Dagur - 07.09.1988, Blaðsíða 7
7. ^eptember 1988 - DAjSUR >-11
almennan pólitískan skilning
virðist skorta á nauðsyn þess að
efla fagmenntun bændastéttar-
innar. Pað skýtur óneitanlega
skökku við að á sama tíma og
samfélagið krefst aukinnar hag-
kvæmni og afkasta í landbúnað-
inum og sífellt eru gerðar strang-
ari kröfur um gæði og hollustu
afurðanna vilja stjórnmálamenn
halda því opnu að hver sem er
geti hafið búrekstur án tillits til
þess hvort viðkomandi hefur
nokkra reynslu eða þekkingu á
því sviði.“
Framkvæmd
búvörusamninga
„Nú eru þrjú ár liðin frá því fyrsti
búvörusamningurinn var gerður
og eftir standa fjögur ár af þeim
tíma sem í búvörulögunum er
ætlaður til að aðlaga landbúnað-
arframleiðsluna að stefnu lag-
anna. Ég hygg að fáir efist nú um
það lengur að búvörusamning-
arnir hafa verið og eru fram-
leiðendum mjólkur og kindakjöts
ómetanleg kjaratrygging eins og
útflutningsmöguleikar þessara
afurða hafa þróast.
Ég álít líka að í aðalatriðum
hafi framkvæmd þeirra við-
kvæmu aðgerða sem óhjákvæmi-
lega fylgdu framkvæmd búvöru-
samninganna tekist eftir atvikum
vel þótt óhjákvæmilega séu ýmsir
sem telja sig hafa borið skarðan
hlut frá borði. Með gerð búvöru-
samninganna var að því stefnt að
aðlaga mjólkurframleiðsluna að
þörfum innlenda markaðarins og
minnka framleiðslu kindakjöts
um 2000 til 2500 tonn. Til þess að
milda svo sem kostur var áhrif
samdráttarins var ákveðið, svo
sem kunnugt er, með búvöru-
samningi haustið 1986, að Fram-
leiðnisjóður keypti eða leigði
framleiðslurétt sem næmi þremur
milljónum lítra mjólkur og 800
tonnum af kindakjöti. Pessum
uppkaupum sjóðsins er nú u.þ.b.
lokið.
það verður hins vegar að
leggja áherslu að sá framleiðslu-
réttur í mjólk og kindakjöti sem
tekinn hefur verið úr umferð með
þessum hætti er leigður tíma-
bundið að verulegu leyti og verð-
ur að óbreyttu mestallur virkur á
ný um og upp úr 1992. Samtals er
því í gildi fullvirðisréttur sem
nemur u.þ.b. 12100 tonna fram-
leiðslu af kindakjöti og 107 millj-
ónum lítra mjólkur. Hafa bænd-
ur tekjur af öllum þessum rétti
ýmist með framleiðslu, leigu eða
með greiðslu fyrir ónotaðan rétt.
Við verðum því að horfast í
augu við að þeir fjármunir sem
varið hefur verið til leigu fullvirð-
isréttar hafa ekki leyst offram-
leiðsluvandann heldur er að lang-
mestu leyti um frest að ræða.
Mikilvægt er að allir geri sér ljós-
ar þessar staðreyndir og að mjög
mikill geymdur vandi bíður
úrlausnar í þessum efnum á
næstu árum.“
Aðgerðir
í framleiðslumálum
„Á haustdögum 1987 stóðu menn
frammi fyrir því að kindakjöts-
salan innanlands hafði aðeins
orðið tæp 8700 tonn í stað 10 þús-
und tonna eins og ráð hafði verið
fyrir gert í búvörusamningi. í
þessu sambandi er nauðsynlegt
Frá Hólum í Hjaltadal. Endurmenntun bænda er eitt þeirra atriða sem samþykkt var að leggja aukna áherslu á, á
aðalfundi Stéttarsambandsins.
sem fengist hefur og reyna að
meta hversu til hafi tekist um
framkvæmdina þessi fyrstu ár.
Ef litið er á forsendur samnings-
ins, magntölur framleiðslu,
markmið um birgðastöðu og fjár-
mögnun verður ekki annað sagt
en markmiðum samningsins hafi
hingað til verið náð í stórum
dráttum.
í mjólkurframleiðslunni hefur
aðlögun að markmiðum samn-
ingsins gengið fljótar en áætlað
var. Horfur eru á að birgðir
mjólkurvara verði sem svarar 17
milljónum lítra 1. september í
stað 19 milljóna eins og búvöru-
samningurinn gerir ráð fyrir.
