Dagur - 07.09.1988, Side 13
7. september 1988 - DAGUR - 13
Gæðaflokkun kjöts skal
sýnd í verslunum
Þann 1. september 1988 tekur
gildi ný reglugerð um slátrun,
mat og meðferð sláturafurða.
í þessari reglugerð er m.a.
kveðið á um að merkimiðar á
kjöti skuli vera mismunandi litir
eftir gæðaflokkum kjötsins og
gildir þetta um allt kindakjöt,
nautgripakjöt, hrossakjöt og
svínakjöt sem fellur til við slátrun
frá og með 1. september nk.
Merking og mat
á dilkakjöti
Þessi litamerkíng skal fylgja kjöt-
inu alla leið í smásöluverslunina,
þannig að neytendur eiga að geta
séð hvaða gæðaflokk er um að
ræða, hvort sem kjötið er í kæli-
borðum eða frystiborðum verslan-
anna. Hér til hliðar er sýnd flokk-
un dilkakjöts og sést þar hvaða
litur skal vera á hverjum gæða-
flokki. Ætla má að í verslunum
verði langmest af I. flokki A, B
og C og litirnir sem fylgja kjötinu
því hvítur, dökkblár og
dökkgrænn.
Sumir aðilar á Akureyri munu
nota límmiðadoppur á eða við
verðmiðana en aðrir hyggjast
setja litinn í umbúðirnar eða
verðmiðana.
Enn er óljóst hvort verðmunur
verður á I. flokki A, B og C, en
neytendur eiga í öllum tilvikum
að geta valið á milli eftir smekk.
Sama merking gildir um annað
kjöt sem sést á töflunni til hægri.
Tilgangurinn með slíkum
merkingum hlýtur að vera að
reyna að fyrirbyggja að kjöt í
lélegri flokkum sé selt sem hæsti
gæðaflokkur, en öðru hvoru hafa
komið upp sögusagnir um að
slíkt hafi gerst.
Neytendur eru því hvattir til að
kynna sér litarmerkingarnar og
fylgjast með því að þær fylgi kjöt-
inu í verslununum.
Ath. ekki er krafist litarmerk-
inga á unninni kjötvöru.
Valdimar Brynjólfsson.
Gulur miði: Úrvalsflokkur (D I-ÚRVAL, UN I*, GRÍS I*).
Hvítur miði: Fyrsti flokkur (D IA, VI, FI, H I, UK I, AK I, UN I, N I, K I, FO I, TR I, UH I, HR I, GRIS I, UNGGRÍS, GYLTA I, GÖLTUR I).
Dökkblár miði: (DIB).
Ljósblár miði: Annar flokkur: (D II, H II, UK II, AK II, UN II, N II, K II, FO II, TR II, HR II, GRÍS II, GYLTA II, GÖLTUR II).
Dökkgrænn miði: (D IC, F Il-O, UN II-F, K II-F, HR II-O, FO II-O GRISIII).
Ljósgrænn miði: Þriðji flokkur: (FIII, UK III, AK III, UN III, KIII, HRIII).
Rauður miði: Allt kjöt í heilbrigðisflokki 2.
Vaxtarlag/vöðvafylling Fitumörk Merking
ÚRVALSFLOKKUR:
Sérlega vel vaxnir og vööva- Síðufita ekki yfir D l-ÚRVAL
fylltir skrokkar með 9 mm. Fita á baki ekki gulurmiði.
jafnri fitudreifingu. yfir 3 mm.
I. FLOKKUR:
Sæmilega vaxnir og A: Síðufita ekki yfir Dl-A
vöðvafylltir skrokkar. 11 mm. hvítur miði.
B: Siðufita Dl-B
til 14 mm. dökkblár miði.
C: Síðufita 15 mm Dl-C
og þar yfir dökkgrænn miði.
II. FLOKKUR:
Fremur þunnvaxnir og D II
holdrýrir skrokkar Ijósblár miði.
III. FLOKKUR:
Mjög holdrýrirog D III
útlitsgallaðir skrokkar. Ijósgrænn miði.
D-X: Minniháttar mar eða verkunargallar D-X
D-XX: Mikið mar, höggnir limir, meiriháttar verkunar-
gallar, blóölituð fita eða fita sem ekki storknar. D-XX
Breyttur Lottó-leikur
Frá og með mánudeginum 5.
september verða tvær breyt-
ingar á Lottó-leiknum vinsæla.
Önnur er sú, að nýr vinnings-
möguleiki bætist við: Bónus-
inn. Hin brcytingin er, að í
stað þess að velja fimm tölur af
þrjátíu og tveimur velja þátt-
takendur framvegis fimm tölur
af þrjátíu og átta. í samræmi
við það breytist heiti leiksins
úr Lottó 5/32 í Lottó 5/38.
