Dagur - 07.09.1988, Síða 6
er ekki litið á tvö skattþrep sem
vandamál við innheimtu virðis-
aukaskatts og þykir mér undar-
legt ef íslenskir skattheimtumenn
eru starfi sínu verr vaxnir en
starfsbræður þeirra í Mið-Evr-
ópu. Þess verður að geta í þessu
sambandi að við innheimtu sölu-
skatts af fiski er slíkt kerfi með
lægra skattþrepi í raun þegar í
framkvæmd og hafa ekki heyrst
kvartanir um að sú skattheimta
gangi illa. Ég tel því að Stéttar-
sambandið eigi á næstunni að
beita öllu afli sfnu til að fá því
framgengt að við innheimtú
væntanlegs virðisaukaskatts verði
lægra skattþrep haft á matvörum
og leita eftir stuðningi annarra
hagsmunahópa við þá kröfu.
Menntun bænda
Á aðalfundi Stéttarsambandsins í
fyrra var ályktað um að fundnar
verði leiðir til að fjármagna
endurmenntun bænda. Haukur
sagði að því máli hefði skilað all-
vel áfram og á vegum bændaskól-
anna hefði þannig á síðasta vetri
verið boðið upp á endurmennt-
unarnámskeið af ýmsu tagi og
námskeið í nýjum búgreinum.
„Góð reynsla fékkst af þessu
starfi og undirbúa skólarnir nú í
6 - DAGUR - 7. september 1988
Aðalfundi Stéttarsambands
bænda er nýlokið, en fundur-
inn var að þessu sinni haldinn á
Akureyri. Að venju voru mörg
málefni til umfjöllunar en ein-
stök búgreinafélög héldu aðal-
fundi sína fyrir aðalfund Stétt-
arsambandsins. Alyktanir bú-
greinafélaganna voru síðan
ræddar á fundinum og afstaða
tekin til þeirra mála sem vísað
var til fundarins.
Haukur Halldórsson, for-
maður Stéttarsambands bænda,
flutti ávarp til fundarins í upphafi
hans. Segja má að umræða fund-
anna í hvert sinn mótist að tals-
verðu leyti af því sem kemur
fram í ávarpi formannsins, auk
þeirra málefna sem fundirnir
taka afstöðu til hverju sinni. Hér
verður stiklað á stóru og birtur
útdráttur úr ræðu Hauks Hall-
dórssonar á fundinum.
í upphafi ræðu sinnar gat
Haukur þess að síðustu ár hefðu
verið bændastéttinni óvenju erfið
og þau verkefni sem krefðust
úrlausnar hefðu reynt meira á
samstöðu bændastéttarinnar en
nokkuð annað um langan tíma.
Bændur hefðu þurft að feta sig
áfram í framkvæmd nýrrar land-
búnaðarstefnu sem á margan hátt
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, að flytja ræðuna á aðalfundinum. Jón Helgason, landbún-
aðarráðherra t.v. Mynd: gb
fækkun í mjólkurframleiðslu og
sauðfjárrækt.
„í umfjöllun um málið lagði
stjórnin þunga áherslu á að horf-
ið yrði frá áformum um lagningu
söluskatts á matvörur. Að öðrum
kosti yrði hann endurgreiddur af
öllum innlendum matvælum.
Yrði hins vegar haldið fast við
álagningu söluskatts á matvörur
til að tryggja betri söluskattsskil
endurgreiðslan staðið óbreytt að
krónutölu.
Þegar söluskattsmálið var til
umfjöllunar á Alþingi var reynt
að skapa skilning á nauðsyn þess
að lögbinda endurgreiðsluhlut-
fallið á einstökum vörum þar sem
hætta var. talin á að stjórnvöld
freistuðust til að draga smám
sarnan úr endurgreiðslunni. Þessi
ótti hefur ekki reynst ástæðulaus
ar fjallað er um kosti og galla
virðisaukaskatts, að fyrir land-
búnaðinn hefur væntanlegt virð-
isaukaskattskerfi þann kost fram
yfir núgildandi söluskattskerfi að
í því á ekki að gæta áhrifa upp-
safnaðs söluskatts sem nú vegur
um 2% í rekstrarkostnaði í land-
búnaði. Með tilkomu virðisauka-
skattsins á því framleiðslukostn-
aður landbúnaðarins að lækka
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
Öflug leiðbeiningar-
þjónusta er forsenda
farsælla búháttabreytinga
- sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambandsins
hefði skapað gjörbreytt viðhorf í
framleiðslumálum. Margt bæri
því nú vitni að málefnum land-
búnaðarins hefði skilað áleiðis
því verulegur árangur hefði náðst
í skipulagningu búvörufram-
leiðslunnar. Verkefni aðalfund-
arins væri fyrst og fremst að móta
stefnu með tilliti til framtíðarinn-
ar.
Söluskattur á matvæli
og virðisaukaskattur
f máli formannsins kom fram að í
athugun, sem Stéttarsambandið
lét gera, kom í Ijós að miðað við
fyrirliggjandi upplýsingar um
verðteygni mjólkur og kindakjöts
myndi álagning 18% söluskatts,
sem að fullu kæmi fram í smá-
söluverði þessara vara, valda um
5,8 milljón lítra samdrætti í sölu
mjólkur á innlendum markaði og
tæplega 1100 tonna samdrætti í
kindakjötssölu. Þessu til viðbótar
myndi slíkt hækkun einnig hafa
mikil áhrif á sölu annarra búvara.