Hins vegar eru horfur á að birgð-
ir kindakjöts í lok verðlagsársins
verði meiri en gert er ráð fyrir í
búvörusamningunum, þar sem
ekki hafa náð fram að ganga til-
lögur framkvæmdanefndar um
átak í sölu kindakjöts.
Ef aftur á móti er litið á fjár-
mögnunarhliðina hefur dráttur á
ákvarðanatöku fjármálayfirvalda
og tregða í bankakerfinu valdið
margs konar óþægindum vegna
dráttar á greiðslum. Um þverbak
hefur keyrt síðustu mánuðina og
ekki séð hvað af því leiðir. Er
engu líkara en af hálfu yfirvalda
fjármála sé beinlínis stefnt að því
að sigla framkvæmd búvöru-
samningsins í strand.
í>á hefur með ráðstöfunum
Framleiðnisjóðs og Fram-
kvæmdanefndar búvörusamninga
til kaupa og leigu fullvirðisréttar
og viðbótar verðábyrgð á fram-
leiðslu bænda tekist að draga úr
tekjutapi vegna samdráttarins.
Talið er að ef þetta hefði ekki
verið gert hefði það þýtt allt að
10% skerðingu fyrir hinn
almenna bónda umfram það sem
orðið hefur. Hins vegar verður
að horfast í augu við það að ekki
hefur tekist á því tímabili sem
liðið er af samningstímanum að
byggja upp nýja atvinnu í sveit-
um sem mætt gæti samdrætti í
framleiðslu mjólkur og kinda-
kjöts. Náist ekki meiri árangur á
þessu sviði fyrir lok samningstím-
ans eða aðrar ráðstafanir gerðar
blasir ekkert annað við en að sá
fullvirðisréttur sem leigður hefur
verið tímabundið verði allur virk-
ur á ný þannig að skerða þurfi
fullvirðisrétt annarra sem því
nernur. Því verður að ætla land-
búnaðinum lengri tíma til
aðlögunar en búvörulögin gera
ráð fyrir.“
að hafa í huga ákvæði 2. gr.
búvörusamningsins frá 25. mars
1987 þar sem segir: Fari svo að
innanlandsneysla á verðlagsárun-
um 1988 til 1991 verði minni ár
hvert en nemur 80% af umsömdu
framleiðslumagni, skulu aðilar í
lok viðkomandi verðlagsárs beita
sér fyrir leigu eða kaupum á full-
virðisrétti, sem nemur því sem
munar. Þegar þessi staða lá fyrir
var Ijóst að leita yrði eftir því að
kaupa upp eða leigja enn frekari
framleiðslurétt en fyrirhugað
hafði verið og draga með því úr
hættu á almennri skerðingu á
framleiðslurétti sauðfjárbænda ef
frekari samdráttur yrði á kinda-
kjötssölu innanlands.
Einnig lá fyrir að veruleg fram-
leiðsla var umfram fullvirðisrétt,
bæði í sauðfé og mjólk. Ástæð-
urnar voru m.a. þær að margir
bændur óttuðust að tapa fullvirð-
isrétt sínum ef þeir nýttu hann
ekki að fullu og hins vegar voru
svo þeir sem gerðu út á óvissuna
og voru með framleiðslu umfram
rétt sinn í þeirri von að ónotaður
réttur hjá öðrum bændum nýttist
þeim við uppgjör í lok verðlags-
árs. Umræður um þessi mál
leiddu til þess að þann 25. sept-
ember 1987 var gert samkomulag
í Framkvæmdanefnd búvöru-
samninga um ýmis stefnumark-
andi atriði er snertu framkvæmd
búvörusamninganna.
Megin markmið þessa sam-
komulags var að draga úr þeirri
framleiðsluhvatningu sem virtist
vera fólgin í stjórnkerfinu og
stuðla með því að því að sett
markmið um framleiðslumagn og
birgðastöðu næðust og hins vegar
að verja það afkomuöryggi sem
fullvirðisrétturinn á að veita
hverjum einstökum bónda. Einnig
þótti nauðsynlegt að setja skorð-
ur við skammtímaleigu fullvirðis-
réttar, því þau mál virtust vera
komin verulega úr böndunum.