Pað eru fimm réttir, sem áfram
gefa langhæsta vinninginn. En
þegar búið er að draga út vinn-
ingstölurnar fimm, verður sú
sjötta einnig dregin út. Hún, að
viðbættum einhverjum fjórum
þeirra fimm talna, sem búið var
að draga út, gefur sérstakan bón-
usvinning, sem væntanlega verð-
ur á bilinu þrjú til fjögur hundruð
þúsund krónur. Bónusvinningur-
inn getur deilst á fleiri en einn
vinningshafa, rétt eins og fyrsti
vinningur nú, og einnig hlaupið
yfir og bætist þá við bónusvinn-
inginn næst.
Það er breytilegt eftir löndum
hve margar tölur á að velja í
Lottóinu og úr hve mörgum töl-
um er valið. Bak við ákvörðun
um þetta liggja upplýsingar um
íbúafjölda á sölusvæði Lottósins
og áætlanir um fjölda þátttak-
enda. Erlendis er algengt að
þessum tölum sé breytt fram og
aftur eftir framvindu mála, en
meðal milljónaþjóða er algengast
að velja sex tölur af fjörutíu og
níu, enda heitir leikurinn þar
víða Lottó 6/49. Þegar áætlanir
voru gerðar um gengi Lottósins
hérlendis þótti rétt að áætla þátt-
töku þannig að valdar yrðu fimm
tölur af þrjátíu og tveimur. Þátt-
taka hérlendis hefur hins vegar
orðið betri en björtustu vonir
stóðu til, og því hefur þótt rétt að
,gera þessa breytingu.
Frá og með næstu helgi tekur útdrátturínn í Lottóinu nokkrum breytingum.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöður
við framhaldsskóla
Að Hússtjórnarskólanum Ósk á ísafirði vantar vefnað-
arkennara.
Staða bókavarðar við Stýrimannaskólann í Reykjavík
og Vélskóla íslands er laus til umsóknar. Leitað er eftir
manni sem vill taka að sér að byggja upp bókasafn skól-
anna í nýfrágengnu húsnæði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík, fyrir 20. september nk.
Menntamálaráðuneytið.
Erobik ★ Leikfimi
★ Þrekhringur
Vetrarstarfið hefst 19. september
Við leggjum okkur fram um að fylgjast með nýjungum
og bjóðum nú upp á fjölbreytta æfingatíma í heilsurækt.
Allir kennarar okkar hafa sótt námskeið í sumar á ýmsum
sviðum heilsuræktar og koma því ferskir til starfa.
Þú getur örugglega fundið flokk við þitt hæfi hvort sem
þú ert karl eða kona, byrjandi eða í þjálfun. Aldur skiptir
ekki máli.
Aðstaðan er fyrsta flokks, með góðum æfingasölum,
sturtum og saunaklefum. Hringdu nú þegarogfáðu upp-
lýsingar.
Við gerum okkar besta við að veita þér góða þjón-
ustu og hjálpa þér að finna tíma við þitt hæfi.
FLOKKAR:
1. Kvennaleikfimi: Rólegir tímar fyrir óþjálfaðar
konur og þær sem vilja fara sér hægt.
2. Róleg músikleikfimi: Framhaldstími.
3. Dagtími: Leikfimi með áherslu á
V* 'c maga, rass og læri. Hentar vel barns-
Nytt hafandi konum og konum með barn
f á brjósti.
4. Leikfimi og megrun: Styrkjandi
æfingar fyrir þær sem vilja grennast.
5“ uúu Leiðbeint um mataræði, persónuleg
' leiðbeining fyrir hvern og einn.
Vigtun, mæling, aðhald.
Magi, rass og læri: Byrjendatími,
mjúkt erobik. Styrkjandi og vaxtar-
mótandi æfingar. Einnig unnið með
létt handlóð fyrir upphandleggi.
Engin hopp. Fjörugir tímar, fjorug
tónlist.
6. Framhaldstími: Aðeins fyrir vanar. Hröð og eld-
fjörug leikfimi fyrir þær sem eru í þjálfun.
Dúndrandi tónlist - fjör.
7. Erobic: Fyrir byrjendur - karla og konur. Þol-
þjálfun.
8. Erobic: Fyrir framhaldsfólk.
I *rí\y,
, Nýtt
írf'V'V
I vWW,
Nýtt';
% Nýtt
9. Þrekhringur: Erobik og
V tækjaleikfimi í sama tíman-
um. Hörkutímar fyrir karla
og konur. Fjör, hvatning
með skemmtilegri tónlist.
Leiðbeinandi stýrir hópnum.
j 10. Karlatímar: Sértímar fyrir karla í
Nýtt"' þrekhrir,g-
Dansnámskeiðin auglýst síðar
Opið mán.-föst. frá kl. 17-20.
Sími24979.
Tryggvabraut 22
Akureyri
■■■■■ P" |
V/SA