynn-
ingu.
Síðan hefur maður haft lítinn
tfma til að hugsa, því meira og
minna frá því á sunnudag hafa
verið fundir hjá almannavarna-
nefnd. Við fluttum aðstöðu okk-
ar í Slysavarnahúsið og þar var
fljótlega farið að standa vaktir.
Þannig að maður var á ferðinni til
fjögur á nóttinni og síðan upp kl.
7 á morgnana, það er svefninn
sem maður hefur fengið undan-
farna daga.“
- Hvernig finnst þér bæjarbú-
ar hafa tekið þessu öllu saman?
„Mér hefur fundist fólk bara
taka þessu mjög vel. Það hefur
tekið þessu eins og hverju öðru
sem dynur yfir það og mér sýnist
t.d. á sjálfboðaliðaþátttöku að
menn ætli að standa mjög sam-
hentir í þessu, verka lóðir og
hreinsa aurinn. Við ætlum að
drífa í því að aðstoða þá sem
fengu skriðurnar yfir sig. Hins
vegar er lítið hægt að vinna sjálf-
boðaliðastarf hjá þeim sem urðu
fyrir vatnsflóðunum og er það
óbætanlegt. Það er alveg ljóst að
hér t.d. eyðilagðist alveg ein
íbúð, það var vel í læri vatnsflóð-
ið sem var í þeirri íbúð, þannig
að þar var allt ónýtt.“
- Hvernig fer með tjónabætur
á öllum þessum skemmdum?
„Tjónabætur eru þannig að allt
það sem er brunatryggt inniheld-
ur vissa viðlagatryggingu, hluti af
iðgjöldum fer í viðlagatryggingu
sem kemur inn í dæmið ef það
verða náttúruhamfarir, sem
almenn trygging greiðir ekki. í
þessu tilfelli bætir viðlagatrygg-
ingin hús og lóðir. Að vísu er það
teygt hugtak hvað eru lóðir og
misjafnt hvað mikil vinna er lögð
í lóðir. í þessu tilfelli, að ég held
í öllum, voru menn búnir að
rækta lóðir sínar mjög vel, þetta
voru mjög fallegar lóðir. Þar gild-
ir lóðamat og lóðamat eru litlir
peningar miðað við þá vinnu sem
fólk leggur í að vinna í görðum
sínum og rækta upp. Þannig að
þar sjá menn áratuga starf fara
bara á einni mínútu eða svo. Að
öðru leytið er það innbúið, ef
menn eru með innbústryggingu
fá þeir það bætt á sama hátt, sem
sagt skemmdir á innbúi, húsum
og lóðum sem er tryggð, fást
bættar. Það skal líka tekið fram
varðandi tryggingarnar að auð-
vitað þarf hver og einn að bera
sína sjálfsábyrgð, eins og er í öll-
um tryggingum í dag. Það er
ákveðin sjálfsábyrgð og það er
eins í þessum tilfellum, viðkom-
andi aðili þarf að bera þá sjálfs-
ábyrgð. Það er nú málið.“
- Nú áttuð þið viðræður við
forsætisráðherra og fleiri emb-
ættismenn í vikunni. Hvað kom
út úr þeim viðræðum?
„Það kom bæði lítið og mikið
út úr þeim, þ.e.a.s. að forsætis-
ráðherra kom hérna ásamt sam-
gönguráðherra og fleirum og
skoðuðu aðstæður. Þeir lýstu
náttúrlega yfir miklum samhug
með okkur og lofuðu að vera
okkur innan handar eins og þeir
mögulega gætu. Þorsteinn Páls-
son hefur nú þegar beðið
Byggðastofnun um að gera könn-
un á því hvernig hægt sé að koma
okkur til aðstoðar og það er verið
að vinna að því núna. Við vitum
náttúrlega ekki um tölur varð-
andi tjón og við vitum heldur
ekki ennþá hvað tryggingar bæta
og hvað þær munu ekki bæta.
Síðan er það þetta andlega sár
sem ekki verður bætt, hvorki
með peningum eða öðru. Hins
vegar ætlum við, og gerum ráð
fyrir því að það verði gerðar ein-
hverjar forráðstafanir. Það verði
gerðar ráðstafanir til að hindra
það að svona skriðuhlaup verði
aftur. Það er ljóst núna að það
hafa orðið skriðuföll alls staðar
þar sem er nokkur möguleiki á að
þau verði hér í nágrenninu."
- Svona að lokum Bjarni, nú
varst þú nýsestur í bæjarstjóra-
stólinn þegar öll lætin byrjuðu.
Hvernig finnst þér að hafa byrjað
á þessu verkefni?
„Ég sagði nú við einhvern sem
spurði mig að því sama að auðvit-
að hefði ég gjarnan viljað byrja á
öðrum verkum en ég verð náttúr-
lega að taka þessum verkum eins
og hverjum öðrum. Ég hef verið
við stjórnun sem kaupfélagsstjóri
á síðustu 5 árum og það hafa
dunið yfir mann ýmis mál á því
tímabili. Mér sýnist nú, eins og
árað hefur í efnahagsmálum
þjóðarinnar upp á síðkastið, að
þar séu mikil skriðuföll framund-
an. Þannig að það verður bara að
ráðast á verkefnin hverju sinni og
reyna að vinna þau. Maður reyn-
ir bara að standa sig eins og hægt
er í því.“ -bjb
Félag haimonikuunnenda
við Eyjafjörð
heldur aðalfund fimmtudaginn 15. sept. nk. í
Lundarskóla kl. 20.30.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Framkvæmdanefnd íbúðabygginga
fyrir aldraða - FÍFA - auglýsir:
íbúðir í fjölbýlis- og
raóhusum við Víðilund
Til sölu eru íbúðir fyrir aldraða
í fjölbýli: Þriggja herbergja íbúöir, áætlaðar til
afhendingar fullfrágengnar, 15. júlí 1989.
Tveggja og þriggja herbergja íbúöir, áætlaöar til
afhendingar fullfrágengnar ári síðar.
í raðhúsi: íbúö með bílskúrsréttindum, og íbúöir
meö bílskúr.
Afhending og byggingarstig er samkomulagsatriði.
Umsóknir veröa afgreiddar í þeirri röö sem þær
berast.
Upplýsingar gefnar í símum 23118 Sigurður, og
23251 Magnús.
Umsóknir sendist til:
FÍFA, pósthólf 472, 602 Akureyri.
jonusta
Bókhald
★ Leiðbeiningar og aöstoö viö bókhald á staðnum
★ Einnig fullkomin bókhaldsvinna á skrifstofu okkar
★ Val hagkvæmustu leiöa
Uppgjör og framtöl
★ Á réttum tíma
★ Stórra og smárra fyrirtækja
★ Samvinna viö löggilta endurskoöendur
Tölvur— Hugbúnaður
★ Ráögjöf, sala og kennsla í samvinnu viö Trón
★ Tölvuvinnsla bókhalds, launa, ritvinnsla o.fl.
Rekstrarráðgjöf
★ Áætlanagerð
★ Stofnun sameignarfélaga, hlutafélaga
★ Skipulagning
Laun
★ Fullkomin launaúrvinnsla
★ Kennsla á launaforrit
Ráðningar
Sérþekking í ráðningu:
★ Skrifstofufólks
★ Stjórnenda
★ Sölumanna, bankamanna o.fl.
★ Afleysingar
REKSTRARRÁÐGJÖF
REIKNINGSSKIL
RÁÐNINGAR
TRYGGVABRAUT 22 • SÍMI 96-25455 • 602 AKUREYRI