Miðað við afurðir og vinnumagn
í gildandi verðlagsgrundvelli
landbúnaðarvara jafngildir þessi
samdráttur í sölu 422 ársverka
benti stjórnin á þá leið að skatt-
hlutfallið verði haft lægra á þeim
en öðrum vörum og þjónustu,
svo sem gert er í mörgum löndum
Vestur-Evrópu. Niðurstaðan
varð sú að söluskattur var lagður
á allar matvörur. Hins vegar
tókst að ná fram ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að greiða sér-
staklega niður skattinn allan eða
að hluta á nokkruin helstu búvör-
um.
Söluskatturinn leggst þó af
fullum þunga á rjóma, hrossa-
kjöt, kartöflur og grænmeti.
Skatturinn hefur valdið gífurleg-
um samdrætti í sölu hrossakjöts
og ljóst er að framleiðendur
grænmetis og kartaflna hafa ekki
getað veitt honum út í verðlag
þessara afurða. ítrekað hefur
verið reynt að skapa skilning
fjármálayfirvalda á þeim erfið-
leikum sem álagning söluskatts á
hrossakjöt, kartöflur og græn-
meti veldur en án árangurs. Það
sem af er árinu hefur endur-
greiðsluhlutfallið haldist lítið
breytt sem nemur áhrifum sölu-
skattsins nema á kjúklinguin,
svínakjöti og eggjum. Þar hefur
þar sem þegar hefur orðið vart
við tilhneigingar hjá fjármálayfir-
völdum til þess að láta verðbólg-
una éta upp endurgreiðsluna,
sbr. það sem gerst hefur með
egg, kjúklinga og svínakjöt.
I aprílbyrjun var lagt fram
frumvarp til laga um virðisauka-
skatt sem að miklu leyti byggði á
frumvarpi því sem lagt var fram í
byrjun árs 1987. Við undirbún-
ing laga um virðisaukaskatt tók
Stéttarsamband bænda þá
afstöðu að leggjast ekki skilyrð-
islaust gegn breytingum úr inn-
heimtu söluskatts í innheimtu
virðisaukaskatts, heldur freista
þess að fá fram þær breytingar
sem gerðu slíkt kerfi aðgengi-
legra fyrir landbúnaðinn. í því
endurskoðaða frumvarpi sem
kom fram í apríl var í veigamikl-
um atriðum komið til móts við
sjónarmið Stéttarsambandsins,
m.a. hvað varðar uppgjörstíma-
bilin, hlutfall skatts og uppgjör
þeirra bænda sem ekki fá sölu-
verð afurða sinna gert upp með
reglulegum hætti. Það var því
mjög breytt staða sem við blasti í
hinu nýja frumvarpi.
Það verður að hafa í huga þeg-
sem þessu nemur. Slík lækkun
skiptir óneitanlega nokkru máli
við núverandi aðstæður. Einnig
skiptir miklu máli sá hagur sem
flestir bændur hafa af því að vera
um tíma með aukið fé í veltunni
vegna innheimtu skattsins.
Ég tel að það hafi komið mjög
glöggt í ljós á undanförnum mán-
uðum að álagning söluskatts á
matvæli var mikið óheillaspor og
hlýtur sú ákvörðun að koma til
endurskoðunar við endanlegan
frágang virðisaukaskattsmálsins.
Æskilegast væri að stjórnvöld
sæju að sér og afnæmu matar-
skattinn. Verði hins vegar haldið
fast við slfka skattheimtu hefur
Stéttarsambandið eins og áður
segir lagt áherslu á að lögfest
verði lægra skattþrep á matvæl-
um líkt og í flestum löndum V.-
Evrópu, utan Norðurlanda.
Ljóst er að meðal embættis-
manna ríkisins er mikil andstaða
við þessa hugmynd og því haldið
fram að slík skattheimta sé mjög
erfið í framkvæmd og opni fyrir
leka í kerfinu. Samkvæmt heim-
ildum sem Stéttarsambandið hef-
ur aflað sér frá öðrum Evrópu-
löndum, m.a. Vestur-Þýskalandi,
samvinnu við Búfræðslunefnd,
áætlun um námskeiðahald næstu
ár. Af hálfu Stéttarsambandsins
hefur verið lögð áhersla á nauð-
syn þess að auka fræðslu um hag-
ræna og rekstrarlega þætti land-
búnaðarins og ljóst er að á næstu
misserum þarf að gera stórátak í
að leiðbeina bændum í færslu
bókhalds vegna skila á væntan-
legum virðisaukaskatti. Við
Bændaskólann á Hvanneyri hefur
nú verið ráðinn starfsmaður sem
hefur það hlutverk að skipuleggja
endurmenntunarstarfið.
Á síðastliðnum vetri var mikil
vinna lögð í að skapa pólitískan
skilning á nauðsyn þess að setja
lög um starfsréttindi í landbún-
aði. Á vegum landbúnaðarráðu-
neytisins var frumvarp það sem
samið var og kynnt um þetta efni
árið 1985 yfirfarið og því breytt
lítillega og lagt fram í þingflokk-
um og ríkisstjórn að nýju. Af
hálfu Stéttarsambandsins var gert
átak í að kynna málið fyrir þing-
mönnum úr öllum flokkum.
Samstaða náðist hins vegar
ekki meðal stjórnarflokkanna um
að flytja málið á Alþingi. Það
veldur miklum vonbrigðum að