Full samstaða var innan stjórn-
ar Stéttarsambandsins um þetta
mál eins og fram kemur í bókun
stjórnrinnar frá 22. september
1987. Þar er í fyrsta lagi fallist á
að Framkvæmdanefnd búvöru-
samninga geti ákveðið að greiða
fyrir ónotaðan fullvirðisrétt þar
til birgðastaða er komin í það
horf sem stefnt er að í áætlun
með búvörusamningi. í öðru lagi
segir í bókun stjórnarinnar að í
samræmi við ályktun aðalfundar
1986 um að nánar tilgreindum
byggðum, þar sem nær eingöngu
er búið við sauðfé og möguleikar
til annarrar atvinnustarfsemi eru
litlir, verði úthlutað rýmri full-
virðisrétti en nemur hlutfalli af
heildinni, og í samræmi við hlið-
stæða samþykkt aðalfundar 1987,
telji stjórnin rétt að slík ákvæði
séu tekin inn í reglugerð. Stjórn-
in tekur hins vegar fram að
ákvörðun í þessu efni hljóti að
vera í höndum landbúnaðarráð-
herra.
Nú, þegar liðin eru þrjú ár frá
gildistöku fyrsta búvörusamn-
ingsins er vert að líta þá reynslu
Mikil nefndarstörf voru unnin á aöalfundi Stcttarsainbandsins. Nefndin á
þessari mynd ræddi sérstaklega um tryggingar í landbúnaöi. Mynd: tlv
Ræktum markaðinn
og treystum sambandið
við neytendur
Þessu næst ræddi Haukur Hall-
dórsson um verðlagningu land-
búnaðarafurða og stöðu ein-
stakra búgreina, ferðaþjónustu í
sveitum og aðra framleiðslu. I
lokaorðum sínum í ávarpi til
fundarins sagði hann m.a. þetta:
„Þegar fjallað er um málefni
landbúnaðarins hættir okkur við
að draga fram hinar neikvæðu
hliðar en horfa síður á það sem er
landbúnaðinum hagstætt. Vissu-
lega er mjög margt sem er land-
búnaðinum hagstætt, ekki síst ef
við berum saman stöðu íslensks
landbúnaðar og landbúnað í ná-
grannalöndunum.
I fyrsta lagi höfum við öruggan
markað fyrir flestar afurðir okkar
og neysla á mjólk og kjöti er með
því mesta sem þekkist. Neytend-
ur viðurkenna gæði og heilnæmi
afurðanna. Þessi staða er okkur
afar mikilvæg og hana þurfum við
að styrkja. Viö þurfum að rækta
markaðinn og treysta sambandið
við neytendur.
í öðru lagi erum við að því
leyti betur sett en starfsbræður
okkar í öðrum Evrópulöndum að
samkvæmt mannfjöldaspá mun
fólki halda áfram að fjölga hér á
landi enn um sinn og Islendingar
eru tiltölulega ung þjóð. Við
horfum því enn um sinn á stækk-
andi markað á meðan flestum
nágrannaþjóðunum fækkar og
meðalaldur íbúanna hækkar með
þeim afleiðingum að markaður
fyrir matvörur þrengist stöðugt.
í þriðja lagi skapar lega lands-
ins og veðurfar okkur þá sér-
stöðu að við erum laus við
marga þá sjúkdóma og skordýr
sem valda tjóni á bústofni og
ræktun í nágrannalöndunum.
í fjórða lagi vil ég nefna að
íslenskur landbúnaður er tækni-
lega vel búinn miðað við það sem
víða annars staðar gerist og við
höfum mikið af nýrri og góðri
fjárfestingu enda þótt nýting
hennar sé um sinn ekki sem
skyldi.
Loks vil ég nefna að sú sér-
staða íslands meðal Evrópuþjóða
að hér er ekkert atvinnuleysi hef-
ur auðveldað okkur aðlögun
landbúnaðarins að þrengri mark-
aði með því að þeir sem hafa orð-
ið að hverfa frá landbúnaðar-
störfum hafa átt tiltölulega auð-
velt mað að finna sér önnur störf.
Það er hins vegar miður að vegna
misgengis í efnahagslífi þjóðar-
innar hefur straumurinn legið
„suður“ í stað þess að fólk gæti í
nægilegum mæli fundið sér verk-
efni í heimahögum.
Það sem ég hefi hér nefnt sem
jákvæða þætti ætti að auðvelda
okkur að takast á við þau vanda-
mál sem nú steðja að, og eykur
þetta mér trú á að landbúnaður-
inn í heild muni koma sterkari en
áður út úr þeim breytingum sem
nú ganga yfir. Það veldur vissu-
lega áhyggjum hve staða leið-
beiningarþjónustunnar er nú í
mikilli óvissu, en öflugar leið-
beiningar og rannsóknir eru ein
megin forsenda þess að okkur
takist farsællega sú búháttabreyt-
ing sem nú fer frarn í landbúnað-
inum.“ EHB